Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Hvað býr í þokunni? ÉG gæti örugglega orða bundist eins og venjulega en hef ákveð- ið að gera það ekki að þessu sinni. Þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið hér um kvöldið til að horfa á umræðurnar á Alþingi um frumvörpin um flár- magnstekjuskatt, - frumvarp ríkisstjómar- innar og frumvarp formanna Alþýðu- bandalags, Alþýðu- flokks og Þjóðvaka - einsetti ég mér að hlusta með opnum huga á rök beggja aðjla, þetta væri mál sem taka þyrfti afstöðu til af kaldri skynsemi. Ég sat því límd við skjáinn og drakk í mig hvert orð sem hraut af vörum ræðumanna. En svo fór, að í hvert skipti sem einhver talsmanna stjómarfrumvarpsins opnaði munninn var eins og þoku- hjúpur legðist yfir hugann. Eins og fjöllistamenn léku þeir sér með tölur sem erfítt var að átta sig á og þótt ætla mætti að staðhæfingar þeirra ættu að leiða hver af annarri í rök- réttu samhengi var vandséð að nokkrar brýr lægju þeirra í milli. Sú hugsun læddist að mér þegar á leið umræðumar, hvort verið gæti að ræðumenn töluðu í gátum gagn- gert til að fela hinn raunverulega tilgang stjómarfmmvarpsins og treystu beinlínis á að þorri lands- manna villtist í þokunni, tæki stefn- una á ljósaskiltið sem enn mótaði fyrir á þaki myndbandaleigunnar á horninu og leitaði þar skjóls til að bæta sér upp að hafa verið svipt- ur Bráðavaktinni. Spurningin um hver væri hinn raunverulegi tilgangur stjórnarfram- varpsins lét mig ekki í friði, sérstaklega þeirr- ar ráðstöfunar að lækka skatt af arði af hlutabréfum. Er til- gangurinn að færa fjár- magnseigendum auk- inn gróða á kostnað launafólks eða að hvetja til hlutabréfakaupa í því skyni að efla atvinnuiífið því sama fólki til góðs? Verður sá hagnaður sem stór- eigendur hlutabréfa hafa af þessu aðeins óhjákvæmileg aukaverkun góðrar aðalverkunar? Það er freist- andi að trúa síðari skýringunni því að hún virðist í fljótu bragði liggja í augum uppi. Hlutabréfakaup yrðu arðvænlegri fjárfesting, aukið fjár- Engin furða, segir Anna Heiður Odds- dóttir, þótt fólk streymi úr landinu í vaxandi mæli. Anna Heiður Oddsdóttir Áhrifarík heilsuefni Bio-Qinon Q 10 eykur orku og úthald Bio-Biloba skerpir athygli og einbeitingarhæfni Bio-Selen Zink er áhrifaríkt alhliða andoxunarheilsuefni BIO-CAROTEN BIO-CHRÓM BIO-CALCIUM BIO-GLANDÍN-25 BÍÓ-SELENUMB,SÍMI 557 6610 magn myndi streyma til fyrirtækj- anna og efla hag þeirra, þau gætu lagt í auknar fjárfestingar sem gerði þeim kleift að skapa fleiri störf og hækka laun. En er því nú alveg að treysta að þetta kæmi íslénsku launafólki þann- ig til góða? Frásagnir hafa borist frá öðrum löndum sem ættu að hringja bjöllum viðvöranar hér uppi á Is- landi. Bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um hefur það gerst að ráðstafanir til að efla hag fyrirtækja, þar á meðal skattaívilnanir, hafa ekki leitt til aukinnar atvinnu heima fyrir, oft þvert á móti. Eigendur fyrirtækja hafa þakkað aðstoðina með því að stinga æ meiri gróða í eigin vasa og fjárfesta síðan í öðram löndum þar sem vinnuaflið er ódýrara. Islenskir fjármagnseigendur geta flutt fé sitt hvert á land sem er, fé sem meðal annars er afrakstur af vinnu ís- lenskra launamanna. Það skyldi þó aldrei vera að þeir færu að dæmi erlendra peningamanna? Svarið við því segja menn einmitt að halda skatti af íjármagnstekjum nógu lágum og bankavöxtum nógu háum - með því verði komið í veg fyrir fjármagnsflóttann. Háu vextimir hljóta hinsvegar að auka fjármagns- kostnað fyrirtækjanna sem þurfa á lánsfé að halda. Þannig draga þeir úr getu fyrirtækjanna til að bæta við sig vinnuafii hvað þá að hækka laun- in, þótt þau vildu, sem er óvíst því að hækkuð laun hefðu hugsanlega í för með sér minni arð í vasa eigenda. Öllum er ljóst að vinnulaun á Is- landi era til muna lægri en í ná- grannalöndum okkar og meðan þenslan í atvinnulífinu eykst ekki að marki era litlar líkur til þess að þau hækki. Fram hefur komið, að frá 1991 til ársloka 1995 hafa fyrirtæki greitt niður skuldir um 24 miljarða króna. Skuldaaukning íslenskra heimila nemur á sama tíma 120 millj- örðum króna. Hún er fyrst og fremst til komin vegna atvinnuleysis und- anfarinna ára og of lágra launa. Meðan ekki er ráðin bót þar á eru engar líkur til að skuldabyrðin minnki. Engin furða þótt fólk streymi úr landinu í vaxandi mæli. Stundum læðist að sá granur að valdhafar láti hvorki fólksflóttann halda fyrir sér vöku né það, að þorri þegnanna sé skuldugur upp fyrir haus. Þeir vita, að menn hafa að minnsta kosti ekki efni á að fara í verkföll meðan þeir era bundnir í spennitreyju skuldanna, friður helst þá á vinnumarkaðinum. Ef til vill stóla þeir og fjármagnseigendur á að meiri- hluti landsmanna hafi í raun enga flóttaleið sakir atvinnuleysis í öðram löndum. Glotta kannski við tönn og hugsa sem svo að jafnvel Danir séu ekki lengur reiðubúnir að halda uppi fólki sem hefur hrakist frá íslandi. Ég óttast að gætum við lesið hug þeirra myndi lesturinn hljóða þannig: „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af fólksflótta. Þegar allt kemur til alls er landhreinsun að auðnuleys- ingjum sem ekki geta látið sér lynda að lifa á Islandinu góða þar sem allt er á uppleið og eitra út frá sér með endalausri tilætlunarsemi. Það verða nógu margir eftir til að halda vélinni gangandi, nógu margir sem láta sér nægja að lifa á hreinleika loftsins og óþijótandi stolti lítillar þjóðar“. Og hinn afskipti Islendingur sem ríg- heldur í þá sannfæringu að hann búi í siðmenntuðu samfélagi en ekki í framskógi og þá von að siðaðir menn breytist til batnaðar er of kurteis til að bregðast við með nokkru því sem hann telur vera fyrir neðan sína virð- ingu. Sem betur fer - því ef svo væri ekki er hætt við að frumskóga- lögmálið ætti greiða leið að íslandi nútímans. Höfundur er dagskr&rgerðarmaður. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1983- 2.fi. 1984- 3.fi. 01.05.96 - 01.11.96 - 12.05.96 - 12.11.96 kr. 70.381,20 kr. 89.665,40 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. apríl 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS Afram, Krists- menn, krossmenn! NYLEGA barst mér til eyma, að fjár- framlög til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar væru með minna móti um þessar mundir. Taldi viðmælandi minn, að hluta skýr- ingarinnar væri að leita í því hugarfari, sem skapast hefði um þjóðkirkjuna á íslandi. Ekki skulu hér raktar ástæður þess, að þeir eru til sem bera ekki sama traust til þjóð- kirkjunnar og áður. En hitt skal ítrekað, að þó færa megi rök fyrir van- trausti á ýmsa aðila, sem standa í forystu þjóðkirkjunnar, er það fásinna að ætla að kirkjan sem slík eigi vantraust skilið. Kirkjan stendur föst, eins og skáldið segir, enda byggð á bjargfastri trú á verk Drottins Jesú, og engu öðru. Nú eru órólegir tímar í þjóð- kirkjunni, það dynur við röst. En gleymum ekki því sem gott er gert, verum minnug þjóðfélagslegs mikilvægis þess starfs, sem kirkja Krists á íslandi vinnur og þjóð- kirkjan er hluti af. Hjálparstofnun kirkjunnar er dæmi um slíkt starf í þágu þjóðfélagsins, • bæði til styrktar fátæku fólki hérlendis og eins sem fulltrúi þjóðarinnar í vel reknu hjálparstarfi erlendis. Lát- um ekki skoðun okkar á mönnum og málefnum verða til þess að við vanrækjum skyldu okkar við þá sem minna mega sín. börn í fjórða sinn í sumar undir yfir- skriftinni: „Kirkja og börn í borg“. Sumarbúðir Starfsemi sumar- búða á vegum kirkju- legra aðila á sér langa og farsæla sögu. Ber þar auðvitað fyrst að nefna sr. Friðrik Frið- riksson, sem á sálminn nr. 515 í sálmabók þjóðkirkjunnar, og ómetanlegt starf María KFUM og síðan Ágústsdóttir KFUK í þágu íslenskr- ar kristni og íslenskra barna. Nú eru sumarbúðir haldnar víðsvegar um land. Lengi hafa verið reknar sumarbúðir á vegum Æskulýðs- sambands Reykjavíkurprófasts- dæma, ÆSKR. Nú í sumar, eins og síðastliðið sumar, verða búðirn- ar að Hlíðardalsskóla í Ölfusi. í Hlíðardalsskóla er góð aðstaða bæði til útivistar og inniveru, en lögð er áhersla á hvort tveggja, hollt sveitaloftið og heilbrigða fræðslu um kristna trú. Sex flokk- Starfsemi sumarbúða á vegum kirkjuaðila á sér, segir María Ágústsdóttir, langa og farsæla sögu. Starf í þágu barna Annað dæmi um mik'ilvægt starf þjóðkirkjunnar er barnastarf- ið. Á hveijum vetri sækja þúsund- ir íslenskra barna sunnudagaskóla og starf í miðri viku fyrir ýmsa aldurshópa, bæði á forskólaaldri og grunnskólaaldri. í sumum sóknum hafa prestar og safnaðar- starfsfólk haft frumkvæði að sam- starfi við leikskóla og skóla um gagnkvæmar heimsóknir, og get ég vitnað um gjöfult starf á báða bóga víða um land. Og yfir sumar- tímann hefur á þessum áratug verið að myndast hefð fyrir kirkju- búðum bæði í þorpum, bæjum og borg, í formi vikunámskeiða á vegum safnaðanna í safnaðar- heimilum og skólum fyrir börn á grunnskólaaldri. í Dómkirkjunni í Reykjavík munum við bjóða fram tvö slík námskeið fyrir 6-10 ára Ruslastaukar úr stáli: gulir, grænir og bláir. Botnlosun. i , akta ehf. Sími: 568 5005 umboðs- og heildverslun Myndsími: 588 9262 P.0.B0X: 8064 -128 Rvk. ar verða í júní og júlí fyrir 6-8 ára börn og 9-12 ára. Innritun í sum- arbúðir ÆSKR er í Hallgríms- kirkju í síma 562-1625 kl. 17-19 alla virka daga nema föstudaga frá og með mánudeginum 29. apríl. Við berum öll ábyrgð Munum, að kirkjan er meira en prestarnir. Farsælt kirkjustarf byggir á því að allir sýni kirkjunni sinni ábyrgð, mömmur og pabbar, frændur, ömmur og börn. Hafir þú borið barn þitt til skírnar skuld- ar þú barninu fræðslu um merk- ingu skírnarinnar. Hafir þú vottað skírn barns með nafni þínu og nærveru sem guðmóðir eða guð- faðir berð þú ábyrgð á að barnið viti hvað það er að vera kristin manneskja. Skyldu þinni sinnir þú fyrst með því að kenna barninu bænir og einlægni gagnvart Guði. Og síðan með því að stuðla að því að barn- ið tengist kirkjunni sinni og fái þar fræðslu og samfélag. Yfir vet- urinn býður þjóðkirkjan börnunum að koma í sunnudagaskólann til að leggja sitt að mörkum fyrir Guð, þeim sjálfum til ánægju og uppeldis. Og yfir sumartímann stendur börnunum til boða að sækja sumarbúðir og kirkjubúðir, sér til uppbyggingar og gleði. Stöndum ekki í vegi fyrir því, að börnin okkar verði þátttakendur í kirkju Krists á jörðu. Leyfum þeim að koma til Frelsarans, og látum ekkert tímanlegt varna því. Áfram, Kristsmenn, krossmenn! Höfundur er prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík. DANMORK Verö frá kr. hvora leiö með flugvallarskatti Sala: Wihlborg Rejser, Danmörku, Sími: 0045 3888 4214 Fax: 0045 3888 4215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.