Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D tvguuWaMfe STOFNAÐ 1913 96. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 28. APRIL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stríðsglæpa- menn í finnsk fangelsi? FINNAR hafa tilkynnt Sameinuðu þjóð- uniira að þeir séu reiðubúnir að láta stríðsglæpamenn frá Bosníu afplána refsingu sína í finnskum fangelsum. Finnar eru meðal fárra þjóða sem svar- að hafa fyrirspurn SÞ um þetta efni játandi. Bandaríkjamenn, Frakkar og Bretar eru meðal þeirra, sem hafa neit- að að taka á móti dæmdum stríðsglæpa- mönnum frá gömlu Júgóslavíu. Finnar vilja þó ekki taka við pólitískum leiðtog- um þar sem ekki eru sérstakar öryggis- deildir í finnskum fangelsum. Kveðast finnsk fangelsisyfirvöld ekki geta tryggt öryggi stríðsglæpamanna sem dæmdir hafa verið fyrir gróf mannrétt- indabrot og efast einnig um að hægt verði að tryggja öryggi óbreyttra stríðs- glæpamanna. Vilja þau ekki hugsa þá hugsun til enda hvernig finnskir fangar tækju því að meðal þeirra væru menn sem myrt hafa fólk í útrýmingarbúðum. Dýrt að sjóða kaffivatnið DÝRT verður að sjóða vatn í geimnum og rlugar ekki venjulegur hraðsuðuket- 01. Hefur bandaríska geimferðastofnun- in NASA ákveðið að verja einni milljón dollara til að þróa aðferðir til að sjóða vatn utan gufuhvolfsins. Við suðu stíga loftbólur upp af botni ketils og leiða hita til kalda vatnsins ofar svo á endan- um verður allt vatnið á iði. Það á sér hins vegar ekki stað í geimnum. Þar myndast einungis ein stór loftbóla og heldur hún kyrru fyrir, Hmist við botn- inn svo hætta er á að hann þorni og springi. Vísindamenn við Johns Hopk- ins-háskólann í Baltimore munu á næstu fjórum árum reyna að finna lausn á vandanum. Talið er að nota megi hljóð- bylgjur til að hreyfa við loftbólu við suðu í lofttæmi, en líklega verður einnig að mynda rafsvið í sjálfu suðuvatninu. Ofkeyrður af yfirvinnu BLAÐ var brotið í bresku réttarfari í fyrradag er John Walker, deildarstjóra félagsmálastofnunar Norðymbralands- sýslu í Norðaustur-Englandi, voru dæmdar 175.000 punda bætur, jafnvirði 18 mill.jóiia króna, fyrir að vera ofnotað- ur í vinnu. Var héraðsstjórnin dæmd ábyrg fyrir því að hann hlaut tauga- áfall öðru sinni vegna yfirvinnu og starfsálags árið 1987. Fékk hann taugaáfall 1986 og var fjóra mánuði frá vegna veikindanna en ekkert yar gert til að draga úr starfsálagi er hann sneri aftur. Reuter LANGAR biðraðir mynduðust strax er kjörstaðir opnuðu vegna þingkosninga í Indlandi í gær. Myndin var tekin í fátaekra- hverfi í Nýju Delhí. Kosningarnar fara fram á sex dögum og aðeins opið á hluta kjörstaða í einu svo öryggissveitir geti hindrað kosningasvindl og tryggt að þær fari friðsamlega fram. 590 milljónir Indverja kjósa nýtt löggjafarþing á sex dögum Búast ekki við betri hag-með nýrri stjórn Nýju Delhí, Reutcr. INDVERJAR flykktust á kjörstaði í tugmillj- ónatali í gær en þá hófust þingkosningar, sem fram fara á sex dögum til þess að örygg- issveitir og starfsmenn kjörstaða geti hindr- að kosningasvindl og tryggt að kosningarnar fari friðsamlega fram. Samkvæmt skoðana- könnunum blasir fylgishrun við Kongress- flokknum en því er spáð að Janataflokkurinn fái flest þingsæti. Kannanir benda einnig til að Indverjar búist ekki við því að hagur þeirra vænkist með nýrri stjórn. Aðeins er kosið í hluta kjörstaða í einu en kosið var í 150 kjördæmum í gær í 14 ríkjum og sambandssvæðum þar sem 160 milljónir manna eru á kjörskrá. Alls eru atkvæðisbærir menn í Indlandi 590 milljónir og kosið er um 545 þingsæti. Jafnframt er kosið til fimm ríkisþinga. Kosningabaráttan hefur farið tiltöiulega friðsamlega fram og því til sönnunar er nefnt, að færri en 20 hafa beðið bana í kosn- ingabaráttunni nú miðað við um 300 manns í síðustu kosningum, árið 1991, þ. á m. Rajiv Gandhi fyrrverandi forsætisráðherra. Kosningabaráttan hefur þótt daufleg og er ástæðan sögð sú, að reglum um fjármögn- un hennar og fyrirkomulag hefur verið fylgt hart eftir af yfirvöldum. P.V. Narasimha Rao forsætisráðherra og leiðtogi Kongress-flokksins hefur höfðað til stöðugleika og nauðsynjar þess að ljúka efnahagslegum umbótum, sem orðið hafa til þess að laða að erlendar fjárfestingar í miklu mæli: Hneykslismál hafa einkennt stjórnartíð Raos og hafa margir ráðherra hans yfirgef- ið stjómina að undanförnu. Því er spáð að Kongress-flokkurinn verði fyrir talsverðu fylgistapi. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur flokkurinn minna fylgis en nokkru sinni eftir stríð en hann hefur verið við völd í Indlandi allar götur frá 1947, að undan- skildu fjögurra ára tímabili. Helsti andstæð- ingur hans er Atal Bihari Vajpyee fyrrver- andi utanríkisráðherra og leiðtogi Janata- flokksins. Talning atkvæða í indversku þingkosn- ingunum hefst 8. maí en þá verður einung- is eftir að kjósa um sex þingsæti. Búist er við að úrslit verði fyrst almennilega ljós 11. maí. KUAKYN í HÆTTU Hef ríka hreyfí- þörf. 20 VIÐSKIPniŒVINNUIÍF Á SUNNUDEGI 24 MALNING FRA HÖRPU í 60 ÁR FUGLARNIR ÚR FJÖRUNNI B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.