Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Myndlistamemar á Strandir NEMENDUR á fyrsta ári í skúlptúrdeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands brugðu út af vanan- um rétt fyrir páska og héldu norður á Strandir til að vinna með rekavið undir leiðsögn kennara síns Önnu Eyjólfsdóttur myndlistarmanns. „Við fórum í þriggja daga ferð á Strandirnar gagngert til að vinna í rekavið. Við gistum á bæj- um þarna og fórum i skoðunarferð um sveitina þar sem við sáum hvað fólk er að hafast að í list og listiðnaði," sögðu þær Ingibjörg Jóhannesdóttir og Kristín Elva Rögnvaldsdóttir. Þær sögðu ferð- ina hafa tekist vel og áður en haldið var heim á leið fengu þau að velja sér rekavið til að fá sendan til Reykjavíkur. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir fengu þau töluvert magn viðar sent sem ætti að duga í ófá listaverk. Jólasveinn á krossi Einn nemandi, Högni Sigurþórsson, fór ekki með í ferðina vegna undirbúnings við verk sem hann reisti á föstudaginn langa á Asfjalli í Hafnarfirði. Hann hafði mótað jólasvein í fullri stærð úr froðu- plasti og fest á kross. Verkið stóð fram á páskadag. Högni sagði ástæðu staðarvalsins fyrir verk sitt vera tengingu heiðinna minna við staðinn. „Eg ákvað að nota krossinn því hann vék burt ása- trúnni hér á Iandi, sem staðsetningin stendur fyr- ir, ogjólasveininn því hann er ímynd auglýsinga- mennskunnar og nútíma þjóðfélags. Hann er á góðri leið með að koma í stað krossins og kristninn- ar,“ sagði Högni og bætti við að í austurlöndum sums staðar þar sem jólasveinninn og jólin, sem verslunarhátíð, væru búin að halda innreið sína væri ímynd hans og hlutverk stundum svolítið á reiki og dæmi væri um að hann væri lagður í jötu. Á sýningu deildarinnar frá ferðinni var jólasveinn- inn til sýnis auk ljósmynda frá framkvæmdinni. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Vortónieikar Lúðrasveitarinnar V ORTÓNLEIKAR Lúðrasveitar Tónlistarskóla Hafnarfarðar verða í Víðistaðakirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 20. Á tónleikunum koma fram yngri og eldri sveitir skólans, alls um 50 nemendur. Öflug starfsemi hefur verið í sveitunum í vetur og m.a. var farið í æfingabúðir þar sem æft var af kappi heila helgi. Stjórnandi hljómsveitanna er Stefán Ómar Jakobsson. Aðgangur er ókeypis. Nýjar bækur Oður til nýrrar aldar „ÓÐUR til nýrrar aldar“, spakmæli og þankabrot eftir Gunnþór Guðmunds- son, er komin út. Bókin er gefin út í tilefni af átt- ræðsiafmæli höfundarins 19. júní næstkomandi. Áður er komin út eftir höfundinn bókin „Óðurinn til lífsins". Bókin skiptist í níu kafla sem heita: Á morgni mannlífs, Barnið, Hin nýja öld, Til hinna stríðs- hijáðu, Úr heimi stjórnmálanna, Úr heimi trúarbragðanna, Jörðin okkar, Æskan og framtíðin, Þanka- brot. Úlfur Ragnarsson læknir ritar inngangsorð bókarinnar. Þar segir meðal annars: „Það má hverjum lesenda ljóst vera að hér hefur athugull mað- ur gengið sinn lífsveg og margsinnis komið auga á þráðinn gullna, svo sem á því má sjá hve víða glittir á hann í lesmálinu. En það mun öllum sameiginlegt, sem snert hafa hinn gullna streng, að vilja láta aðra njóta sömu auðlegðar og þeim hefur fallið í skaut.“ Utgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin er 119 bls. Kápu- mynd gerði Bjarni Jónsson listmál- ari. Prentvinnsla: Steindórs- prent/Gutenberg. Bókin fæst í bókaverslunum og kostar 1.180 kr. Gunnþór Guðmundsson Eftirmæli umland Nýjar bækur Ljós- hvolfin ÚT er komin ljóðabókin Ljós- hvolfin. Höfundur hennar er Hjörtur Marteinsson fæddur í Reykjavík 1957 og er þetta hans fyrsta bók. „Ljóðabókin skiptist í þrjá hluta, er hafa að leiðarljósi ólík viðfangsefni tengd hug- leiðingum höfundar um skáld, skáldskap, gengna listamenn og samfélagið sem við lifum í,“ segir í kynningu. Ljóðabókin er til sölu hjá höfundi í sýningarsalnum Við Hamarinn, en þar stendur yfir sýning hans, Fjöregg fiska. Salurinn er opinn virka daga nema mánudaga kl. 14-18. Verð bókarinnar hjá höf- undi er 1.000 kr. Einnig má nálgast bókina í bókaverslun- um Máls og menningar og Eymundssonar. KVIKMYNPIR Iláskólabíó NEÐANJARÐAR („UND- ERGROUND") ★ ★ ★ Leikstjóri Emir Kusturica. Handrits- höfundar Dusan Kovacevic og Emir Kusturica, byggt á leikriti þess fyrr- nefnda. Kvikmyndatökustjóri Vilko Filac. Tónlist Goran Bergovic. Aðal- leikendur Miki Mai\jlovic, Lazar Ristovski, Miijana Jokovic, Slavko Stimac, Ernst Stötzne. Frakk- land/Þýzkaland/Ungveijaland. CiBy 2000/Pandora/Novo 1995. EFTIR ófarir vestur í Arizona er leikstjórinn Emir Kusturica komin aftur til síns heima. Neðanjarðar, Gullpálmaverðlaunamyndin á Can- nes í fyrra, er allegoría um síðustu 50 árin í sögu heimalands hans, Júgóslavíu. Myndin hefst undir sprengjuregni nasista á Belgrad 1941. Aðalpersónurnar fjórar eru Peter Popar - „Svartur" (Lazar Ristovski), vinur hans Markó (Miki Manjlovic) Ivan dýragarðsvörður (Slavko Stimac) bróðir hans, og leikkonan Natalija (Miijana Jokovic). Vinirnir Svartur og Markó eru smákrimmar og föðurlandsvinir sem berjast gegn hersetunni með þeim afleiðingum að þeir verða að fara huldu höfði í undirheimum borgarinnar ásamt sínum nánustu. Báðir hrífast þeir af Nataliju, Svart- ur rænir henni frá þýskum herfor- ingja til að missa hana í hendur Markós sem nær henni með brögð- um. Markó, sem verður einn af leið- togum kommúnista og voldugur svartamarkaðsmangari, spinnur laglega sinn lygavef, telur undir- heimabúum trú um að uppi á yfir- borðinu geisi eilíft stríð við Þjóð- veija og fær þá til að keppast við framleiðslu hergagna - sem hann á ekki í vandræðum með að selja. Þannig líða tveir áratugir. Markó spilar í sífellu Lili Marlene í bland við drynjandi sprengjuárásir og sír- enuvæl fyrir hrekklausa vopnasmið- ina, sem bíða eftir lokaútkallinu frá félaga Tító. Þá komast loks kjall- arabúar fyrir tilviljun uppá götur Belgrad, þar sem verið er að gera kvikmynd um atburði stríðsáranna. Svo allt virðist við sama heygarðs- hornið. Næstu áratugina safnar Markó auði á hermangi, Svartur berst með einu þjóðarbrotinu af mörgum sem berast á banaspjót ásamt föðurland- inu, en lokakaflinn hefst í Berlín er eini sakleysinginn sem við sögu kemur, dýragarðsvörðurinn Ivan, kemst að sannleikanum um blekk- ingarvef bróður síns og hrun föður- landsins. Fyrir galdur tekst Kusturica að leika línudans á ójarðneskum mörk- um draums og veruleika, harmleiks og farsa, alla myndina út í gegn. Tekst endrum og eins að glæða vitglóru inní fjölleikahús ófriðar, lyga og almennrar btjálsemi. Líkt og meistari Fellini skapar hann sína eigin veröld og persónur, íklæðir raunveruleikann búningi fáránleik- ans því undir niðri blundar mark- viss ádeila. „Stríð verður ekki að stríði fyrr en bróðir ræðst á bróð- ur“, eitthvað á þessa leið segir ein persónan og sá er kjarni myndar- innar. Endalok föðurlandsins, upp- lausn landsmanna í fjölmörg stríð- andi þjóðarbrot þar sem bræður beijast, er sá skelfilegi raunveru- leiki sem íbúar fyrrum Júgóslavíu hafa mátt horfast í augu við. Þó er jafnan grunnt á biksvörtu skop- skyninu. Það hefur heldur ekki veitt af því undir Tító, er þegnar hans flestir létu sem þeir hefðu það sko fínt - á meðan þeir voru blekktir og heftir - eins og neðanjarðarbú- arnir hans Kusturica. Svo kom ap- inn og frelsaði heiminn. Trylltur dans er stiginn undir mögnuðum söng og hljóðfæraslætti. Blóðið dunar og blásararnir villtir. Þannig þraukar þetta fólk af í einangrun- inni, í blekkingum og lygum og ekki tók betra við er út var komið. Hvílíkt frelsi. Leikaramir eru stórkostlegir, einkum Ristovski í hlutverki Svarts og Manojlovic sem Markó. Þá er Miijana Jokovic athyglisverð sem hin eftirsótta Natalija, hún er ein af sterkustu þáttunum í sirkusnum hans Kusturica þar sem ekkert er sem sýnist. Umhverfíð dimmt og drungalegt í undirheimunum (hér koma við sögu sömu listrænu stjómendurnir og sköpuðu útlit Delicatesserí), uppi á yfirborðinu ríkir meiri léttleiki og litagleði - þrátt fyrir allt. Neðanjarðar er af- skaplega löng, krefst þolinmæði og athygli áhorfandans sem uppsker í staðinn einstaka, sjónræna og vits- munalega kvikmyndaveislu. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.