Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 B 3 ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Jóhann til Bjerringbro Afturelding missir tvo menn. Róbert Sighvatsson fer líklega til Schutterwald AFTURELDING missir tvo af lykilmönnum sínum til Danmerk- ur og Þýskalands. Jóhann Samú- elsson hefur gengið frá samningi við danska 1. deildarliðið Bjerr- ingbro á Mið-Jótlandi og Róbert Sighvatsson er að bíða eftir að fá samning sendan frá þýska lið- inu Schutterwald. „Þegar ég fékk tilboð frá Bjerringbro fannst mér að það væri kominn réttur tími til að breyta til — víkka sjóndeildar- hringinn og halda út,“ sagði Jó- hann í stuttu spjalli við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Jóhann sagði að liðið kæmi frá samnefndum bæ og væri góð stemmning í kringum liðið. „Það var Jan Lars- en, sem þjálfaði Þórsliðið þegar ég lék með því, sem hefur verið mér innan handar. Hann þjálfaði liðið síðastliðið keppnistímabil, þegar það tryggði sér sæti í 1. deild,“ sagði Jóhann. Róbert sagði að það væri mjög líklegt að hann gengi til liðs við Schutterwald, sem leikur í 1. deild næsta vetur — varð efst í 2. deild. „Ég bíð eftir að fá samn- ing sendan og fer líklega til Þýskalands til að ræða málin um næstu helgi,“ sagði Róbert. Róbert verður þriðji íslending- urinn til að leika með Schutter- wald, sem er frá samnefndri borg, sem er skammt frá Frei- burg í Svartaskógi. Hinir eru Siguijón Sigurðsson og Aðal- steinn Jónsson. KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR Dortmund með væn- lega stöðu BORUSSIA Dortmund er efst í þýsku úrvalsdeildinni eftir 1:1 jafntefli við Hamborg. Á sama tíma tapaði Bayern Munchen fyrir Hansa Rostock 1:0 og Otto Rehhagel, þjálfari Bæjara, var rekinn í kjölfarið. Það var þýski landsliðsmaðurinn Karlheinz Riedle sem færði Dortmund annað stigið með skalla- marki á 39. mínútu. Fré Þetta var fimmta Jóni Halldóri markið sem hann Garðarssyni skorar með skalia í i Þýskalandi vetur. Dortmund hefur nú 58 stig eins og Bayern, er með betra markahlutfall og einn leik til góða.„Við fengum fullt af tækifærum til að knýja fram sigur og það munaði oft aðeins nokkrum sentímetrum. En við getum lifað við þessi úrslit því Bayern tapaði," sagði. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dortmund. Rostok með tak á Bayern Hansa Rostock hefur tak á Bay- ern því liðið hefur aldrei tapað í þeim fjórum leikjum sem liðin hafa leikið í úrvalsdeildinni. Nígeríumað- urinn Jonathan Akpoborie gerði sig- urmarkið á 63. mínútu. „Ég er auð- vitað vonsvikinn. Þetta er þriðji heimaleikurinn í röð sem við náum ekki að sigra í,“ sagði Otto Rehhag- el, þjálfari Bayern, eftir leikinn. Síðar um daginn eða kl. 22.10 var tilkynnt að Otto Rehhagel hafi ver- ið rekinn og forseti félagsins, Franz Beckenbauer, tæki við stjórn liðsins út tímabilið. Fyrsti heimasigurinn í ár Kaislerslautern, meistaraliðið frá 1991, vann Bayer Uerdingen 3:0 og var þetta fyrsti sigur liðsins á heimavelli á þessu ári. Uerdingen hefur hins vegar ekki unnið á úti- velli 25 leiki í röð. Austurríkismaðurinn Toni Polst- er skoraði eina markið er Köln vann Stuttgart á útivelli 1:0. Polster hef- ur gert 10 af 26 mörkum Kölnar- manna í vetur. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Kölnar í Stuttgart í níu ár. Stuttgart var að leika sinn sjö- unda leik í röð án sigurs. Leverkusen í fallhættu Leverkusen er komið í fallhættu eftir slakt gengi að undanförnu. Liðið varð að sætta sig við tap gegn Karlsruhe á heimavelli, 2:1. Þetta var fyrsta tap Leverkusen gegn Karlsruhe síðan Bundesligan var stofnuð. ■ Úrslit / B6 ■ Staðan / B6 Morgunblaðið/Ásdís TeKur bestur NJARÐVÍKINGURINN Teitur Örlygsson var besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Teitur, sem varð 29 ára í janúar, hefur verið burðarás í liði Njarðvíkinga síð- ustu árin, en hann var að leika sitt ellefta ár með meistaraflokki UMFN í vetur. Teitur hefur löng- um glatt augu áhorfenda með frábærum tilþrifum á ieikvelli og þegar sá gállinn er á honum get- ur hann tekið leikinn í sínar hend- ur og þá stöðvar hann ekkert. Hann fékk í gær afhentan bikar frá Morgunblaðinu, strax að lok- inni landsliðsæfingu, og var myndin tekin við það tækifæri. Lokahóf körfuknattleiksfólks verður haldið í kvöld og þá kemur í ljós hvort leikmenn úrvalsdeild- arinnar eru sammála Morgun- blaðinu hvað þetta varðar. KNATTSPYRNA / ENGLAND Meistarabarátt- an heldur áfram Keith Gillespie hélt upp á að vera í byijarnarliði Newcastle á ný eftir tíu leiki á varamanna- bekknum, með því að skora sigur- mark liðsins á Elland Road í Leeds á sautjándu mín., 0:1. Þetta mark heldur enn von Newcastle um að verða Englandsmeistari — liðið er þremur stigum á eftir Man. Utd., á leik til góða. Leeds átti tvö skot sem höfnuðu á tréverkinu á marki Newcastle í byijun leiks - fyrst Lucas Radebe og þá Andy Gray, skalli. Kevin Keegan, knattspyrnu- stjóri Newcastle, sagði að baráttan héldi áfram. „Manchester United getur ekki fagnað sigri ennþá.“ Newcastle heimsækir Notting- ham Forest á fimmtudag og tekur síðan á móti Tottenham í loka- umferðinni um helgina. United taplaust á heimavelli Manchester United vann Nott- ingham Forest 5:0 og hefur ekki tapað leik á heimavelli á tímabilinu en liðið sækir Middlesbrough heim í síðustu umferð. Andy Cole var ekki í byijunarliði Manchester United í fyrsta sinn síð- an hann gekk til liðs við félagið en Paul Scholes, sem hafði ekki byijað í síðustu 26 leikjum, tók stöðu hans, þakkaði traustið og kom United á bragðið eftir 42 mínútur en Ryan Giggs var maðurinn á bak við mark- ið. Þungu fargi v^r létt af stuðn- ingsmönnum United, ísinn var brot- inn og David Beckham bætti öðru marki við með skalla þremur mínút- um síðar eftir sendingu frá Eric Cantona. Beckham var aftur á ferð- inni snemma í seinni hálfleik og síðan var komið að Giggs eftir und- irbúning Cantonas sem innsiglaði síðan sigurinn með glæsilegu marki eftir frábæran leik. „Fyrsta markið var mjög mikil- vægt fyrir okkur,“ sagði Beckham. „Það róaði okkur. Menn voru taugaóstyrkir en ungu strákarnir þekkja vel hver annan eftir að hafa leikið saman í unglingaliðinu og varaliðinu." Bolton og QPR féllu QPR vann West Ham 3:0 en þar sem Southampton, Coventry og Manchester City fögnuðu sigri hafði árangur QPR ekkert að segja, liðið var fallið í 1. deild. Sömu sögu er að segja af Guðna Bergssyni og samheijum í Bolton sem töpuðu 1:0 fyrir Southampton. Matthew Le Tissier gerði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik eftir hrikaleg mistök hjá bakverðinum Jimmy Phillips. Láiileysið var fylgifiskur Bolton. Guðni og félagar fengu nokkur marktækifæri en ekki átti fyrir þeim að liggja að skora. Serbinn Sasa Curcic hjá Bolton sagðist vilja skipta um félag. „Mig langar til að gera stóra hluti í Éng- landi en ef ég spila á þessu plani geri ég ekkert. Við eigum bestu stuðningsmennina og það yrði sárt að fara en við spilum eins og áhuga- menn og gefum mótheijunum mörk á silfurfati." Andrei Kanchelskis var með þrennu þegar Everton vann Sheffi- eld Wednesday 5:2. Tapið gerði það að verkum að Wednesday er í fall- hættu en Everton, Arsenal, Black- burn og Tottenham beijast um eitt Evrópusæti. Sunderland og Derby tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni næsta tímabil en flest bendir til að Lárus Orri Sigurðsson og samherjar í Stoke fari í aukakeppni um þriðja sætið. ■ Úrslit / B6 ■ Staðan / B6 Rehhagel og Ribbeck reknir OTTO Rehhagel, þjálfari Bay- ern Miinchen, var rekinn frá félaginu á laugardag eftir að liðið hafði tapað fyrir Hansa Rostock. Forseti félagsins, Franz Backenbauer, tekur við liðinu út þetta keppnistímabil og stjórnar því í fyrsta sinn í Evrópuleiknum gegn Borde- aux annað kvöld. ítaiski þjálf- arinn Giovanni Trapattoni, sem þjálfaði Bayern i fyrra, tekur síðan við liðinu eftir tímabilið og hefur þegar gert tveggja ára samning. Rehhagel hefur verið gagn- rýndur að undanförnu fyrir leikaðferð sína og hefur Jiirg- en Klinsmann verið fremstur í flokki þeirra sem hafa látið óánægju sína í yós - og sagði Beekenbauer um helgina að hann hefði tekið þá ákvörðun að láta Rehhagel fara vegna mikils þrýsting um það frá fimm stjórnarmönnum og fjór- um leikmönnum, m.a. Klins- mann og fyrirliðanum Lothar Matthfius. Keppnistímabilið 1993 til 1994 var Erich Ribbeck rekinn frá Bayern er liðið var í örðu sæti. Beckenbauer tók þá við og liðið varð meistari. Erich Ribbeck var látinn hætta þjá Bayern Leverkusen eftir að liðið tapaði fyrir Karlsruhe á iaugardag. íuémR FOLK ■ BRYAN Rohson hefur gert nýjan samning við Middlesbrough og verður knattspyrnustjóri félagsins til '1999. Robson hefur verið nefndur sem næsti landsliðsþjálfari Eng- lands en ljóst er að svo verður ekki. ■ DANSKI miðheijinn Mikkel Beck, leikmaður með Köln, hefur ákveðið að ganga til liðs við Midd- lesbrough, að sögn danska blaðsins B.T. Beck, sem er 22 ára, hefur skrifað undir fjögurra ára samning, sem gefur honum 495 millj. ísl. kr. í vasann. ■ GARY Mabbutt, fyrirliði Tott- enham, sem hefur verið leikmaður Spurs í 14 ár, hefur gert samning um að vera áfram hjá félaginu næstu tvö árin. „Næstu tvö ár verða spenn- andi hjá Tottenham og helsta mark- mið mitt er áfram að verða Eng- landsmeistari," sagði Mabbutt sem verður 36 ára þegar samningurinn rennur út. ■ GABRIEL Batistuta innsiglaði 3:1 sigur Argentínu á móti Bólivíu í undankeppni HM síðasta vetrardag og hefur þar með gert 34 mörk í landsleikjum eins og Diego Mara- dona. Það er met í Argentínu. ■ LUIS Fernandez, þjálfari Frakklandsmeistaraliðs París St Germain, tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að hætta með liðið að loknu tímabilinu vegna álagsins sem starfinu fylgdi. ■ FERNANDEZ sagðist hafa tekið fyrrnefnda ákvörðun fyrir nokkrum vikum en ekki vegna markalauss jafnteflis liðsins við botnlið Martigu- es sl. þriðjudag. „Ég er ekki ánægð- ur með jafntefli á móti neðsta liðinu en baráttunni um meistaratitilinn er ekki lokið,“ sagði hann. ■ KÍNVERSKA meistaraliðið Shenua áætlar að gera samning við þijá franska leikmenn með það í huga að þeir geti byijað að leika með liðinu 5. maí. Um er að ræða Christian Perez hjá Nimes, Clem- ent Garcia hjá Gueugnon og Jose Bray hjá Lille. ■ ZINEDINE Zidane, miðjumaður hjá Bordeaux, var kjörinn besti leik- maður frönsku deildarinnar í knatt- spyrnu en leikmenn stóðu að kjörinu. Youri Djorkaeff hjá PSG var í öðru sæti og Daniel Bravo, samheiji hans, í þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.