Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tiltækri at- vinnu skipt Stigvaxandi atvinnuleysi ber nú hæst í umræðunni í V-Evrópu. Viðurkennt er að tækniþróunin muni áfram fækka störfum og að bylting í atvinnustefnu sé óhjákvæmileg. Elín Pálmadóttir fjallar um þessa umræðu og áætlun til lausnar sem Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakka, hefur kynnt. MICHEL Rocard vill minnka vinnuna á mann allt niður í 32 stundir. Ná því með að fella niður öll gjöld á þessi vikulaun, en hækka þau á stundir þar fram yfir. Síðan hafi fyrirtæki og launa- menn frjálsar hendur. VEGNA nýi-rar tækni er atvinnan í heiminum að minnka og fólk virð- ist nú hafa áttað sig á því að hún mun óhjákvæmilega halda áfram að minnka með vaxandi mannfjölda. Þetta er mál málanna í Evrópulöndum. Ekki síst þar sem varla fer fram hjá jafnvel stæltustu viðskiptaþjóðum í Vestur-Evrópu að sam- keppnihæfni þeirra gagnvart öðrum heims- hlutum fer hrakandi vegna hins háa fram- leiðslukostnaðar á vöru og þjónustu, sem aftur kemur að stórum hluta til af föstum launatengdum gjöldum, er fara allt upp í 80%. Þetta er ekki nýtilkomið og Evrópuþjóðim- ar hafa hafíð varnarbaráttu með því að hópa sig saman í stórt Evrópusamband. En nú heyrist æ oftar að það muni ekki duga til. I ár hafa stæltustu þjóðir eins og Þjóðverjar og Frakkar fundið fyrir því að þær standast ekki samkeppnina á heimamarkaði heldur, þar sem samdráttur hefur orðið í sölu. Að vísu voru verkföll í Frakklandi í vetur í bestu söluvertíðinni en jafnvel gamalgróin fyrirtæki eins og í tískuiðnaðinum kvarta. Og sjá má samdrátt og lokun verslana. Þessa mynd hefur fólk orðið fyrir augun- um, en hörð umræða hefur undanfarin ár verið um hvemig eigi að bregðast við atvinnu- leysinu. Margt verið reynt með litlum ár- angri. Það er bakgrunnurinn að tillögum þeim, sem Michel Rocard, fyrrverandi forsæt- isráðherra Frakka, þingmaður Sósíalista og fulltrúi á Evrópuþinginu, er að kynna þar og leggja fram. Þær hafa þegar vakið mikla athygli og umræðu heima i Frakklandi. Öll gjöld komi á umframvinnuna Tillögumar sem hann er að leggja fram á Evrópuþinginu snúast um að skipta niður tiltækri vinnu. Gert er ráð fyrir að vinnutími hvers og eins fari niður í 36 eða jafnvel 32 tíma á viku. Hveijum atvinnurekanda sé fijálst að haga því eins og hann kýs og semja um við starfsfólk sitt. Engin boð eða bönn skuli ríkja. En vinnuveitandinn veit þá um leið að fækki hann vinnustundum þá fækkar hann hátt sköttuðum vinnustundum. Rocard leggur semsagt til að felldir verði niður skatt- ár og gjöld af allt að 32-36 stundum á viku, en greiddir þeim mun hærri skattar og gjöld af umframvinnunni. Telur hann að þetta sé fær leið og sú sterkasta til að fækka vinnu- stundum. Það verði að gera hratt, því hvort sem er muni launavinna minnka í stórum stíl og hraðar en menn em tilbúnir til að mæta. Hann heldur því fram að þetta muni auka framleiðnina í þeim mæli að heildarlaunin þurfi vart að lækka. Það auki á engan hátt útgjöld fyrirtækjanna heldur minnki þau. Það sem ríkið missi í sköttum sé lægra en spam- aðurinn þegar atvinnuleysi minnkar. Rochard hefur tiltækar allar tölur til stuðnings sínu máli. En aðalkosturinn sé að þetta er einföld aðgerð í framkvæmd. Bakgrunnurinn að þessari viðhorfsbyltingu er semsagt sá að fólk er almennt farið að sjá alit í kring um sig, á smáum sem stóram vinnustöðum, að þörfín á vinnuafli fer minnk- andi með nýrri tækni, sem berst að svo hratt að samfélagið hefur ekki við að fylgja henni. Iðnbyltingin með kröfum um mikið vinnuafl er liðin og tækniöld tekin við. Slíka þróun hafa ráðamenn hingað til neitað að viður- kenna. Sumir halda áfram að stinga höfðinu í sandinn. Nú hafa ráðamenn í mörg ár verið að „bregðast við“ vaxandi atvinnuleysi með fjöl- breyttustu aðgerðum. Rocard segir að að- gerðir hans sjálfs meðan hann var í ríkis- stjórn, sem og annarra stjórnmálamanna, hafi allar reynst gagnslitlar, vegna þess að þeir þráuðust við að sjá heildarmyndina. Og uppskriftimar til að beijast gegn atvinnuleys- inu eru komnar að endimörkum. Vinnan bara verið færð til Atvinnulaus manneskja borgar ekki skatta eða tryggingar, en hefur samt sem áður full réttindi til sjúkratrygginga. Á þessum lið er franska Tryggingastofnunin 60 milljarða undir. Ef atvinnulausum fækkaði verulega mun.di franska samfélagið spara stórupphæð- ir. Þegar grípa á til aðgerða hafa menn víða um lönd aukið atvinnu unga fólksins með því að ýta þeim eldri út. Það gerir ekki ann- Á FIMMTA áratugnum eyddi launa- fólk 100.000 stundum í vinnu á lífs- leiðinni. Nú taka vinnustundinar að meðaltali um 70.000 stundir. Eftir 25 ár má búast við að þær verði 45.000- 50.000. Hvernig eiga ráðamenn og launafólk að skilja þessa gífurlegu stökkbreytingu? að en að breyta goggunarröðinni. Með því að ýta eldra starfsfólki út af vinnumarkaði með greiðslum í einhveiju formi fjölgar ekki störfum í heild og heildarútgjöldin minnka ekki, enda nýtir það opinber framlög og tryggingar. Sums staðar hefur verið gripið til þess að koma upp „smástörfum", að greiða fólki sem kemur úr skóla, oft með mikla menntun í einhveiju fagi, fyrir láglaunuð hlutastörf í takmarkaðan tíma, t.d. á bóka- safni, við uppsetningu sýninga eða að planta tijám, en það hefur ekki reynst forða því frá áframhaldandi atvinnuleysi. Og síðast en ekki 'síst hafa stjómir heitið og greitt fyrir- tækjum fyrir „að skapa ný störf“. Útkoman er sú að átvinnurekandinn ræður ekki í störf þeirra sem hætta, en skapar nýtt starf, sem hann fær greitt fyrir úr opinberum sjóðum. Fyrirtækið notar að sjálfsögðu ekki meira vinnuafl en það þarf. Þessu eru menn að átta sig á. Fleira mætti telja til, en ailt hefur þetta aðeins reynst tilfærsla í einhverri mynd. Atvinnan eykst ekki. Og til að standast sam- keppni þarf fært fólk með kunnáttu. „Ekki verður komist út úr þessari blind- götu nema á einn hátt,“ segir Michel Roc- ard, „með að skipta niður tiltækri vinnu. Þeir sem í dag hafa þijá vel hæfa og mennt- aða launamenn, geta á morgun haft í sömu vinnu fjóra til fimm. Hann hafnar því að ekki sé nóg af hæfu, vel menntuðu fólki, enda gengur sérhæft fólk með menntun upp í doktorsgráður atvinnulaust. Kemst aldrei i vinnu við sitt hæfi. Jacques Delors, fyrrv. forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tekur undir þessar tillögur Rocards og nauðsynina á róttækum uppskurði á viðhorfum, þar sem þessi feiknakraftur í tækniframförum sé slík- ur að hann sé að umbylta stöðu atvinnumála í samfélaginu og öllum okkar lífskilningi. Tillögur Rocards geti hjálpað til við að kom- ast gegn um þessa stökkbreytingu:„Fulltrú- inn okkar á þinginu í Strassborg ætlar að leggja þar fram skýrslu, sem ég vona að valdi miklu uppnámi og opni harða umræðu sem hæfir framtíðarsýn um samfélag þar sem vinnan á ekki lengur sama sess sem hún hefur haft fram að þessu í iðnaðarþjóðfélag- inu. Um leið og tekið er á þessu af raunsæi og hafnað almennum viðbrögðum í sívaxandi vanda, er frelsi hvers og eins virt og rýmt fýrir nauðsynlegri þróun á hugsunarhætti til að taka við nýjum samfélagsháttum." Þessar tillögur mundu gerbreyta lífháttum fólks með annars konar nýtingu á tíma þess. Þetta yrði meiri háttar menningarbylting í Evrópu. Þessvegna telur höfundur þeirra gott og rétt að baráttan hefjist á Evrópuþing- inu. Vaxandi ókyrrð innan Repúblikanaflokksins vegna forsetakosninga í Bandaríkj unum Dole vísar gagnrýni flokksbræðra á bug Washington. The Daily Telegraph. BOB Dole, forsetaefni bandaríska Repúblíkanaflokksins, reynir nú hvað hann getur til að snúa vörn í sókn en skoðanakannanir gefa til kynna að hann eigi litla sigurmögu- leika í baráttu sinni við Bill Clinton forseta. Vaxandi ókyrrðar gætir innan Rebúblíkanaflokksins vegna stöðu mála og er nú svo komið að þekktir flokksmenn era teknir að vara við því að Dole kunni að eiga háðugleg- an ósigur í vændum er Bandaríkja- menn ganga að kjörborðinu í nóvem- ber. William Bennett, fyrrum menntamálaráðherra, sagði nýverið að repúblíkanar kynnu að verða „gjörsigraðir" í nóvember og Dan Quayle, fyrrum varaforseti, telur að Dole kunni að bíða „herfilegan ósig- ur.“ Þá eru þær raddir einnig teknar að heyrast að Dole eigi að segja af sér sem leiðtogi repúblíkana í öld- ungadeildinni til að honum megi auðnast að einbeita sér að kosninga- baráttunni. Margir flokksmenn eru teknir að óttast afleiðingar þess að Dole flækist í störfum sínum inn í deilur á þingi, sem geti skaðað hann. Þannig sviku 22 flokksmenn hans í fulltrúadeildinni hann á dögunum þegar verið. var að ræða frumvarp um lágmarkslaun og demókratar hafa komið í veg fyrir tilraunir hans til að binda í lög hámarksfjölda kjör- tímabila þingmanna. Dole hefur vísað þessari gagnrýni á bug og vænt flokksbræður sína um uppgjöf og skort á staðfestu. „Farið þið þá sjálfir fram og upp á sviðið eins og Teddy Roosevelt sagði. Farið þið þá sjálfir út á meðal fólks- ins og komið sjónarmiðum okkar á framfæri ef þið teljið ykkur geta gert það betur,“ sagði Dole. Herfræði Dole er sú að ráðast gegn Clinton á þeim forsendum að vinstri sinnuð fijálslyndisstefna hans endurspegli ekki afstöðu bandarísku þjóðarinnar. Þessi gagnrýni virðist hins vegar ekki hafa skilað umtals- verðum árangri. Clinton yfir í 23 könnunum I Bandaríkjunum eru það skoð- anakannanir sem mestu ráða og ef marka má þær hafa Dole og undir- sátar hans fullgilda ástæðu til að vera áhyggjufullir. Gerðar hafa verið 23 kannanir á þessu ári, sem taka til landsins alls og hefur Clinton sigr- að í þeim öllum. Hlutskipti stjórn- málamannsins Stuðningsmenn Dole eru þó ekki búnir að gefa upp alla von og marg- ir vina hans standa enn þétt við bakið á honum. „Einn daginn ert þú auli og þann næsta ert þú hetja,“ sagði Alan Simpson, öldungadeildar- þingmaður repúblíkana, er hann út- skýrði hlutskipti stjórnmálamanns- ins í Bandaríkjunum. Hann vísaði og til þeirra miklu sára sem Dole hlaut í síðari heimsstyijöldinni og gert hafa honum lífið erfitt alla tíð. „Mönnum mun ekki takast að særa Bob Dole, Hann hefur þurft að líða meira en nokkur þeirra sem sóst hafa eftir embætti forseta Banda- ríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.