Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3M*rcgrailribifcifr 1996 Sigurður lík- legastur sem þjálfari Keflvíkinga KEFLVÍKINGAR eru að leita sér að þjálfara fyrir meistara- flokk karla í úrvalsdeildinni næsta vetur. Jón Kr. Gíslason ætlar ekki að vera áfram með liðið og eru Keflvíkingar að leita að erlendum þjálf ara. Takist ekki að finna neinn slíkan eru mestar líkur á að Sigurður Ingimundarson, fyr- irliði liðsins, taki við, en hann hefur skilað frábæru starfi með kvennaliðið undanfarin ár. Sigurður hefur i hyggju að hætta sem ieikmaður, hvort sem hann verður þjálf- ari liðsins eða ekki. Annar íslenskur leikmaður hefur einnig sóst eftir því að fá að taka við þjálfarastarfinu. Keflvíkingar munu verða með svipað lið næsta vetur og þeir voru með í vetur. Davíð Grissom hefur ekki ákveðið hvort hann heldur áfram eða ekki en Keflvíking- ar vonast til að hann leiki með félaginu næsta vetur. Albert Óskarsson mun líklega eiga erfitt með að leika næsta vet- ur þar sem hann hyggur á flugnám og það fer að mestu fram á kvðldin. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL BLAÐ B JUDO I Morgunblaðið/Ásdís VERNHARÐ Þorleifsson úr KA með gullpeningana, sem hann vann í Drammen. Vem'harð Þorleifsson tvöfaldur Norðurlandameistari í Drammen Gefur mér aukið sjálfs- traust fyrir Evrópumótið Vernharð Þorleifsson úr KA varð um helgina tvöfaldur Norður- landameistari í júdó í Drammen í Noregi. Hann sigraði í -95 kg flokki og eins í opnum flokki. Hann tapaði ekki glímu allt mótið og vann alla andstæðinga sína á Ippon. Þetta er í annað sinn sem Vernharð nær því að verða tvöfaldur Norðurlanda- meistari, en það gerði hann fyrst fyrir tveimur árum er mótið fór fram í Færeyjum. „Þetta var miklu sterk- ara mót en í Færeyjum og því er ég mun ánægðari með árangurinn núna. Ég er í mjög góðri æfingu og er bjartsýnn á góðan* árangur á Evrópumótinu í næsta mánuði," sagði Vernharð. Vernharð sagði að allt hafi geng- ið upp hjá sér og sigurinn í báðum flokkunum hafi verið sannfærandi. „Ég vann alla andstæðinga mína á Ippon, annaðhvort kastaði þeim eða náði armlás. Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki þurft að hafa fyrir þessu. Ég varð að taka vel á þessu. Ég er í sjöunda himni og þessi árangur gefur mér aukið sjálfstraust fyrir Evrópumótið. Nú mun ég einbeita mér að undirbún- ingi fyrir það og þar ætla ég endan- lega að tryggja mér ólympíusætið," sagði hann. Evrópumótið hefst 16. maí. Auk Vernharðs kepptu þrír aðrir íslendingar á mótinu. Eiríkur Ingi Kristinsson úr Ármanni keppti í -71 kg flokki og tapaði glímu um brons- ið á úrskurði dómara og hafnaði því í 5. sæti. Sævar Sigursteinsson úr KA hafnaði í 7. sæti í sama flokki. Bjarni Skúlason frá Selfossi keppti í -78 kg flokki og tapaði í fyrstu um- ferð og fékk ekki uppreisnarglímu. Kolbeinn Gíslason, formaður Júdósambandsins, var ánægður með frammistöðu Vernharðs. „Það má segja að hann hafi tekið alta and- stæðinga sína í nefið. Hann er í gríðarlega góðri æfingu um þessar mundir. Ef við eigum að gera okkur einhverjar vonir um að Islendingur komist á verðlaunapall á Olympíu- leikunum í Atlanta þá held ég að Vernharð sé líklegastur til þess. Ég hef aldrei séð hann glíma eins vel — einbeittur í öllum glímum sínum," sagði formaðurinn. Svíar voru sigursælastir á mótinu og unnu fern gullverðlaun, íslend- ingar komu næstir með tvenn, Dan- ir og Norðmenn ein en Finnar náðu ekki Norðurlandameistaratitli að þessu sinni. WltEEPÁ mmmmmmmmmm/ I ViNNINGSTOLUR LAUGARDAGINN 27.04.19961 il llIl6T27«l8 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnlng8-upphæö "| . 5 af 5 1 18.141.830 £1£MI 160.940 3.4afS 216 8.990 4. 3at5 7.260 620 Samtals: 7.484 25.711.450 iWIÍWM VINNINGSTOLUR MIÐVIKUDAGINN 24. 04.1996 AÐALTOLUR 12*13*22 28M37M44 BONUSTOLUR ffir @ © Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings-upphæö *| . 6af6 3 14.830.000 O 5af6 *- • +¦ bónus 1 265.130 3. 5af6 1 208.320 4. 4af6 157 2.110 g- 3af6 O. *¦ bónns 623 220 Samtals: 785 45.431.780 45.431.780 941.780 KIN VINNINGSTOLUR 23.04.-29.04/96 123, /041 |24/ /041 125, /041 126, /041 / /041 |29/ /04| 4 I5Í8I9 3oíl4l30] 4TWJl3jl7 08Í22I25] 3^8X14X19 Sol22l30l 3I4J1U12: gl3^0^0l 0®Su4 S6T2OT24I UPPLYSINGAR • EINN heppinn þátttakandi hreppti óskiptan fimmfaldan fyrsta vinning f lottó 5/38 síðasta laugardag. Hann hlaut t vinn'tng rúmar 18 milljónir króna og var vinningsmiðinn seldur í Hotanesti, Melabraut 7, Hafnarfrrði. Vsrtu vi6t»úin{n) vinningí 1, vtnningur er áaetlaður 44 mit^ónir kr.- KÖRFUKIMATTLEIKUR: TEITUR ÖRLYGSSON VAR BESTUR / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.