Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 8
8 C LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FLATEYJARBÓK og Kon- ungsbók eddukvæða höfðu verið í varðveislu Dana í rúm þrjúhundruð ár þegar íslendingar fengu þau í hendur á ný á hafnarbakkanum í Reykjavík 21. apríl árið 1971. Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbisk- up sendi, að tilmælum Friðriks þriðja Danakonungs, Flateyjarbók utan í bókasafn konungs árið 1656 og Konungsbók eddukvæða árið 1662. Sú fyrmefnda er stærst allra íslenskra skinnbóka, 202 blöð, í öndverðu í svo stóm broti að ekki hafa fengist nema tvö blöð úr hveiju kálfskinni en þau voru að auki þétt skrifuð. Bókin er frá síðari hluta 14. aldar og er meginefni hennar sögur af Noregskonungum. í Kon- ungsbók eddukvæða er geymdur þorri þeirra kvæða sem við kennum vanalega við eddu. Fræðimenn hafa ráðið af stafsetningu og leturgerð handritsins að það hafi verið skrifað seint á 13. öld en um uppmna þess og feril að öðru leyti er ekkert vitað fyrr en Brynjólfur biskup letraði á það einkennisstafi sína og ártalið 1643. Hátíðleg stund Stefán Karlsson, forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar á ís- landi, segir að hann hafi verið við- staddur þann morgun sem danska eftirlitsskipið Vædderen kom með bækurnar tvær til hafnar í Reykja- vík árið 1971. Stefán stundaði nám sitt í Danmörku og vann um tíma á Ámastofnun í Kaupmannahöfn. „En ég flutti hingað heim árið 1970. og var því kominn að stofnuninni hér ári áður en fyrstu handritin komu að utan. Það var náttúrulega stórkostleg tilfinning að sjá skipið leggja að og bækumar bomar í land; það var hátíðleg stund þegar þær vom afhentar." Gjörbylting á fræðastarfsemi — Hvaða þýðingu hafði það fyrir íslensku þjóðina og íslensk fræði að fá þessi handrit heim? „Fyrir íslensk fræði var þetta ómetanleg gjöf. Hún hefur þýtt gjörbyltingu á fræðastarfsemi hér á landi því að fyrr á árum var eina leiðin að fara til Kaupmannahafnar ef menn höfðu áhuga á að rannsaka handrit, sérstaklega ef um var að ræða gömul handrit. Það hefur ver- ið algerlega ómetanlegt fyrir íslensk fræði að fá þennan efnivið í hendur þó að rannsóknir séu nú meira og TONLÍST Sígildlr diskar CALLAS La Divina complete. María Callas syngur óperuaríur eftir Puccini, Verdi, Bizet, Rossini, Bellini, Mascagni, o.m.fl. Ýmsar hljómsveitir og stjómendur, þ.á m. Serafin, Prétre, Rescigno, Galliera, Ghione Votto og Karajan. EMI Classics (0777) 7 54702 2 (2), (7243) 5 55016 2 (2), (7243) 5 55216 2 (0) og (7243) 5 65822 2 (4). Útgáfuár: 1995. Upptökur: ADD, Evrópu/Bandaríkj- unum 1954-72. Lengd (3 diskar): 3.44:02. Að auki viðtalsdiskur, 52:17. Verð: 3.799 kr. SJÖTTI og fyrri hluti sjöunda áratugar tilheyrðu Maríu Callas. Engin önnur „díva“ gat skákað út- geislun hennar og innlifaðri per- sónutúlkun, enda lagði hún öll fremstu óperusvið heimsins að fót- um sér. Túlkun hennar var innlifuð og röddin afar sérstæð, en stórt tónsvið, greind og ósérhlífni gerðu henni kleift að færa kvíarnar út fyrir troðnustu brautir óperu- mennta. Hin grísk-ameríska drama- tíska flúrsópransöngkona varð ein örfárra til að syngja bæði ítalskan bel canto (Lúcíu, Víolettu) og Wagner (Briinnhilde, Isolde), og stuðlaði jafnframt að endurvakn- ingu gleymdra verka eftir Rossini, Bellini og Donizetti. Hún var fljót að tileinka sér ný verk, enda betri píanisti en gengur og gerist meðal óperusöngvara, og átti sér aldrei fastan æfingarundirleikara. María Callas lagði allt í sölurnar fyrir list sína, og túlkun hennar var meira stundaðar á grundvelli ljós- mynda af handritum til þess að handritunum sjálfum sé hlíft.“ — En er gert nóg í rannsóknum á íslenskum fomritum? „Það er aldrei gert nóg því að verkefnin eru óþijótandi, til að mynda er gríðarmikið af textum frá síðari öldum, það er að segja sex- tándu, sautjándu og átjándu öld, sem aldrei hafa verið prentaðir. Og þar að auki eru útgáfur ófullnægj- andi á mörgum handritunum; þegar eldri útgáfur voru gerðar höfðu ekki öll handrit viðkomandi sögu verið könnuð til hlýtar og því er í langflestum tilvikum hægt að gera betri útgáfur en til eru. Undan- skilja má þær útgáfur sem komið hafa út hér á stofnuninni síðustu áratugina og reyndar alla þessa öld í Danmörku. Það má reyndar segja að kostur- inn við að íslendingar fengu ekki öll handritin heim, eins og þeir ósk- uðu, sé að dönsk stjórnvöld bera þá skyldu að halda áfram rannsókn- um á þessu sviði. Það er hollt fyrir allar fræðigreinar að starfsemin sé ekki öll á einum stað. Að vísu eru íslensk fræði stunduð mun víðar en á þessum stöðum, þau eru stunduð úti um allan heim. Á meðal hinna erlendu fræðimanna eru nokkrir sem hafa lagt stund á beinar handritarannsóknir og þeir hafa þá yfírleitt setið um lengri eða skemmri tíma annaðhvort á Stofn- un Árna Magnússonar í Reykjavík eða í Kaupmannahöfn. Þessar stofnanir hafa þá einnig gefið út verk þeirra. Það er eitt af okkar meginhlutverkum að gefa út vís- indalegar útgáfur á handritum en þetta eru vitanlega ekki bækur sem almenningur sækist mikið eftir. Þeim er fyrst og fremst ætlað að vera grundvöllur undir frekari rann- sóknir og jafnframt undir aðrar útgáfur sem eru gerðar fyrir al- menning og skólanemendur eða undir þýðingar." Skortir fjármagn — Hver eru mikilvægustu verk- efnin framundan? „Mikilvægustu verkefni stofnun- ar eru að vinna að rannsókn hand- ritanna, að komast að aldri þeirra, uppruna og ferli og svo jafnframt að vinna að nýjum og betri útgáfum á þeim textum sem varðveittir eru í handritum. Þetta eru nákvæmnis- verk sem taka gríðarlega langan tíma. Raunar stendur þannig á nú að það eru fleiri verk að verða tilbú- Morgunblaðið/Kristinn STEFÁN Karlsson. ÓMETAN- LEG GJÖF StefánKarlsson var staddur á hafnarbakk- anum í Reykjavík 21. apríl árið 1971 þegar fyrstu handritin komu heim frá Danmörku en hann er nú forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar á íslandi. í samtali við Þröst Helgason segir hann að þessi gjöf Dana hafí verið ómetanleg fyrir framgang íslenskra fræða. Hann segir þó aldrei nóg gert í rannsóknum á fornum bókum enda séu verkefnin óþijótandi. n in til útgáfu en við höfum fjármagn S til að sinna. Meginvandi okkar er Jg því sá að okkur skortir fjármagn ' til að standa undir æskilegri útgáfu- ;; starfsemi." — En hvernig lítur framtíð stofnunarinnar út? „Framtíðarverkefnið er í fýrsta lagi að varðveita handritin sem best. Þó að þau hafí mörg hver komið viðgerð hingað frá Dan- mörku þá er alltaf þörf á að lag- færa bækur betur. Það þyrfti líka að bæta sýningaraðstöðuna hér en nú er mikill munur á loftslagi í geymslum og sýningarsal sem getur valdið skemmdum á handritunum. ' Húsnæðið er reyndar orðið of lítið og erfitt að gera nauðsynlegar breytingar, við gætum til dæmis ; ekki bætt við einum einasta starfs- | manni því það er ekkert rúm fyrir | hann. Æskilegasti húsnæðiskosturinn j sem ég sé í framtíðinni er í síðari áfanga Þjóðarbókhlöðu. Þegar hún | var teiknuð upphaflega var gert ráð fyrir því að við hliðina á húsinu sem íf nú hefur verið tekið í notkun myndi rísa annað jafnhátt en helmingi minna að flatarmáli. í þeirri bygg- ingu fínnst mér að þessi stofnun ætti að eiga heima ásamt fleiri stofnunum sem starfa á sviði ís- lenskra fræða. Þá væri þar komið æskilegt fræðilegt umhverfí og ná- býli við bókakost Þjóðarbókhlöð- ['] unnar og ekki sist við þann hand- m ritakost sem þar er.“ , j; Hlutur sem maður sættir sig við go — Eru einhver handrit enn í .(; vörslu Dana sem þú mundir vilja ,,, fá heim? „Ja, það er alveg búið að ganga - frá þessu og maður sættir sig við þá skiptingu á handritunum sem gerð var þó að alltaf megi deila um það hvort hún hafí verið gerð eftir skynsamlegustu reglum. Það er hlutur sem maður stendur frammi fyrir og sættir sig við. En þegar gengið var endanlega frá skiptingu handritanna skrifuðu menntamála- ráðherrar landanna undir sameigin- lega yfírlýsingu _sem meðal annars felur í sér að íslendingar eignist myndir af flest öllum þeim íslensk- um handritum sem eftir verða í bæði Árnasafni og Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. En með þessari samþykkt var það tryggt að við myndum annaðhvort hafa frumrit eða myndir af öllum íslenskum handritum í höndunum;" Hin g'uðdómlega að sama skapi umdeild á sínum tíma; umdeildari en hún þykir í dag. Sést það m.a. af því, að í sam- anburði við flestar aðrar söngkonur síns tíma hefur rödd hennar haldið tilhöfðun sinni fádæma vel, kannski sumpart vegna þess, að hún söng hreinna og renndi sér minna milli tóna en flestar aðrar. Hafi tækni hennar ekki þótt með öllu galla- laus, var hún samt í sérflokki, enda forsenda þeirrar hnitmiðuðu innlif- unar, sem enn þann dag í dag fær kalt vatn til að hríslast milli blóðs og hörunds hjá hlustandanum, t.d. þegar hún sveiflar sér milli Ijaður- stálslegnu höfuðtónanna og hins sérkennilega neðra „chalumeau“- sviðs síns, er minnir á dýpstu tóna í klarinetti. í plötusettinu eru alls 42 valdar aríur úr víðfeðmu verkavali Maríu Callas. Meðal uppáhaldshlutverka hennar hjá undirrituðum er tví- mælalaust hin seiðmagnaða og hamslausa Carmen; kemst að hans mati ekkert í hálfkvisti við flutning hennar á Bizet-aríunum þremur á þessum diskum. Andstæða Carm- enar, Lauretta - hin bljúga, ísmeygilega dóttir Giannis Schicc- his í „O mio babbino caro“ úr óperu Puccinis - hlýtur að blikna í saman- burði, og fer þar e.t.v. hlutfallslega lakasta aría söngkonunnar, enda hafði hún allt annað skap og meira, en jafnvel þar er gæðastaðallinn vel fyrir ofan meðallag. Fullkomnunarhyggja hennar var gífurleg, og hún áttaði sig betur en margar stjörnur óperuheimsins á sérkröfum hljóðnemans. Fyrir vik- ið hefur frægð hennar einnig enzt betur en margra annarra, sem hef- ur dofnað, þegar nærveru þeirra á sviðinu naut ekki lengur við. Engum blöðum er um að fletta, að „La Divina" settið er meiriháttar munnvatnsvaki fyrir alla söngkera og Callasaðdáendur sérstaklega. En líkt og ekki væri nóg gert, fylg- ir rúsína í pylsuendanum: útvarps- samtal sem Edward Downes átti við söngkonuna í desember 1967. Þó að sumum kunni að finnast að- dáunartónn útvarpsmannsins á köflum svolítið smeðjulegur, kemur margt forvitnilegt fram í samtalinu, og María Callas reynist ekki síður heillandi persónuleiki í tali en í tón- um. Tónlistarupptökurnar eru að vonum nokkuð misjafnar (sumar eru í mónó) en yfírleitt mjög fram- bærilegar og ágætlega yfirfærðar í stafrænt form. C.P.E. BACH Carl Philipp Emmanuel Bach: Konsertar f. flautu og strengi í a-moll (Wq 166), B-dúr (Wq 167), A- dúr (Wq 168) og G-dúr (Wq 169). Konsert fyrir óbó og strengi í Es-dúr (Wq 165) og B-dúr (Wq 164). Einleikur f. óbó og fylgibassa (hörpu & selló) í g-moll (Wq 135) og Einleikur f. hörpu í G-dúr (Wq 139). Heinz Holliger, óbó; Auréle Nicolet, flauta; Ursula Holliger, harpa. Enska kammersveitin u. stj. Raymonds Leppards; Niðurlenzka kammersveitin u. stj. Davids Zinman. Philips Classics 442 592-2. Upptökur: ADD, Sviss 12/1968 (Wq 135/139), Bretlandi 2/1974 (Wq 164/165) og Hollandi 5/1977 (Wq 166-69). Lengd (2 diskar): 2.29:54. Verð: 1.899 kr. MESTU meistarar tónsögunnar munu alltaf hafnir yfir karp um „réttan“ flutningsmáta. Hinn tvöfaldi Philips-diskur er dæmi um þetta. Upptökurnar eru að vísu komnar til ára sinna, en flutningurinn er auðheyrilega enn í fullu gildi. í dag mundu hljómlistarmenn, jafnvel þótt utan upprunahyggju- hópsins stæðu, eflaust draga úr víbratói og ýkja spiccatóleik á stutt- um nótum, en „rómantísk“ spila- mennska brezku og hollenzku kammersveitanna virðist samt ekki koma að sök hér, alltjent ekki, ef tónlistin sjálf, en ekki tilurðarum- hverfi hennar, vegur þyngst á met- um hlustandans. Carl Philipp Emmanuel Bach var næstelzti sonur Jóhanns Sebastians og einhver mesti áhrifavaldur eftir- farandi tónskálda á ofanverðri 18. öld. Haydn, Mozart, já, jafnvel Beethoven, þóttust standa í þakkar- skuld við hann, enda varð Emmanu- el nafntogaðasti framúrstefnuhöf- undur síns tíma og ein af fyrstu uppsprettum rómantíkurinnar. „Til- finningasamur“ stíll hans þróaðist upp úr fyrstu starfsárum hans við hirð Friðriks mikla Prússakonungs í Potsdam við Berlín (sbr. auknefni Emmanúels, Berlínar-Bach), þar sem stóð „fyrir flautu“ á flestum raddskrám hirðhljómsveitarinnar. Kóngur var nefnilega flautuleikari í frístundum og samdi sjálfur sónöt- ur og konserta fyrir þetta hljóðfæri í tugatali, flautukennari hans Qu- antz í hundraðatali, og semballeik- arinn C.P.E. Bach varð að sjálf- sögðu einnig að lúta kröfum hús- bóndans og smekk, sem var fremur íhaldssamur. En þrýstingur elur af sér andsvar, og eflaust hefði Emm- anúel ekki orðið jafn framsækinn síðar meir, hefði andrúmsloftið í Potsdam verið frjálslegra. Verkin á þessum diskum eru fremur „stillt“ miðað við það sem seinna átti að verða, þegar höfund- ur þeirra losnaði undan húsaganum, en þó glittir víða í hinar miklu svipt- ingar óg skapbrigðaskipti sem síðar komu til með að setja mark sitt á tónsköpun þessa merkasta arftaka gamla Bachs. Athyglisvert er að heyra móta fyrir nýjum heinríi undir glitskel „galanta" stílsins, heimi hinnar verðandi vínarklassísku són- ötu og jafnvel rómantískrar sinfón- íu, meðan síðustu dauðateygjur barokksins eru enn í fersku minni. Tónlistin er fjörug og fjölbreytt, og snilldarleikur Holligers og Nico- lets ásamt hollenzku og brezku kammersveitanna í ágætri yfír- færslu úr hliðrænni hljóðritun gerir að verkum, að þessi forna hirðmús- ík er fær um að bæta áheyrandan- um skap nánast hvenær sem er. gri rui ÓJ3 ifí ni iq -.j tn jfí Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.