Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 43 ÍDAG BRIPS Llmsjón Guðmundur Páll Arnarson BANDARÍSKI spilarinn Bobo Levin er hetja dags- ins. Hann varð heims- meistari árið 1981, þá aðeins 24 ára gamall, en þá sigruðu Bandaríkja- menn lið Zia Mahmood frá Pakistan í úrslitaleik. Levin er verðbréfamiðl- ari, eins og margir sam- landar hans í spilastétt. Mestum tíma ver hann þó við spilaborðið. Vestur gefur, AV á hættu: Norður ♦ 1095 V 1062 ♦ K9753 ♦ DG Vestur Austur ♦ DG3 ♦ 82 V ÁD74 II ? 9853 ♦ DG82 ♦ Á106 ♦ 93 + 10762 Suður ♦ ÁK764 ¥ KG ♦ 4 ♦ ÁK854 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull pass 1 hjarU dobl 2 hjörtu Pass Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Tíguldrottning. Þegar horft er á allar hendur, er auðvelt að hnekkja íjórum spöðum. Levin fann hins vegar vömina við borðið. Hann hélt á spilum austurs og hugsaði sig vel um þegar sagnhafí lét lítið í fyrsta slaginn. Vestur hafði lofað fjórlit í hjarta með hækkun sinni í tvö. Sem þýddi að suður átti nákvæmlega tvö. Sagnhafi hlaut að eiga a.m.k. fímmlit í spaða og lauflit til hliðar. Levin gaf sér að makker ætti þijá spaða og íjögur hjörtu. Þar með var hann með sex spil í láglitunum, sem gátu ekki skipst 3-3, því þá hefði vestur opnað kerfis- bundið á laufí, en ekki tígli. Þar með lá ljóst fyrir að tígullinn gat í mesta lagi gefíð einn slag og Levin ákvað að taka hann sjálf- ur.'Hann yfirdrap drottn- ingu makkers og skipti yfir í hjarta. Ekki þarf að taka það fram að þetta er eina vörn- in sem dugir, því annar hendir sagnhafí hjörtum úr borði niður í lauf. Og gefur þá aðeins einn slag á hjarta. Árnað heilla F7 fT ÁRA afmæli. í dag, I Osunnudaginn 28. apríl, er sjötíu og fímm ára Þórður Tómasson, safn- stjóri í Skógum. Hann verður fjarverandi á afmæl- isdaginn. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningarnar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir helgar. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329 sent á netfangið: gusta@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. /»ráÁRA afmæli. Fimmtudaginn 2. maí nk. verður sex- O V/tug Guðríður Jónsdóttir, frá Guðnabæ og eiginmað- ur hennar Pétur Elísson, frá Nýhöfn verður sextugur 18. júlí í sumar. Guðríður og Pétur áttu 40 ára brúðkaupsaf- mæli 31. desember sl. í tilefni þessara tímamóta munu þau taka á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu Garða- braut 25, Akranesi miðvikudaginn 1. maí (verkalýðsdag- inn) milli kl. 14 og 18. COSPER ©PIB ALMÁTTUGUR! Maðurinn minn gleymdi að þú ætlaðir að koma í heimsókn í kvöld, hann er heima. LEIÐRÉTT HÖGNIHREKKVÍSI Nafn féll niður Nafn fermingarbarns féll niður í upptalningu í gær um börn sem fermd verða í Grafarvogskirkju kl. 13,30 í dag. Niður féll nafn Helgu Kristínar Sævarsdóttur, Veghús- um 5. Er hún beðin vel- virðingar á mistökunum. Kjalarnes en ekki Mosfellsbær Þá var ranghermt að börnin sem fermast í Brautarholtskirkju á Kjalarnesi í dag séu bú- sett í Mosfellsbæ. Bæði fermingarbörnin, Helgi Marínó Þórðarson og Ingibjörg Sveínsdóttir, búa við götuna Esju- grund á ICjalarnesi og eru þau beðin velvirðingar. á rangherminu. STJÖRNUSPÁ cftir Franees Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þér eru flestir vegir færir, og þú gefst aldrei upp þótt á móti blási. Hrútur '21. mars - 19. apríl) Gestir gætu heimsótt þig á óheppilegum tíma í dag þar sem þú hafðir í hyggju að deimsækja vini. Þú átt rólegt kvöld heima. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert að búa þig undir að takast á við spennandi verk- efni í vinnunni. I kvöld er óhætt að slaka á og láta ástvin ráða ferðinni. Tvíburar (21.maí-20.júní) ÆX1 Þú ættir að hlusta vel á það sem aðrir hafa að segja í dag. Þér hentar betur að eyða kvöldinu með fjölskyld- unni en að fara út. Krabbi (21. júní - 22. júlf) >“$8 Skapið mætti vera betra, en samband ástvina er mjög gott, og þið ættuð að fara út og lyfta ykkur upp saman þegar kvöldar. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) <ef Þú nýtur þín í félagslífinu í dag og færð góð ráð, sem geta stuðlað að batnandi af- komu. Breytingar eru í vændum í vinnunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Taktu það ekki nærri þér þótt breytingar verði á fyrir- ætlunum þínum í kvöld, því þær verða til batnaðar og draga úr útgjöldunum. Vog (23. sept. - 22. október) Þú tekur mikilvæga ákvörð- un í dag, sem á eftir að hafa langvarandi áhrif til batnað- ar á stöðu þína í vinnunni. Sþorödreki (23. okt. - 21. nóvember) Rjfe Ástvinir vinna vel saman. í dag að því að tryggja sér bjartari framtíð, og fara svo út saman í kvöld að skemmta sér. Bogmaöur (22. nóv. - 21.desember) Þú einbeitir þér að því í dag að ljúka verkefni, sem þú hefur unnið að heima. Að því loknu bíður þín vinafund- ur í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir nýtt þér frídaginn til að heimsækja góða vini. Ilikaðu ekki við að tjá ást- vini tilfinningar þínar. Það bætir sambandið. Vatnsberi (20.janúar-18. febrúar) Þig langar að hitta vini í dag, en margt þarf að gera heima áður en úr því verður. Þér berast góðar fréttir í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Varastu náunga, sem reynir að misnota sér góðvild þína í dag. Þú ættir að njóta kvöldsins í næði heima með ijölskyldunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Glerlistanámskeið Jónas Bragi, glerlistamaður, heldur bæði dag- og kvöldnámskeið, annars vegar í steindu gleri og hins vegar í glerbræðslu. Námskeiðin hefjast í þessari viku. Allar upplýsingar í símum 562 1924 og 554 6001. TEXON RaUhýsi Tii sölu ií -.1 tí 4 • !V8 m “N ■ - ■iwriiliininBai ‘ w*&***f^**íÆm * i * Á 1 1 i* r m 1 stk. HardwaH" 9 1/2 fet fyrir. s. 8 feta skúffu. 1 stk. HardwaH" 8 1/2 fet fyrir. s. 8 feta og minni. 1 stk. Fellitoppur 8 fet. 1 stk. Fellitoppur 7 fet fr. japanskan Double cab. Upplýsingar í síma 896 8320. VINNUSKOLI REYKJAVÍKUR SUMARSTARF 1996 ORÐSENDING Til nemenda í 8. og 9. bekkjum Grunnskóla Reykjavíkur. Skráning unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur 1996 fer fram dagana 29. apríl til 10. maí n.k. í afgreiðslu skólans að Engjateig 11, 105 Reykjavík. Gengið er inn á jarðhæð, vestanmegin í húsinu. Opið er frá kl. 8:20 til 16:15 alla virka daga. Upplýsingablaði um skipulag sumarstarfsins hefur verið dreift til allra nemenda í 8. og 9. bekk. Með upplýsingablaðinu fylgdi skráningarblað og skrá unglingar sig til vinnu með því að fylla það út og skila til Vinnuskólans. IEngjateigur 11 »105 Reykjavík Sími 588 2590 • Fax 588 2597 Akureyri og Norðurland eystra Þriðjudaginn 30. apríl næstkomandi verður haldinn fundur í fundaröðinni Framsókn í ferðaþjónustu. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst kl. 20.00. Þessi fundur ber yfirskriftina "Samgöngur og ferðaþjónustan". Fundarstjóri er Stefán Jón Hafstein. Frummælendur eru tveir, þeir Páll Halldórsson forstöðumaður Flugleiða innanlands og Sigurður Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands. Eftir stutt framsöguerindi þeirra, munu þeir sitja í pallborði reiðubúnir að svara fyrirspurnum fundargesta. Ásamt þeim frummælendum munu sitja í pallborði, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Björn Sigurðsson framkvæmdastjóri SBH og Páll Þór Jónsson hótelstjóri Hótel Húsavík. Allt áhugafólk um bættan hag ferðaþjónustu er boðið velkomið til fundarins, til að skiptast á skoðunum við þessa frammámenn í ferðaþjónustu. Framsókn í ferðaþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.