Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Seglskútan Ugla, Storebro Royal 33 fet, árg. 1984. Svefnpláss fyrir sex manns. Vandaðar og miklar inn- réttingar sem nýjar, tekkdekk. Til sölu er 1/6 hluti. Til greina kemur sala á skútunni f heild. Verðhugmynd 3,6 millj. Skútan er nú á Spáni og afhendist þar eða á íslandi. Upplýsingar í símum 852 7157, 438 1483 og 568 6972. Módelteiknun I. Myndlistaskólinn í Reykjavík The Reykjavík School of Art Tryggvagötu I5, 101 Reykjavík, sími 55 I I990 Gerð: Baccarat venjulegur og „push up‘ Litur: Hvítt og dökkfjólublátt Stærðir: BH 32-40 A, B, C, D, E Buxur: S-M-L Verð: Brjóstahaldari kr. 2.990-3.490 Buxur kr. 1.890-2.990 X ___T-A HAlíe UP fok evez- Borgarkringlunni sími 588 7575 Sumarnámskeið (maínámskeið) 6., 7., 8.- 13., 14., 15 maí. Mánud., þriðjud. og miðvikud. kl. 17.30-21.30. 30 kennslustundir. Kennarar Margrét Zophoníasdóttir og Kristín Arngrímsdóttir. Andlitsteiknun, andlitsmálun. 6., 7., 8. - 13., 14., 15. maí. Mánud., þriðjud. og miðvikud. kl. 17.30-21.30. 30 kennslustundir. Kennarar Svanborg Matthíasdóttir og Margrét Zophoníasdóttir. Útlitsteiknun og málun. 13. maí-3. júní. Mánud. og miðvikud. kl. 17.30-21.30. 30 kennslustundir. Kennari Þorri Hringsson. Módelteiknun I. 14. maí-4. júní. Þriðjud. og fimmtud. kl. 17.30-21.30. 30 kennslustundir. Kennari Þorri Hringsson. Rennsla leirmuna á rennibekk. 4., II., 18.maí.Laugard.kl.09.15-13.15. 15 kennslustundir. Kennari Kolbrún Kjarval. Barna- og unglinganámskeið. Börn 6-10 ára. 20. maí-9. júní. Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 14.00-15.30. 18 kennslustundir. Kennari Þóra Sigurðardóttir. Börn 10-12 ára. 20. maí-9. júní. Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 16.00-17.30. 18 kennslustundir. Kennari Katrín Briem. Unglingar 13-15 ára. 20. maí-9. júní. Þriðjud. kl. 16.00-19.00 og fimmtud. kl. 16.00-17.30. 18 kennslustundir. Kennari Margrét Friðbergsdóttir. Innritun er á skrifstofu skólans mánudaga til föstudaga kl. 14-19 til 13. maí. LISTIR Morgunblaðið/Sverrir HÉR er samankominn hluti þess hóps sem stendur að Albee-hátíðinni. Frá vinstri: Eringur Gísla- son, Halla Margrét Jóhannsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Arnór Benónísson, Helgi Skúlason, Ragnheiður Tryggvadóttir, Helga Bachmann og Thor Vilhjálmsson. HÁTÍÐ til heiðurs leikskáldinu Edward Albee verður haldin í Kaffileikhúsinu hinn 30. apríl næstkomandi, í tilefni af endur- vöktum áhuga á þessum höfundi verka á borð við Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og Saga úr dýragarði. „Áhugiþessi er jafn- sterkur nú og raun ber vitni vegna samfelldrar sigurgöngu og áhrifa- máttar síðasta leikverks hans sem nefnist Þijár konur stórar (Three Tall Woman) og er nú sýnt í Reykjavík eins og víða annars stað- ar í heiminum, en Albee hlaut þriðju Pulitzer verðlaun sín fyrir þetta leikrit í apríl 1994. Áður hlaut hann samskonar viðurkenn- ingu fyrir leikritið Ótrygg er ögur- stund (A Delicate Balance) árið 1966 en það var sýnt hérlendis i þýðingu Thors Vilhjálmssonar árið 1973, og Seascape árið 1975. Þekktustu verk Albees eru þó væntanlega Hver er hræddur við Virginu Woolf? árið 1962, fyrsta ieikrit hans í fullri lengd, þar sem fram kemur hnífhvöss, kaldhæðin greining á stefnumóti veruleika og sjálfsblekkinga í hjónabandinu. Persónurnar ganga eina kvöld- stund í gegnum vítiseld niðurlæg- ingar, árekstra og miskunnar- lausra leikja og eiturfyndnar at- hugasemdir ásamt vel ydduðum móðgunum sem fljúga manna á milli setja svip sinn á allt verkið. Margir þekkja kvikmyndaútgáfu verksins frá 1966, þar sem stjörnu- hjónin Richard Burton og Elisa- beth Taylor fóru á kostum þrátt fyrir drungann sem einkenndi Albee- hátíð í Kaffileik- húsinu áherslur leikstjórans, Mike Nic- hols. Uppsetningar verksins hér- lendis af atvinnumönnum teljast vera þrjár, fyrst í Þjóðleikhúsinu árið 1965 en síðan á fjölum Leikfé- lags Akureyrar árið 1989 og síðar sama ár á vegum leikhópsins Virgi- níu í Iðnó. Albee þáði ótal viðurkenningar fyrir Virginíu, en það voru einþátt- ungar á borð við Sögu úr dýra- garði (The Zoo Story) árið 1959 og The Sandbox ári síðar, sem vöktu fyrst athygli á nýrri, gagn- rýnni rödd í bandarískri leikrita- gerð. Þess má geta að fyrrnefnda verkið er nú sýnt hjá Leikfélagi Selfoss," segir í kynningu frá Kaffileikhúsinu. Þar segir jafnframt: „Albee fæddist 12. mars árið 1928 og er því nýorðinn 68 ára gamall, sem sýnir og sannar að góðir höfundar batna með aldrinum. Hann hefur með Þremur konum stórum kveðið sér hljóðs að nýju í leikhúsheimin- um á eftirminnilegan hátt, auk þess sem í ljós hefur komið að eldri verk hans hafa flest elst ákaflega vel með þeim afleiðingum að þau eru tekin að skjóta upp kollinumm að nýju eftir nokkurt hlé. Vægi og erindi Albees er því mikið. Á hátíðinni í Kaffileikhúsinu mun einvala lið listamanna sam- eina krafta sína til að gefa öllum þeim sem áhugasamir eru um list og líf þessa fáiáta meistara færi á að kynnast honum betur, eða end- urnýja forn kynni. Skáldjöfurinn Thor Vilhjálmsson, sem hefur ís- lenskað nokkur helstu verk Albe- es, ræðir um kynni sín af honum, Hallgrímur Helgi Helgason leik- skáld fjallar um höfundarverk Albees og leikararnir Erlingur Gíslason, Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Edda Þórarinsdóttur, Ellert A. Ingimundarson, Ragn- heiður Tryggvadóttir og Halla Margrét Jóhannsdóttir leiklesa eða flytja valda kafla úr þremur af helstu verkum höfundarins; Sögu úr dýragarði, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? og Þremur konum stórum. Erlingur leikstýrði uppsetningu Þjóðleikhússins á Sögu úr dýra- garði árið 1964 og hefur umsjón með þeim hluta dagskrár sem að því verki snýr, Helgi leikstýrir Þremur konum stórum sem Kjall- araleikhúsið sýnir nú í Tjarnarbíói og Arnór Benónýsson leikstýrði Hver er hræddur við Virginíu Woold? árið 1989, og hefur umsjón með þeim hluta dagskrár sem að verkinu snýr. Hátíðin hefst klukk- an 21.“ Umsjón með hátíðinni hef- ur Sindri Freysson. Það sem er stórt í listinni TÓNLIST Langholtskirkja KÓRSÖNGUR Skagfirska Söngsveitin undir stjóm Björgvins Þ. Valdimarssonar flutti íslensk og erlend söngverk. Ein- söngvarar vora Elín Ósk Óskarsdótt- ir og Þorgeir J. Andrérsson en undir- leikari Vilhelmína Ólafsdóttir. Mið- vikudagurinn 24. apríl, 1996. TÓNLEIKARNIR hófust á lagi eftir Glúck, við kvæði Jónasar Hall- grimssonar, Efst á Arnarvatnshæð- um, fallegt lag, sem kórinn söng veikt og fallega. Þér kæra sendi kveðju var sungið við lag eftir Söd- erberg, ágætt lag, sem var mjög vel sungið, en iag þetta er ekki sam- keppnishæft við lag Þórarins Guð- mundssonar. Skemmtilegt þjóðlag frá Katalóníu var sungið við texta gerðan af Ragnheiði Vigfúsdóttur en í efnisskrá er höfundur ljóðsins sagður ókunnur. Meinleg villa er í annarri vísunni, „Er spunið að selja?“ en á auðvitað að vera „Er sprundið að selja?“ Rétt er rétt og vonandi verður þetta fært til betri vegar en lagið var mjög vel flutt. Furry Day Carol, skemmtilegt skoskt þjóðlag, var eiginlegur endir á „accapella" söng kórsins og hefur Björgvin feng- ið kórinn til að syngja veikt og af þeirri mýkt, sem er aðalsmerki þeirra er leggja áhesrlu á „accapella" söng- máta. Dægurlög eins og Belle bimba (fallega smábarn) eru ekki af ætt hinna eiginlegu kórlaga en var hins vegar glaðlega sungið. Elín Ósk Óskarsdóttir söng Jeg elsker dig, eftir Jón Þórarinsson og Þorgeir J.Andrésson, Bikarinn eftir Eyþór Stefánsson, bæði ágæt ein- söngslög er þau sungu mjög vel. Saman sungu þau Elín Ósk og Þor- geir gamanlag eftir Björgvin Þ. Valdimarsson, sem heitir Hvísl og er samið við texta eftir Þorstein Valdimarsson, um unga elskendur sem eru að læðast upp á herbergi stúlkunnar. Lagið er einfalt að gerð en þau léku þennan hvísl-leik á skemmtilegan máta. Eftir hlé var erfiðari tónlist sung- in, fyrst þrjú söngverk eftir Mozart, Ave verum corpus, Laudate Domin- um og Lacrimosa. Ave verum var fallega sungið og Elín Ósk söng Laudate Dominum frábærlega vel. Lacrimosa kaflann úr Sálumessunni vantaði reisn og trega, sem er aðals- merki þessa ægifagra verks. Pange Lingua, eftir Kodály, var að mörgu leiti vel sungið og sama má segja um danslagið Poem, eftir Fibich, sem Þorgeir Andrésson söng mjög vel. Failegur trompetleikur Gunnars Bjöms Bjarnasonar lífgaði upp á lag- ið. Libiamo, úr La traviata, eftir Verdi, var glæsilega sungið af Elínu Ósk og Þorgeiri en tónleikunum lauk með því að kórinn söng Sjá, dagar koma, eftir Sigurð Þórðarson. í heild voru þetta góðir tónleikar og er kór- inn farinn að fást við ýmis erfið tón- brigði eins og að syngja veikt og Björgvin að öðlast reynslu sem kór- stjóri, er ætti að nýtast Skagfirsku söngsveitinni til að fást við söngkrefjandi verkefni. Hlutur Elín- ar Oskar og Þorgeirs var stórkostleg- ur og söngur þeirra af ætt þeirri sem er stór í listinni, enda kunnu áheyr- endur að meta framlag þeirra. Undir- leikari var Vilhelmína ðlafsdóttir og var allt vandað og vel gert; sem hún lagði þessum tónleikum til. Jón Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.