Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 17 VIÐSKIPTI Þorsteinn Haraldsson, löggiltur endur- skoðandi á ráðstefnu FLE Koma þarf á emb- ætti umboðsmaims skattgreiðenda Morgunblaðið/Ásdís ÞORSTEINN Haraldsson, löggiltur endurskoðandi. NAUÐSYNLEGT er að bæta ímynd skattkerfisins í hugum við- skiptavina þess og treysta sam- skipti skattyfirvalda og skatt- greiðenda. Hraða þarf heildarend- urskoðun laga um tekjuskatt og eignarskatt, þar sem sérstaklega verði hugað að neytendavernd. í því skyni þarf að koma á fót embætti umboðsmanns skatt- greiðenda og stofna Samvinnu- nefnd embættismanna og endur- skoðenda. Þetta kom fram í máli Þorsteins Haraldssonar, löggilts endurskoð- anda og fyrrverandi formanns Félags löggiltra endurskoðenda, á ráðstefnu félagsins á föstudag. Þar fjallaði hann um samskipti skattyfirvalda við ■ skattgreiðend- ur. „Eg er þeirrar skoðunar að nú sé ríkjandi skaðsamlegt ójafnvægi í skattamálum okkar. A meðan hagsmuna ríkisvalds og sveitar- stjórna er gætt af mikilli hörku af hálfu kjörinna fulltrúa okkar á þingi og í sveitarstjórnum, þá eiga gjaldendur sér fáa málsvara þegar lög eru sett, og hugtök eins og jafnræði og neytendavernd eru víðsfjarri. Þetta grefur undan trausti fólks á skattkerfinu og ýtir undir skattsvik langt umfram það sem líðanlegt er í siðuðu samfé- lagi, enda hefur fjöldi manna sagt sig úr lögum við aðra borgara og er stikkfrír þegar að því kemur að greiða skatta. Samtök skattgreiðenda í nágrannalöndunum Þorsteinn kvaðst í ræðu sinni hafa aflað sér upplýsinga frá Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi um þessi mál. í öllum þessum löndum hefðu skattgreiðendur bundist samtök- um sem veittu stjórnvöldum nauð- synlegt aðhald sem væri nauðsyn- legur hlekkur í því að skapa heil- steypt og réttlátt skattkerfi. „Hér á landi voru starfandi samtök skattgreiðenda fyrir mörgum ára- tugum, en þau samtök lognuðust út af, og tilraunir eða tilraun sem gerð var til þess að endurvekja þau varð ekki að veruleika. Samt sem áður fer ekki milli mála að þetta afl sárvantar í okkar samfé- lag. Þess vegna tel ég réttmætt og skynsamlegt að stjórnvöld hlut- ist til um að það verði skapað og geri þær endurbætur á lögum og stjórnkerfinu sem tryggja neyt- endavernd og heilbrigt eftirlit með skattlagningarvaldinu." Ég trúi að það geti orðið bæði gjaldendum og gjaldkrefjendum til góðs, enda sé það yfirvöldum kappsmál að jafnræðis og réttlæt- is sé gætt í hvívetna og að vakað sé yfir að réttmætir hagsmunir þegnanna séu ekki fyrir borð born- ir. Þá getur það ennfremur orðið liður í því að skapa nauðsynlega sátt um skattkerfið í heild, sem er forsenda þess að okkur takist að draga úr skattsvikum og lækka þær greiðslur sem heiðvirðir borg- arar greiða nú til samneysiunnar.“ Varðandi samskipti endurskoð- enda og stjórnvalda sagði Þor- steinn að stjóm Félags löggiltra endurskoðenda hafði skipað nýja skattanefnd á árinu 1994. Nefndin hefði átt fundi með helstu emb- ættismönnum ríkisskattstjóra- embættisins, en nauðsynlegt væri að samvinnu þessara aðila yrði markaður rammi og form, til dæmis á þann veg að ráðuneytið beinlínis setti fram ósk um að þetta samstarf færi fram og gerði tii þess væntingar. Góð afkoma hjá Sparisjóði vélstjóra Hagnaðurjókst um 136% HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra á síðasta ári nam rúmum 90 milljónum króna og jókst um 136% á milli ára. Þessi hagnaður svarar til um 12% arðsemi eiginfjár sjóðsins, og er þetta besta afkoma sjóðsins frá upphafi, að því er fram kom í ræðu Hallgríms Jónssonar, sparisjóðsstjóra, á aðal- fundi sjóðsins sl. laugardag. Hagnað- ur Sparisjóðs vélstjóra undanfarin 5 ár nemur 495 milljónum króna. Hallgrímur sagði að innlán sjóðs- ins, að verðbréfaútgáfu meðtalinni, hefðu aukist verulega, talsvert um- fram meðaltalsaukningu banka og sparisjóða, eða um 11,3%. Námu þau rétt tæpum 5 milljörðum króna árið 1995. Innlánsaukning banka og spari- sjóða á sama tíma nam að meðaitali tæpum 4%. Hreinar vaxtatekjur námu rúmum 260 milljónum og jukust um 13% frá árinu 1994. Fjármagnstekjuskattur óheppileg ráðstöfun Jón Júlíusson, stjómarformaður Sparisjóðs vélstjóra, sagði í ræðu sinni að álagning 10% fjármagnstekju- skatts, líkt og fyrirliggjandi frumvarp ríkisstjómarinnar gerði ráð fyrir, væri mjög óheppileg ráðstöfun. Ekki síst ef tekið væri tillit til þess að spa- rifjármyndun í bönkum og sparisjóð- um væri ófullnægjandi. Við þessar aðstæður gæti álagning fjármaghs- tekjuskatts hæglega leitt til útstreym- is sparifjár. Hún væri í það minnsta ekki til þess fallin að örva sparnað, eða lækka vexti. „Þá má ætla að hér verði aðeins um fyrsta skref að ræða. Stjómmála- menn hafa tilhneigingu til að hækka skatta og athyglisvert er að stjómar- andstaðan hefur lagt fram breytinga- tillögu sem felur í sér að skattapró- sentan verði 25%, og raddir hafa kom- ið fram hjá þingmönnum að rétt sé að prósentan eigi að vera sú sama og í tekjuskatti." Sagði Jón að til merkis um hversu vanhugsaður þessi skattur væri, þá næmu innistæður aðila í atvinnu- rekstri, einstaklinga yfir 60 ára aldri og einstaklinga undir 19 ára aldri samtals tæpum 77% af heildarinni- stæðum sparisjóðanna. Sagði Jón lík- legra að menn fyndu fjármagnsbrask- ara í hópi hlutabréfaeigenda, en þar væri ætlunin að lækka skattprósent- una úr 42-47% í 10%. í ræðu sinni gerði Jón útiánastarf- semi tryggingafélaganna að umræðu- efni. Sagði hann að víða erlendis væri tryggingastarfsemi þýðingar- mikill þáttur í starfsemi banka. Það væri því áhugavert að kanna hvort slík þjónusta hentaði sparisjóðunum. Slík þjónusta gæti annað hvort verið unnin í samvinnu við starfandi tryggingafélag eða með því að stofna nýtt félag. „Slík viðbót við starfsem- ina eykur þjónustuflóru sparisjóðanna og ekki sakar að hún gæti orðið ábatasöm. Arsreikningar trygginga- félaganna benda til að svo sé.“ Ræddi Jón um samkeppni trygg- ingafélaganna við fjármagnsmarkað- inn með því að veita lán til bifreiða- kaupa. Með undirboðum á vaxtakjör- um hefðu þau náð til sín stórum hluta af slíkum lánum. Sagði hann að skylda lántakenda til að tryggja hjá viðkomandi tryggingafélagi gerði því kleift að halda vaxtastigi niðri með verðlagningu iðgjalda. Ein breyting varð á stjórn Spari- sjóðs vélstjóra á fundinum. í stað Guðmundar Hallvarðssonar kom Al- freð Þorsteinsson inn sem annar af fulltrúum Reykjavíkurborgar. Hinn fulltrúi borgarinnar er Guðmundur Jónsson. Aðrir fulltrúar í stjórn eru Sigríður Smith, Jón Hjaltested, vara- fo’maður, og Jón Júlíusson, formaður. ugaverður kostur fyrir ungt fólk Iðnnám er átiugaverður kostur fyrir ungt fólk. Samiðn er samband stéttarfélaga í byggingar- Iðnnám er mikilvægur þáttur í menntakerfi þjóðarinnar ,ðnaðl’ maimiðnaði, bihðnaði, garðyrkju og það er lykill að fjölbreyttum og spennandi störfum. og netagerð. í Samiðn er 31 félag um land allt með utn 5500félagsmenn. Ný tækni kallar á samfellt nám alla ævina. Símenntun eykur starfshæfni iðnaðarmanna og styrkir samkeppni fyrirtækja í nútímaþjóðfélagi. Samiðn beitir sér fyrir öflugri iðnmenntun með virkri þátttöku í skólastarfi og með tækninámskeiðum hjá fræðslumiðstöðvum iðngreinanna. SAMBAND IÐNFÉLAGA Suðurlandsbraut 30. 108 Reykjavík. Sími 568 6055. Fax 5681026. Heimasíða: http://www. rl. is/samidn. html Önnur kynslóð Oracle hönnunar- og þróunarverkfæra Gartner Group, ADM. Research Note C-ORA-1143, 1995: ORACL6* Enabling the Information Age™ \ „Við teljum að Oracle haldi forystu sinni á sviði þróunarverkfæra á komandi árum Ef þú vilt vita meira um Designer/2000, Developer/2000 og Discoverer/2000 eða fá tækifæri til að prófa hugbúnaðinn án endurgjalds í takmarkaðan tíma, hringdu þá strax í síma 561-8131 og pantaðu ókeypis geisladisk til reynslu. Designer/2000, DeveIoper/2000 og Discoverer/2000 eru að fullu samþætt Oracle7, sem er útbreiddasti gagnagrunnsmiðlari heints með 44% markaðshlutdeild. Nú bjóðum við þessi þrjú verkfæri saman með 40% afslætti. iorgartúni 24, 105 Reykjavík Simi 561 8131 Bréfsimi 5 6 2 8 13 1 N é t f a n g teymi@oracle.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.