Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í Miðstöð fólks í atvinnuleit er hægt að sækja námskeið, leita ráðgjafar og fá félagsskap Mikilvægl að finna sér nýjan farveg MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit flutti í febrúar í nýtt húsnæði á jarðhæð Hafnarhússins í Tryggvagötu 17. Sigrún Harðardóttir, félags- og námsráðgjafi, er framkvæmda- stjóri miðstöðvarinnar og þangað getur fólk leitað í margvíslegum erindagerðum; til þess að sækja námskeið, vinna í Smiðjunni, útbúa atvinnuumsóknir, fá upp- lýsingar um réttindi sín, ráðgjöf vegna fjárhagserfiðleika, lesa blöðin, hitta fólk og drekka kaffi. Sigrún leggur áherslu á að þeir sem missa vinnuna nýti tíma sinn á skipulegan hátt. „Við reynum að hvetja fólk til þess að finna sér farveg sem fyrst. Ég get nefnt sem dæmi að hjá VR eru 800 manns á atvinnuleysisskrá ár eft- ir ár og maður sér. ekki fýrir að allt í einu verði til svo mörg störf í þeirri grein. Hegðun fólks sem missir vinnuna er oft mjög ómark- viss, það skráir sig kannski á námskeið til þess að stytta bóta- lausa tímabilið, en það er tilviljun- um háð hvernig tíminn er nýttur. Fólk í þessari aðstöðu verður að velta fyrir sér hvort það vilji starfa við eitthvað annað og áhugaprófin er leiðin til þess að komast að því. Þá sér viðkomandi hvar áhuginn liggur og við getum síðan vísað leiðina að settu marki,“ segir hún. Þess má einnig geta að veitt er hönnunarráðgjöf í Smiðjunni annan miðvikudag hvers mánaðar fyrir þá sem vilja setja á fót eigin atvinnustarfsemi. Boðin er aðstoð við að útfæra og þróa hugmyndir, til dæmis í list- og handiðnaði. Tengiliður við kerfið Reykjavíkurborg sér miðstöð- inni fyrir húsnæði, greiðir leigu og leggur 700 þúsund krónur til starfseminnar á þessu ári. Þá nýtur reksturinn aðstoðar ýmissa stéttarfélaga, þjóðkirkjunnar og prófastdæmanna. „Þetta er þjón- ustumiðstöð fyrir atvinnuleitend- ur og hér liggja frammi upplýs- ingar um réttindi og námskeið. Síðan veitum við fólki aðstoð við atvinnuumsóknir og ráðgjöf og erum nokkurs konar tengiliður við kerfið, svo sem Félagsmálastofn- Miðstöð fólks í atvinnuleit var endurvakin í október sl. eftir tæplega árs hlé á starf- seminni vegna fjárskorts. Þangað leita fjöl- ERNA Jóhannsdóttir SIGRÚN Harðardóttir un og skattyfirvöld. Jafnframt aðstoðum við fólk við að leita til lögfræðings ef fjármálin eru í ólestri," segir Sigrún. 20. október sl. var Smiðjan opnuð og þar geta áhugasamir mótað í leir, teiknað og málað, skorið í tré og bein og unnið með pappamassa. „Við höfum verið með 20 stunda námskeið frá ára- mótum og erum að reyna að koma okkur upp betri aðstöðu, svo sem fyrir jám- og glervinnu sem karl- mennirnir geta nýtt sér.“ Sigrún segist vonast til þess að ekki verði frekari röskun á starf- semi miðstöðvarinnar en orðið hef- ur og að húsnæðið í Tryggvagötu verði varanlegt skjól. Hún er eini fasti starfskrafturinn í 80% starfi og auk hennar eru fjórir starfs- menn sem skipta með sér þremur 100% stöðum í sex mánuði í tengsl- um við atvinnuátak á vegum borg- arinnar, sem lýkur í júní. Nokkur stéttarfélög hafa greitt 10.000 krónur á mánuði til rekstr- arins og segir Sigrún ekki ganga vel að fá fleiri til að láta fé af hendi rakna. Svo virðist sem sum félaganna sjái ekki tilgang í því. Miðstöðin er opin alla daga vik- unnar frá 9-17 og segir hún að margir leggi leið sína þangað dag- lega, aðrir annan hvern dag og sumir tvisvar í viku. Fleíri konur hafa sótt þangað að undanförnu enda er nú boðin á barnagæsla, að hennar sögn. Vakna til lífsins „Við töldum fjölda þeirra. sem komu í hverri viku í mars og sund- urliðuðum eftir stéttarfélögum, meðal annars til þess að fá þau til að leggja eitthvað af mörkum, en það hefur ekki borið árangur enn,“ segir Sigrún. Þeir sem sækja miðstöðina eru búnir að vera án vinnu mislengi, að hennar sögn, allt frá nokkrum dögum upp í nokkur ár. „Við höfum greint mikinn mun á fólki sem hefur komið hingað eftir margra ára atvinnuleysi og unnið í Smiðjunni og séð hvað það hressist við. Margir hefjast handa við atvinnu- umsóknir, eins og þeir vakni til lífsins. Fólk án atvinnu einangrast mjög fljótt." í miðstöðinni er hægt að fá ókeypis kaffi, brauðsneið fyrir tuttugu krónur og lesa blöðin en að Sigrúnar sögn hafa Morgun- blaðið og Alþýðublaðið, ein dag- blaða, séð sér fært að láta ókeypis eintök af hendi rakna. „Þetta hef- ur gengið mjög erfiðlega hjá okk- ur. Við höfum auglýst eftir verk- færum í Smiðjuna án þess að fá nokkur viðbrögð. Að vísu fengum við húsgögn frá Skólaskrifstofu DANÍEL Cornette Reykjavíkur en fólk hér hefur lagt til hitt og þetta svo sem kaffivél og ísskáp." Ein tölva er í miðstöð- inni með prentara sem ekki getur prentað súlurit og töflur, engin ljósritunarvél og bilað fax. „Við höfum reynt allt til þess að fá nýjar tölvur. Meirihluti nám- skeiða sem Atvinnuleysistrygg- ingasjóður greiðir niður til stytt- ingar biðtíma er tölvunámskeið en það er engin aðstaða fyrir fólk til þess að æfa sig. Samt er verið að kenna því nýjustu tækni. Það er enginn skilningur á þörfum atvinnulausra og bókstaflega hætt að heyrast í þeim. Það er búið að þagga niður í þessum hópi. Atvinnulausir sitja uppi með ábyrgðina og sektarkenndina, ekki þjóðfélagið í heild. Ég hef hitt þúsundir atvinnulausra en ekki enn hitt nokkurn sem ekki vill vinna.“ marfflr daff hvem og í mars sóttu tæplega 130 miðstöðina heim vikulega. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BRYNHILDUR Björnsdóttir ásamt dætrum sínum, Eydísi og Ingu. Ný skýrsla til Alþingis leiðir í ljós að viðskipti með fíkniefni eru orðin mjög skipulögð hér á landi Lagt hald á fíkniefni fyrir 350 millj. á 10 árum Magn helstu ólöglegra fíkniefna sem yfirvöld hafa lagt hald á síðastliðin 11 ár FfKNIEFNI 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Hass, grömm 8.906 10.383 14.916 19.170 9.321 6.760 5.167 20.650 17.699 20.235 10.933 Marijúana, grömm 574 273 236 55 48 74 94 332 86 93 305 Kannabisplöntur, stk. 27 0 16 31 13 15 40 36 53 109 221 Amfetamín, grömm 970 0 365 640 198 199 1.563 1.638 3.375 783 5.146 Kókaín, grömm 24 1.698 534 100 747 206 206 1.295 14 317 143 LSD-skammtar, stykki 2.223 8 0 6 694 58 5 91 69 369 11 Sveppir, grömm 0 0 0 0 0 0 91 144 743 813 158 E-töflur, stykki 0 0 0 0 0 0 0 8 1 22 1.820 LAGT hefur verið hald á fikniefni að söluverðmæti um 350 milijónir króna á undanförnum áratug. Mikið framboð virðist vera á amfetamíni og LSD auk þess sem mikil aukning hefur orðið á E-töflum í umferð. Hass hefur verið ráðandi efni á fíkni- efnamarkaðnum og virðist stöðugt framboð á því. Erfitt er að segja til um hversu mikið hefur verið flutt af fíkniefnum til landsins á þessu tímabili. Erlendis er oft miðað við að lagt sé hald á um tíunda hluta þeirra efna sem koma inn í Iandið. Viðskipti með fíkniefni eru orðin mun skipulagðari hér á landi en áður var, að því er kemur fram í 30 síðna skýrslu forsætisráðuneyt- isins um útbreiðslu fíkniefna og þró- un ofbeldis, sem lögð var fram á Alþingi í gær. Skýrslan var gerð að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og níu annarra alþingismanna. Enginn með hámarksrefsingu Fíkniefnaneytendum hefur fjölgað og aldur neytenda lækkað undanfar- in fimm ár, að því er segir í skýrsl- unni. Aukið magn fíkniefna sem lagt er hald á gefur til kynna aukin umsvif á fíkniefnamarkaðinum. Hámarksrefsing fyrir fíkniefna- brot er 10 ára fangelsi en til þessa hefur enginn hlotið hámarksrefs- ingu. í fyrra hlutu 226 einstaklingar dóm eða gerðu dófnssátt í fíkniefna- málum, 213 karlar og 13 konur, ald- urshópurinn 20-24 ára var þar fjöl- mennastur. Allstór hópur, a.m.k. nokkur hundruð, hefur beðið varanlegt heilsutjón vegna fíkniefnaneyslu síð- astliðin 10 ár. Árið 1994 voru 396 bráðalegur á Ríkisspítölum vegna ávana- og fíkniefnaneyslu, auk þess er allnokkur starfsemi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna sömu mála. Rannsóknir á vegum lögreglunnar í Reykjavík sýna að neytendur fíkni- efna hafa sterka tilhneigingu til sjálfsvíga. Alls höfðu 30% þeirra sem handteknir voru vegna fíkniefna- mála fyrstu fjóra mánuði ársins 1995 gert tilraun til sjálfsvígs. Nefnd sem dómsmálaráðuneytið skipaði í ársbyrjun er að gera heild- arúttekt á forvarnarmálum. Einnig er unnið að rannsókn á vegum lög- reglustjórans í Reykjavík á áhrifum fíkniefnaneyslu á fjölskyldur fíkni- efnaneytenda. Niðurstaðna þessara rannsókna er að vænta í sumar. Breytt mynstur ofbeldis Skýrslur frá slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sýna Iitla fjölgun ofbeld- ismála frá 1975-1995 að teknu til- liti til íjölgunar íbúa. Hins vegar hefur mynstur ofbeldis breyst. Aukin áfengis- og fíkniefnaneysla vegur þar þungt og hefur aukið alvarleika verknaða. Oft er um lilefnislausar árásir að ræða. Lögregluskýrslur sýna að áfengi er án efa sá vímu- gjafi sem helst verkar til ofbeldis auk þess sem hátt hlutfall fórnarlamba ofbeldis er undir áhrifum áfengis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.