Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 13 Faðirinn reyndist vera vafasamur fjármálaráðgjafi Bandaríkjunum. Hann hefur jafnvel gef'ið til kynna að vörnin verði þann- ig upp byggð, að því verði haldið fram að McVeigh hafi aðeins verið „smápeð" í víðtæku samsæri. Með því móti gæti verjandanum tekist að fá líflátskröfunni vísað frá. Ef til vill getur McVeigh veitt upplýsingar um huldumanninn, „John Doe 2“, en að sögn lögfræð- ings hans hefur ekkert slíkt komið fram í máli hans. Þann 20. apríl, daginn eftir fjölda- morðið, dreifðu lögreglumenn teikn- ingum af hinum grunuðu, „John Doe 1“ og „John Doe 2“. Þær voru byggðar á lýsingum vitna sem kváð- ust hafa séð mennina í Kansas og nærri byggingunni í miðborg Okla- homa skömmu áður en sprengjan, sem var rúm tvö tonn, sprakk. Þegar í ljós kom, 21. apríl, að saka- maður einn í fangelsi í bænum Perry í Oklahoma, sem handtekinn hafði verið fyrir ólöglega meðferð skot- vopna, líktist svo mjög „John Doe 1“, töldu yfirvöld að illvirkin væri fundinn. Seinni teikningin líktist hins vegar á engan hátt Terry Nicholas sem gaf sig fram í Herington í Kans- as-ríki sama dag og kvaðst hvergi hafa komið nærri sprengingunni. Þúsundir manna hringdu í Banda- rísku alríkislögregluna (FBI) og kváðust hafa séð „John Doe 2“ en flestar ábendingarnar reyndust ekki eiga við rök að styðjast. Hins vegar hafa fjölmörg vitni bæði í Oklahoma og Kansas fullyrt að þau hafi séð McVeigh með kraftalegum, dökk- hærðum manni. Mörg vitnanna sögðu teikningu FBI af „John Doe 2“ líkjast óþekkta manninum. Þekkti „John Doe 2“ Á móteli einu hvar McVeigh dvaldist dagana 14.-18. apríl hefur komið fram vitni sem þykir sannfær- andi. Hún heitir Hilda Sostre og vinnur þar við hreingerningar. Hún lýsti fyrir lögreglunni manni' sem líktist mjög „John Doe 2“. Hún kvaðst hafa séð manninn ganga að sendiferðabíl sem hann hafði á leigu á bílastæði mótelsins. Þegar henni var sýnd teikningin sem FBI hafði látið útbúa sagði hún: „Guð minn góður, hver teiknaði þessa mynd? Hún er alveg eins og hann.“ Yfirvöld viðurkenna að sönnun- argögn gegn Terry Nichols séu ekki jafn sannfærandi og þau sem unnt er að leggja fram gegn Timothy McVeigh. Aðalvitni ákæruvaldsins í málinu, hjónin Michael og Lori Forti- er, halda því fram að McVeigh hafi verið aðalmaðurinn í tilræðinu en að Nichols hafi ítrekað gefið til kynna að hann vildi ekki koma nærri þessu ódæði. Vildi Nichols losna? Michael Fortier var í hernum með þeim McVeigh og Nicholas í Fort Riley-herstöðinni í Kansas. Hann var í upphafi bendlaður við málið en féllst á að leysa frá skjóðunni gegn því að refsing hans yrði mi'duð. I fyrra sumar játaði hann sig sekan um ólöglegan vopnaflutning og meinsæri auk þess sem hann viður- kenndi sekt í þá veru að hafa vitað um tilræðið en ekki hafa sagt frá því. Fortier ber að þeir McVeigh og Nichols hafi skýrt honum frá því áformi sínu að sprengja bygginguna í Oklahoma í loft upp. Fortier kveðst einnig hafa farið með McVeigh í bygginguna til að líta á aðstæður fjórurn mánuðum áður en ódæðið var framið. Hins vegar kemur fram í bréfi sem ákæruvaldið sendi veijendum hina grunuðu að Fortier-hjónin haldi því nú fram að Nichols hafi orðið afhuga sprengjutilræðinu. Eiginkonan ber að McVeigh hafi orðið „reiður og æstur“ snemma árs í fyrra vegna þess að Terry Nichols hafi ekki vilj- að taka að sér að blanda sprengju- efnunum saman. Michael Fortier bar fýrir rétti að McVeigh hefði leitað til hans snemma árs 1995 vegna þess að Nichols væri „tekinn að sýna mótþróa." Hins vegar liggja fyrir önnur gögn sem bendla hann við ráðabruggið og tilræðið. Heimild: The International Herald Tribune. ÞÝSKA tennisstjarnan Steffi Graf kann að verða gjaldþrota eftir að hún hefur innt af hendi greiðslur vegna ógreiddra skatta og lögfræðikostnaðar. Faðir hennar, Peter, hefur verið kærð- ur fyrir skattsvik en að sögn þýska tímaritsins Der Spiegel breytir niðurstaðan í máii hans engu um þá miklu fjármuni sem tennis- stjarnan þarf að láta af hendi. Steffi Graf hefur um langt árabil verið ein þekktasta tenniskona heims. Hún er nú um stund- ir í efsta sæti á heimslistan- um í kvennaflokki og hefur unnið hvern sigurinn á fæt- ur öðrum þrátt fyrir erfið- leikana sem hófust í apríl í fyrra er yfirvöld létu gera húsrannsókn á heimili hennar og föður hennar Suður-Þýskalandi vegna ásakana um skattsvik. Spariféð dugar ekki Um stjarnfræðilegar upphæðir er að ræða. Að sögn þýska tímaritsins nema bak- reikningar vegna ógreiddra skatta og launakostnaður lög- fræðinga hennar alls um 2.100 milljónum króna. Sparifé hennar er talið svara til rúmlega 1.860 milljóna íslenskra króna. Steffi Graf hefur ávallt haldið því fram að hún hafi á engan hátt komið nærri skattsvikunum en faðir hennar hefur farið með fjármál hennar frá því að milljón- irnar tóku að safnast upp inn í upphafi glæsilegs ferils hennar. Hún hafði vonast til þess að málið gegn henni yrði fellt nið- ur. Ákæruvaldið segir hins vegar að enn sé unnið að rannsókn málsins þó svo að ekki hafi tek- ist að sanna að ungfrú Graf hafi Gjaldþrot blasir við Þýska tennisdrottningin Steffi Graf stendur frammi fyrir tvö þúsund milljóna króna reikningi vegna skattsvika og lögfræðikostnaðar. beinlínis og vitandi vits hlunnfar- ið ríkissjóð Þýskalands. Faðirinn fær bætur Talið er að Steffi Graf muni þurfa að borga tæpan einn og hálfan milljarð króna í skatta. Um 100 milljónir til viðbótar telj- ast vextir, sektin verður vísast um 130 milljónir króna og lög- fræðikostnaðurinn sömuleiðis um 100 milljónir. Þá mun hún trúlega þurfa að segja skilið við um 220 milljónir króna sem renna munu til föður hennar í formi skaðabóta vegna þess að hún sagði honum upp starfi fjármálaráðgjafa. Dagblaðið Bild segir að eina von Stefi Graf um að standa í skilum felist í núm- eruðum bankareikningum sem hún eigi og geymi um 900 milljónir króna. Skatt- rannsóknarstjóri hefur undanfarna átta mánuði unnið að máli föður hennar og liggja helstu ákæruatr- iðin nú fyrir. Fjölmörg fyr- irtæki hafa einnig verið beudluð við málið þar sem talið er að faðirinn fégráð- ugi hafi notað þau til að koma peningaupphæðum úr landi í formi erlendra fjárfestinga. Þjóðhetja Steffi Graf er þjóðhetja í Þýskalandi sökum glæsilegrar framgöngu sinnar á tennisvellin- um. Mál hennar hefur því vakið mikinn áhuga i fjölmiðlum og sagt er að rannsóknin á fjármál- um hennar sé sú ítarlegasta sem einstaklingur hefur sætt á síð- ustu árum i Þýskalandi. Ákæruatriðin á hendur Peter Graf, sem er 57 ára, eru fjölmörg enda er skjalabunkinn alls 237 blaðsíður. Yfirvöld hafa neitað að sleppa honum gegu tryggingu með þeim rökum að hann kunni að freista þess að flýja land. Lögfræðingar hans hafa þráfald- lega haldið fram sakleysi hans og vísað til þess að fjármál íþróttamanna á heimsmæli- kvarða séu „afspyrnu ruglings- leg og flókin.“ STEFFI Graf þykir hafa sýnt aðdáunar- verða þýska staðfestu á tennisvellinum þrátt fyrir mótlætið. Kátir dagar! Ferðaklúbburinn „Kátir dagar - kátt fólk“ hefur aldrei verið vinsælli. Allar ferðir eru í þann veginn að seljast upp og því er vissara að hafa hraðan á. Madeira 29. maí Sigling í Hollandi 16. júní Mallorca 10. sept. Mallorca - aukaferð Kátir haustdagar í Flórída 11. Benidorm 7. - 28. okt. írland í nóvember (Ath. að félagar í Kátum dögum fá 6.000 kr. afslátt til Benidorm 7. október). uppselt - biðlisti 10 sæti laus uppselt uppselt - biðlisti 27. okt. örfá sæti laus laus sæti ifenidáirm is. - 27. Gisting á Levante Club Fjórir saman í 3 herb. íbúð - 2 fullorðnir og tvö börn (2-11 ára): Tveir saman í 2 herb. íbúð: ‘Staðgreitt á mann. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugv. erl., íslensk fararstjórn og skattar. 15. maí 12 sæti laus 27. maí 19 sæti laus 3. júní 15 sæti laus 10. júní 8 sæti laus 17. juní 2 sæti laus 24. júní 9 sæti laus 1. júlí laus sæti 8. júlí laus sæti 15. júlí laus sæti 22. júlí laus sæti 29. juií 7 sæti laus 5. ágúst 6 sæti laus 12. águst 8 sæti laus 19. ágúst 12 sæti laus 26. ágúst laus sætí September laus sæti Mallorca CaAT%A5/« EUROCARD Sam vinnulerúir -Lanúsyn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 569 1010 • Slmbréf 552 7796 og 569 1095 Telex 2241 • Innanlandsferöir S. 569 1070 Hótei Sögu viö Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hafnarfjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Sfmbréf 565 5355 • Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Simbréf 421 3490 • Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Slmbréf 4311195 Akureyri: Ráöhústorgi 1 *S. 462 7200 • Simbréf 461 1035 • Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 •Simbréf 481 2792 • Einnig umboðsmenn um land allt 28. maí 10sætilaus 18. júní 6 sæti laus 9. júlí 9 sætí laus 30. júlí laus sæti 20. ágúst laus sæti September laus sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.