Morgunblaðið - 28.04.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.04.1996, Qupperneq 1
410-843ÞÚS. KRÓNUR KOSTAR AÐ EIGA OG REKA BÍL - BMWZ3 OG VOYAGER VÖKTUATHYGLI- GRAND CHEROKEE MEÐ VILJ- UGRIDÍSILVÉL - TVECO EUROTECH MEÐ HÁLFSJÁLFSKIPTINGU Skoda Felicia Aðeins kr. 849.000,- moi fkamt/ðin byccist A htfoinni Tryggðu þér nýjan fjölskyldubíl núna. Þýsk gæði á ótrúlega lágu verði. I Kt- 1t!l Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 bifreiðaumhoðanna annast útvegun lánsins á 15 mínútum Giitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Engin f ramleiisla en launin greidd Nýr Renault vörubíll SATURN bílaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum eru þekktar fyrir að fara sínar eigin leiðir í sölumál- um, samskiptum við viðskiptavini og á mörgum öðrum sviðum. Fyrir- tækið er að meirihluta í eigu Gener- al Motors en er með algjöriega aðskilinn rekstur og stjórnun. Ný- lega efndu starfsmenn Delphi Chassis Systems í Dayton, sem er einn af aðalbirgjum General Motors og Saturn, til verkfalls sem leiddi til þess að GM og aðrir birgjar sam- steypunnar sögðu tímabundið upp störfum 200 þúsund manns. Saturn hélt hins vegar áfram að greiða sínum 8.200 starfsmönnum laun þótt framleiðsla hefði iagst af. í staðinn hefur fyrirtækið velvilja starfsmanna sinna sem eru nú fús- ir til þess að færa ýmsar fórnir til þess að framleiðsluáætlun ársins fari sem minnst úr skorðum. Verk- fallið stóð í 17 daga og framleiðsla hjá Saturn lá niðri í 10 daga. Alls féll niður framleiðsla á 12.199 bíl- um. Ákvörðun Saturn um að segja ekki upp starfsfólki þrátt fyrir verk- fallið var kostnaðarsöm. Heildar- launakostnaðurinn þá 10 daga sem framleiðsla lá niðri var 16 milljónir dollara. Starfsmenn Saturn sátu þó ekki auðum höndum. Sumir sóttu nám- skeið, aðrir tóku út sumarfrí eða unnu við viðhald á verksmiðjunni. Til þess að koma til móts við stjórnendur Saturn ákvað verka- lýðsfélag starfsmanna fyrirtækisins að vinna á páskadag eftir að fram- leiðsla hófst og einnig á Memorial Day, sem er lögboðinn frídagur í Bandaríkjunum. ■ Barcelona. Morgunblaðið. RENAULT V.I. frumkynnti nýja gerð vörubíla í Barcelona sl. fimmtu- dag sem hefur verið þrjú ár í hönn- un. Bíllinn heitir Premium og leysir af hólmi eldri gerðirnar Manager, Major og Maxter. Patrick le Quément, aðalhönnuður fólksbíladeildar Renault 14, stjórnaði hönnunarvinnu 260 manna starfs- hóps. Le Guément sagði við kynning- una að Renault stefndi inn í 21. öld- ina með Premium í fylkingarbijósti, bíllinn uppfyllti Euro 2 mengunar- vamastaðal sem tekur gildi í Evrópu um aldamótin og væri afar notenda- vænn. í fyrstu koma á markað tveir bíl- ar í þessari nýju línu, Premium Distribution, sem er minni gerð vör- bíls og Premium Long Distance, langflutningabíll. Tveir fyrstu bíi- arnir af Premium gerð verða kynnt- ir á íslandi í næsta mánuði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson FÉLAGARNIR Theodór H. Sighvatsson og Gunnar E. Bjarnason vilja framleiða sportbíl á íslandi. Þeir hafa þegar lagt grunn að tveimur bílum og vonast eftir að fá styrk frá Iðntæknistofnun eða fyrirtækjum til að geta klárað verkið. ADRENALÍN - tveggja sæta sportbíll VERIÐ er að smíða frumgerð ís- lensks sportbíls úr prófílstáli og áli. Bíllinn er tveggja sæta og kalla höfundarnir, Gunnar E. Bjarnason og Theodór H. Sig- hvatsson, bilinn Adrenalín. „Sumir telja þessa hugmynd okkar fráleita, en við getum þetta alveg eins og erlendir aðilar. Oflug keppnistæki hafa verið smíðuð hérlendis, þannig að þekk- ingin er víða til staðar. Við teljum að markaður sé fyrir hendi hér- lendis, en við eiguin eftir að fá úr því skorið hvaða skatta og gjöld við verðum að greiða. Við sleppum þessu bara ef þetta verður einhver skattpíning. En líklega mun bíil af þessu tagi með 1400 rúmsenti- metra, allt að 125 hestafla Ford vél kosta um 1,2 milljónir, tilbúinn á götuna," segir Gunnar. ■ Smíða frumgerð/D3 I^YI □1 H ö g g d eyf a r M Stilling BILAHORNIÐ varahlulaverslun Hafnarfjaröar Reykiavlkurvegi 50 • SlMI: 555 1019

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.