Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 25. APRÍL1996 D 3 IÞROTTIR Reuter Foreldarnir og synirnir PÓRÐUR Þóröarson, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður ÍA, ásamt Ester Teitsdóttur, eiginkonu sinni, fóru til Tailinn til að sjá synina Teit, landsliðsþjáifara Eistlands, og Ólaf, landsliðsmann íslands. TeiturÞórðarson, landsliðsþjálfari Eistlands Einkennileg tilfinning Teitur Þórðarson, landsliðsþjálfari Eist- lands, var í óvenjulegu hlutverki sl. mið- vikudag. A árum áður lék hann með íslenska landsliðinu en að þessu sinni var hann mót- herp'i þess. Ólafur Þórðarson, bróðir hans, var í liði andstæðinganna og foreldrar þeirra horfðu á. „Þetta var svolítið sérstakt ailt sam- an,“ sagði Teitur við Morgunblaðið. „Ég hugs- aði ekki mikið um þetta fyrir leikinn en tilfinn- ingin var einkennileg þegar þjóðsöngurinn var leikinn." um en nýttu síðan ekki færin sem þeir hefðu átt að skora úr. Við fengum líka færi og hefðum átt að skora. Þetta var skemmtilegt en leikur yngri liðanna var enn ánægjulegri fyrir okkur. Mínir strákar stóðu sig gífurlega vel og við áttum dauðafæri eins og ís- lensku strákarnir. Reyndar tel ég að eitt mark hafí verið tekið af okkur þegar boltinn var dæmdur úr leik, sem var tóm vitleysa. Við gerðum 1:1 jafntefli og gaman var að sjá hlutina ganga upp.“ VELSLEÐAR Gull á gull ofan Vilheim Vilhejmsson á Polaris tryggði sé_r íslandsmeistaratitil í fjallaralli á Islandsmótinu í vél- sleðaakstri á Ísafirði, en Sigurður Gylfason á Ski-Doo varð meistari í brautarkeppni. Um helgina verður keppt í spyrnu og snjókrossi, en tvær umferðir fara fram í hvorri grein og er keppnin lokaslagurinn um meistaratitlana. Vilhelm Vilhelmsson var í essinu sínu í brautarkeppninni í gær og á Polaris í tveimur greinum. í flokki svokallaðra lávarða, eldri ökumanna, fengu Halldór Jóhannesson og Viðar Konráðsson sitt gullið hvor. vann fimm gull í hinum ýmsu vélar- flokkum, lagði Sigurð Gylfason að velli í fimm skipti í úrslitum, en sá síðarnefndi sneri dæminu við í einum fiokki. En árangur Sigurðar nægði til að tryggja honum titilinn í braut. „Það var afhroð að tapa svona oft, en ég er ánægður með meistaratitil- inn. Ég á góða möguieika í spyrn- unni, en minni möguleika í snjó- krossinu,“ sagði Sigurður. Vilhelm vann titilinn í fjallaralii með tveimur sigrum gegn einum Sigurðar í fyrra- dag. „Fjallarallið var erfitt, en skemmtilegt. í fyrri umferðinni var Jóhann Eysteinsson á Polaris með heimasmíðuð skíði að mala okkur báða, en tók þá kollsteypu á sleðan- um og fór úr axlarlið. Hann kláraði dæmið á annarri hendi, en varð þriðji. Sigurður varð fyrstur og ég í öðru. Eg tryggði mér svo titilinn með því að vinna síðustu umferðina. Það var svo virkiiega sætt að vinna fimm gull í brautarkeppni og láta Sigurð hafa fyrir titlinum. Mér líst vel á snjókrossið og reyni að halda uppteknum hætti,“ sagði Vilhelm. Daníel Daníelsson náði góðum árangri, fékk fímm bronsverðlaun í brautarkeppni og eitt silfur í fjalla- ralli á Polaris sleðum. I flokki breyttra sleða sigraði Sölvi Lárusson UM HELGINA Glíma Íslandsglíman Íslandsglíman verður haldin í iþróttahúsi Kennaraháskólans í dag og hefst keppni kl. 14. Sjö bestu glímukappar landsins keppa um Grettisbeltið sem fyrst var keppt um fyrir 90 árum. x Knattspyrna Reykjavíkurmótið A-deiId Laugardagur: Laugardalur: ÍR - KR.............17 Surmudagur: Laugardalur: Fylkir-Valur........17 Laugardalur: Þróttur - Fram....20.30 B-deiId Laugardagur: Leiknisvöllur: Ármann - Leiknir..17 Sunnudagur: Leiknisvöllur: KSÁÁ - Víkingur..18:30 Leiknisvöllur: Fjölnir - Léttir.20.30 Deildarbikarkeppni kvenna Laugardagur: Ásvellir: Breiðablik - KR..........13 Ásvellir: ÍA - Haukar............15 Ásvellir: Sfjarnan - Valur.......17 Karate Bikarkeppni í kumite Annað kumitemót ársins_ í bikarmeistara- keppni Karatesambands íslands fer fram í íþróttahúsi Stjömunnar í Garðabæ i dág kl. 14 til 16. Keppt verður í tveimur þyngd- arflokkum karla og opnum flokki kvenna. Almenningshlaup Skokkhópur Námsflokka Reykjavíkur stendur fyrir almenningshlaupi í dag og hefst það við Miðbæjarskólann í Reykjavik kl. 11. Hægt er að hlaupa þriggja km skemmtiskokk um Tjamarsvæðið án tíma- töku og 10 km hlaup með tímatöku en þar verður keppt ( aidursflokkum karla og kvenna auk sveitakeppni í öllum flokkum. Einar Brekkan er lykilmaður hjá Sirius í 1. deild í Svíþjóð mningur og Lotto Þetta var ijórði landsleikur Eistlands undir stjórn Teits. „Ég fékk sönnun á því sem ég bjóst við. íslenska liðið er talsvert sterkara en við höfum bolmagn til að ráða við. Það kom fljótlega á daginn en engu að síður var þetta gífurlega mikilvæg reynsla fyrir okkur. Reyndar stóðu strákarnir sig ekki eins vel og ég vonaði en þeir áttu samt ágæta kafla. Við erum að byggja upp lið og þurfum marga svona leiki. Fyrsti leikur okkar í HM verður gegn Hvíta-Rússlandi í ágúst og hef ég sam- ið um átta æfingalandsleiki fram að þeim tíma en ætla að reyna að fá fleiri. Við þurfum reynslu og til að öðlast hana verðum við að spila æfingaleiki." Hlutimir gengu upp Teitur sagði að landsleikurinn hefði verið skemmtilegur og 3:0 tap segði ekki alla sög- una. „íslendingarnir skoruðu úr engum fær- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hefur aldrei leikið á Islandi Einar skaust upp á stjörnuhimininn hjá Sirius í fyrra og átti stóran þátt í að Uppsalaliðið hélt sæti sínu í deildinni. „Við sigruðum aðeins í einum leik í fyrri hluta mótsins en dæmið snerist við í seinni hlutanum þegar við lékum 14 leiki og sigruð- um í öllum nema einum. Utlitið var ekki bjart en við björguðum okkur frá falli. Ég var markahæstur með 12 mörk og var kjörinn íþróttamaður Sirius en félagið er líka með sterkt bandylið í efstu deild.“ Framheijinn verður 22 ára í júní og er að hefja þriðja tímabil sitt með Sirius. Hann hefur lengst af búið í Svíþjóð, flutti fimm ára gamall frá íslandi með foreldrum sínum, Ein- ari Brekkan lækni og Árdísi Brekkan, sem er hagfræðingur og rekur eigið fyrirtæki í Uppsölum. Brjánn bróðir hans er 24 ára kenn- ari í tölvufræðum og þjálfari blakliðs Uppsala sem varð Svíþjóðarmeistari í fyrra og yngri bróðirinn Brandur, sem er 13 ára, leikur með unglingaliði Sirius. Lykilmaður Keppni í 1. deild hefst um helgina og mætir Sirius Luleá í fyrsta leik en síðan Pétri Marteinssyni og félögum í Hammarby. Efsta liðið flyst upp í úrvalsdeildina en liðið sem hafnar í öðru sæti leikur um sæti í efstu deild. Þjálfarar liðanna spá Kristjáni Jónssyni og samheijum í Elfsborg góðu gengi en Ein- ar telur að keppnin verði jöfn. „Ég held að Hammarby sé sterkast á papp- ímum en að öðru leyti er deildin opin og hvaða lið sem er getur endað á toppnum. Vegna árangurs okkar á liðnu hausti telja margir að við eigum að geta haldið áfram á sömu braut en það verður að koma í ljós.“ Sirius var í æfingaferð á Kýpur fyrir nokkrum vikum og snerist spil liðsins mikið í kringum Einar enda sagði þjálfarinn að hann væri lykilmaður í liðinu. Hann leikur ýmist sem miðheiji eða á kantinum og skap- ar mikla hættu við mark mótheijanna með hraða sínum. „Þetta gekk ágætlega hjá okk- ur en of margir meiddust," sagði Einar um dvölina á Kýpur. Hann fékk að finna fyrir því í fyrsta leik en þá var hann stöðvaður á Margir íslenskir knattspyrnu- menn leika með sænskum félagsliðum. Einar Brekkan er einn þeirra, en í samtali við Steinþór Guðbjartsson kom fram að íslendingurinn, sem var kjörinn íþróttamaður Sirius á liðnu ári, hefur aldrei leikið á íslandi. ruddalegan hátt og varð að fara meiddur af velli. Góðir einstaklingar Einar lék með liði sínu gegn íslandsmeist- urum ÍA og ÍBV í Kýpurkeppninni og stóð sig vel en mátti þola tap í báðum leikjunum. Að öðru leyti hefur hann ekki kynnst ís- lenskri knattspyrnu nema hvað hann æfði með Val í viku í ársbyrjun 1995. „Þá hafði ég spilað fáa leiki í 1. deild í Svíþjóð og vissi ekki hvar ég stóð, hvað ég gat. Mér fannst ég þurfa _á meiri reynslu að halda og fór til Íslands. Ég æfði með Val í eina viku, meðal annars í Reiðhöllinni, og það voru fyrstu kynni mín af íslenskri knatt- spyrnu. Miðað við það sem ég hef séð er hún að mörgu leyti svipuð og í Svíþjóð. Samt virð- ast vera fleiri góðir einstaklingar á íslandi en ég held að liðsheildin sé sterkari í Svíþjóð.“ Vill læra lögfræði Einar las lögfræði í fyrra en hefur verið í undirbúningsnámi fyrir háskóla í tölvufræði og hagfræði í vetur. „Mig langar mest til að fara í lögfræði en það er erfitt að komast að í greininni í háskóla. Ég hef líka velt því fyr- ir mér hvort ég ætti að reyna að fara í há- skólanám á íslandi en þá þyrfti ég líka að læra íslensku og það held ég að yrði of erf- itt,“ sagði hann á móðurmálinu. Morgunblaðið/Stfiinþór EINAR Brekkan hefur aðeins lelklð með Sir- ius í Svíþjóð, er lykilmaður liðsins og var kosinn íþróttamaður félagsins á llðnu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.