Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 87 skip sóttu um í Síldarsmuguna FRESTUR til að sækja um leyfi til veiða í Síldarsmugunni rann út 25. apríl. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu sóttu 87 skip um leyfi til veiðanna. Skipin skiptust þannig milli skipaflokka að bróðurparturinn var nótaskip, skuttogarar voru 27 talsins og loks vom nokkrir bátar meðal umsækjenda. Tvö af þessum 87 skipum fá lík- lega ekki leyfi vegna þess að um- sóknin barst of seint. Einnig munu nokkur skip í viðbót detta út vegna þess að skilyrðin eru að skipin hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni í ís- lenskri lögsögu. Nokkur skipanna eru á leiðinni inn á skipaskrá og fá ekki leyfi til veiða í Síldarsmugunni fyrr. íslendingar hafa ákvarðað sér 244.000 tonn síldarkvóta úr norsk- íslenzka síldarstofninum á þessu ári, en á því síðasta veiddum við um 170.000 tonn af þessari síld. Veiðarn- ar mega hefjast 10. þessa mánaðar og verður aflanum ekki skipt á ein- stök skip fyrr en 190.000 tonn verða veidd. Náist 244.000 tonnin öll og veiði af Suðurlandssíld á árinu verði svipuð og áður, um 130.000 tonn, verður árið í ár sjöunda bezta síldar- árið frá upphafi. Útlit fyrir svipað verð á humrinum ÚTLIT er fyrir að verð á humri á mörkuðum erlendis verði svipað og í fyrrd. Undirbúningur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrir humarvertíð- ina hefur nú staðið um nokkurt skeið, að sögn Elísabetar Hjaltadóttur, markaðsstjóra. „Við emm búin að eiga fundi með kaupendum undan- farnar vikur og heyra í þeim hljóðið." Eh'sabet segir að eins og málum sé háttað í dag líti út fyrir að það náist að halda nokkuð svipuðu verði og í fyrra. Eftirspurn sé alls staðar góð. „Við reiknum að sjálfsögðu með betri vertíð en síðast hérlendis, en vertíðin í fyrra olli miklum vonbrigð- um vegna lélegrar veiði, sem og verk- falla sem settu strik í reikninginn,“ segir hún. „Veiði í samkeppnislöndum hefur verið ágæt undanfarið þannig að framboð er töluvert meira en á sama tíma í fyrra.“ Aðspurð segir hún að það séu alltaf gerðir ákveðnir rammasamningar um hluta af magn- inu fyrirfram sem síðan leiði verðið. „Við reiknum ekki með verðhækkun- um á þessari vertíð, en það lítur út fyrir að við náum að halda svipuðu verði.“ Bilsom heyrnahlífar Eigum til varahluti í Bilsom heyrnahlífakerfin, bæði hlífarnar og lúppukerfin. Einnig bjóðum við þjónustu við kerfin. Gerum tilboð í ný kerfi. Leitið upplýsinga. Markholfi 2, Mosfellsbæ, sími 566 8144 - fax 566 6241. RV kynnir gufudælu framtíðarinnar 25% MEIRI AFKÖST KEW gufudælan er best þegar mest liggur við... KEW gufudælan leysir öll verkefni sem krefjast heits vatns. Olía fita og föst óhreinindi hverfa fyrr og betur með heitu vatni. Meó KEW gufudælu aukast afköstin mikið miðað við ef unnið væri með köldu vatni. Skiptitilboð KEW 3840HA Verð án vsk. kr. 289.888 RV greiðir fyrir gömlu dæluna þína, í hvaöa ástandi sem hún er án vsk. kr. 30.000 Skiptitilboösverð án vsk. Kr. 259.888 StdpMKMðið qxói t» ÓOÖ6 1Í9* REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 FRÉTTIR Morgunblaðið/HG ÍSLENZKAR sjávarafurðir voru með eigin bás á Evrópsku sjávarafurðasýningunni og segir Bene- dikt Sveinsson, frmakvæmdastjóri ÍS, að vel hafi gengið á sýningunni. „Höfum fengið mikið af góðum fyrirspurniun“ ÍSLENZKAR sjávarafurðir og dótturfyrirtæki þeirra í Evrópu voru með stóran sýningarbás á Evrópsku sjávarafurðasýningunni í Brussel. Þar kynntu þeir afurðir sínar og funduðu með viðskiptavin- um. Auk þess eldaði Hilmar B. Jónsson, matreiðslumeistari ís- lenzka fiskinn fyrir gesti. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri ÍS, segist ánægður með árangurinn á sýningunni. „Við höfum fengið mikið af góð- um fyrirspurnum, sem meðal ann- ars sýnir að það er nauðsynlegt fyrir okkar að vera hér,“ segir Benedikt Sveinsson. „Það er einnig mjög gott að komin skuli öflug sjávarafurðasýning í Evrópu, sem mótvægi gegn sjávarafurðasýning- unni í Boston. Þátttaka í sýningum eins og þessari er orðinn verulegur hluti af daglegu starfi við að selja sjávarafurðir. Ágæt sýning Þessi sýning er ágæt, en það vekur þó athygli mína að lítið er um breytingar í vöruframboði. Það mætti vissulega auka vöru- þróun og nýjungar umfram það, sem hér má sjá. Svo tekið sé dæmi um bílasýningar, þá eru þar alltaf einhveijar nýjungar, sem geta átt eftir að hafa mikil áhrif á framvindu mála, og beðið er eftir í ofvæni. Þannig halda menn uppi spennunni, sem einmitt vantar í sjávarafurðasýningarn- ar. Gengur vel í belgíu Annars erum við ánægðir með gang mála hjá okkur hér í Belgíu. Við eigum í mjög góðu samstarfi við verzlanakeðjuna Covee og selj- um þeim mikið af fiski. Eigendur hennar hafa nú ákveðið að tvöfalda ljölda verzlana til áramóta og auka fisksöluna um 75%. Þetta er okkur mjög mikilvægt því fiskinn frá okkur selja þeir undir okkar eigin vörumerki, „Samband of Iceland". Fiskurinn er að vinna á um þessar mundir og við erum því bjartsýnir á framhaldið,“ segir Benedikt Sveinsson. Mikil söluaukning hjá Borgarplasti á þessu ári BORGARPLAST hf er að senda gám. af fiskikerum til Portúgal um þessar mundir og er búizt við að meira fylgi í kjölfarið, eða allt að 200 ker. Þorsteinn Sigurðsson, sölu og mark- aðsstjóri fyrirtækisins, segir að mik- il eftirspurn sé eftir fískikerum, en illa gangi að anna henni. Afgreiðslu- frestur sé orðinn um 6 vikur. Borgarplast tók þátt í Evrópsku sjávarafurðasýningunni og segir Þorsteinn að góður árangur hafí náðst. „Við höfum meðal annrs feng- ið óstaðfesta pöntun á 80 körum frá Kenya auk fjölda góðra fyrirspuma, segir Þorsteinn. Starfsemi fyrirtækisins hefur gengið mjög vel á þessu ári og fyrstu þijá mánuði þess jókst salan um 60% miðað við sama tíma í fyrra. Þar vegur aukinn útflutningur þyngst, en hann er þegar. orðinn um 50% af því, sem flutt var út allt síðasta ár. „Þetta er mun meira en við bjuggumst við á- þessum tíma og nú er unnið dag og nótt alla daga,“ segir Þorsteinn Sigurðsson. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN suounouiosiRtuT«, m nrvKJAvlx. sImi. «at ««?o, m. sn am

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.