Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Samstarfsáætlanir ESB á sviði lista og menningarmála MOSFELLSKÓRINN. ÍSLENDINGUM gefst á þessu ári í fyrsta sinn kostur á að taka þátt í samstarfsáætlunum Evr- ópusambandsins á sviði lista og menningarmála. Að sögn Þor- geirs Ólafssonar deildarsérfræð- ings í menntamálaráðuneytinu opnast með þessu nýir möguleik- ar fyrir íslenska listamenn, sam- tök og stofnanir á samstarfi og þátttöku í margvíslegri starfsemi á þessu sviði. Mun menntamála- ráðuneytið efna til kynningar- fundar um áætlanirnar í húsa- kynnum sínum í dag klukkan 16 og gefst áhugasömum kostur á að fá þar upplýsingar og umsókn- areyðublöð. Þijár samstarfsáætlanir eru nú á döfinni: Kaleidoscope, sem hefur að markmiði að efla samstarf á öllum sviðum lista og menningar milli Evrópuþjóða með því meðal ann- ars að efla nútímalistir, gefa lista- fólki aukin tækifæri til að vinna saman, auðvelda samskipti og samvinnu lista- og menningar- stofnana og efla samvinnu við ríki utan EES og alþjóðlegar stofnan- ir, svo sem Evrópuráðið. Ariane, sem er verkefni á sviði bókmennta og er meðal annars ætlað að auka áhuga almennings á lestri bóka. Einkum er um að ræða styrkveitingar vegna sam- starfsverkefna er stuðla að því að styrkja stöðu bókmennta, auk styrlqa vegna þjálfunar og sam- skipta þýðenda. Raphael, sem veitir styrki til samstarfsverkefna, er stuðla að varðveislu menningarverðmæta. Þá er einnig lögð áhersla á nám- skeið, ráðstefnur og annað sem auðveldar fagfólki að miðla af Island aðili í fyrsta sinn reynslu sinni á þessu sviði. Þorgeir segir að mest reynsla sé komin á Kaleidoscope en form- lega sé enn litið á hinar áætlanirn- ar sem reynsluverkefni, þar sem framkvæmdastjórn ESB og Evr- ópuþingið hafi ekki komið sér endanlega saman um framkvæmd þeirra. Síðarnefndi aðilinn hafi til að mynda í sumum tilvikum viljað leggja meira fé í áætlanirnar en framkvæmdastjórnin. Hefur ástand þetta varað í fimm ár en Þorgeir bindur vonir við að úr muni rætast á þessu ári. Aðilar frá minnst þremur ríkjum Þátttaka aðila frá minnst þrem- ur aðildarríkjum ESB eða EES- samningsins er skilyrði fyrir styrkveitingum til samstarfsverk- efna. Að sögn Þorgeirs eru íslend- ingar þaulvanir samstarfi við hin- ar Norðurlandaþjóðirnar á sviði menningar og lista en nú sé kjör- ið tækifæri til efnajafnframttil samstarfs við aðrar þjóðir, líkt og tekist hafi vel á öðrum vettvangi, svo sem á sviði vísinda, mennta- mála og kvikmynda. Þorgeir gerir ráð fyrir að Is- lendingar fari hægt af stað fyrsta kastið enda sé umsóknarfrestur- inn óvenju stuttur að þessu sinni — renni út frá 15. maí til 30. júní eftir þvi um hvaða áætlun sé að ræða. Hann leggur hins vegar mikla áherslu á að þeir kynni sér möguleikana sem felist í sam- starfsáætlunum þessum, ella gætu fjölmörg tækifæri gengið þeim úr greipum. Menningarmál voru tekin upp sem samstarfssvið á vegum ESB í 128. grein Maastricht-sáttmálans árið 1993. Er þar lögð áhersla á menningarlega sérstöðu hverrar þjóðar og að hin mismunandi menningarsvæði fái svigrúm til að þróast hvert á sinn hátt. Hlið- stætt viðbótarákvæði við EES- samninginn tók gildi um síðustu áramót. í fjárhagsáætlun ESB fyr- ir árið 1996 eru 16 milljónir ECU (um það bil 1,3 milljarðar króna) til verkefna á sviði menningar- mála og samkvæmt því mun fram- lag íslands nema um 1,3 milljónum króna. Þorgeir segir að samstarf á sviði lista og menningarmála á vettvangi ESB sé ekki mjög viða- mikið enn sem komið er, eins og þessar upphæðir gefi til kynna. Stafi það að einkum af því að hinn lagalegi grundvöllur sé tiltölulega nýr af nálinni. „Áhuginn virðist hins vegar vera að aukast ef marka má gríðarlegan fjölda um- sókna sem berast ár hvert. Þær skipta þúsundum fyrir hvert verk- efni. Þetta samstarf á því örugg- lega eftir að aukast á næstu árum.“ Mosfellskórinn í Hlégarði MOSFELLSKÓRINN og hljómsveit 'halda vortónleika miðvikudaginn 1. maí í Hlégarði kl. 20.30. Einsöngvari með kórnum er Þor- valdur Halldórsson og mun kórinn syngja lög úr ýmsum áttum. Stjórn- andi er Páll Helgason. Miðasala við innganginn. Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja KVENNAKÓR Suðurnesja heldur sína árlegu vortónleika í Ytri-Njarð- víkurkirkju í kvöld kl. 20.30. Á efnisskránni má m.a. nefna; Kór úr La Traviata eftir Verdi og Kátu ekkjunni eftir Lehar, Ave Maria eftir Bach, auk margra alþýðu- og dægur- laga. Söngstjóri kórsins er Sigvaldi Snær Kaldalóns. Hljóðfæraleikarar; Ragnheiður Skúladóttir og Sigrún Sævarsdóttir á píanó, Baldur Jósefs- son á trommur og Magnús Einarsson á bassagítar. Einsöng með kórnum syngur Steinn Erlingsson. Einnig koma frm á tónleikunum Söngfélagar SVR sem syngja bæði sér og með kvennakórn- um. Tónleikarnir verða endurteknir í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík, fimmtudaginn 2. maí kl. 20.30. Aríur o g dúett- ar úr Brúðkaupi Fígarós FYRSTA starfsári Nýja Söngskólans „Hjartansmál" er að ljúka eftir blóm- íegt starf í vetur. Nemendur syngja aríur og dúetta úr óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart á fyrri vortónleikum skólans sem haldnir verða að Ægisgötu 7 í húsi Kvennakórs Reykjavíkur, mið- vikudaginn 1. maí kl. 17. Þeir sem fram koma fram eru; Kolbrún H. Tryggvadóttir, Sigríður Anna Ein- arsdóttir, Árný Albertsdóttir, Mar- grét K. Frímannsdóttir, Þóra Passau- er, Sævar Kristinsson og Kristján Kristjánsson. Síðari tónleikar skólans verða laugardaginn 4. maí kl. 17 á sama stað og verða þá sungin íslensk og erlend sönglög. Tvær sinfóníuhljóm sveitir í Reykjavík TONLIST Neskirkja SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit áhugamanna undir stjóm Ingvars Jónassonar og Oliver Kentish fluttu verk eftir Moz- art. Einsöngvari: Sólrún Bragadóttir. Einleikari: Þórarinn Stefánsson. SAGAN endurtekur sig og fyrir nokkrum áratugum var Sinfóníu- hljómsveit íslands í sömu sporum og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hvað snertir kunnáttu og fjárhag. Hvort Sin- fóníhljómsveit áhuga- manna á eftir að hafa bolmagn til að greiða hljóðfæraleikurum fyrir vinnuframlag þeirra og gera þar með meiri kröfur en nú, skal látið ósagt en þar skilur í millum áhugamanna og þeirra sem trúðu á að um síðir yrði SÍ fullgild atvinnumannahljóm- sveit. SÁ hefur aðeins starfað í sex ár og þeg- ar orðið mikið ágengt, því tónleikarnir í fyrra, þegar flutt var 5. sin- fónía Beethovens og Mozart tónleik- arnir núna, verður að telja furðu góðan árangur. Tónleikarnir í Neskirkju hófust á forleiknum að óperunni Cosi fan tutte, er var furðu vel leikinn og þar eftir söng Sólrún Bragadóttir óperu- söngkona tvær aríur úr þessari óperu, nefnilega Come Scoglió immoto resta og Per pieta, ben mio, báðar glæsileg- ar aríur með tónlesívafi, sem Ingvar Jónasson tókst að láta hljómsveitina „accompanera" mjög vel. Sigrún Bragadóttir er frábær söngkona og söng þessar erfiðu aríur af glæsibrag. Píanókonsert í A-dúr K.488 var næstur á efnisskránni og var einleik- ari Þórarinn Stefánsson. Hann er ekki enn svo í stakk búinn að geta komið fram sem einleikari, því bæði var hann á köflum óviss í samspili og gaf verkinu ákafiega lítið, þó á stundum væri leikur hans skýr, eink- um í lokakaflanum. Sólrún Bragdóttir söng þar næst þá frægu aríu, Dove sono, úr Brúð- kaupi Figarosar og gerði það meist- aralega vel. Upphafið á þessari óperuaríu hefur ávallt vakið undirrit- uðum undrun, því hún hefst á „do re do tí, do - mí mí fa mí re mí“ og eftir að hafa leitað í stefjaskrá Mozarts, fannst þessi tónskipan að- eins í Agnus Dei þætti krýningar- messunnar, K.317. Trúlega hefur ekkert annað tónskáld en Moz- art vogað sér að byrja tónsmíð á svona ein- földu stefjaefni. Fyrir bragðið er þetta upphaf orðið eins konar ein- kennisstef meistarans, á sama hátt og þrí- hljómaupphafið í Litla næturljóðinu. Til að gullbrydda einfaldleik- ann átti Mozart það til að leika sér með tón- málið á þann hátt, að samtímamönnum hans þótti nóg um. G-moll sinfónían K.183 er glæsileg tónsmíð og ekki hægt að merkja, að höfundurinn var aðeins 17 ára gamall. Verkið var einkar skemmtilega flutt undir líflegri stjóm Oliver Kentist. Fyrir undirritaðan var þetta eitt besta framlag Sifóníuhljómsveitar áhugamanna og þó hljóðfæraleikar- anir ættu sínar erfiðu stundir hér og þar var heildarsvipurinn ótrúlega góður og stundum meira en það. Ingvar Jónasson og Oliver Kentish og þá ekki síður félagarnir í SÁ hafa unnið hér gott starf og von- andi tekst félögunum að efia hljóm- sveitina, svo að á næstu árum verði starfandi tvær góðar hljómsveitir í Reykjavík. Jón Ásgeirsson MYNDLIST Listhorn Sævars Karls INNSETNING Einar Már Guðvarðarson. Opið á tima verzlunarinnar. Til 1. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ fer ekki á milli mála, að Einar Már Guðvarðarson hefur til- finningu fýrir hörðu efni handa á milli, og höggmyndalist með upprunalega laginu, þó svo verk hans séu fjarri því að geta talist gamal- dags. Hann fer heldur ekki bil beggja né er með mál- amiðlanir, frekar að hann haldi sér við hefðina um leið og hann er með báða fæturna í samtímanum. Einar Már klappar bæði í steininn eða marmarann jafnhliða því að vinna hann í vélum og eru fyrmefndu vinnubrögðin næsta sjald- gæf er svo er komið. Sjást þó einmitt á sýningum ýmissa framsækinna nú- listamanna, sem sætta sig ekki við hugmyndafræðina eina. Fortíðinni verður ekki hafnað á nokkrum áratug- um og hið sígilda mun halda áfram að standa fyrir sínu, sömuleiðis munu menn áfram verða að grípa til hamarsins og meitilsins til að virkja innra flæði tilfinn- ‘ ingá er vakna einungis við bein átök við efnið. Verk Einars Más hafa einmitt vakið athygli fyrir formræna glímu við efnið handa á milli, en á sýningu sinni í listhorni Sævars Karls, er það sjálf innsetn- ingin sem er aðalatriðið, þótt öll verkin sex séu sjálfstæðar eining- ar. Verkið nefnir listamaðurinn „Bið“ og samanstendur af fimm einfalt mótuðum og lóðréttum skúlptúrum, sem mynda hring kringum aflanga skál með vatni í. Sjálfur segir listamaðurinn: „Biðin sem ég reyni að tjá með þessum sex verkum í „nero marqunia“ marmara frá San Sebastian er til- vísanabiðin. Hún er þögul og kyrr, staðföst og æðrulaus. Hún byggir á einlægu trúnaðartrausti, er mark- viss án þess að beinast að ein- hveiju ákveðnu marki. Hún er bið kynslóðanna en einnig hverrar manneskju. Biðin eftir því sem lífið lofar: Frelsinu, hamingjunni, al- gleymi sjálfsins - dauðanum. Hún nærir drauminn um varanleika en er sprottin af reynslunni af hverful- leika alls. Hún er bið þess átrún- aðar sem hýsir efann. Hún býr í arfmyndum mennskunnar og er eins og þær sammannleg reynsla, óháð uppruna og tíma. Hún er okkar allra en tilheyrir engum. Og eins og draumurinn er hún veru- leiki þegar við skynjum mátt henn- ar. Hún er í ætt við steininn og vatnið." Verkin tileinkar Einar Már öllum þeim sem bíða átekta, þar á meðal Böskum, Pólínesum, Kúrdum, Pal- estínumönnum, öðrum þjóðum, þjóðarbrotum og einstaklingum sem þrá frelsi og sjálfsákvörðunar- rétt - réttinn til að lifa sinn draum. Það er gott að hafa þessa útskýr- ingu í malnum er á sýninguna er komið, því hún varpar ljósi á þá óræðu tímalegu þögn sem umlykur verkið. Hér er um ákaflega sterka og lát- lausa innsetningu að ræða í hið sérstaka rými og minn- ist ég þess ekki að hafa séð aðra áhrifameiri á staðnum, eða jafnformhreina og af- dráttarlausa... Bragi Ásgeirsson Leiðrétting Varðandi rýni mína í sýn- inu Jónasar Hallgrímssonar í listhúsinu Úmbru urðu mér og sýnanda á nokkur mi- stök. Svo er mál með vexti að tilgreint er með smáu letri á framhlið sýningar- skrár, að Sara María Skúla- dóttir sé gestur sýning- arinnar. Olli það mér satt að segja nokkrum heilabrot- um því .ekkert var merkt henni á sýningunni er mig bar að, og taldi ég helst að það væri huglægs eðlis, eða þá frekar í sambandi við hljóðgjörninginn. En svo hef ég verið upplýstur á því, að það er hluturinn á sýning- unni sem er verk Söru Mar- íu. Veðraður hlutur úr járni eða blýi, eins konar „ready made“ skúlptúr, sem ég sagði vera til mikillar prýði fyrir sterka formræna vísan. Þetta álit mitt er að sjálfsögðu óhaggað, en hér er komið enn eitt dæmi þess að farsælast er að hafa allt á hreinu- varðandi merkingar listaverka og jafnframt hefði ég átt að fá vafa- atriðið upplýst í stað þess að láta getspekina ráða, sem eru að sjálf- sögðu forkastanleg vinnubrögð. Sólrún Bragadóttir EITT verka Einars Más.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.