Morgunblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.05.1996, Qupperneq 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMiÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ1996 Sýningar 3 Brussel í máli og myndum Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Góður árangur íslendinga á alþjóðlegri sýningu í Brussel TVEIR STÓRIR • ÁSGEIR Ásgeirsson, einn eig- enda Valeikur hf. í Reykjavík og samstarfsmenn hans, sýndu ein- hvern stærsta flatta saltfisk, sem um getur á Evrópsku sjávar- útvegssýningunni í Brussel í síð- Morgunblaðið/HG ustu viku. Þetta er þorskur og þurrkaður vegur hann um 20 kíló. Það er talið svara til að minnsta kosti 50 kilóa upp úr sjó. Valeik stundar saltfiskverk- un og útflutning á salt'fiski. SH hefur sölu fyrir tvö bresk frystiskip * sölumiðstoð hraðfrysti- Nú eru 53 frystiskip íf S komin í viðskipti við SH Jendra-, Átta ný skip hafa 1 komið í viðskipti á þessu ári, þar af tvö bresk og eru það fyrstu bresku skipin sem SH selur fyrir. í lok ársins 1993 seldi SH afurðir af 26 frystiskipum, þar af 8 erlendum, og síðan hefur stöðugt bæst við. I lok síðasta árs voru 45 frystiskip í SH-tlot- anum og nú eru þau orðin 53. Þetta kom fram í skýrslu Gylfa Þórs Magnús- sonar, framkvæmdastjóra markaðs- mála Sölumiðstöðvarinnar, á aðalfundi félagsins í íþróttahöllinni á Akureyri í gær. Flest skipin frysta bolfisk, eða 22 íslensk og að auki öll þau 17 erlendu skip sem eru í viðskiptum hjá SH. Tíu af íslensku skipunum frysta rækju og þau fjögur sem eftir eru með báðar línurnar. Fjögur erlend frystlskip bæst vlð frá áramótum Af þeim átta skipum sem SH hefur tekið í viðskipti frá áramótum eru tvö bresk og tvö rússnesk. Þau rússnesku eru frá Murmansk, eins og fram hefur komið áður í blaðinu. Bresku skipin eru frá útgerðarfélaginu Boydline í Hull og eru þau fyrstu bresku fiskiskip- in sem SH þjónar, að sögn Gylfa Þórs Magnússonar. í lok síðasta árs féllu tvö skip út af þjónustulistanum vegna óvissu með útgerð þeirra eða sölumál. Bæði skipin frysta bolfisk. Af íslensku skipunum eru tvö á rækju, eitt er línuveiðiskip og það fjórða á bolfiski. Gylfi Þór sagði í samtali við Morgun- blaðið að orðsporið sem færi af Sölu- miðstöðinni í þessum efnum hefði þau áhrif að áhugi væri hjá erlendum út: gerðarfélögum að koma í viðskipti. í ræðu sinni á aðalfundinum í gær sagði hann að sú viðbót sem SH hefði fengið í erlendum frystiskipum styrkti allt markaðsstarf SH. Karfavinnsla vegur þyngst í fram- leiðslu sjófrystra afurða hjá fyrirtæk- inu en framleiðsla þorskflaka hefur þó aukist um 56% milli ára. Ysan nær tvöfaldaðist milli ára og grálúðufram- leiðslan hefur aukist um 42%. Fréttir Markaðir Margir vilja veiða síldina • FRESTUR til að sækja um leyfi til veiða í Síldar- smugunni rann út 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu sóttu 87 skip um leyfi til veiðanna. Skipin skiptust þannig milli skipa- flokka að bróðurparturinn var nótaskip, skuttogarar voru 27 talsins og loks voru nokkrir bátar meðal um- sækjenda. Veiðarnar mega hefjast þann 10. maí næst- komandi./2 Fiskurinn selbitinn • „MÍEÐAN þriggja mílna hrygningarstoppið var þá var allur afli selbitinn,“ sagði Stefán Stefánsson, liafnarvörður á Húsavík, í samtali við Verið í gær- morgun. „Sjómennirnir tóku bara upp fyrir rest vegna þess að þetta þýddi ekkert. Það var allt ónýtt sem í netunum var./4 Útflöggun til umræðu • “ÚTFLÖGGUN fiski- skipaflotans var eitt helsta málið á árlegum vorfundi Norræna flutningamanna- sambandsins í Kaupmanna- höfn. í samtali við Morgun- blaðið sagði Borgþór Kjernested að þegar til lengdar léti gæti útflöggun fiskiskipaflotans haft áhrif á atvinnuástand sjómanna og því væri brýnt að taka á henni./7 Rækjuveiðin við Kanada virðist breytt • BJARNI Sveinsson skip- stjóri á úthafsrækjuskipinu Pétri Jónssyni RE segist óttast að í hönd fari síðasta sumarið sem hægt er að stunda arðbærar rækju- veiðar á Flæmska hattinum. Engin veiði sé lengur í könt- unum og nú séu skipin að veiðum á mun grynnra svæði. Bjarni segir að veið- in hafi verið þokkaleg framan af veiðiferðinni en nú séu fleiri um hituna en áður. Engin veiði sé á þeim svæðum þar sem veiðarnar hafa verið stundaðar und- anfarin ár./8 Mikil síldarsöltun • SÍLDARSÖLTUN á síð- ustu vertíð varð sú mesta undanfarin fimm ár. Alls var saltað í tæplega 141.000 tunnur, sem er reyndar að- eins 2.000 tunnum meira en á vertíðinni þar á undan. Þessar tvær síðustu vertíðir er mun betri en hinar þrjár á undan, en þá var aðeins saltað í um 61.000 tunnur og upp í rúmlega, 100.000. Vægi saltaðra flaka hefur farið vaxandi og skiptir sú verðmætaaukning miklu. Lítill tollfijáls kvóti á inn- flutning á krydd- og edik- verkuðum flökin inn til ESB setur þó verulegt strik í reikninginn eftir inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í sambandið. Síldarsöltun 1991-96 Þús. tunnur-----------------150 1991-2*92-3 '93-4 '94-5 '95-6 Meira af þorski fer í söltun Hlutfall þorskafla verkað í salt 1993-95 • AUKIÐ hlutfall þorsk- aflans hefur undafarin ár farið til söltunar. Söltunin hefur haldið svipuðu magni, þrátt fyrir niður- skurð á kvótanum. Hlutfall- ið hefur því farið úr 30% í 47% á þremur árum. Skýr- ingin er meðal annars sú að verð á saltfiski hefur farið hækkandi./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.