Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 Ótrúleg tilboð Lambaformsteik ' með öllu kr. 450. Djúpsteiktur fiskur með öllur kr. 450. Súpa og réttur dagsins kr. 500 alla daga og kvöld. Viðar Jónsson leikur fyrir dansi í kvöld. 1?'* íhepp«', alliii w ■ Catauna Hamrsborg 11, s ■ m i 554-2166 'Loksio 1 císicf Opnum með fulla búð af nýjum vörum 2. maí kl. 13:00 Veiðifélag Elliðavatns Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, ungljngar (innan 16 ára aldurs) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiðileyfi án greiðslu Veiðifélag Elliðavatns Loksins - loksins aftur á íslandi Subaru Justy J-12 árg. '95 SH! Vcrrt kr. 1.150.000 sUSr. 4x4, 5 dyra, afturrúöuþurrka oí< piss, A.M/PM stereo. 1 árs ábyrgö*. Ryövarnarábyrgö**. Takmarkaö magn. Til afhendingar strax. Co> BÍ LASALAN SKEIFAN ís k c' i iT u 111 i i í . ís . (> ís í > r> rs s Ertu með bakverkZ Kosmodisk Kosmodísk er búnaður sem minnkar eða stillir sársauka i hryggnum. ■ óferdin tekur yfirleitt um 20 (laga cf Kosmotlisk-buiiadurinn er notaður i 3 klst. á dag. ► í fáum or&um sagt: Kosmodiskur er einfaldur í notkun og hentar í amstri dagsins, í vinnu, heima, í bílnum og í íþróttum. Upplysíngar og pöntun i síma 552 4945 Kmtm Ókeypis félags- og lögfræöileg ráðgjöf fyrir konur. Opib þriöjudagskvöld kl. 20-22 og fimmtudaga kl. 14-16. Sími 552-1500. I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétnrsson Hvítur mátar í öðrum leik STAÐAN kom upp á árlegu. útsláttarmóti í atskák sem haldið er í Kreml í Moskvu. Júdit Polgar(2.675) var með hvítt og átti leik gegn Rússanum Jevgení Barejev (2.645). Barejev lék síðast afar ljótum afleik í erfiðri stöðu, 27. — Rb6- d5?? Júdit var ekki sein með svarið: 28. Hc8+! og svart- ur gafst upp, því 28. — Rxc8 29. Dd8 er mát. Úrslit í fyrstu umferð urðu þessi: ívantsjúk, Úkra- Inu—Bologan, Moldavíu 2—0, Júdit Polgar—Barejev 2—0, Chernin, Ung- veij alandi—Shirov, Lettlandi 2—1, Kramnik—Short 1 '/2-1 '/2, en Kramnik komst áfram, því hann hafði svart 5 úrslita- hraðskákinni, Rúblevskí, Rúss- landi—Vaganjan, Armeníu 1 '/2— '/2, Anand— Krasenkov, Póllandi 2—0, Drejev, Rússlandi—Top- alov, Búlgaríu 2—0, Ka- sparov—Gelfand 2—0. í annarri umferð mætast: ívantsjúk og Júdit Polgar, Chernin og Kramnik, Rúblevskí og Anand, Drejev og Kasparov. COSPER HÖGNI HREKKVÍSl VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Erfið samræmd próf VIÐ, nokkrir nemendur í 10. bekk í Víðistaða- skóla I Hafnarfirði, vilj- um koma á framfæri kvörtun vegna sam- ræmds prófs í íslensku. Okkur fannst staf- setningaræfíngin í próf- inu allt of hratt lesin. Og spurningar úr bókum sem við áttum að hrað- lesa voru alltof djúpar, þ.e.a.s. spurt var hver mælti, við hvern og af hvaða tilefni. Þetta voru spumingar eins og koma úr bókum sem við tökum vel fyrir. Og yfir höfuð var þetta erfitt próf. Nokkrir nemendur í 10. bekk í Víðistaða- skóla. Skrýtnar söluaðferðir „FYRIR nokkrum mánuðum fékk ég kynn- ingareintak af blaðinu Húsum og híbýlum sent heim. Hringt var til mín og mér sagt að ég fengi bókagjöf ef ég gerðist áskrifandi, og þáði ég það. Unglingabókin Mitt er þitt eftir Þorgrím Þrá- insson er síðan send mér í pósti. Eftir nokkra mánuði vildi ég segja blaðinu upp, en er þá tjáð að ég hafi skuldbundið mig til að kaupa blaðið í heilt ár þegar ég þáði bókar- gjöfina. Hins vegar hafði mér aldrei verið sagðir þessir skilmálar og þegar ég hringdi til að athuga málið, var mér sagt að sölumaðurinn hefði átt að segja mér það. Ekkert er þó uppáskrifað af minni hálfu um þessi við- skipti, þannig að ég veit ekki hvernig löglega hliðin er á þessu máli. Finnst mér skrýtið að ekki sé betur staðið að þessum sölumálum að skilyrðin séu ekki sett fram í upphafi, því und- arlegt er að geta ekki sagt upp áskrift að blað- inu.“ Kristín Magnúsdóttir. Tapað/fundið Veski tapaðist SVÖRT stór handtaska tapaðist föstudaginn 19. apríl sl. mjög líklega í miðbæ Reykjavíkur. I töskunni voru m.a. skil- ríki og gleraugu sem eig- andinn þarf mjög á að halda. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa sambánd í síma 552-4915. Gæludýr Kisa er týnd LOÐIN, bröndótt læða hvarf á laugardagsmorg- un frá Vatnsstíg 11, Reykjavík. Hún er af ætt norskra skógarkatta. Hún er frekar stygg. Ef einhver hefur orðið var við hana vinsamlegast hringið í síma 562-6915. Kettlingar FJÓRIR tæplega átta vikna gamlir kettlingar þurfa að eignast góð heimili. Um þrjár læður og einn fress er að ræða og eru þeir kassavanir og blíðir. Dýravinir eru beðnir að hafa samband í síma 554-4045 eftir vinnutíma. Kettlingar ÞRIR gullfallegir svartir og hvítir kassavanir kettlingar fást gefíns á gott heimili. Upplýsingar í síma 567-6827. Hvítur páfagaukur í óskilum LÍTILL hvítur páfagauk- ur með bláum flekkjum fannst sl. þriðjudag I Garðastræti 35. Eigand- inn er beðinn að hafa samband við Fergei í s. 551-5156. Týndur köttur GULBRÖNÐÓTT ómerkt læða með hvítar loppur og hvítan blett á hálsi fór að heiman frá sér, Barmahlíð 26, mið- vikudaginn 24. apríl sl. Fólk er beðið að athuga í skúra eða geymslur og gá hvort hún hafi lokast inni. Allar upplýsingar vel þegnar í síma 561-4768 eða 588-8700. Víkverji skrifar... AÐ ER fróðlegt að fylgjast með þeim umræðum, sem nú fara fram um íslenzka kúastofninn og þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á honum og norskum kúm. Um þetta var m.a. fjallað í fróðlegri grein hér í blaðinu í fyrradag. En jafnframt er ánægjulegt að sjá af viðbrögðum þeirra, sem við var rætt, að menn hlaupa ekki til að þurrka út þann kúastofn, sem hér hefur verið frá því ísland byggð- ist. Það er hið mesta óráð. Það er sjálfsagt hægt að sýna fram á það með tölulegum útreikningum, að hægt sé að hafa meira upp úr norsk- um kúm. Það hefur reyndar alltaf verið hægt að sýna fram á með slíkum útreikningum, að aðrir kúa- stofnar gæfu meira af sér en ís- lenzku kýrnar. Á móti kemur hitt að við vitum ekkert, hvað upp kann að koma, ef skipt verður um kúastofn í land- inu. Reynslan af innflutningi búfjár er ekki slík, að menn ættu að æða út í siíka tilraunastarfsemi. Er mæðuveikin gleymd? Það hefur tekizt að auka mjög nyt í íslenzkum kúm á lýðveldistím- anum. Er ekki vel hugsanlegt að hægt sé að ná lengra á því sviði? Víkverji tekur undir með Jóhannesi bónda á Torfalæk og fleirum að það sé ekki ráðlegt að fara út í þetta ævintýri. Og ánægjulegt að sjá að bóndinn á Torfalæk kannast ekki við einhveija sérstaka skapstyggð í íslenzkum kúm! xxx Erlendur blaðamaður spurði Víkveija að því á dögunum hver væru stærstu mál, sem nú væru á döfinni á vettvangi ís- lenzkra stjórnmála. Víkveija vafðist tunga um tönn. Hver eru þau? Eru nokkur stór mál til meðferðar í stjórnmálum? Kalda stríðinu er lok- ið. Deilum um Atlantshafsbanda- lagið og varnarliðið er lokið. Deilur um hugsanlega aðild að ESB eru tæpast hafnar. Við höfum sigrast á verðbólgunni. Við erum komin upp úr hinum efnahagslega öldu- dal. Hvaða vandamál eru á ferð- inni? Engin, sem orð er á gerandi! xxx ÞAÐ ER til mikillar fyrirmyndar að sjá, hvað Hagkaup leggur mikla áherzlu á að hafa verzlanir sínar opnar á ýmsum frídögum, sem áður tíðkaðist ekki að opna verzlan- ir á, nema sérstakar kvöldsölu- og helgidagaverzlanir. Það er jafnframt alveg ljóst, að ekki er mikið um við- skipti þessa daga, en þetta er góð þjónusta, sem á áreiðanlega mikinn þátt í að tryggja tryggð viðskipta- manna við verzlanir Hagkaups.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.