Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 8
Keflavík með ítölsku liði í riðli KORFUKNATTLEIKUR Snillingar í sviðsljósinu David Robinson fór á kostum þeg- ar San Antonio vann Phoenix 110:105 í öðrum leik liðanna í úrslita- keppni NBA-deildarinnar í körfu- knattleik. Hann setti persónulegt met í úrslitakeppni með því að gera 40 stig en auk þess tók hann 21 frákast. „David var ótrúlegur," sagði Bob Hill, þjálfari San Antonio. „Eg er ekki að reyna að sanna eitthvað heldur hugsa aðeins um að sigra,“ sagði miðheijinn, en liðið getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Phoenix á morgun. Charles Barkley gerði það sem hann gat til að halda liði sínu inni í leiknum í fyrrinótt, gerði 30 stig og tók 20 fráköst. Kevin Johnson skor- aði 21 stig og tók 20 fráköst. „Þetta var frábær leikur en við töpuðum mikilvægri viðureign," sagði Bark- ley. „David var ailt í öllu og þeir eiga hrós skilið.“ Chicago átti ekki í erfiðleikum með Miami og vann 106:75. Michael Jordan gerði 26 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar heimamenn náðu 25 stiga forystu en kappinn tognaði í bakvöðva þegar hann reyndi sniðskot í seinni hálfleik. „Gömul meiðsl tóku sig upp en þetta er ekki alvarlegt," sagði Jordan. „Sigurinn var eins sannfærandi og hugsast getur,“ sagði Pat Riley, þjálfari Miami, en Chicago náði mest 34 stiga forystu í seinni hálfleik. „Leikmenn Chicago gerðu allt rétt.“ Jordan tók í sama streng. „Við þurf- um að spila svona í hveijum leik til að komast langt t úrslitakeppninni.“ Scottie Pippen var með 24 stig fyrir Chicago, tók átta fráköst og átti átta stoðsendingar. Shaquille O’Neal var maðurinn á bak við 92:77 sigur Orlando á móti Detroit, en hann skoraði 29 stig. Nick Anderson og Penny Hardaway gerðu sín 15 stigin hvor og sá síðar- nefndi átti átta stoðsendingar. „Við sigruðum fyrst með 20 stiga mun og svo 15 stiga mun en samt höfum við ekki náð að stilla strengina í heilum leik,“ sagði Hardaway. Sacramento fagnaði fyrsta sigri félagsins í úrslitakeppni í 15 ár en liðið kom á óvart í Seattle og vann 90:81. Staðan er 1:1 en næstu tveir leikir verða í Sacramento. „Við hræddum þá,“ sagði Mitch Rich- mond, sem gerði 37 stig fyrir gest- ina. „Nú eru þeir á hælunum en við stöndum vel að vígi og eigum heima- leikina til góða.“ Olden Polynice tók 16 fráköst fyrir Sacramento og skor- aði 12 stig eins og Billy Owens og Sarunas Marciulionis. Shawn Kemp var í leikbanni í fyrsta leik félaganna en gerði 21 stig fyrir Seattle í fyrri-, nótt. Hersey Hawkins var með 18 stig en þetta var aðeins fjórða tap Seattle á heimavelli á tímabilinu. „Magic“ Johnson var maðurinn á bak við 104:94 sigur Los Angeles i öðrum leik liðsins gegn meisturum Houston og skoraði 26 stig. Eddie Jones var með 20 stig og tók 11 fráköst en Nick Van Exel gerði 15 stig. Sam Cassell skoraði 22 stig fyrir meistarana en Hakeem Olajuw- on lenti í villuvandræðum og lék ekki síðustu 10 mínúturnar. Johnson lét tapið í fyrri leiknum fara í taugarnar á sér og sagði fyrir annan leikinn að han gæti séð um þetta en þá tók hann sjö fráköst og átti fimm stoðsendingar. „Ég reyndi að gera það sem ég get best gert,“ sagði hann. „Ég vil ekki aftur sjá að menn brotni niður eins og í fyrsta leiknum." Clyde Drexler gerði 13 stig fyrir Houston. „Hugarfar leik- manna Los Angeles var rétt og „Magic“ kemur með nýja ólýsanlega vídd í leikinn," sagði hann. Reuter MICHAEL Jordan tognaðl í bakvöðva þegar hann reyndl snið- skot í seinnl hálfleik þegar Chicago sigraðl Miaml. „Gömul meiðsl tóku sig upp en þetta er ekkl alvarlegt," sagði hann. KEFLVf KINGAR eru í 3. riðli Toto-Evrópukeppninnar í knattspyrnu ásamt fyrsta liði frá Ítalíu, Austurríki, Sviþjóð og Slóveniu. 1. umferðin fer fram 22. eða 23. júni og á Keflavík þá útileik í Svíþjóð. 29. eða 30. júní eiga Keflvík- ingar útileik í Slóveníu. 6. eða 7. júlí er útileikur í Austurriki og 20. júli fá Keflvíkingar full- trúa ítaliu í heimsókn. Ekki liggur fyrir hvaða lið verður um að ræða frá ítaliu en það fer ekki eftir endanlegri röð í deildinni heldur ákveður Knattspymusamband Ítalíu hvaða lið taka þátt i þessari keppni. IA og ÍB V taka þátt í UEFA-keppninni og að sögn Geirs Þorsteinssonar, skrif- stofustjóra KSÍ, bendir allt til þess að þau verði að taka þátt í forkeppni sem verður 17. og 24. júlí. Vegna æ fleiri þátttökuliða varð að bæta þessari forkeppni við en sig- urvegarar í henni halda áfram í næstu umferð, sem verður í ágúst og 1. umferðin fer síðan fram í september eins og áður. KR er í Evrópukeppni bik- arhafa og byrjar í forkeppni i ágúst. Sló dómara og fékk 40 leikja bann LEIKMAÐUR í 1. deild í Kól- umbíu var úrskurðaður í 40 leikja bann fyrir að slá dómara i leik. Dómarinn sagði að leik- maðurinn hefði slegið sig í magann en atvikið átti sér stað þegar leikmenn ruku að dóm- aranum og mótmæltu dómi. Leikmaðurinn, sem er 22 ára, verður frá keppni í nær ár fyrri vikið. VÉLSLEÐAR Vilhelm tvö- faldur meistari Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson AKUREYRINGURINN Vilhelm Vllhelmsson á Polaris varð melstari í snjókrossi og fjallaralli. Vilhelm Vilhelmsson frá Akur- eyri varð íslandsmeistari í tveimur greinum íslandsmótsins í vélsleðaakstri á ísafirði. Hann sigr- aði á Polaris í fjallaralli og snjó- krossi, en Garðbæingurinn Sigurður Gylfason á Ski-Doo sigraði í braut- arkeppni. Reykvíkingurinn Harald- ur Asgeirsson á sérútbúnum Polaris spyrnusleða varð meistari í spyrnu. Mót Snæfara á ísafirði var tvöfalt, í raun tvö mót, þar sem öðru móti sem átti að vera á Akueyri hafði verið frestað vegna snjóleysis. Vilhelm sigraði alls í sjö greinum og varð annar í fjórum greinum. Sigurður fékk sex gull, átta silfur og þrenn brons. Þessir tveir kappar voru í sérflokki, en Sigurður varð annar til meistara í spyrnu, ijalla- ralli og snjókrossi. Sölvi Lárusson á Polaris sigraði í tveimur greinum í flokki breyttra sleða í brautarkeppni og Haraldur Asgeirsson tryggði sér meistaratitilinn í spyrnu með tveim- ur sigrum í flokki breyttra sleða. „Það var ánægjulegt að vinna titil- inn í snjókrossi, þar sem hann gekk mér úr greipum í fyrra á síðustu stundu. Um tíma hélt ég að allt færi á sömu leið núna, þegar sleðinn bilaði lítillega, kveikjukerfið var að stríða mér,“ sagði Vilhelm í samtali við Morgunblaðið. „Það tókst að laga bilunina og ég náði að sigra þó ég ynni ekki í öllum riðlum. Það kom mér á óvart að sigra í fjallaralli. Jóhann Eysteinsson var að baka okkur Sigurð, þegar hann datt harkalega og varð að hæt'ta keppni, nauðugur viljugur með bilaða öxl. Ég fékk sleðann hans lánaðan í seinna mótið og tryggði mér sigur á góðum sleða. Jóhann var mér síð- an til halds og trausts alla keppn- ina, sem kom sér vel.“ Vilhelm sagði að brautarkeppnin hefði verið erfiðust. „Ég ók í mörg- um flokkum og fór samtals 35 hringi eða um 100 km á útopnu. Það er gífurlega erfitt líkamlega. Einnig þyrfti að breyta reglum þannig að við sem erum reyndari getum ekki keppt í öllum flokkum. Þá hafa yngri ökumenn meira að keppa að. Þegar ég var að byija fyrir níu árum eygði maður aldrei möguieika á vinningi. Breyting á reglum er til góðs fyrir upprenn- andi ökumenn. Núna set ég mig í stellingar fyrir keppni á moto cross mótorhjóli og go kart kappakstur, sem verður á Akueyri í sumar. Það þýðir ekkert að slá slöku við, þó snjórinn sé farinn og vélsleðinn sé kominn í hús,“ sagði Vilhelm. ENGLAND: 212 11X 2X2 1221 ITALIA: 1X2 X12 111 1X1X

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.