Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 9 FRETTIR Hugmyndasamkeppni íslenskra framhaldsskólanema ÞÁTTTAKENDUR og verðlaunahafar ásamt Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og Sigmundi Guðbjarnasyni prófessor. VERKEFNIÐ „Náttúruhamfar- ir og mannlíf“ eftir hóp nem- enda úr Menntaskólanum við Sund hreppti fyrstu verðlaun i hugmyndasamkeppni íslenskra framhaldsskólanema á aldrin- um 15-20 ára, Hugvísi. Önnur verðlaun hlaut „Les- poki“ nemanda úr Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti og þriðju verðlaun hlaut verkefnið „Líf- vél“ eftir nemanda úr Mennta- skólanum í Reykjavík. Sérstaka viðurkenningu fyrir þátttöku Nemendur í MS hlutu fyrstu verðlaun hlutu nemendur úr Foldaskóla í Reykjavík. Fyrirtækið ÍSAGA hf. er fjár- hagslegur bakhjarl keppninnar en að henni standa að auki menntamálaráðuneytið og Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur. Formaður dómnefndar, dr. Sig- mundur Guðbjarnason prófess- or, afhenti verðlaunin við hátíð- lega athöfn í Hinu húsinu við Aðalstræti. Sigurvegarar í Hugvísi taka þátt í Evrópukeppni ungra vís- indamanna í haust svo og I al- þjóðlegri vísindakeppni í Ariz- ona í Bandaríkjunum á næsta ári. Verk þátttakenda verða til sýnis í Hinu húsinu næstu daga. Landssamtök hjartasjúklinga Merkjasala og átaks- fundiir í Perlunni í dag LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga (LHS) standa fyrir merkjasölu 2.-4. maí næstkomandi undir kjör- orðinu „Tökum á - tækin vantar". Tilgangur söfnunarinnar er að afla ijár til kaupa á hjartagæslutæki fyrir Landspítalann og landið allt, til stuðnings yið barnahjartaskurð- iækningar á íslandi og til annarra brýnna verkefna. LHS efnir til átaksfundar í Peri- unni í dag, þriðjudaginn 30. apríl, klukkan 17-18.15 og hefst fundur- inn með því að Gísli J. Eyland, varaformaður LHS, setur fundinn. Síðan afhendir Hjördís Kjartans- dóttir, 12 ára hjartaþegi, Ingi- björgu Pálmadóttur, heilbrigðis- ráðherra, fyrsta merkið. Stutt ávörp flytja Þórður Harð- arson, prófessor, og fjallar hann um nýjungar í hjartalækningum, Ámi Kristinsson, hjartalæknir, ræðir um hjartagæslutæki, Bjarni Torfason, hjartaskurðlæknir, fjall- ar _um barnahjartaskurðlækningar á íslandi, Elín Viðarsdóttir, for- maður Neistans, segir frá aðstand- endafélaginu Neistanum og þýð- ingu þess fyrir foreldra. Loks fjall- ar Sigurður Helgason formaður Landssamtaka hjartasjúklinga um merkjasöluna og starf LHS að forvörnum og endurhæfingu. Eldri félagar í Karlakór Reykja- víkur syngja nokkur lög á þessum átaksfundi í Perlunni. Sjábu hlutina í víbara samhcngi! - kjarni málsins! w líltlJMS KIDS NÍIW SPIRIT 1 % - Ótrúlegt úrval af sportlegum ítölskum sumarfatnaði á krakka frá 2ja-14 ára. BARNASTIGUR 02-14 Skólavörðustíg 8, simi 552 1461. Auglýsingaherferðin „Virkjum Bessastaði“ Ekki á vegum forseta- frambjóðendanna FORSETAFRAMBJÓÐEND- URNIR fimm standa ekki að aug- lýsingaherferðinni „Virkjum Bessastaði.“ Áberandi auglýsingu með mynd af Bessastöðum og áletruninni „Virkjum Bessastaði" hefur verið komið fyrir víðsvegar um höfuðborgina. Guðmundur Rafn Geirdal sagð- ist ekki standa fyrir auglýsinga- herferðinni. Hann sagði að sér fyndist gengið of nærri forseta- embættinu með því að nota mynd af Bessastöðum í auglýsingunni. Sæmundur Norðfjörð, kosn- ingastjóri Guðrúnar Agnarsdóttur, sagði að stuðningsmenn hennar stæðu ekki fyrir auglýsingaher- ferðinni „Virkjum Bessastaði“ og Þórunn Sigurðardóttir, kosninga- stjóri Guðrúnar Pétursdóttur, sagði að auglýsingaherferðin væri heldur ekki á vegum stuðnings- manna hennar. Hún sagðist ekki vita' að hverju væri stefnt með auglýsingunum og sér fyndist sér- kennilegt að setur forseta væri notað í auglýsingar með þessum hætti og án þess að fram kæmi hver stæði að auglýsingunni. „Fjarstæðukennt“ Ólafur Ragnar Grímsson sagð- ist ekki standa að auglýsingaher- ferðinni. „Mér finnst að tákn- myndir Bessastaða, Alþingis, Stjórnarráðs og kirkjunnar eigi almennt séð að fá að vera í friði fyrir auglýsingaherferðum og sér- staklega finnst mér óhæfa að ein- hveijir standi að svona auglýs- ingaherferð í skjóli nafnleyndar. Þar með gætu einhveijir haldið að forsetaframbjóðendurnir stæðu að baki auglýsingunni, sem er fjar- stæðukennt," sagði hann. Gísli Blöndal, kosningastjóri Péturs Kr. Hafsteins, sagði að stuðningsmenn Péturs stæðu ekki að umræddri auglýsingaherferð. Hafnarfjörður Börn fyrir bíl TVÖ börn urðu fyrir bíl í Hafnar- firði síðdegis á sunnudag. 13 ára piltur á línuskautum fótbrotnaði þegar hann greip í bíl sem var á leið eftir Strandgötu, féll við og varð undir bílnum. Að sögn lögreglu er talið að piltur- inn hafi ætlað að hanga í bílnum og fylgja honum eftir. Skömmu áður hafði 9 ára gömul telpa orðið fyrir bíl á Lækjargötu en meiðsli hennar voru talin minni- háttar, að sögn lögreglu. Einlitir hörjakkar í brúnu, svörtu og hvítu verð kr. 11.200. Pils kr. 6.200. Buxur kr. 7.500. TESS . neO neOst viö Dunhaga, sími 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Ný sending af skjalatöskum Mikið úrval aftöskum ti l ferðalaga. ílmigey hf Laugavegi 58,sími 551 3311.%^ Islensk list fyrir . BniðkAupið ■ Afmœirð ■ ðtískriftinAo • Oj uvð ölt tœkifœrb Helga Jóhannesdóttir Skólavörðustíg 16A, sími 561 4090. KringlfnJÍ Kaupþing er flutt í Ármúla 13A. Óbreytt símanúmer 515 1500 og faxnúmer 515 1509.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.