Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 1
f SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. MA11996 BLAÐ Sýningar 3 Brussel í máli og myndum Aflabrögð 4 Aflayfirlit og stadsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Góður árangur íslendinga á alþjóðlegri sýningu í Brussel TVEIR STORIR • ÁSGEIR Ásgeirsson, einneíg- enda Valeikur hf. í Reykjavík og samstarfsmenn hans, sýndu ein- hvern stærsta flatta saltfisk, sem um getur á Evrópsku sjávar- útvegssýningunni i Brussel i sið- Morgunblaðið/HG ustu viku. Þetta er þorskur og þurrkaður vegur hann um 20 kíló. Það er talið svara fil að minnsta kostí 50 kilóa upp úr sjó. Valeik stundar saltf iskverk- un og útflutning á salff iski. SH hefur sölu fyrir tvö bresk frystiskip SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- húsanna selur nú afurðir 53 frystiskipa, þar af 17 er- lendra. Átta ný skip hafa komið í viðskipti á þessu ári, þar af tvö bresk og eru það fyrstu bresku skipin sem SH selur fyrir. Nú eru 53 frystiskip komin í viðskipti við SH í lok ársins 1993 seldi SH afurðir af 26 frystiskipum, þar af 8 erlendum, og síðan hefur stöðugt bæst við. I lok síðasta árs voru 45 frystiskip í SH-flot- anum og nú eru þau orðin 53. Þetta kom fram í skýrslu Gylfa Þórs Magnús- sonar, framkvæmdastjóra markaðs- mála Sölumiðstöðvarinnar, á aðalfundi félagsins í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Flest skipin frysta bolfisk, eða 22 íslensk og að auki ö!l þau 17 erlendu skip sem eru í viðskiptum hjá SH. Tíu af íslensku skipunum frysta rækju og þau fjögur sem eftir eru með báðar línurnar. FJögur erlend f rystiskip bœst vlö f rá áramótum Af þeim átta skipum sem SHhefur tekið í viðskipti frá áramótum eru tvö bresk og tvö rússnesk. Þau rússnesku eru frá Murmansk, eins og fram hefur komið áður í blaðinu. Bresku skipin eru frá útgerðarfélaginu Boydline í Hull og eru þau fyrstu bresku fiskiskip- in sem SH þjónar, að sögn Gylfa Þórs Magnússonar. í lok síðasta árs féllu tvö skip út af þjónustulistanum vegna óvissu með útgerð þeirra eða sölumál. Bæði skipin frysta bolfisk. Af íslensku skipunum eru tvö á rækju, eitt er línuveiðiskip og það fjórða á bolfiski. Gylfi Þór sagði í samtali við Morgun- blaðið að orðsporið sem færi af Sölu- miðstöðinni í þessum efnum hefði þau áhrif að áhugi væri hjá erlendum út: gerðarfélögum að koma í viðskipti. í ræðu sinni á aðalfundinum í gær sagði hann að sú viðbót sem SH hefði fengið í erlendum frystiskipum styrkti allt markaðsstarf SH. Karfavinnsla vegur þyngst í fram- leiðslu sjófrystra afurða hjá fyrirtæk- inu en framleiðsla þorskflaka hefur þó aukist um 56% milli ára. Ýsan nær tvöfaldaðist milli ára og grálúðufram- leiðslan hefur aukist um 42%. Fréttir Margir vilja veiða síldina • PRESTUR til að sækja um leyfi til veiða í Síldar- smugunni rann út 25. april. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu sóttu 87 skip um leyfi til veiðanna. Skipin skiptust þannig milli skipa- flokka að bróðurparturinn var nótaskip, skuttogarar voru 27 talsins og loks voru nokkrir bátar meðal um- sækjenda. Veiðarnar mega hefjast þann 10. maí næst- komandi./2 Fiskurinn selbitinn • „MEÐAN þriggja mílna hrygningarstoppið var þá var allur afli selbitinn," sagði Stefán Stefánsson, hafnarvörður á Húsavík, í samtali við Verið í gær- morgun. „Sjómennirnir tóku bara upp fyrir rest vegna þess að þetta þýddi ekkert. Það var allt ónýtt sem í netunum var./4 Útflöggun tilumræðu • "ÚTFLÖGGUN fiski- skipaflotans var eitt helsta málið á árlegum vorfundi Norræna flutningamanna- sambandsins í Kaupmanna- höfn. I samtali við Morgun- blaðið sagði Borgþór Kjernested að þegar til lengdar léti gæti útflöggun fiskiskipaflotans haft áhrif á atvinnuástand sjómanna og því væri brýnt að taka á henni./7 Rækjuveiðin við Kanada virðist breytt • BJARNI Sveinsson skip- stjóri á úthafsrækjuskipinu Pétri Jónssyni RE segist óttast að í hönd fari siðasta sumarið sem hægt er að stunda arðbærar rækju- veiðar á Flæmska hattinum. Engin veiði sé lengur í könt- unum og nú séu skipin að veiðum á mun grynnra svæði. Bjarni segir að veið- in hafi verið þokkaleg framan af veiðif erðinni en nú séu fleiri um hituna en áður. Engin veiði sé á þeim svæðum þar sem veiðarnar hafa verið stundaðar und- anfarin ár./8 Markadir Mikil síldarsöltun • SÍLDARSÖLTUN á síð- ustu vertíð varð sú mesta undanfarin fimm ár. Alls" var saltað í tæplega 141.000 tunnur, sem er reyndar að- eins 2.000 tunnum meira en á vertíðinni þar á undan. Þessar tvær síðustu vertíðir er mun betri en hinar þrjár á undan, en þá var aðeins saltað i um 61.000 tunnur og upp í rúmlega. 100.000. Vægi saltaðra flaka hefur farið vaxandi og skiptir sú verðmætaaukning miklu. Lítill tollfrjáls kvóti á inn- flutning á krydd- og edik- verkuðum flökin inn til ESB setur þó verulegt strik í reikninginn eftir inngöngu Svíþjóðar og Finnlands i sambandið. Síldarsöltun 1991-96 Þús. tunnur- -150 —o 1991-2*92-3 '93-4 '94-5 '95-6 Meira af þorski fer í söltun Hlutfall þorskafla verkaöísalt 1993-95 251 þús. tonn [ 1993 1994 1994 J • AUKIÐhlutfallþorsk- aflans hefur undafarin ár farið til söltunar. Sðltunin hefur haldið svipuðu magni, þrátt fyrir niður- skurð á kvótanum. Hlutfall- ið hefur því f arið úr 30% í 47% á þremur árum. Skýr- ingin er meðal annars sú að verð á saltfiski hefur farið hækkandi./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.