Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SH í harðri samkeppni vestra Keppinautar selja ýsuflök á 50 senta lægra verði STJORNARFORMAÐUR Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna segir að mikil samkeppni sé í flakasölu á Bandaríkjamarkaði, aðallega frá öðrum íslenskum útflytjendum. Nefnir hann sem dæmi að íslenskar sjávarafurðir hafi verið að selja ýsuflök í fimm punda pakkningum á 50-60 senta lægra verði en Cold- water Seafood, dótturfélag SH. Sala Coldwater Seafood í Banda- ríkjunum dróst saman um 8% á síð- asta ári og 9% í verðmætum, miðað við árið áður. í ræðu sinni á aðal- fundi SH sagði Jón Ingvarsson stjórnarformaður að stöðugur sam- dráttur á neyslu verksmiðjufram- leiddra vara hafi leitt til þess að nú væri til staðar mikil umfram af- kastageta og aukin samkeppni. Sala SH á ýsuflökum á Banda- ríkjamarkaði jókst um 9% í magni og 4% að verðmæti. Jón sagði að sala á lausfrystum flakastykkjum, sem byijað var að framleiða á síð- asta ári, lofaði góðu. „Samkeppnin er mikil og sem dæmi má nefna að helsti keppinautur félagsins á íslandi hefur að undanförnu verið að selja fimm punda ýsuflök 50-60 sentum undir söluverði Coldwater. Þrátt fyr- ir þetta hefur salan fram til þessa verið góð,“ sagði Jón. Jón sagði einnig að SH hafi mætt mikilli samkeppni í sölu þorskflaka, bæði frá Noregi en þó einkum frá öðrum íslenskum útflytjendum. Fyrst og fremst væri um að ræða verðsamkeppni og kaupendum fé- lagsins boðin þorskflök á lægra verði en þeir gætu fengið hjá Coldwater. Við þetta hefðu viðskipti tapast. ÍS lækkar verð á ýsu á Bandaríkjamarkaði 80% söluaukning á ýsuflökum FORSTJÓRI íslenskra sjávarafurða segir að eðlilegra hafi þótt að lækka beinlínis verð á fimm punda ýsuflök- um til viðskiptavina á Bandaríkja- markaði vegna markaðsaðstæðna en bjóða afslætti og tilboð. Hann segir að það hafí verið jákvætt fyrir fyrir- tækið, salan hafi nærri því tvöfald- ast og vinnslan orðið hagkvæmari. Benedikt Sveinsson, forstjóri IS, segir að verð á ýsuflökum hafi verið mjög hátt á síðasta ári. Það hafi leitt til birgðasöfnunar og þar sem hráefnisverð hafi verið mjög hátt hafi vinnslan verið óhagkvæm. Á sama tíma hafi markaður fyrir ýsu- flök í Bretlandi verið lélegur. „Fyrir þá sem hlusta á markaðinn og taka tillit til þess sem er að gerast á heimavelli mátti það ljóst vera að það varð að aðlaga verðið til þess að auka söluna og reyna að koma á eðlilegu jafnvægi milli hráefnisverðs og afurðaverðs," segir Benedikt. Hann segir að ÍS hafi talið nauð- synlegt að auka sölu sína í Bandaríkj- unum á fyrri hluta þessa árs,_ sem eigi að vera góður sölutími. í því skyni hafi verið ákveðið í ársbyijun í samráði við framleiðendur að lækka verð á ýsuflökum í fimm punda pakkningum. „Síðan höfum við aukið sölu á þessum pakkningum um 80% og öllum ýsuafurðum um 55%. Við teljum okkur einfaldlega hafa unnið samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn en til þess þurfa menn auðvitað að hafa sterk bein. Við höf- um heyrt að umboðsmenn Coldwater séu og hafi verið um allan markaðinn með tilboð og afslætti. Við hins veg- ar töldum réttara að lækka verðið beint til okkar viðskiptavina og vera ekki með neina sýndarmennsku. Nið- urstaðan af þessari aðgerð virðist vera ákaflega jákvæð fyrir okkur. Hráefnisverð hefur einnig aðlagað sig breytingunni og við teljum að afkom- an í vinnslunni sé betri en áður,“ segir Benedikt. Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson Kynblendingur á Bakkatjörn AÐ UNDANFÖRNU hefur kynblendingur skeiðand- ar og stokkandar ásamt skeiðandarkollú haldið sig á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Líklega er þetta eini kynblendingur þessara tegunda sem sést hefur hér- lendis og er því afar sjaldgæfur. Skeiðendur eru sjaldgæfir varpfuglar hér á landi. Þær eru með stór- an gogg sem er flatur í endann. Þrátt fyrir kynblönd- unina hefur steggurinn haldið skeiðlaga nefinu. Bráðabirgðasvipting , flugleyfa felld úr gildi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur fellt úr gildi bráðabirgðasviptingu flugréttinda tveggja flugmanna, þeirra Arnars Johnson og Magnúsar Víkings. Örn Johnsons segir að um áfangasigur sé að ræða en Flug- málastjórn hefur kært flugmennina fyrir meint óheimilt og vítavert lág- flug. Verður mál þeirra dómtekið 23. maí næstkomandi. „Við höfum unnið hálfan sigur,“ sagði Örn. „Þrátt fyrir kröfu ákæru- valdsins um að svipting flugleyfisins yrði látin standa taldi dómarinn ekki ástæðu til þess.“ Flugmennimir voru sviptir flug- réttindum með bréfi Flugmálastjórn- ar 7. desember síðastliðinn. Segir Örn að síðan hafí málið þvælst milli Rannsóknarlögregiu ríkisins og ríkis- saksóknara sem hafi tekið tvo mán- uði til þess að skoða það. „Að þeir menn sem hafa unnið sér til viður- kenndra löglegra réttinda skuli vera dregnir á slíkan hátt með slælegum vinnubrögðum er með ólíkindum," sagði Öm. „Dómarinn sá ekki ástæðu til að sviptingin stæði lengur og er það eðlileg niðurstaða í málinu." Lengsta svipting Örn segir að mál þeirra snúist um það hvort um hættuflug og brot á flugreglum hafi verið að ræða. „í réttinum munu fara fram vörn og sókn og ljóst að þetta snýst um eðlis- fræði og það hvort steinninn geti skoppað á vatninu, já eða nei,“ sagði hann. Sagði Örn að eftir því sem hann k kæmist næst væri þetta lengsta og líklega einasta svipting Flugmála- P stjórnar á flugréttindum sem borin ) hafi verið undir dómara. „Flugmála- stjórn starfar í kansellístíl," sagði hann. „Kallar menn inn á teppið. Sviptir þá skírteinum á staðnum. Ef menn hafa ekki viljað una því er þeim bent á að það (dómstólaleið- in) taki þá tvö til þijú ár og hafa menn þá látið það yfir sig ganga. Þeir hafa verið sviptir flugskírtein- k um í tvo til þijá mánuði fyrir minni- háttar brot.“ b Lögregla í Reykjavík með viðbúnað vegna kvöldsins Féllúr Tekið á útivist unglinga LÖGREGLAN í Reykjavík mun hafa helgarvið- búnað í kvöld vegna þess að samræmdum prófum lýkur í dag og almennur frídagur er á morgun, 1. maí. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfírlög- regluþjónn segir lögregluna ekki aðeins beina sjónum sínum að unglingum, heldur einnig eldra fólki sem sé ekki endilega hinum yngri góð fyrir- mynd. Meðal annars munu unglingaathvörf í miðbæ og víðar vera opin eins og tíðkast um helgar og lögreglan mun vera sérstaklega á varðbergi gagn- vart sölumönnum landa og annarra vímuefna, sem gætu freistast til að koma varningi sínum í verð á meðal ungmenna. Útivistartíma unglinga leng- ist til miðnættis eftir 1. maí, en hann nær hins vegar aðeins til klukkan 22 í kvöld. Hætta á óhöppum fyrir hendi „Vegna mikilia vinnu foreldra og félaga á þeirra vegum við að fylgja eftir lögboðnum útivistartíma er von til að þau sjái til að þessar reglur gangi eftir, enda ábyrgðin þeirra samkvæmt lögum. Við munum hins vegar takast á við hugsanlega útivist unglinga undir sextán ára aldri eftir því sem astæður gefa tilefni til,“ segir hann. Ómar Smári segir ekki ljóst hvort búast megi við að unglingar safnist saman í miklum mæli í miðbænum, en ástæða sé til að hvetja foreldra og forráðamenn unglinga að gefa þessum degi gaum og fyrirbyggja hugsanlega áfengisneyslu barna sinna með samvistum við þau og öðrum úrræðum. „Taki krakkar á þessum aldri hins vegar ákvörðun um að neyta áfengis höfum við mestar áhyggjur af því að þeir geti orðið fyrir óhöppum eða slysum, en ekki að háttsemi þeirra gagnvart öðrum sé endilega svo slæm.“ Beiðni ekki sinnt í ár Lögreglan í Reykjavík óskaði eftir því við menntamálaráðuneytið fyrir nokkrum árum, að gefnu tilfefni að sögn Omars Smára, að sam- ræmdum prófum lyki ekki daginn fyrir frídag. Hafí þessi beiðni verið virt síðan, en af einhveijum ástæðum sé misbrestur á að svo sé nú. „Menn hafa kannski ekki haft heilræði okkar í huga og ekki gætt sín sem skyldi eða aðrar ástæður okkur ókunnugar liggja að baki. Ég hef nú samt þá trú að slæm umræða geti leitt til jákvæðrar niðurstöðu og vona að svo verði að þessu sinni,“ segir Ómar Smári. Samtökin Vímulaus æska hafa sent frá sér áskorun til foreldra, þar sem þeir eru eindregið hvattir til að kaupa ekki áfengi, létt vín eða bjór, handa börnum sínum, þar sem það feli í sér röng skilaboð. Foreldrar lýsi þannig yfir að þeir sætti sig við áfengisdrykkju barna sinna, auk þess að bijóta áfengislöggjöfina. Ölvuð börn verði tekin úr umferð Samtökin skora jafnframt á foreldra að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra áfeng- isdrykkju barna sinna við lok samræmdu próf- anna. Lögregluembættin eru einnig hvött til að hafa sérstakan viðbúnað, taka úr umferð öll ölvuð ungmenni, skrá þau og flytja heim. Séu börn ítrek- uð tekin úr umferð vegna ölvunar beri að líta á slíkt sem barnaverndunarmál. Ýmsir skólar hafa boðið nemendum 10. bekkj- ar dagskrá í tilefni prófloka og segir Steinunn Lárusdóttir skólastjóri Æfingaskólans að þátttaka í þeim skóla virðist ætla að verða ágæt. Þannig hafi 15 nemendur af 45 skráð sig í ferð í Bláa lónið og til Viðeyjar og um tveir þriðju hlutar hyggist sækja kvöldskemmtun í félagsmiðstöðinni Tónabæ. stjóm SH FIMM nýir menn voru kosnir í stjórn SH á aðalfundi félags- ins í gær, fjórir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og einn náði ekki kjöri. Fyrir fundinn lýstu fjórir stjórnarmenn því yfir að þeir gæfu ekki kost á sér til endur- kjörs; Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði, Gunnar Ragnars á Akureyri, Jóhannes G. Jóns- son á Isafirði og Jón Páll Halldórsson á ísafirði. Fimm nýir inn í skriflegri atkvæða- greiðslu náðu fimm nýir menn kosningu. Það voru Jón Þórðarson á Akureyri, Magn- ús Bjarnason á Eskifirði, Eggert Jónsson á ísafirði, Kristján G. Jóakimsson úr Hnífsdal og Kristján G. Jó- hannsson á ísafirði. Auðunn Karlsson í Súðavík, sem kos- inn var í stjórnina fyrir ári, náði ekki kjöri. I í 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.