Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR Ólafsson landlæknir, Jónas Halldórsson sálfræðingur og Herdís Storgaard fulltrúi hjá Slysa- varnafélagi íslands hvelja til lögleiðingar hlífðarhjálma fyrir börn og unglinga á reiðhjólum hið fyrsta. Afleiðingar smærri höfuðáverka alvarlegri en áður var talið Brýnt að lögleiða hlífðarhjálma JÓNAS Halldórsson sálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð rík- isins hefur að undanförnu unnið að rannsókn á börnum með höf- uðáverka. Hann segir að afleiðing- ar alvarlegra höfuðáverka meðal barna séu vel þekktar og einkum sé framheilinn sérstaklega við- kvæmur fyrir slíkum meiðslum sökum legu sinnar. Skaði á fram- heila í æsku hefur að hans sögn enn alvarlegri afleiðingar fyrir börn en fullorðna, enda gegnir hann mikilvægu hlutverki varð- andi þroskaferil bama. „Böm sem verða snemma fyrir framheilaskaða vaxa inn í aukin vandamál með aldri, og á ung- lingsaldri geta afleiðingarnar komið fyrst í ljós en þá er fólk yfirleitt búið að gleyma höfuðá- verka þeim sem viðkomandi varð fyrir á barnsaldri," segir Jónas. „Fyrir utan þessi 10-11 börn em um 60 börn sem eru lögð inn og eru samkvæmt læknisfræði- legri niðurstöðu með tiltölulega væga áverka á borð við heilahrist- ing. Hins vegar sýna rannsóknir að hluti þeirra sem verða fyrir áverka sem virðist vægur í fyrstu, lendir í hremmingum þegar til lengri tíma er litið. Um sex mánuð- um eftir slys eru 20% þeirra sem urðu fyrir vægum áverka á höfði enn að kvarta yfir afleiðingum hans en eftir er að skoða hversu hátt hlutfall ber sig illa þegar fjær dregur atburðinum. Fyrir utan þá sem eru lagðir inn á Borgarspítala, koma ríflega 300 börn inn á slysadeild á ári hverju með heiiahristing og eru send heim aftur því þetta er talið dæmi um vægan höfuðáverka. Spumingin er hversu mörg þessara börn, flest eða 180 yngri en fjögurra ára, sýna afleiðingar til lengri tíma og þótt farið sé mjög varlega í áætl- anir, getur verið _um umtalsverðan fjölda að ræða. í þessu sambandi er eitt barn of mikið,“ segir Jónas. Vanlíðan og þreyta Hann segir að meðal vand- kvæða sem rekja má til höfuð- áverka séu einbeitingarskortur, erfiðleikar með að muna, bamið Á hverju árí eru lögð að meðaltali 72 börn yngri en 15 ára gömul inn á Borgarspítala með höfuðáverka, og má gera ráð fyrir að um 14% þeirra eða 10-11 böm séu með alvarlega áverka samkvæmt er- lendum og innlendum rannsóknum. truflast auðveldlega og sýnir merki um vanlíðan, tilfinninga- sveiflur eru ekki óalgengar, þreyta o.s.frv. Krakkar sem hafa lent í einhveijum erfiðleikum fyrir slys- ið, eru að hans sögn í hættu á að erfiðleikarnir margfaldist. „Við erum ekki að tala um mikla skerðingu á vitsmunum, máli eða hreyfihæfni, en hins veg- ar börn sem eiga erfiðara með að aðlagast og mæta kröfum sem til þeirra eru gerðar í skólum og annars staðar. Oft er lítill gaumur gefinn að samhenginu á milli áverkans og þessarar hegðunar og fólk sýnir einkennunum lítinn skilning,“ segir Jónas. Hann hvet- ur eindregið til lögleiðingar hlífð- arhjálma, og kveðst þeirrar skoð- unar að hana megi flokka undir barnavernd. Mikil gagnsemi sönnuð Um helmingur þeirra bama sem leita til Borgarspítala vegna höf- uðáverka gera það vegna falls af hjóli, fyrir utan yngri en fjögurra ára börn. Ólafur Olafsson land- læknir segir ljóst orðið að gagn- semi hlífðarhjálma sé ekki minni en bílbelta, en óskandi sé þó að styttri tíma taki að fá hjálma lög- festa en beltin á sínum tíma, sem hafí verið árangur tíu ára langrar baráttu. „Fyrstu tillögur um að koma á lögleiðingu hlífðarhjálma barna og unglinga á reiðhjóli komu fram árið 1983 á landsfundi um slysa- varnir. Nú liggur í þriðja skipti frumvarp fyrir Alþingi um þessi mál og við vonum að þingmenn komi loks til móts við okkur og bindi hjálmana í lög,“ segir Ólafur. Fyrir skömmu var haldin ráð- stefna um höfuðslys barna þar sem Jónas og Herdís voru á meðal frummælenda. Sérstaklega var rætt um áverka, tíðni, afleiðingar og forvarnir. „Niðurstaða nýlegrar könnunar um gagnsemi hlífðarhjálma á meðal tvískipts hóps þúsund ung- linga, var sú að enginn slasaðist alvarlega af þeim sem báru hjálma, en af þeim sem voru hjálmalausir slösuðust tíu alvar- lega á höfði. Einhverra hluta vegna var þessi rannsókn mi- stúlkuð á opinberum vettvangi, en þessi var niðurstaðan, kannski vegna þess að ekki var tekið tillit til þess hvernig hjálmurinn var á höfði fólks. Það er mjög áberandi hversu margir nota hjálminn rangt,“ segir Herdís. Röng notkun til baga „Eg gerði könnun hjá leikskóla- börnum á aldrinum 2-6 ára sem sýndi að þar var röng notkun í yfir 90% tilvika. Þá er aðallega um að ræða ranga stillingu á hjálminum. Hins vegar eru til aðr- ar rannsóknir, þar á meðal ein bandarísk, sem segja að þeir sem notuðu hjálm og gerðu það rétt, sluppu mjög lítið meiddir miðað við þær aðstæður sem þeir lentu í. Hins vegar er lítill tilgangur í að nota hjálminn ef hann er rang- lega staðsettur á höfðinu." Herdís kveðst sammála Ólafi og Jónasi um að lögleiða eigi notk- un hlífðarhjálma á meðal bama og unglinga, enda hafi það sýnt sig að þar sem slíkt hafi verið gert og lögunum framfylgt með fræðslustarfi og eftirliti lögreglu, sé árangurinn afar góður. Ekki þurfí að beita viðurlögum, að minnsta kosti ekki fyrstu misserin eftir að slík löggjöf taki gildi. Til hjálparstarfa í Azerbaidsjan Bj örgunarstörf og verkfræöi- legt hugvit Magnús Hallgrímsson MAGNÚS Hall- grímsson er víða um heim þekktur sem úrræðagóði íslending- urinn. Honum hefur með atorku, ósérhlífni og hæfni fekist að sameina áhuga sinn og reynslu við björg- unarstörf annars vegar og verkfræðilegt hugvit og þekkingu hins vegar til hjálpar og líknarstarfa við frumstæð skilyrði á hör- mungasvæðum, svo notuð séu orð Verkfræðingafé- lags íslands þegar það heiðraði hann 1992. Einn- ig fyrir að hafa fyrstur islenskra verkfræðinga kynnt sér nútíma snjó- flóðavarnir og hagnýtt þekkingu sína við hamf- aravamir á Islandi. Magnús lauk nú um áramótin þriggja og hálfs árs starfi sem yfirverkfræðingur friðargæsluliðs SÞ í Líbanon og því lá beint við að spyija: Þú ert heppinn að vera hér nú þegar þeir eru að skjóta á þinn vinnustað í Líbanon og heimili ykkar Hlífar Ólafsdóttur í Nahary- ia rétt sunnan við landamærin í ísrael, - verðurðu aldrei hræddur í þessum störfum? „Nei, ég lifi gjarnan í samræmi við tvo málshætti sem íslendingar hafa í heiðri:,, Eitt sinn skal hver deyja“ og „Ekki verður feigum forðað". En það er rétt að eitt katjusha- flugskeyti hisbollanna lenti 400 metra frá húsinu okkar og annað sem þeir sendu á aðalstöðvar frið- argæslunnar í Nagura féll á skrif- stofu sem ég hafði_ þar. En þetta var á sunnudegi. Ég veit svosem hvernig þessar katjushur líta út. Ég lét eitt sinn hreinsa upp úr brunni, sem ekki hafði verið not- aður í 17 ár. Við drógum upp úr honum feikn af ryðguðu járna- drasli. Ísraelar sáu í sínum fínu tækjum rörin okkar og hófu skot- árás. Mitt starf hjá friðargæslunni var að setja upp nýja tæknideild hjá UNIFIL, sem var þarna með 6000 manna friðargæslulið og sjá um allt viðhald á 250 bækistöðvum víðsvegar og að hafa umsjón með þremur verkfræðiherdeildum og verktökum. Ég var fyrst ráðinn í eitt ár, en það var alltaf fram- lengt. Síðast í haust bað yfírmaður gæsluliðsins enn um framlengingu hjá aðalstöðvunum í New York, en það fékkst ekki því búið er að herða á reglum um að menn hætti sextugir, sem ég varð raunar skömmu eftir að ég kom þangað fyrst.“ Svo komstu heim og sóttir um starf forstöðumanns Almanna- varna, fékkst fjögur atkvæði ráðsins af fimm en samt ekki starfið? „Það er rétt. Ég var raunar þarna suðurfrá þegar ég sá auglýsinguna og datt í hug að þeir gætu notað reynslu mína. Setti í umsóknina að ég vonaði að margþætt reynsla mín á sviði alþjóðasamskipta, stjórnun- ar, verkfræði, björgunar, neyðar- varna og neyðarhjálpar mætti verða Almannavamaráði að ein- hveiju gagni. En úr því svo var ekki gaf ég mig fram við Rauða krossinn. 1983 skipaði ríkisstjórn- in mig formann nefndar til að gera tillögur um flóðavamir, en við stjórnarskipti var nefndin lögð ►MAGNÚS Hallgrímsson er fæddur á Akureyri 1932, stúd- ent frá MA 1952, verkfræðing- ur frá Hafnarháskóla 1963, var einn stofnenda verfræðifyrir- tækjanna Hönnunar og Virkis. Stundaði verkfræðistörf á þeirra vegum heima og erlend- is. Heima mest við virlganir og háspennulínur á hálendinu, enda fjallamaður. 1966 nam hann snjóflóðabjörgun í Noregi og 1977-78 var hann í Sviss við nám í björgunum og varn- arvirkja- og snjóflóðaverk- fræði. Þá heimsótti hann flesta snjóflóðastaði í Kanada og Bandaríkjunum og kenndi í kjölfarið flestum björgunar- sveitum á landinu siyóflóða- hjálp. Undafarið hefur Magnús starfað á hörmunga- og ham- farasvæðum á vegum Rauða krossins og Flóttamannahjálp- ar SÞ í Grænlandi, Surínam, Kenýu, Indónesíu, Eþíópíu, Jórdaníu, írak, Líbanon og ísrael. Siðast var hann yfir- _ verkfræðingur friðargæsluliðs SÞ í Líbanon og kom heim uin áramót. Nú er Magnús enn á förum á vegum RK til Azerb- aidsjan, þar sem hann tekur við rekstri og yfirstjórn flótta- mannabúða. niður eftir viku. Ég náði þó í skýrslu að leggja til að fenginn yrði ákveðinn norskur sérfræðing- ur í snjóflóðavörnum. Þegar á reið var þessi sami Norðmaður nú til kallaður. Ég er mjög ánægður með að farið er að vinna í þessu.“ OgRauði krossinn tók þér tveim höndum? Hvert ertu að fara og hvenær? „Ég fer núna um miðjan maí á vegum Rauða krossins í flóttamannahjálp í Azerbaidsjan í Kákas- us. Minn þáttur verður yfirstjórn og rekstur á nokkrum flóttamanna- búðum. Á þessu svæði í Kákasus munu vera um hálf önnur milljón manna á flótta. Það hafa verið vandræði þarna af völdum nátt- úruhamfara og stríða síðan 1988, byijaði með miklum jarðskjálftum. í suðurbúðunum á svæðinu sem ég kem til með að stjóma em víst um 55000 flóttamenn. Hjálpar- starfið þarna er býsna umfangs- mikið, á að vinna fyrir 540 millj. ísl. króna, sem fer í alhliða hjálp við flóttamenn og fólk í öðrum erfiðleikum." í hjálpar- starf fyrir 540 millj. l I ■ I i i i € i N < i i < ( <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.