Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Um kaup á þýfi Frá Ómarí Smára Ármannssyni: INNBROT og þjófnaðir eru vax- andi vandamál hér á landi. Ástæð- ur og tilefni þessara afbrota ber að með margvíslegum hætti. Af- brotamennirnir eru á öllum aldri þó hlutfallslega margir séu á aldr- inum 18-35 ára. Flestu, sem hægt er að færa úr stað, er stolið. Brot- ist er inn á lokaða og læsta staði. Varningi er stolið úr verslunum og úr bílum, reiðhjólum er stolið á almannafæri og svona mætti lengi telja. í fæstum tilvikum eru þjófarnir að safna til elliáranna. Þeir reyna að koma þýfinu um- svifalaust í verð, annað hvort í skiptum fyrir annað, t.d. fjár- muni, eða nota það sem gjaldmiðil í viðskiptum. Stundum eru kaup- endurnir fyrirfram ákveðnir. Oft eru þeir líka áður saklaust fólk, erlendir sjómenn, verslunaraðilar og aðrir „viðskiptaaðilar“. Dæmi eru og um að þýfi hafí verið sent úr landi. Segja má að sumir kaupi þýfí vitandi vits, aðrir í einfeldni sinni. Hollt er að hafa í huga að kaupi fólk þýfí er veruleg hætta á að góssið kunni að verða tekið bótalaust af því aftur ef upp kemst. í hegningarlögunum er gert ráð fyrir að hægt sé að refsa þeim, sem í gáleysi kaupir eða tekur við hlutum er fengnir hafa verið með auðgunarglæp, með sektum eða varðhaldi. Ef brot er ítrekað má beita fangelsi allt að 6 mánuðum. Ef um ásetning er að ræða getur brotið varðað fangelsi allt að 4 árum. Ástæða er til að skoða nán- ar þessi ákvæði hegningarlaganna til samræmis við sambærileg ákvæði í hegningarlögum ná- grannalandanna og þá sérstaklega þann þátt er tekur á kaupum; móttöku og verslun með þýfi. I Noregi eru t.d. viðurlög við að kaupa og höndla með þýfi sektir eða fangelsi til þriggja ára. í gróf- um tilvikum getur refsingin verið 6 mánuðir til 6 ára. Nauðsynlegt er að búa þannig um hlutina að fólk standi raun- verulega frammi fyrir þeim val- kosti, áður en það kaupir þýfi, að gera það upp við sig hvort „reyf- arakaupin“ séu raunverulega þess virði. Áuðvitað ætti að vera nóg að skírskota til siðferðiskenndar fólks í þessum efnum, en svo virð- ist sem sú kennd hafi því miður almennnt farið heldur þverrandi á síðari árum. Auk þess sem stolið er frá versl- unar-, fyrirtækiseigendum og opinberum aðilum er almenningur ekki síður líklegri til að verða fórn- arlömb þjófa. Því fleiri, sem kaupa þýfi, því meiri líkur eru á að þeir hinir sömu geti orðið næsta fórnar- lamb innbrotsþjófa. Þá eykur það jafnframt líkur á að þeir, sem eru að byija afbrotaferil sinn, haldi honum áfram. Margir þjófar stela til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína. Með því að kaupa þýfí af slíkum aðilum stuðlar fólk að auk- inni neyslu fíkniefna með öllum hennar hörmulegu afleiðingum, nokkuð sem allflestir eru sammála um að þurfí að koma í veg fyrir. Því fleiri, sem segja nei við kaupum á þýfi, því minni ástæða fyrir þjófa að stela. Fólk almennt hefur því ekki hvað minnstan hag af því að gera þjófa atvinnulausa. Það getur fólk t.d. gert með því að kaupa ekki varning, sem það telur að gæti verið þýfi. Næst þegar þér bjóðast „kjara- kaup“, hugsaðu þá um mögulegar afleiðingar fyrir þig og aðra. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Ferdinand í was fortunate when qrowinq up.We had doq food every day. For dessert we had doq food d la mode. Yið vorum lánsöm í uppvextin- Hvað með eftirrétt? um. Við fengum hundamat á hverjum degi. í eftirmat fengum við hundamat að hætti tískunnar. Stöðlun örnefna Frá Þorkeli Guðbrandssyni: HÉR á íslandi hefur um langa tíð, eða um það bil eins lengi og hinn göfugi, norræni kynstofn hefur setið landið, tíðkast óviðun- andi skipulagsleysi hvað varðar örnefni. Við þekkjum þetta flest, nafngiftir fjalla eru t.d. ótrúlega ósamstæðar, sbr. Esja, Hengill, Tindastóll og Herðubreið og jafn- vel er engin regla á hvað er kallað fjörður og hvað flói og svo mætti lengi telja. Embættismenn í hinu háa fé- lagsmálaráðuenyti hafa sýnt af sér kjark og röggsemi og tekið á sam- bærilegri ósvinnu sem snýr að nafngiftum sveitarfélaga. Þar skal tiltekið fjölmenni leiða af sér ákveðna endingu í nafni sveitarfé- lagsins og reynt að hafa afbrigði sem allra fæst. Eins og allt rétt- sýnt fólk hlýtur að sjá, er þetta hið þarfasta mál. Það er því ástæða til þess að vænta þess að starfs- systkin þeirra í umhverfísráðu- neytinu taki nú til sinna ráða og staðli örnefni á landinu. Svo dæmi sé tekið, þá verði mishæð í lands- lagi að vera tiltekinn fjöldi rúm- metra til að geta kallast fjall ög verði nafn þess þá að hafa þá end- ingu, svipuð skil verði á fellum og hæðum og ef vogskorningur í landslagi nær tiltekinni breidd og lengd kallist það flói og svo fram- vegis. Stöðlun örnefna er mál framtíð- arinnar. Hefjum ferðina inn í Evr- ópusamstarfið með því að fella kauðslega ömefnagjöf áa okkar að stöðlum Evrópusambandsins svo auðveldara verði fyrir okkur að koma staðháttum hér á landi fyrir í skjalaskápunum í Bruxelles. í Guðs friði. ÞORKELL GUÐBRANDSSON, Grundarstíg 3, Sauðárkróki. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.