Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 C 7 Akureyrarmynd frá 1892 á uppboði í Sjallanum GALLERI Borg og Listhúsið Þing halda listmunauppboð á Akureyri. Uppboðið fer fram í Sjallanum sunnudaginn 28. apríl og hefst kl. 20.30. Boðin verða upp ekta hand- unnin persnesk teppi og mynd- verk eftir þekkta íslenska Íista- menn. Þar má nefna verk eftir Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunn- laug Blöndal, Kristínu Jónsdótt- ur, Nínu Tryggvadóttur, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Eyjólf J. Eyfells, Tryggva Ólafsson, Aifreð Flóka, Karólinu Lárusdóttur, Tolla og Sigurbjörn Jónsson. Þá verður boðið upp málverk eftir danska listamanninn Johan Neumann, myndin er máluð 1892 og sýnir byggðina á Akureyri utan af Pollinum. Uppboðsverkin verða sýnd í Mánasal Sjallans, laugardaginn 27. apríl kl. 16 til 19 og sunnu- dagihn 28. apríl kl. 14 til 18. AKUREYRARMYND frá 1892 verður á uppboðinu í Sjallanum. Landsbanka- kórinn í söngferð LANDSBANKAKÓRINN fer í söngferð til Austfjarða 27.-29. apríl og heldur tónleika í Egils- staðakijkju sunnudaginn 28. apríl kl. 16. í kórnum eru 30 söngfélag- ar. Söngstjóri kórsins er Guðlaug- ur Viktorsson. Undirleik á píanó annast Óskar Einarsson, Árni Scheving leikur á bassa og Einar Valur Scheving á trommur. Á efnisskrá eru m.a. nokkur lög eft- ir Inga T. Lárusson svo og ýmis erlend sönglög, lög úr „Hárinu“ og úr söngleiknum „West Side Story“. Aðgangur er ókeypis. Mánudaginn 29. apríl er ráð- gert að syngja nokkur lög í eftir- töldum útibúum Landsbankans: Reyðarfirði kl. 12, Neskaupstað kl. 13.30 og Eskifirði kl. 15.30. Sönghátíð í Skálholti SÖNGHÁTÍÐ verður í Skálholti nú um helgina. í dag kl. 16 halda nokkrir barnakórar tónleika í Skálholtskirkju. Þeir eru Barna- kór Fella- og Hólasóknar, Barna- kór tónlistarskóla Bessastaða- hrepps og Barnakórar úr Hruna- mannahreppi og Biskupstungum. Á morgun, sunnudag kl. 14 verður messa í Skálholti, þar sem kirkjukórar úr uppsveitum Árnes- sýslu munu annast söng og orger- leikarar úr sömu sóknum leika undir. Prestar af svæðinu taka þátt í messunni og vígslubiskup- inn í Skálholti sr. Sigurður Sigurð- arson prekikar. Strengja- sveitartón- leikar TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík heldur tónleika sunnudaginn 28. apríl nk. í Áskirkju og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskrá eru Konsert í G-dúr fyrir víólu og strengjasveit eftir G.Ph'. Telemann, Tveir þættir úr konsert í d-moll fyrir 2 fiðlur og strengjasveit og Brandenburgar- konsert nr. 3 í G-dúr eftir J.S. Bach, Fíllinn úr Karnivali dýr- anna, eftjr C. Saint-Saéns útsett af Herði Áskelssyni fyrir strengja- sveit og Rúmenskir dansar eftir B. Bartók, útsett af Arthur Willn- er fyrir strengjasveit. Einleikarar á tónleikunum eru Jónína Wilkins, víóluleikari, Krist- ín Björnsdóttir og Edda Rún Ól- afsdóttir, fiðluleikarar og Bjami Benedikt Bjömsson, kontrabassi. Stjórnandi er Rut Ingólfsdóttir, kontrabassi. Samsýning í Listakoti NÚ stendur yfir samsýning í Gall- eríi Listakoti, Laugavegi 70. Þar sýna saman 12 myndlistarkoþur í nýjum sýningarsal sem tekinn var í notkun 13. þessa mánaðar. | Sýningin er opin daglega frá kl. 12-18, laugardaga frá kl. 12-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. 1 Vortónleikar í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði KAMMERSVEIT Tónlistarskólans í Hafnarfirði heldur tónleika sunnudaginn 28. apríl í Víðistaða- kirkju kl. 17. Á efnisskránni er „Egmont" for- leikurinn eftir Beethoven, Konsert- verk fyrir tvö klarinett og hljóm- sveit, þar sem einleikarar eru Helga Björg Arnardóttir og Arn- björg Jóna Jóhannsdóttir, „Ljóð- ræn svíta" eftir Pál Isólfsson og „Carmen“ svítur 1 og 2 eftir Biz- et. Kammersveit Tónlistarskólans er skipuð tæplega fimmtíu hljóð- færaleikurum. Hljómsveitarstjóri er Oliver Kentish. Allir eru velkomnir á tón- leikana sem heflast eins og áður sagði kl. 17.00 í Víðistaðakirkju og er aðgangur ókeypis. Mannaskipti hjá Englinum og hórunni „SÝNINGAR á bandaríska leikrit- inu Engillinn og hóran hafa nú gengið lengur en búist var við í upphafi. Ragnhildur Rúriksdóttir þurfti að halda til Bandaríkjanna til að sinna verkefnum sínum þar og því hefur ný leikkona tekið við hlutverki hennar, Sigrún Sól Ól- afsdóttir. Með önnur hlutverk í sýningunni fara sem áður; Bryn- dís Petra Bragadóttir, Bergljót Arnalds og Lára Stefánsdóttir dansari. Sigrún Sól útskrifaðist úr Leik- listarskóla íslands árið 1994 og lék meðal annars í uppsetningu íslenska Leikhússins á í djúpi daganna og í uppsetningu Hvunn- dagsleikhússins á Trójudætrum,“ segir í fréttatilkynningu frá Kaffi- leikhúsinu. Vortónleikar Kórs Fjöl- brautaskóla Suðurlands LAUGARDAGINN 27. apríl held- ur Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands vortónleika á sal skólans klukkan 14. Starfsemin hefur verið óvenju öflug í vetur og hefur kórinn sung- ið við ýmis tækifæri sunnanlands og í Reykjavík. Kórfélagar eru nú fimmtíu og sjö talsins og hafa aldr- ei verið fleiri. Kórstjóri er Jón Ingi Sigurmundsson. Á söngskránni eru tuttugu lög, íslensk og erlend og frá ýmsum tímum tónlistarsögunnar. Ein- söngvarar með kórnum eru Magnea Gunnarsdóttir og Heiða Margrét Guðmundsdóttir. Aðal- undirleikari kórsins er Steinunn Elfa Úlfarsdóttir; auk hennar leika nokkrir kórfélagar með á ýmis hljóðfæri. Kórfélagar eru flestir á aldrin- um sextán til tuttugu ára og koma víðs vegar að af Suðurlandi, allt frá Klaustri í austri til Hveragerð- is í vestri. Að loknum prófum og braut- skráningu í vor fer kórinn í tón- leikaferð til Þýskalands. Yortónleikar Arnesingakórsins ARNESINGAKORINN í Reykjavík heldur sína árlegu vortónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 28. apríl nk. kl. 16. Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. íslensk þjóðlög og kirkjuleg tónlist, íslensk og er- lend. Meðal einsöngvara verða Jó- hann Már Jóhannsson, tenór, og Signý Sæmundsdóttir, sópr- an. Stjórnandi Árnesingakórs- ins í Reykjavík er Sigurður Bragason og undirleikari Bjarni Jónatansson. Árnesingakórinn í Reykjavík er með elstu starfandi blönduð- um kórum í Reykjavík. Árnes- ingakórinn heldur utan til ítal- íu í júní nk. og ber efnisskrá vortónleika kórsins nokurn keim af því. Kórinn mun halda þrenna tónleika á Ítalíu, m.a. eina tónleika í Róm. Orlög Albana KVIKMYNPIR II áskólabíó ALBANÍU-LÁRA ★ ★ ★ Leikstjórn, handrit, klipping, fram- leiðandi: Margrét Rún. Myndataka: Clemenz Messow. Tónlist: Rainer Fabich. Aðalhlutverk: Magdalena Wimmer, Katharina Muller-Ellnuiu, Stefan Hunstein, Julian Wiesemes og Christian Anderson. 1994. STUTTMYNDAGERÐ er áber- andi í kvikmyndaúrvalinu þessa dagana en sýndar hafa verið stutt- myndir í Tjarnarbíói og Háskólabíó hefur frumsýnt tvær slíkar á skömmum tíma, Gas eftir Filmu- menn og nú Albaníu-Láru (enginn skyldleiki við Arabíu-Lárens) eftir Margréti Rún. Myndin er lokaverk- efni hennar við kvikmyndaskóla í Munchen, var gerð árið 1994 og er mjög vel heppnuð 15 mínútna löng íhugun um örlög Albana sem flúið hafa til Þýskalands eftir hrun kommúnismans í austri. Albanía er „kapút“, segir örvæntingarfullur flóttamaður en er engin miskunn sýnd. Myndin er sögð frá sjónarhóli lít- illar dóttur hans sem komin er með fjölskyldunni til Þýskalands og dvel- ur hjá flóttamannahjálp. Hún á sína eigin persónulegu flóttaleið í gegn- um teikningarnar sínar yfir í töfra- land prinsa og prinsessa þar sem trén hafa andlit og eru vinir. En napur raunveruleikinn er heldur ekki íjarri í fantasíum hennar því ímyndanir hennar einkennast líka af dauða og hörmungum. Margrét Rún hefur gert sem lokaverkefni magnaða stuttmynd er rúmar á korteri það sem lengri myndir gætu varla sagt betur. Hún blandar saman með góðum árangri raunsæi og fantasíu og hefðbundn- um frásagnarstíl og tilraunamynda- tækni með táknrænum skírskotun- um til að kafa í barnslegan tilfinn- ingaheim og gefa með því áhorfend- um innsýn í örlög Albana í nútíð og fortíð. Töfralandið er skapað með hreyfimyndatækni og jafnvel sýndist mér tölvuteikningum í bland við mjög myndrænar og hugmynda- ríkar sviðsetningar; í einni hanga svikararnir á lyganefunum niður úr trjánum. Myndin hefur einnig að geyma ádeilu á þýsk stjórnvöld og hvemig þau taka á flóttamannavandanum og er hún sett fram á mjög einfald- an en áhrifaríkan hátt með því að lýsa andstæðum á milli algjörs umkomuleysis og fátæktar og of- gnóttar vestræns neyslusamfélags. Yfirbragð myndarinnar er myrkt og einkennist af dauða og hatri, örvæntingu og neyð og einhverri skelfilegri glötun. Margrét Rún nær fram mjög sterkum áhrífum og sýn- ir gott vald á stuttmyndaforminu sem hún nýtir til fulls af skáldlegu innsæi. Albaníu-Lára er allrar at- hygli verð. Arnaldur Indriðason MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson sýna. - Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Sigurjóns Olafssonar Portrettsýning til 19. maí. Hafnarborg Pétur Halldórss. og Karen Kunc sýna til 29. apr._ Listasafn íslands Veggmyndir Kjarvals i Landsbankan- um til 30. júní. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á verkum Barböru Árnason 1 9. júní. •nnur hæð Hamish Fulton sýnir út maí. Ásmundarsafn Samsýn. á verkum Finnu B. Steinsson og Ásmundar Sveinssonar til 19. maí. Gallerí Listakot 12 myndlistarkonur sýna. Norræna húsið Sýn. Svalbarði til 28. apr. Gallerí Úmbra Gerður Guðmundsd. sýnir til 15. mai. Gallerí Sólon íslandus Kristján Jónsson sýnir til 12. maí. Ingólfsstræti 8 Steingrímur Eyfjörð, Sara Björnsdótt- ir, Börkur Amarson og Svanur Krist- bergsson sýna til 28. apríl. Listhús 39 Dröfn Guðmundsd. sýnir til 29. apríl. Við Hamarinn Hjörtur Marteinsson sýnir til 28. apríl. Gallerí Stöðlakot Kristján Jón Guðnason sýnir. Gallerí Sævars Karls Einar Már sýnir til 30. apríl. Gallerí Greip Victor G. Cilia sýnir til 12. maí. Gallerí Homið Ómar Stefánsson sýnir til 15. maí Mokka Tómas Ponzi sýnir til 9. maí. TONLIST .augardagur 27. apríl Karlak. Keflav. I Akureyrarkirkju kl. 17. Samkór Trésmiðafélags Reykjavík- ur heldur vortónl. í Bústaðakirkju kl. 17. Slökkviliðskórinn í Gerðubergi kl. 15. Styrktarfélagstónl. íslensku óper- unnar kl. 14.30; Þóra Einarsd., sópran og Jónas Ingimundars. píanól. Lúðra- sv. Reykjav. í Ráðhúsinu kl. 15. Kar- lak. Stefnir í Digraneskirkju kl. 15. Sunnudagur 28. apríl Árnesingakórinn í Langholtskirkju kl. 16. Söngh. Móðir Jörð í Njarðvíkur- kirkju kl. 20.30. Strengjasv. yngri deildar Tónlistarsk. í Reykjav. í Ás- kirkju kl. 17. Karlak. Stefnir f Digra- neskirkju kl. 17. Orgeltónl. í Hallgríms- kirkju kl. 17. Kammersv. Tónlsk. í Hafnarf. f Víðistaðakirkju kl. 17. Strengjasv.tónl. Tónlistarsk. í Reykjav. í Áskirkju kl. 17. Landsbankakórinn í Egilsstaðakirkju kl. 16. Vörðukórinn í Árnesi kl. 21. Mánudagur 29. apríl. Söngh. Móðir Jörð í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Burtfararprófstónl. Guðrún- ar Lóu Jónsd. i Kirkjuhvoli kl. 20.30. Þriðjudagur 30. apríl Sólarmegin í Gerðarsafni kl. 20.30. Samkór Kóp. í Digraneskirkju kl. 20.30. Miðvikudagur 1. maí Söngh. Móðir Jörð í Safnaðarh. Akra- neskirkju kl. 16. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Tröllakirkja lau. 4. maí. Þrek og tár lau. 27. apr., mið., fim. Kardemommub. iau. 27. apr., sun. Kirkjugarðsklúbburinn sun. 28. apr., fim., lau. Sem yður þóknast sun. 28. apr., fim. Hamingjuránið frums. lau. 4. maí. Borgarleikhúsið Kvásarvalsinn sun. 28. apr., lau. Hið ljósa man lau. fös. 3. maí. íslenska mafían lau. 27. apr., fim. BarPar lau. 27. apr., fim., lau. Konur skelfa lau. 27. apr., fim., fös., lau. D'na langsokkur sun. 28. apr. Höfundasm. LR: Brenndar varir lau. 27. apr. HafnarQarðarleikhúsið Himnaríki lau. 27. apr., lau. 4. maí. KafTileikhúsið Grískt kvöld lau. 27. apr. Kennslustundin fós. 3. maí. Sápa þtjú og hálft fós. 26. apr. EngiUinn og hóran sun. 28. apr. Möguleikhúsið Ævintýrabókin lau. 27. apr. Leikfélag Akureyrar Nanna systir lau. 27. apr., mán., þri., fós., lau. Tjamabíó Páskahret sun. 28. apr., þri., mið., fim., lau. Listaklúbburinn Leikiiústónlist Hugleiks mánkv. kl. 20.30. KVIKMYNDIR MIR „Steinblómið“ sun. kl. 16. Norræna húsið „Miki 1 og 2“ sun. kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.