Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 45 BREF TIL BLAÐSINS „Ameríski draumurinn44 Þekkir einhver mennina? Starfsmenn við byggingu Vífilsstaðaheilsuhælisins 1909 Aftasta röð talið frá vinstri: 1) Runólfur Pétursson, 2) Sigtryggur Sigurðsson, 3) ?, 4) Jóhann Arason, 5) Helgi Thordarson, 6) Brynjólfur ?, 7) Gísli Vigfússon, 8-9) Bíldudalsbræðurnir, 10) Kristján Helga- son, 11) Sigurður Björnsson, 12) Gísli Björnsson, 13) Sigurður Sigmundsson, 14) Jónas Snæbjörnsson (Hergilseyjar), 15) Þorfinnur ?, 16) Sigurjón ?, 17) ?, 18) Sigvaldi Bjarnason. Miðröð talið frá vinstri: 19) Jónas Guðbrandsson (frá Brennu Rvk), 20) Bergsteinn Jóhannesson, 21) Gísli Þorkelsson, 22) Guðjón Jónsson, 23) Björn Líndal, 24) Óli Ásmundarson Hall, 25) Jón Vigfússon, 26) Benjamín Gíslason, 27) Magnús frá Sauðagerði, 28) Páll Þorvaldsson, 29) Þórður Þórðarson, 30) Grímur Híeronýmusson, 31) Gísli (Kristjánsson). Fremri röð talið frá vinstri: 32) Guðmundur ?, 33) Sigurður Jónsson, 34) Steindór Ólafsson, 35) Guð- jón Sólbergsson, 36) ?, 37) Baldvin ?, 38) Hjörtur Hjartarson, 39) Rögnvaldur Ólafsson byggingar- meistari, 40) Guðjón Gamalíusson, 41) Kristinn Jónsson, 42) ?, 43) ?, 44) Guðni Egilsson. Fremstur á myndinni lítill drengur 45) Helgi Kr. Helgason sá er þetta ritaði 32 árum seinna. Hjörtur Hjartarson, Rögnvaldur Ólafsson húsameistari og Guðjón Gamalíusson stóðu fyrir byggingu hælisins hver i sinni grein. Hornsteinn Vífilsstaðaheilsuhælisins var lagður af Birni Jónssyni (ísafoldar) þá ráðherra 1909. Áletr- un steinsins má lesa mjög greinilega þar sem hann er staðsettur í kjallaraherbergi í sv. horni hússins. 1) Seinna lögregluþjónn í Rvk, 10) faðir Einars Kr. söngvara, 11) bróðir G.B. landlæknis, 14) sonur Gísla í Hlíð (Eskihlíð). Frá Þórdísi B. Sigurþórsdóttur: BANDARÍKIN eru fyrirmynd margra. Þar geta allir orðið rosa- ■ lega ríkir bara ef þeir vilja. Hver * kannast ekki við söguna af sendlin- um sem einn góðan veðurdag er orðinn forstjóri fyrirtækisins? Hafi „amer- íski draumur- inn“ einhvern tímann verið raunveruleiki, þá er nokkuð víst að hann heyrir sögunni til. Bandaríkin, efnuðustu ríki veraldar, bera nú mörg einkenni þriðjaheimsþjóðfélags, þ.e. þjóðfé- lags auðkýfinga og undirmálsfólks. Ungbarnadauði í Bandaríkjunum er sá mesti meðal iðnvæddra þjóða. Berklar eru nú skæðasti smitsjúk- i dómurinn og börn deyja úr misling- um og sjúkdómum sem fyrir löngu er búið að finna mótefni við. Heim- | ilislausum og hungruðum fjölgar stöðugt. í New York borg líða 40% barna næringarskort. Á Manhattan er tekjubilið á milli ríkra og fá- tækra breiðara en í Guatemala, einu fátækasta ríki heims. 40 millj- ónir Bandaríkjamanna, eða um 15% þjóðarinnar, lifa undir fátæktar- mörkum. ( Dr. Noam Chomsky er af mörg- . um talinn einn helsti snillingur . okkar tíma. Hann er þekktur bæði I sem brautryðjandi á sviði nútíma málvísinda og sem gagnrýnandi á innan- og utanríkismál Bandaríkja- stjórnar. Með gagnrýni sinni hefur hann opnað augu margra. Hér á eftir fara nokkur atriði úr skrifum hans og viðtölum: Velferðarkerfið í Bandaríkjunum er „velferðarkerfi stórfyrirtækja". ' Almenningur heyrir aðeins um ( blökkukonuna í New York sem fær | 350 dollara á mánuði (22 þús. íkr.) í framfærslustyrk, en ekki milljón- irnar sem mr. Dwayne Andreas, forstjóri matvælafyrirtækisins Archer Daniels Midland, hlýtur. Fyrirtækið er eitt hið auðugasta í Bandaríkjunum en þiggur árlega 800 milljónir dollara (50 milljarða íkr.) af ríkinu. Og hvetjir græða á GATT (al- menna tollasamkomulaginu) og 1 NAFTA (fríverslunarsamningi ( ríkja Norður-Ameríku)? Bandarísk fyrirtæki flykkjast til vanþróuðu landanna þar sem vinnuafi er ódýrt, reglur um mengun litlar sem engar og verkalýðsfélög nánast óþekkt. Afleiðingarnar eru að bandarískt verkafólk missir vinnuna en eig- endur stórfyrirtækjanna og fáeinir heimamenn hagnast á bágri stöðu þriðja heimsins. Ford bílaframleiðendurnir hafa nú flutt margar verksmiðjur sínar til Mexíkó. Ef starfsmenn þeirra gera sig líklega til að stofna verka- lýðsfélög eða tengjast þeim á nokk- urn hátt, eru þeir reknir. Aðeins þeir sem gefa loforð um að láta allt slíkt eiga sig eru endurráðnir. Á karabísku eyjunni Haiti, fá- tækasta svæði hins vestræna heims, framleiðir bandaríska fyrir- tækið Spalding m.a. hafnabolta. Boltarnir eru auglýstir sem óvenju góðir, vegna þess að þeim er handdýft í ákveðin efni. Ekki er þó minnst á konurnar á Haiti sem endast stutt í starfinu, þar sem efnin eru mjög eitruð. Fyrir. þetta fá konurnar 10 sent (6 krónur) á tímann, ef þær ná að fylla kvót- ann. Annars bara 5 sent sem er mun algengara tímakaup. Á Costa Rica framleiðir banda- ríska fyrirtækið Dole banana. I störfin eru ráðnir fátækir Costa Rica búar. Til að halda banönunum gulum og fallegum fyrir kaupendur er eitrað (DBCT) plast breitt yfir þá til að bægja skordýrum frá. Um 2.000 karlmenn þar í landi sem við þetta hafa unnið eru nú ófijóir og margir þjást af maga-, lifrar-, húð- og lungnakrabbameini. Fyrirtækið Nike framleiðir nú alla íþróttaskó sína utan Bandaríkj- anna. Árið 1992 greiddi fyrirtækið körfuboltahetjunni Michael Jordan 20 milljónir dollara fyrir að auglýsa skóna. Sama ár borguðu þeir 15 þúsund starfsmönnum verksmiðj- anna í Indónesíu alls 5 milljónir dollara í árslaun. { Brownsville í Texas, á landa- mærum Mexíkó og Bandaríkjanna, er sjúkdómurinn anencephaly („án heila“) algengur. Þar fæðast nú börn með margskonar galla, m.a. heilalaus. Sjúkdómurinn er rakinn til efnisins Xylene sem sturtað er í Rio Grande-ána af stórfyrirtækj- um eins og General Motors sem þar reka verksmiðjur. Svona mætti lengi telja. Á sama tíma reyna forsetafram- bjóðendur repúblikana í Bandaríkj- unum að afla sér vinsælda með því að vera á móti fóstureyðingum. „Lífið er dýrmætt" segja þeir og „Guð blessi Ameriku". Orð sem hlýja manni um hjartarætur. ÞÓRDÍS B. SIGURÞÓRSDÓTTIR, Boulder, Colorado. Frá Valdimar Guðmundssyni og Ingva Victorssyni: Á MYNDINNI eru starfsmenn sem unnu við byggingu Vífilsstaða- heilsuhælisins árið 1909. Ekki GÆBAFLB.\RÁGÓOUVERÐI 1 < * :í- Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sínii 567 4844 L hefur tekist að bera kennsl á alla sem á myndinni eru og eru þeir sem telja sig þekkja þá beðnir að hafa samband við Valdimar Guð- mundsson í síma 560-2316, eða Ingva Victorsson í síma 553-3239. VALDIMAR GUÐMUNDSSON, byggingaverkfræðingur, Ríkisspítölum/tæknideild, INGVIVICTORSSON. LIST z isi & W > Gallerí Listhúsinu í Laugardal Erum vi5 með bestu gjafavörurnar? Myndlist - Leirlist Glerlist - Smíðajárn Listspeglar - Vindhörpur F er mingargj afir Þórdís B. Sigurþórsdóttir SP-BILALAN TIL ALLT AÐ 60 MANAÐA NU VANTAR 0KKUR NYLEGA BILA A STAÐINN - FRIAR AUGLYSINGAR - FRITT INNIGJALD Kláradu dæmið með SP»bflaiáni Með SP-bilalán mní myndmm kaupir þú bíl sem hæfir greiðslugetu þinni æ Sími 588-7200 HÁRMÖGNUN HF fNissan Sunny LX árg. '95, ek. 19 þ. km., blár, 5 g., Verð 1.130.000. Ath. œ skipti. ■g Hyundai Elantra 1,8 GT árg. ‘95. ek. « 3 þ. km„ sægrænn, sjálfsk., Verð « 1.340.000. Ath. skipti. þús., grænn, 5 g., hús, 33" dekk, álfelgur o.m.fl. Verð 2.300.000. Ath. skipti. Mazda 323 4WD St. árg. '95, ek. 20 þús km., hvítur, álfelgur. Verð 1.380.000. Ath. skipti. MMC L-300 2.4I árg. '91, ek. 21 þús. km., grár, 5 g., 8m. Verð 1.550.000. Ath. skipti. Einnig árg. '88, hvítur. Verð 950.000. Grand Cherokee Ud. Inflnity árg. '94, ek. 38 þús. km., grár. Einn með öllu. Verð 3.950.000. Ath. skipti. Áhv. bllalán. Chrysler Voyager 2,5 Turbo disel Intercooler árg. '96, ek. 7 þús. km., grár, 5 g., 7 manna. Verð 3.100.000. Ath. skipti. Áhv. bílatán. Nýr kostar um 3,3 millj. MMC Galant 2,0 GLSI árg. '96, ek. 4 þús. km., dökkgrænn, sjálfsk. Verð 2.060.000. Ath. skipti. Áhv. bllalán. Nýr kostar um 2,2 millj. Í ÍLAC Löggiltra Bll KLIDASALA NYJA BILAHOLUN FUNAHOFÐA V S: 567-2277 1'Í.LAC. LÖGGII.TRA BllKI IDASAl A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.