Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 21 ERLENT Yarað við hættu á átökum í Kosovo Belgjad. Reuter. TALSMAÐUR útlagaþings Al- bana í Kosovo-héraði sagði í gær að þeir gætu neyðst til að grípa til „sérstakra aðgerða" í sjálfs- varnarskyni vegna þjóðernisátaka sem farið hafa vaxandi í héraðinu milli Albana og serbneska minni- hlutans. Bujar Bukoshi, sjálfskipaður forsætisráðherra útlagastjórnar Albana í héraðinu, gaf í skyn í símbréfi til Susanna Agnelli, utan- ríkisráðherra Italíu, að friðsamleg andstaða við yfirráð Serba í Kosovo gæti verið á enda. Bukoshi hvatti Evrópusambandið, þar sem ítalir eru í forsvari þetta misserið, til að þrýsta á stjórnvöld í Belgrad og fá þau til að stöðva meintar ögranir í garð Albana. Tvær sprengjur sprungu í Kosovo á laugardag, önnur varð 12 ára gömlum albönskum dreng að bana og særði þrjá að auki. Fimm Serbar féllu í skotbardögum við Albani í liðinni viku. Spillt fyrir sáttatilraunum Næstæðsti embættismaður i Kosovo sagði í gær öfgaöfl standa á bak við ofbeldisverk í héraðinu að undanförnu og væri markmið þeirra að spilla fyrir tilraunum sem gerðar hafa verið til að sætta Serba og Albana i héraðinu. „Friður er enn sæmilega traust- ur í Kosovo þótt síðustu atburðir hneyksli alla og valdi ókyrrð,“ sagði embættismaðurinn, Milan Nesovic. Héraðið er hluti af Serbíu en 90% íbúanna á hinn bóginn af alb- önskum stofni. Kosovo gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðarvitund Serba er álíta héraðið eins konar fæðingarstað þjóðarinnar. Ráða- menn í Serbíu hafa verið sakaðir um að undiroka álbanska meiri- hlutann og traðka á mannréttind- um hans. Hafa Bandaríkjamenn og Þjóðverjar reynt að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á deilun- um. Um tvær milljónir manna búa í Kosovo. Konungur Svía fimm- tugur Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MIKIL hátlðahöld eru í Stokk- hólmi í dag í tilefni af fimm- tugsafmæli Karls Gústafs Svía- konungs. Meðal gesta eru kóngafólk Evrópu og aðrir þjóð- höfðingjar, en meðal gesta er einnig Vig- dís Finnboga- dóttir, forseti Islands. Karl Gústaf Hátíðahöld- in byrjúðu með hátíðasýningu á Leðurblökunni í sænsku óper- unni í gærkvöld í boði ríkis- stjórnarinnar. í dag verða mót- tökur, konungsijölskyldan ekur í opnum hestvagni í gegnum borgina og í kvöld verður hald- in veisla þar sem kóngafólk og annað tignarfólk verður sam- ankomið. Gjafir til konungs á þessum merkisdegi eru metnar á 400-500 milljónir íslenskra króna, en mikið af því eru fram- kvæmdir og endurbætur á ýmsum eignum fjölskyldunnar. Lánum Rússa skuldbreytt RÚSSAR undirrituðu í gær samning við svonefndan París- arklúbb vestrænna lánardrottna um skuldbreytingar á lánum sem þeir fengu í arf frá Sovétríkjun- um fyrrverandi. Lánin nema 40 milljörðum dala, 2.600 milljörð- um króna, og verða greidd á 25 árum, með sex ára gjaldfresti. „Þetta er stærsti samningur Parísarklúbbsins í 40 ára sögu hans,“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. „Þetta er söguleg- ur samningur," sagði Christian Noyer, formaður samtakanna, og bætti við að skuldbreyting- arnar væru nauðsynlegar til að gera Rússum kleift að koma á efnahagslegum umbótum. Hann sagði samningnum yrði rift ef Rússar stæðu ekki við áform um frekari efnahagsumbætur. Zjúganov með forskot GENNADÍ Zjúganov, frambjóð- andi rússneskra kommúnista í forsetakosningunum 16. júní, er með sex pró- sentustiga for- skot á Borís Jeltsín forseta, ef marka má skoðanakönn- un sem sjón- varpið NTV skýrði frá á sunnudag. Samkvæmt könnuninni er fylgi Zjúganovs 27% en Jeltsíns 21%. 11% aðspurðra sögðust styðja Grígorí Javlínskí, umbóta- sinnaðan hagfræðing, og 9% þjóðernissinnann Vladímír Zhír- ínovskí. Zjúganov Williams Colby saknað WILLIAMS Colby, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA, var saknað í gær eftir að kanó hans hvolfdi í á nálægt heimili hans í suður- hluta Maryland á sunnudag. Colby er 7 6 ára og stjórnaði CIA frá sept- ember 1973 til janúar 1976 á valdatíma Ric- hards Nixons og Geralds Fords. Eftir að hann settist í helgan stein samdi hann njósnatölvuleik j samstarfi við gamlan andstæð- ing sinn úr sovésku leyniþjón- ustunni KGB, Oleg Kalugin. Bann við nýj- um stórversl- unum Colby JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, hvatti í gær þing landsins til að samþykkja stjórnarfrum- varp um sex mánaða bann við opnun nýrra stórverslana til að vernda smá- verslanir. Frumvarpið kveður á um að ekki megi opna nýjar matvöru- verslanir, sem eru stærri en 300 fermetrar, nema með sér- stakri heimild yfn-valda. Chirac Reuter Saddam Hussein 59 ára KIRSAN Iljúmzhínov, forseti rússneska lýðveldisins Kalinyk- íu og Alþjóðaskáksambandsins (FIDE), var í Bagdad uin helg- ina og færði Saddam Hussein, forseta íraks, bréf frá Borís Jeltsín Rússlandsforseta um möguleikana á að efla sam- skipti ríkjanna. Dagblöð í írak greindu ekki nánar frá efni bréfsins. Saddam hélt upp á 59 ára afmæli sitt á sunnudag og myndin var tekin þegar hann skar afmælistertuna í veislu af því tilefni. Mótmæla rýmri opnun- artíma Bonn. Reuter. UM 50.000 manns söfnuðust saman í miðborg Bonn á sunnudag til að mótmæla áformum þýsku ríkis- stjórnarinnar um að rýmka opnun- artíma verslana en óvíða í Evrópu eru í gildi jafn strangar reglur um hann og í Þýskalandi. Flestir mót- mælenda voru starfsmenn verslana sem segja breytingarnar verða til þess að lengja vinnutíma þeirra. Lög um opnunartíma þýskra verslana eru að hluta til frá síðustu öld. Þau kveða á um að verslanir séu lokaðar á sunnudögum, kl. 18.30 flesta virka daga og kl. 14 á laugardögum, nema fyrsta laugar- dag hvers mánaðar en þá má hafa verslanir opnar til kl. 18. Stjórnin hyggst lengja leyfilegan opnunar- tíma fram til kl. 20 virka daga og kl. 16 á laugardögum. Gúnther Rexrodt efnahagsmála- ráðherra lagði tillögur þessa efnis fram á þýska þinginu í vikunni sem leið. enellon P ‘ [ jpH [ HHŒÍI-UJTI AF i .. a t - ' - • .■ -- /■ ; :v -- ' PEYSUR - MIKIÐ URVAL. BOLIR, DRA1 GALLABUXUR. KJÓLAR. SKYRTUR O BARNAFATNAÐUR A 6 MÁN. TIL 12 II II .1 - 151 I*> Al NVJI IIVI V< >1*1 JIVl A. <;< >+>l I VI kt>I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.