Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ vorum að fá í einkasölu þetta vel staðsetta hús þar sem SKANIA umboðið var. Húsið er rúmlega 400 fm að grunnfleti á þremur haeðum. Húsið skiptist þannig: A jarðhæð hÓLl F ASTEIGIM ASALA 511-1600 Fax 5622330 stór sýningasalur með innkeyrslu- dyrum ásamt skrifstofuaðstöðu. Önnur hæðin er innréttuð sem skrifstofuhúsnæði en kjallarinn er svo að segja einn opinn geimur með innkeyrsludyrum. Húsið get- ur hentað t.d. bílaleigu, bílasölu, sem gistiheimili og undir margs- konar verslunar- og þjónustu- starfsemi sem gerir kröfur til góðrar staðsetningar og nægra bílastæða. Mikið áhv. Leiga kem- ur einnig til greina. Opið í dag kl. 14-17 Langabrekka 13 - efri sérh. Til afh. strax 106 fm sérh. á góðum stað í Kóp. auk 32 fm bílsk. Allt sér. Hús Steniklætt að utan. Áhv. 2,5 millj. byggsj. Verð aðeins 8.950 þús. Skipti skoðuð á ódýrari. Flyðrugrandi - 3ja - sérinngangur Falleg 80,5 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð (gengið beint inn). Sérinng. 20 fm suðursv. Verð 7,6 millj. Sameign og hús í toppstandi. 1962. ★Opin húsídag ★ Grundartangi 12 - Mos. Fallegt 3ja herb. eftirsótt endaraðh. (suðvesturendi) með fallegum sérgarði. Parket á gólfum. Verð 7,8 millj. Gunnhildur tekur á móti fólki í dag milli kl. 14 og 17. Allir velkomnir. Bergstaðastræti 8 - í sérflokki Til sýnis í dag kl. 15-17, ein glæsilegasta risíb. borgar- innar, 108 fm, efsta hæð í húsi byggðu 1990. 25 fm innb. bílsk. fylgir. Áhv. byggsj. rík. ca 5,3 millj. (greiðslubyrði 23 þús. pr mán.). Glæsilegar sérinnfl. innr. Massfft Merbau-parket. Suðursvalir. Verð 11,8 millj. 1849. Leitið upplýsinga. Opið í dag kl. 12-14. Valhöll, fasteignasala, simi 588-4477. Opið hús f rá kl. 14 til 17 í dag, sunnudag, Fannafold 166, Rvík Fallegt parhús 112 fm á tveimur hæðum ásamt 25 fm bíl- skúr. Fallegur staður. Gott útsýni. Áhv. byggsj. 3.650 þús. til 40 ára. (Greiðslubyrði 18 þús. á mán.). Verð 10,5 milij. Hrísateigur 21, Rvík Falleg 3ja herb. efri hæð í þríbhúsi með sérinngangi vestan- megin og sérhita. Nýlegar fallegar innréttingar. Parket. Nýtt rafmagn. Áhv. húsbr. 3,5 millj. Verð 6,2 millj. Skeifan, fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 46, sími 568 5556. I DAG SKÁK llmsjón Margeir Pétursson Staðan kom upp í jand- skeppni íslands og ísrael í Reykjavík í vikunni. Karl Þorsteins (2.500) var með hvítt, en ísraelski stórmeistarinn Alon Gre- enfeld (2.560) var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 20. Hdl-d3? 20. - Rxe4! 21. fxe4 - Dal+ 22. Kc2 — cxb2 23. Hb3 - Hxc7+ 24. Kd3 - Hc3+! og hvitur gafst upp því svartur vek- ur upp nýja drottningu. ísraelsmenn komust . tveimur vinningum yfir í fyrri umferðinni, en engu að síður tókst Islendingum að jafna. Síðan vann ísland nokk- uð öruggan sigur í seinni umferð- inni, 3—2 og þar með landskeppn- ina 5 ‘/2—4 'h. Samkvæmt stig- um hefði útkoman átt að vera þver- öfug, því gestirnir voru stigahærri á öllum borðum. Eftir þessa ágætu út- komu gætir meiri bjart- sýni varðandi næsta stór- verkefni íslenska lands- liðsins, sem er Ólympíu- skákmótið í Armeníu í haust. SVARTUR leikur og vinnur Pennavinir SAUTJÁN ára japönsk stúlka með áhuga á bréfaskriftum og tónlist en hún leikur á píanó: Takako Yonezawa, 3 Minami Ogiyama, Furano-shi, Hokkaidou, 076 Japan. ÞÝSKUR frímerkjasafn- ari vill komast í samband við íslenska safnara með skipti í huga: Helmuth Rosteck, Hallstadter Weg 16, D-90425 Nurnberg, Germany. TUTTUGU og eins árs fínnsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum: Marika Lehto, Kivelantie 13, 16200 Artjarvi, Finland. TUTTUGU og átta ára japönsk húsmóðir með áhuga á popptónlist, kvikmyndum og bréfa- skriftum: Mayumi Matsumoto, 101, 227-5, Ootake. Ka waguchi-shi, Saitama-ken, 334 Japan. SAUTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tón- list, bókmenntum og tungumálum en hún nemur nú ensku og frönsku og hyggst bæta spænsku, þýsku og tákn- máli við síðar: Sofia Edgar, Vattlösa Skogsbo, 53391 Götene, Sweden. ÞRÍTUGUR Dani sem getur skrifað á íslensku með menningu og útivist sem áhugamál: Hans Nielsen, Birkeskoven 46, 2600 Glostrup, Danmark. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Gucci-úr tapaðist GUCCI-ÚR með græn- um og brúnum . hring utan um skífuna og gullarmbandi tapaðist líklega við Miðvang í Hafnarfirði eða Garða- kaup í Garðabæ á sum- ardaginn fyrsta. Finnandi vinsamlega hringi í síma 561-6668. Lyklar töpuðust TVEIR lyklar á kippu fundust fyrir utan Ing- ólfsstræti 3-5 sl. þriðju- dag kl. 17.30. Upplýs- ingar í síma 561-7710 á milli kl. 9 og 17. Með morgunkaffinu ÉG skal finna linsuna fyrir þig. ÞETTA er eini fiskur- inn sem við getum haft út af kisulóru. HÉR stendur: „Megir þú ná heilsu sem allra fyrst, því margir bíða eftir sjúkrarúminu þínu.“ Og und- ir þetta skrifar heilbrigðisráðherra. Víkveiji skrifar... FYRSTIMAÍ hefur verið hátíðis- dagur í Evrópu langt aftur í aldir. Tveggjapostulamessa, sem helguð var postulunum Filippusi og Jakobi yngra, sem báðir þoldu písl- ardauða, bar upp á 1. maí til ársins 1955, að því er fram kemur í Sögu daganna. Seint á 9. öld var sums staðar tekið að helga 1. maí heil- agri Valborgu, sem lézt árið 779. Fyrsti maí var ofan í kaupið einn af mörgum vorhátíðardögum í Evr- ópu löngu áður en kristnin hélt inn- reið sína í álfuna. Rómverska gyðj- an Maja var reyndar tákn æsku, vors og blóma. Fyrsti mai varð nokkru fyrir síð- ustu aldamót, eða nánar tiltekið árið 1889, alþjóðlegur baráttu- og hátíðisdagur verkalýðshreyfingar- innar. Fyrsta kröfugangan var farin hér á landi árið 1923, fyrir 73 árum. Hún hófst klukkan hálftvö við Báruhúsið, þar sem nú stendur Ráðhús Reykjavíkur, en gengið var um nokkrar miðbæjargötur að horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Síð- an hefur 1. maí verið, hér sem víð- ast hvar, sérstakur verkalýðsdagur. XXX ER ÞJÓÐIN að eldast? Skoðum þá spurningu lítið eitt. Fyrir tíu árum voru Reykvíking- ar, 70 ára og eldri, átta þúsund taísins. Nú er þessi silfurhærða sveit í höfuðborginni tæplega tíu þúsund. Þróunin á landsvísu er trú- lega svipuð. Á sama tíma og hin aldraða sveit höfuðborgarbúa vex um tvö þúsund fjölgar fólki á aldursbilinu 30 til 49 ára um heil níu þúsund. Annað er uppi á teningnum þegar horft er yngsta hópsins, 0 til 5 ára. Þeir Reykvíkingar, sem til þessa yngsta hóps teljast, eru aðeins um 1.600 einstaklingum fleiri en fyrir tíu árum. Hver er svo niðurstaðan? Jú, mikið rétt, þjóðin er að eld- ast. En ekki fyrst og fremst vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra, eins og löngum hefur verið haldið fram, heldur vegna hlutfallslegrar fækkunar barna og unglinga og mjög mikillar fjöigunar í hópi mið- aldra. Reykvíkingum hefur fjölgað um 16% á tiu árum (1984 til 1994), eða um 14.500 manns, sér Víkveiji í fréttafrásögnum. En langleiðina í tveir þriðju þeirrar fjölgunar bættist við í aldurshópinn 30 til 49 ára. Þar er fjölgunin um 43%! Á hinn bóginn fækkar hlutfalls- lega, það er fjölgar langt undir meðaltali, öllum aldurshópum frá 3ja til 30 ára. Minnst er þó fjölgun- in í aldurshópnum 50 til 69 ára. Hann stendur nánast í stað og fækkar hlutfallslega úr 19% í 16% á þessu tíu ára tímabili. Þetta er allt önnur mynd en fólk almennt hefur af þróun í aldurs- skiptingu þjóðarinnar. xxx SUMARDAGURINN fyrsti, sá fagnaðardagur, er liðinn. Framundan eru vorið og gróandinn. Það var ekki sízt á vaknandi vori sem góðskáld fyrri tíðar léku á ljóð- hörpur. Borgarskáldið Tómas Guð- mundsson hóf ljóð eitt á þessum orðum: Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá bijósti hans...“. Og Jón úr Vör segir: Eg heyri, þegar grasið grær og gleðst með hveijum litlum dreng, sem fmnur vorsins fyrsta blóm, og fagnandi við hlið hans geng. Og er ekki við hæfi að ljúka þess- um vorþönkum Víkveija á tilvitnun í listaskáldið góða, Jónas Hall- grímsson. Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki að hrista, hlýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og fijálsir menn, þegar aldir renna; Skáldið hnípr og margir í moldu með honum búa, en þessu trúið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.