Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1996 PteripttiMWbÍb ■ ÞRIDJUDAGUR 30. APRÍL BLAÐ Sigurður lík- legastur sem þjálfari Keflvíkinga KEFLVÍKINGAR eru að leita sér að þjálfara fyrir meistara- flokk karla í úrvalsdeildinni næsta vetur. Jón Kr. Gíslason ætlar ekki að vera áfram með liðið og eru Keflvíkingar að leita að erlendum þjálfara. Takist ekki að finna neinn slíkan eru mestar líkur á að Sigurður Ingimimdarson, fyr- irliði liðsins, taki við, en hann hefur skilað frábæru starfi með kvennaliðið undanfarin ár. Sigurður hefur í hyggju að hætta sem leikmaður, hvort sem hann verður þjálf- ari liðsins eða ekki. Annar íslenskur leikmaður hefur einnig sóst eftir því að fá að taka við þjálfarastarfinu. Keflvikingar munu verða með svipað lið næsta vetur og þeir voru með í vetur. Davið Grissom hefur ekki ákveðið hvort hann heldur áfram eða ekki en Keflvíking- ar vonast til að hann leiki með félaginu næsta vetur. Albert Óskarsson mun líklega eiga erfitt með að leika næsta vet- ur þar sem hann hyggur á flugnám og það fer að mestu fram á kvöldin. JUDO Morgunblaðið/Ásdís VERNHARÐ Þorleifsson úr KA með gullpeningana, sem hann vann í Drammen. Vernharð Þorleifsson tvöfaldur Norðurlandameistari í Drammen Gefur mér aukið sjátfs- traust fyrir Evrópumótið BÓNUSTÖLUR Heildarvinningsupphæð: 45.431.780 941.780 UPPLYSINGAR • EINN heppinn þátttakandi hreppti óskiptan fimmfaldan fyrsta vinning í lottó 5/38 síðasta laugardag. Hann hlaut í vinning rúmar 18 milljónir króna og var vinningsmiðinn seldur í Hotanesti, Melabraut 7, Hafnarfirði. Vernharð Þorleifsson úr KA varð um helgina tvöfaldur Norður- landameistari í júdó í Drammen í Noregi. Hann sigraði í -95 kg flokki og eins í opnum flokki. Hann tapaði ekki glímu allt mótið og vann alla andstæðinga sína á Ippon. Þetta er í annað sinn sem Vernharð nær því að verða tvöfaldur Norðurlanda- meistari, en það gerði hann fyrst fyrir tveimur árum er mótið fór fram í Færeyjum. „Þetta var miklu sterk- ara mót en í Færeyjum og því er ég mun ánægðari með árangurinn núna. Ég er í mjög góðri æfingu og er bjartsýnn á góðan árangur á Evrópumótinu í næsta mánuði," sagði Vernharð. Vernharð sagði að allt hafi geng- ið upp hjá sér og sigurinn í báðum flpkkunum hafi verið sannfærandi. „Ég vann alla andstæðinga mína á Ippon, annaðhvort kastaði þeim eða náði armlás. Það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki þurft að hafa fyrir þessu. Ég varð að taka vel á þessu. Ég er í sjöunda himni og þessi árangur gefur mér aukið sjálfstraust fyrir Evrópumótið. Nú mun ég einbeita mér að undirbún- ingi fyrir það og þar ætla ég endan- lega að tryggja mér ólympíusætið," sagði hann. Evrópumótið hefst 16. maí. Auk Vernharðs kepptu þrír aðrir íslendingar á mótinu. Eiríkur Ingi Kristinsson úr Armanni keppti í -71 kg flokki og tapaði glímu um brons- ið á úrskurði dómara og hafnaði því í 5. sæti. Sævar Sigursteinsson úr KA hafnaði í 7. sæti í sama flokki. Bjarni Skúlason frá Selfossi keppti í -78 kg flokki og tapaði í fyrstu um- ferð og fékk ekki uppreisnarglímu. Kolbeinn Gíslason, formaður Júdósambandsins, var ánægður með frammistöðu Vernharðs. „Það má segja að hann hafi tekið alla and- stæðinga sína í nefið. Hann er í gríðarlega góðri æfingu um þessar mundir. Ef við eigum að gera okkur einhveijar vonir um að Islendingur komist á verðlaunapall á Olympíu- leikunum í Atlanta þá held ég að Vernharð sé líklegastur til þess. Ég hef aldrei séð hann glíma eins vel — einbeittur í öllum glímum sínum,“ sagði formaðurinn. Svíar voru sigursælastir á mótinu og unnu fern gullverðlaun, íslend- ingar komu næstir með tvenn, Dan- ir og Norðmenn ein en Finnar náðu ekki Norðurlandameistaratitli að þessu sinni. KÖRFUKNATTLEIKUR: TEITUR ÖRLYGSSON VAR BESTUR / B3 1. vinningur er áuetlaður 44 milljónir kr. Vertu viðbúin(n) vinningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.