Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hef ríka hreyfiþörf Þetta eru fyrst og fremst þjón- ustufyrirtæki, sem sinna alls konar verk- efnum RIGA í Lettlandi er nýjasti áfangastaður Braga Ragnarssonar. Þar hyggst hann dvelja og starfa um sinn, enda ráðinn til tveggja ára til að byggja upp flutn- ingaþjónustu í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Þrátt fyrir að Bragi hafi tekið sér dijúgan tíma í að íhuga hvort hann ætti að taka starfmu var stutt í ævintýraþrána og hann ákvað að slá til. Hann segist nefnilega hafa afskaplega ríka hreyfiþörf, sem hann ráði ekkert við. Upphaflega hugmyndin var sú að flytja fjölskylduna út. Síðar hafi komið í ljós að það gengi alls ekki upp með tvo unglinga á menntaskólaaldri, konu í vinnu og kvennakór. Það varð því úr að Bragi fór einsamall út. Hann hefur komið sér fyrir í lítilli íbúð í vökt- uðu hverfi Jurmala, sem er bær skammt utan við Riga við sam- nefndan flóa. Hann kom þó heim í stutt páskafrí. Við mæltum okk- ur mót á heimili hans í Reykjavík og það var enginn vandí að ramba á rétt hús eftir staðgóðum lýsing- um Braga. „Þú kemst ekkert hjá því að finna mig. Húsið mitt er í Eimskipslitunum.“ Fjögur fyrirtæki Umsvif Eimskipafélagsins við Eystrasalt hafa aukist jafnt og þétt og hraðar en menn þorðu að vona eftir því sem á tímann hefur liðið frá árinu 1990 þegar fyrsta fyrirtækið var stofnað í Riga þar sem meginstarfsemin fer nú fram. Auk hafnarinnar í Riga, sem er mikilvæg umskipunarhöfn fyrir fyrrum Sovétlýðveldi, eru enn aðr- ar helstu hafnarborgir, Péturs- borg, Helsinki og Odessa í gegnum Svartahaf. Þijú önnur fyrirtæki hafa nú bæst í hópinn. Einu þeirra var komið á fót í Tallinn í Eist- landi fyrir tveimur árum og í fyrra var fyrirtæki stofnað í Moskvu og annað í Pétursborg. Breskir for- stöðumenn eru yfir öllum þessum fyrirtækjum, en Bragi, sem hóf störf ytra 1. september sl., er svæðisstjóri yfir þeim öllum. Hátt í fímmtíu manns starfa hjá fyrir- tækjunum fjórum, mest heima- menn á hveijum stað, en þau eru rekin undir hatti MGH, sem er breskt dótturfyrirtæki Eimskip- afélagsins. MGH er ævagamalt að stofni til og hefur verið umboðsað- ili Eimskips í Bretlandi allar götur frá árinu 1924, en hefur alfarið verið í eigu Eimskips síðustu fimm árin. „Upphaf starfsemi okkar við Eystrasalt má rekja til þess að MGH gerðist umboðsaðili í Bret- landi fyrir nýstofnað skipafélag, Maras Linja, í eigu Letta, ------- árið 1990. síðan var fyrir- tækið beðið um að taka að sér umboð í Riga og setja upp skrifstofu þar. Árið 1992 fór svo að lett- neska skipafélagið taldi sig ekki lengur þurfa á þjónustu okkar að halda og þar sem við stóðum þá uppi með skrif- stofu, hæft starfsfólk en litla starf- semi, var markvisst farið í að leita eftir verkefnum. Þá fór boltinn fyrst að rúlla fyrir alvöru. Eimskipafélag íslands er nú að hasla sér völl í austri í gegnum breskt dótturfyrirtæki í harðri samkeppni við önnur alþjóðleg stórfyrirtæki. Bragi Ragnarsson, sem sjálfur hefur víðtæka stjórnunarreynslu, gegnir nú starfi svæðisstjóra í Eystrasalts- löndunum þremur og Rússlandi. Hann segir í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur að á svæðinu séu ýmsir ónýttir möguleikar þótt stjómvöld hafí síður en svo auðveldað mönnum viðskipti landanna í milli eftir nýfengið sjálfstæði þjóðanna. móttakenda í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna í smærri eindir. Nú sé ekki lengur um eitt svæði í við- skiptalegu tilliti að ræða heldur mörg landamæri sem geri mönnum erfíðara fyrir. „Þó svo að ég hafí ekki persónulega neina reynslu af Sovéttímanum, hef ég fregnað hjá forsvarsmönnum stórfyrirtækja sem hana hafa að nú sé tíðin önn-. ur. Mikið skrifræði, _____________ tafír, bið og hörgull á flutningabílum, svo fátt eitt sé nefnt, tor- veldar mönnum leið- ina með tilheyrandi óþægindum. Allt tek- ur sinn tíma og Rúss- amir era ekkert að gera þetta auðveld- ara fyrir menn. Þeir eru með mjög stífar reglur gagn- vart tollameðferð á vörum og hafa torveldað flutning á ótollafgreidd- um vörum í „transit" til Rússlands. Helst þarf að tollafgreiða vöruna áður en hún fer af stað. Það gerist með þeim hætti að varan er tollaf- greidd hjá viðkomandi tollstjóra í Rússlandi. Við fáum síðan senda staðfestingu niður til Riga áður en við getum flutt gáminn á áfanga- stað. Það er auðvitað dálítið frum- stætt að vinna við svona aðstæður og þá er vitaskuld þolinmæðin þrauta best,“ segir Bragi. Auk hans starfar annar Islendingur á skrifstofunni í Riga, Bragi Rúnar Jónsson, sem hefur með höndum íjármálaumsýslu og bókhald. Heimamönnum mun hafa komið það nokkuð spánskt fyrir sjónir að báðir hétu sama nafninu og ganga þeir nú undir heitunum Bragi eitt og Bragi tvö. ar reynslu og kannski ekki síst vegna þeirrar stjórnunarlegu reynslu, sem Eimskipafélag Is- lands hefur yfír að ráða. Á því sviði liggur veiki hlekkurinn einna helst ytra. Fólk í fyrrum Sovétlýð- veldum skortir viðskiptareynslu og vestræn viðhorf til viðskipta auk þess sem þjónustulundin virðist jafnframt ekki skipta þá ýkja ______ miklu máli. Maður verður til dæmis töluvert var við þetta í verslunum þar sem afgreiðslufólkið getur vart beðið eftir því að kúnninn komi sér út. Maður fær það hálfpartinn á tilfínninguna að maður sé að trufla.“ Landinn alls staðar Að sögn Braga eru ekki endilega nein áform uppi um frek- ari þenslu starfseminnar á svæð- inu, þó öllum möguleikum sé hald- ið opnum. Þetta sé aftur á móti spennandi markaðssvæði, enda bentu nýlegar tölur til að þarna væri að finna mesta vaxtarbrodd- inn í alheimsviðskiptum. „Milli- ríkjaviðskipti eru öll að fæðast þarna austur frá. Útlendingar eru að fjárfesta í gömlum verksmiðj- um í efna- og pappírsiðnaði og óhemju innflutningur á neysluvör- um á sér stað sem við erum nú að taka þátt í.“ Aðspurður um íslenska „land- nema“ á svæðinu segist Bragi vera í ágætu sambandi við nokkra unga menn, sem séu að hasla sér völl í nýfijálsum lýðveldum. Meðal annarra væri Magnús Þorsteins- son að selja síld í Pétursborg. Björgúlfur Björgúlfsson ræki gos- drykkjaframleiðslu, sem Sanitas Bragi Ragnarsson Þetta eru fyrst og fremst þjón- ustufyrirtæki, sem sinna alls kon- ar verkefnum. Við bjóðum upp á flutninga hvert á land sem er, en mikið af innflutningi Rússa eru vörur frá Austurlöndum ijær og þangað skilar útflutningur þeirra sér að miklu leyti líka. Mest er ---------- um efnavöru og papp- ír. Þetta eru alhliða flutningar, sem snerta íslandsviðskipti enn sem komið er aðeins að litlum hluta, ef síld- in er undanskilin. Eitt af fyrstu verkefnunum var samningur við Lufthansa um sölu á flugfrakt og afgreiðslu á flugvellinum í Riga. Þar vinnum við reyndar fyrir fleiri flugfélög og sjáum um meginþorra þeirrar flugfraktar, sem um völlinn fer. Milliríkja- viðskipti eru öll að fæðast þarna austur frá Síðan hefur þetta þróast í ýmsar áttir. Við erum að sinna landflutn- ingum, rekum vörugeymslur bæði á flugvellinum og aðrar tengdar sjó- og landflutningum auk þess sem við bjóðum upp á tollvöru- geymsluþjónustu. Þá erum við umboðsmenn fyrir skipafélög, m.a. franska skipafélagið CMA, sem er eitt af stærri gámaskipafélög- um í heimi. Einnig erum við með samninga um geymslu- og flutn- ingaþjónustu við nokkur stór al- þjóðleg fyrirtæki sem fela í sér að við sjáum um geymslu og dreif- ingu fyrir þau til viðskiptavina, enda erum við með okkar eigið dreifíkerfí í þessum löndum." Taf ir og skrifræði Bragi segir það vera tiltölulega flókið ferli að koma vamingi til Bragi eitt segir þá staðreynd að Eimskip hafi reynslu af sigling- um inn á þetta svæði hafa auðveld- að þessi viðskipti félagsins. „Við þekktum orðið þetta svæði nokkuð vel í gegnum gömlu Rússlandsvið- skiptin án þess þó að hafa verið með sjálfstæða starfsemi þar. Þessi markaður tengist ----------- því okkar heimamarkaði þó upphafið hafí verið nokkuð tilviljanakennt. Smátt og smátt höfum við öðlast meiri þekkingu á svæðinu og sjáum nú fram á alls konar mögu- leika. Þarna hafa verið að skapast viðskiptatækifæri, sem okkur hef- ur þótt áhugavert að taka þátt í, auk þess sem við höfum talið okk- ur hafa ákveðnu hlutverki að gegna í ljósi talsverðrar alþjóðlegr- Morgunblaðið/RAX hefði selt frá íslandi til Péturs- borgar. Árni Ámason væri fram- kvæmdastjóri lyfjaverksmiðju í Vilinius, Pétur Oli Pétursson sem var með Bílaumboðið hf. ynni nú við að selja bfla í Pétursborg og í Riga hefðu íslendingar hafið fram- leiðslu á pizzum, sem sé útibú frá --------- Ömmubakstri í Kópa- vogi. Auk þess er flutt inn til íslands talsvert af timbri frá Eystra- saltslöndunum og íra- foss siglir að jafnaði mánaðarlega og hefur ■ viðkomu í Kotka, Tall- inn og öðrum höfnum eftir því sem þörf krefur. 54% Lettar í landinu í Lettlandi búa um 2,6 milljónir manna, þar af um 900 þúsund í Ég er gjarn- an ávarpaður á ensku á hjólaferðalög- um um landiA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.