Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA L A N0SMA N N A ¦:'\/.v Wtotgmfflribib 1996 SUND Smáþjóðaleikar Sundið verð- ur í Laugar- dalslauginni STJÓRN Smáþjóðaleika Evrópu samþykkti á fundi sínum í Reykja- vík í gær að sundkeppni Smáþjóða- leikanna hér á landi á næsta ári fari fram í Laugardalslaug. „Við lögðum til á fundinum að keppt yrði í Laugardalslaug, sem er full- komlega lögleg fímmtíu metra keppnislaug með átta brautum," sagði Ari Bergmann Einarsson, rit- ari Ólympíunefndar íslands, á fundi með fréttamönnum í gær. „Satt best að segja kom það okkur á óvart hveru ákveðnir félagar okkar í stjórninni voru. Þeir vildu ekkert annað," bætti Ari við. „Niðurstaðan er sú að suðlægar þjóðir hafa ekki stærri áhyggjur en svo að þær tóku ekki til greina varnagla okkar ef til kæmi. Það þarf að gera smábreytingar og þær nægja," sagði Júlíus Hafstein for- maður Ólympínefndar íslands. „Við bentum þeim á að við getum verið óheppnir með veður en þeir segja að sama gildi um frjálsíþrótttir og þær verða í nokkur hundruð metra fjarlægð. Þeir vildu ekki fara í tutt- ugu og fimm metra laugar með fjór- um eða sex brautum. Þessi niður- staða er óhreyfanleg fyrir okkur, þetta er afgreiðsla stjórnarinnar og yfir þessu ræður ekki Ólympíunefnd Islands ein. Við erum bara einn átta aðiia. Við getum ekki breytt þessu enda höfum ekki heimild til þess." Breytingar þær sem þarf að gera eru að sögn Ara, að loka þarf aðgengi í grunnu laugina og hækka vatnsyfirborðið til að fá yfirfall. Einnig þarf að koma upp skjóli gegn sunnan- og suðvestan- áttum. LAUGARDAGUR 27. APRIL BLAÐ D Jason fer til Leuters- hausen Gerði 15 mörk í æfinga- leik gegn landsliði Króatíu JASON Ólafsson hefur ákveðið að taka tilboði frá þýska félaginu Leutershausen og gerir ráð fyrir að skrifa undir samning þess efnis um helgina. Hann gerði samning við ítalska félagið Brixen í fyrra til tveggja ára með þeim fyrir- vara að uppsögn væri mðguleg eftir ár og nýtti Jason sér það ákvæði. „Þótt Leutershausen sé í 2. deild er um að ræða gamalgróið félag en Hðið hafnaði í 2. sæti 1. deildar fyrir þremur árum og hefur sett stefn- una á að fara upp," sagði Jason við Morgunblað- ið í gær. „Liðið varð í 2. sæti suðurdeildar á nýliðnu tíiuabili en félagið er fjársterkt og hefur meðal annars gert samning við pólska skyttu, bróður Bogdan Wenta, og stendur i samn ingavið- ræðum við Valeri Gobin sem hefur leikið á Italíu í tvb* ár. Því er um að ræða spennandi dæmi auk þess sem ég get stundað háskólanám í Heidel- berg með spilamennskunni og á meiri möguleika á að leika með landsliðinu." Jason kynnti sér aðstæður hjá þýska félaginu fyrir skömmu og æfði með liðinu en í kjðlfarið gerði það honum tilboð. Hann sagði að þar sem Þjóð verjarnir vildu helst gera samning tii tveggja ára þyrfti hann að ræða við Aftureid- ingu þvi þegar hann hefði farið þaðan hefði verið um það rætt að hann kæmi aftur eftir tvð ár. Króatíska landsliðið er í æfingabúðum á ítalíu og lék við Brixen sl. miðvikudagskvðld. Króatar unnu 31:27 en Jason skyggði á mótherjana, gerði 15 mðrk, 10 úr 10 tilraunum í fyrri hálfleik og 5 úr 8 tilraunum eftír hlé. „Ef við vinnum ekki kærumál erum við úr leik í ítðisku úrslitakeppn- inni og þótt bikarkeppnin sé eftir var þetta skemmtilegur endir á vetrinum," sagði Jason. „Mér gekk mjðg vel en Króat ía var nánast með sitt sterkasta lið — allir nema tveir sem léku i HM á íslandi spi luðu." Söguleg stund í Tailinn ÆFINGALANDSLEIKUR Eistlands og íslands í Tallinn í knattspyrnu síðasta vetrardag vakti athygli fjölmiðla víða í Evrópu. Sjónvarpsmenn frá Belgíu og Hollandi fylgdust vel með gangi mála á vellinum, Samtök stað- reyndafræðinga í knattspyrnu voru í viðbragðsstöðu og fleiri biðu spenntir eftir hvort feðgar spiluðu í landsliði í sama leiknum en það hefur ekki gerst í sögu knatt- spyrnunnar. Arnór Guðjohnsen_ og Eiður Smári, sonur hans, vora í 16 manna hópi íslands og þó þeir hafi ekki leikið saman skráðu þeir nöfn sín á spjöld knatt- spyrnusögunnar, en hér til hliðar sést þegar þeir höfðu hlutverkaskipti - Eiður Smári kom inn á sem varamað- ur fyrir föður sinn. Reuter Strákurinn hæfur/D2 Evrópukeppni FLUGLEIDIR OJitíMjx # Miðar á opnunarleikinn & Miðar á leik í á Wembley Manchester 23. júní 8. júní Sviss - England 8 liða úrslit «| Hópferd 15. - 20. júní #,» Hópfferdir á undanúrslit 15. júní Skotland - England 25. - 28. júní 18. júní Holland - England ' Manchester og á Wembley 26. juni 19. júní ítalía - Þýskaland Miðarnir á Evrópukeppnina fást hjá okkur! n . * SílBI/IIIBIIÍBPÚIPLíBáSjfB Reykiavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 Hótel Söqu við Hagatorg • S. 562 2277 H»ln«r)|Srtor S. 5651155 Keflnvik: S. 421 3400 Akranes: S. 431 3386 Akureyri: S. 462 7200 Vesunannacyjar: S. 481 1271 Einnig umboðsmenn um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.