Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir nýjustu gamanmynd Woody Allens, Mighty Aphro- dite. Woody Allen fer sjálfur með aðalhlutverkið í myndinni en meðal annarra leik- ------------------------------------------------------------------------ enda er Mira Sorvino sem hlaut Oskarsverðlaunin í vor fyrir hlutverk sitt Ættleiðing og framhjáhald Inýjustu mynd sinni, Mighty Aphrodite, leikur Woody Allen Lenny Weinrib, miðaldra íþróttafréttamann, sem kvæntur er Amöndu (Helena Bonham Carter), sem veitir forstöðu litlu galleríi í Soho. Myndin hefst með því að þau eru að rífast um það hvort þau eigi að ættleiða barn og verður það niðurstaðan að lokum. Þótt Lenny hafi verið rag- ur við að taka barnið að sér reyn- ist hann fyrirmyndarfaðir og eig- inmaður, en að fimm árum liðn- um eru þó komin upp vandamál í hjónabandinu. Ástæða þess er ekki síst óhófleg vinna Amöndu í galleríinu og samband hennar við eiganda þess (Peter Weller). Lenny sem er niðurbrotinn vegna þessa ákveður að leita að raun- verulegri móður fóstursonar síns, en hann er sannfærður um að hún hljóti að vera jafn gáfuð og skemmtileg og sonurinn Max. Honum tekst að nappa upplýs- ingum um móðurina frá ættleið- ingarskrifstofunni og hefur að lokum uppi á henni, Lindu (Mira Sorvino), þar sem hún býr á Manhattan. Hún er hins vegar ekki alveg það sem hann átti von á því hún reynist vera götudrós sem leikur af og til í klámmynd- um. Fyrstu viðbrögð Lennys eru að reyna að mennta Lindu þrátt fyrir greinilega andlega ann- marka hennar, en að lokum sætt- ist hann á að fmna henni sóma- samlegan eiginmann. Mira Sorvino sem leikur Lindu fékk Óskarsverðlaunin sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni. Hún er dóttir leikarans Paul Sorvino (Dick Tracy, Goodfellas) og þakkar hún honum að öllu leyti velgengni sína. Mira lauk námi frá Harvard-háskóla í kín- verskum fræðum og dvaldist hún eitt ár í Peking að námi loknu. Að því loknu snéri hún sér að leiklistarnámi og hefur haft nóg að gera síðan hún útskrifaðist. Síðast sást hún í myndinni Quiz Show, en þar áður lék hún í Barcelona. Ýmsir þekktir leikarar koma sem fyrr fram í mynd Allens. Helena Bonham Carter sást síð- ast í Frankenstein þar sem hún lék á móti Kenneth Branagh, en þekktust er hún sennilega fyrir hlutverk sitt í myndinni How- ard’s End. Michael Rapaport leikur verðandi eiginmann Lindu, en fyrsta kvikmyndahlut- verk hans var í Zebrahead (1992) sem Oliver Stone fram- leiddi. Síðan hefur hann leikið í Point of No Return, Poetic Justice, Higher Learning, True Romance og Kiss of Death. Olympia Dukakis á að baki 30 ára feril í kvikmyndum en er sennilega þekktust fyrir hlut- verk sitt í Moonstruck. Síðast sást hún í hlutverki skólastjór- ans í Mr. Holland’s Opus. Jack Warden leikur nú í þriðju mynd ÞRÁTT fyrir að Lenny sé í fyrstu á móti því að ættleiða barn reynist hann vera hinn besti faðir þegar til kemur og framúrskarandi eiginmaður. LENNY Weinrib (Woody Allen) hefur uppi á Lindu (Mira Sor- vino), móður fóstursonar síns og reynist hún vera götudrós sem leikur í klámmyndum. Woody Allens, en hann lék í September og Bullets Over Broadway. Meðal annarra mynda sem hann hefur leikið í eru Guilty as Sin og While You Were Sleeping. Peter Weller á langan leiklistarferil að baki en þekktustu myndir hans eru myndirnar um Robocop þar sem hann fór með aðalhlutverkið. Að lokum ber að nefna Óskarsverð- launahafann F. Murrey Abra- ham sem stýrir grískum kór í Mighty Aphrodite, en líkt og í forngrískum leikritum lætur All- en kórinn greina frá framvindu mála í myndinni. F. Murrey Abraham hefur leikið í fjölda kvikmynda en á meðal þeirra eru Amadeus, Scarface, The Name of the Rose, Last Action Hero og An Innocent Man. Sextugur snillingur LENNY tekur að sér að leita að mannsefni fyrir Lindu og verður Kevin, sem leikinn er af Michaei Rapaport, fyrir valinu. UNDANFARIN ár hafa verið stormasöm í lífi Woody Allens og vakti skilnaður hans og leik- konunnar Miu Farrow mikia at- hygli og þær ásakanir sem fram komu á hendur honum um kyn- ferðislega misnotkun fósturdótt- ur sinnar og ástarsamband hans við fósturdóttur Miu. Leikstjór- inn sem nú stendur á sextugu nýtir sér sem fyrr eigin lífs- reynslu í myndum sínum og í Mighty Aphrodite er viðfangs- efnið einmitt ættleiðing og fram- hjáhald. Woody Allen fæddist 1. des- ember 1935 í Brooklyn í New York og var hann skírður Allen Stewart Konigsberg. Hann byrj- aði feril sinn sem skemmtikraft- ur, grínisti og leikskáld og varð á endanum einn hugvitsamasti og sérkennilegasti kvikmynda- gerðarmaður Bandaríkjanna. Hann hefur iýst sér sem félags- legum utangarðsmanni og lík- amlega óaðiaðandi en strax á unglingsárunum byrjaði hann að semja skemmtiefni fyrir sjón- varpsstjörnur. Hann samdijafn- framt brandara fyrir dálkahöf- unda dagblaða og skemmtiþætti fyrir revíur, en svo var það árið 1961 að hann fór sjálfur að flytja efni sitt á kaffihúsum í Green- wich Village á Manhattan og var hann þá strax kominn í hlutverk taugaveiklaða gyðingsins sem er að bugast af áhyggjum og minnimáttarkennd. Brátt varð hann eftirsóttur gestur í spjall- þáttum í sjónvarpi og á virtum næturklúbbum og heimspekileg- ur húmor hans fann sér einnig farveg í greinaskrifum fyrir timaritið The New Yorker og síðar í þremur bókum hans, Gett- ing Even, Without Feathers og Side Effects. Hæfileikar hans lágu einnig á fleiri sviðum því hann hefur um áratuga skeið spilað jass á klarinettið sitt á mánudagskvöldum í Michael’s Pub í New York og fyrir skömmu lauk hann tónieikaferð um Evrópu með hljómsveit sinni. Kvikmyndaferill Allens hófst 1965 þegar hann samdi kvik- myndahandritið og Iék í mynd- inni What’s New Pussycat?, en í henni lék jafnframt Louise Lasser sem hann var kvæntur 1966-70 og kom fram í mörgum af fyrstu myndum Allens. Arið 1966 sendi hann frá sér myndina What’s up Tiger Lily?, sem upp- haflega var japönsk hasarmynd, en Allen skrifaði nýtt handrit sem ekki varð séð að tengdist efni myndarinnar á nokkurn hátt og las hann nýja hljóðrás inn á japönsku myndina. Vakti þetta uppátæki mikla athygli á manninum sem bar ábyrgð á hinum ærslakennda húmor og orðaleikjasúpunni sem ein- kenndi myndina. Á svipuðum tíma samdi hann tvö leikrit sem slógu í gegn á Broadway, Don’t Drink the Water og Play It Aga- in Sam, sem hann færði bæði i kvikmyndabúning síðar. Árið 1969 hóf Alien ferilinn sem kvikmyndahöfundur, aute- ur, en það var þegar hann leik- stýrði, lék aðalhlutverkið í og var meðhöfundur handritsins að Take the Money and Run, sem gerði grín að sakamálamyndum og heimildamyndum. Jafnvíð- tæku hlutverki skilaði hann í myndinni Bananas árið 1970, en í Play It Again Sam árið 1972 hvíldi Allen sig á leikstjórninni. Síðar sama ár hélt hann þó aftur um alla þræði þegar hann gerði Everything You Always Wanted to Know About Sex (But Were Afraid to Ask). Næstu tvær myndir Allens voru The Sleeper (1975) og Love and Death (1976), en árið 1977 gerði hann Annie Hall, sem sló rækilega í gegn bæði hjá gagnrýnendum og al- menningi. Myndin fjallar um misheppnað ástarsamband og byggir á sambandi hans og leik- konunnar Diane Keaton sem lék aðalhlutverkið í myndinni og hreppti Óskarsverðlaunin fyrir. Allen fékk verðlaunin sem besti leikstjóri og einnig sem hand- ritshöfundur ásamt Marshall Brickman, en myndin var valin besta mynd ársins 1977. Myndin markaði tímamót á ferli AUens og þótti lýsa m.a. valdi hans á gerð alvarlegra gamanmynda, þroskuðum hugmyndum hans og valdi á kvikmyndamiðlinum. En árið 1978 kom hann öllum á óvart með fyrsta dramanu sínu. Það var Interiors, þjáningarfull og drungaleg sálkönnun með persónum sem þjást af kvíða, vanmáttarkennd og fjölda ann- arra andlegra kvilla, sem reynd- ar höfðu alla tíð verið til staðar í verkum Allens en verið faldir -á bakvið ærslafullt grínið. Fyrir myndina var hann tilnefndur til Óskarsverðlaunanna sem besti leikstjóri. í Manhattan (1979) snéri Allen aftuf á svipaðar slóðir og hann var staddur á í Annie Hall, en margir telja myndina eitt helsta meistaraverk Allens ásamt Annie Hall, Zelig (1983) og Hannah and Her Sisters (1986). Hin mjög svo persónulega Star- dust Memories leit dagsins ljós 1980, og tveimur árum síðar sendi AUen frá sér óð til Ing- mars Bergmans, A Midsummer Night’s Sex Comedy, en það var fyrst margra mynda Allens sem Mia Farrow lék í. Næstu myndir Allens voru Broadway Danny Rose (1984), sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir handrit og leikstjórn, The Purple Rose of Cairo (1985), Radio Days (1987), September (1987), Anoth- er Woman (1988), New York Stories (1989), Crimes and Mis- demeanors (1989), Alice (1990), Shadows and Fog (1992), Hus- bands and Wifes (1992), Man- hattan Murder Mystery (1993) og Bullets Over Broadway (1994). Woody Allen hefur alla tíð reynt til hins ýtrasta að halda einkalífi sínu utan sviðsljóssins, og það þótti því kaldhæðnislegt þegar hann varð miðdepillinn í miklu hneykslismáli árið 1993. Hann hafði átt í ástarsambandi við Miu Farrow frá árinu 1980, eignast með henni soninn Satch- el og ættleitt tvö börn, en fyrir átti hún fjölda barna og fóst- urbarna. Þegar upp úr sambandi þeirra slitnaði var Allen sakaður um sifjaspell með sjö árafóstur- dóttur þeirra og ástarsamband við Soon-Yi Previn, sem Farrow hafði ættleitt með fyrrum eigin- manni sinum, hljómsveitarstjór- anum André Previn. Allen tapaði forræðisdeilu við Farrow, en var sýknaður af ákærunni um sifja- spell. Hann gekkst hins vegar við því að haf i átt í ástarsam- bandi við Soon-Yi Previn og eru þau að sögn ennþá saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.