Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 27 MENNTUIM Norræn samvinna í þágu skólafólks Norræna skólanetinu Óðni tengjast átta skólanet á sameiginlegu torgi. Erla Sigurðardóttir sagði Hildi Friðriksdóttur frá nýjungum, sem auðvelda upplýsingaöflun fatlaðra og tengsl nemenda og kennara. NORRÆNA skólanet- ið var formlega tekið í notkun í mars 1994, en haustið 1993 hafði verið tekin ákvörðun um að nota alnetið (Internetið) sem tæknilausn. Mismun- andi er eftir löndum hversu tölvunotkun í skólum er langt komin, en að sögn Erlu Sig- urðardóttur fram- kvæmdastjóra Nor- ræna skólanetsins og ritstjóra tímaritsins Skolen i Norden er engin miðstýring frá skrifstofunni í Kaup- rhannahöfn. „Okkar hlutverk er þvert á móti að samræma ýmsa hluti, en slíkt er einmitt einkenni norræns samstarfs." í Óðni eru átta skólanet, þ.e. frá Norðurlöndunum fimm og sjálfs- stjórnarsvæðunum þremur, Græn- landi, Færeyjum og Álandseyjum. Rekstur og þróun íslenska hlutans er hjá íslenska menntanetinu en á ábyrgð menntamálaráðuneytisins. Netið sem slíkt er fyrir grunn- og framhaldsskóla, en það er einn- ig hluti Nordunet, sem er net há- skóla á Norðurlöndum. „Tölvunotk- un eða Internet-notk- un var upphaflega langmest í háskólum og ekki fyrr en síðar að nettenging fór að breiðast til annarra skólastiga, einstakl- inga og fyrirtækja. Við uppbyggingu vefsins og tölvupóstsins er markhópur okkar því grunn- og framhalds- skólinn," sagði Erla og tók fram að pósturinn sé mikið notaður í sam- starfsverkefnum eins og tungumálakennslu. Þannig verði tungu- málið verkfæri en ekki einungis markmið. Svíar veita milljónum Erla segir að tölvunotkun sé mis- munandi mikil milli landa en Norr- æna skólanetið hafi greinilega ýtt á þróunina. „Svíar bytjuðu t.d. ekki almenna tölvunotkun í skólum fyrr en það tók til starfa. Þá tóku þeir hins vegar mjög fljótt við sér og hafa veitt miklu fjármagni og mann- afla til uppbyggingar. Þróunin er einnig hröð hjá Finnum og Danir og Norðmenn eru að taka við sér.“ Á hinu norræna torgi netsins má finna upplýsingar um norræn skóla- verkefni og styrki, auk þess sem þaðan má fara inn á hin norrænu skólanetin. „Nú erum við að vinna að uppbyggingu eins konar Skila- boðatöflu (Kontaktgalleri). Við byggjum á lausn sem er á sænska skólanetinu og heitir „Anslagstavl- an“. Þar geta nemendur og kennar- ar tjáð sig um ákveðin málefni eða auglýst eftir samstarfi. Við reiknum með að taflan verði endanlega kom- in í gagnið í haust,“ sagði Erla. Hún bendir á að mikii hagræðing muni skapast með Skilaboðatöfl- unni. Enda sé eitt af markmiðum skólánetsins að útbúa vel merkt vegakerfi til að hjálpa fólki að rata án mikillar fyrirhafnar um þann hluta alnetsins sem nýst geti í skóla- starfi. „Ef kennarar og nemendur ætla að nota Internetið sem verk- færi verða þeir að vita hvar á að leita og eftir hverju." Eini starfsmaðurinn Erla hefur aðsetur hjá Norrænu ráðherranefndinni í Kaupmanna- höfn. Hún var stödd á íslandi fyrir helgi, m.a. til að kynna bækling um Norræna skólanetið, sem verið er að dreifa til skólanna. Þegar hún er spurð hversu margir starfí hjá skóla- Erla Sigurðardóttir netinu fer hún að hlæja og nefnir að sams konar spumingar komi oft frá fólki syðra í álfunni, sem haldi að um heila byggingu sé að ræða og fjöldi starfsfólks sé eftir því. „Það er ekki aldeilis þannig. Ég er eini starfsmaðurinn og er einungis í 30% starfi hjá skólanetinu, þó svo að meiri tími fari að vísu 1 það. Hins vegar er unnið veigamikið starf í hópum, sem í sitja fulltrúar mennta- neta og ráðuneyta." Erla bendir á að á undanförnum árum hafi farið fram þó nokkur umræða um hvort norrænt samstarf eigi rétt á sér. Ein af kröfunum í kjölfarið sé að slíkt samstarf sé hagkvæmt. Hún nefnir þróun skóla- netsins sem gott dæmi, því fjármagn sem notað sé í einu Norðurlandanna til þróunarvinnu nýtist öðrum til notkunar. „Til dæmis notuðu Svíar nokkrar milljónir til að þróa Skila- boðatöfluna, sem við getum síðan notað og breytt eftir þörfum. Sama má segja um sjónræna bókasafnið (Virtuella. Skolbiblioteket) sem er veffangalisti og leitarkerfi fyrir skóla. Sænsk skólayfirvöld fólu Háskólanum í Lundi að safna saman áhugaverðum stöðum á veraldar- vefnum sem nýtast til kennslu og raða þeim upp á aðgengilegan hátt. Þetta sjónræna skólabókasafn settu Danir svo á fyrstu vefsíðu danska skólanetsins sér að kostnaðar- lausu.“ Hugað að fötluðum Enn eitt verkefni má nefna, sem Norræna skólanetið er að vinna að, en það er að auðvelda sérhópum fatlaðra aðgang að upplýsingum á netinu. Reynslan hefur sýnt að erf- itt er fyrir blinda að notfæra sér veraldarvefinn. Þó að þeir séu með forrit til að lesa texta getur forritið ekki lesið myndir. Fundist hefur einflöld lausn sem felst meðal ann- ars í þeim valkosti að skoða einung- is textaútgáfu í stað þess að nota bæði texta og myndir. „Þetta nýtist ekki bara blindum, því óratíma get- ur tekið að fá myndir upp á skjáinn og ekki hafa allir þolinmæði, tíma né tækjabúnað til þess. í undirbún- ingi er því að endurhanna allar sam- norrænar síður Óðins með tilliti til þessa. Síðan vonum við að því verði fylgt eftir í hveiju landi fyrir sig.“ Slóð norræna skólanetsins er: http://www.nmr.dk/nsd/ SPARISJOÐUR HAFNARFJARÐAR Bakhjarl hafnfirskra íþróttamanna Sparisjóður Hafnarfjarðar óskar Haukum til hamingju með íslandsmeistaratitil kvennaliðs þeirra í handknattleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.