Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR1. MAÍ 1996 C 3 SÝNINGAR „Sýningin hefur fest sig í sessi“ ÞATTTAKA íslenzkra fyrirtækja í Evrópsku sjávarafurðasýning- unni hefur aldrei verið meiri en á sýningunni í síðustu viku. Islenzk fyrirtæki voru alls um 30 talsins og áætla má að fulltrúar þeirra á sýningunni hafi að minnsta kosti verið 150. Mikill fjöldi sýningargesta kom einnig að heiman og hafa því hundruð Islend- inga verið á sýningunni. Islenzku fyrirtækjunum gekk öllum vel og á það jafnt við þau rótgrónu og hin, sem eru að stíga sín fyrstu skref á sýningum af þessu tagi. Evrópska sjávarafurðasýningin er orðin sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu og hefur vaxið hratt frá upphafi fyrir aðeins fjórum árum. Útflutningsráð hefur skipu- lagt þátttöku flestra íslenzku fyrirtækjanna á sérstökum þjóðar- bás, sem hefur farið stækkandi ár frá ári. Sameiginlegt íslenzkt sýningarsvæði verður enn stærra á næsta ári og „er ljóst að þessi sýning hefur fest sig í sessi,“ segir Katrín Björnsdóttir, sem skipu- lagði þátttökuna nú eins og áður. Morgunblaðið/HG ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, var meðal gesta við upphaf sýningarinnar. Hann skoðaði bása íslenzku fyrirtækj- anna auk þess að fara um sýninguna alla. Hér fræðist hann um fiskikerin frá Sæplasti á Dalvík ásamt Kristjáni Skarphéðins- syni, fiskimálafulltrúa Islands í sendiráði okkar í Brussel. Þeim á hægri hönd er Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Sæplasts. SKURÐARVÉLIN og flokkarinn frá Marel vöktu að vanda at- hygli sýningargesta og var Lárus Ásgeirsson, sölustjóri fyrirtæk- isins, mjög ánægður með gang mála. EIMSKIP var með bás á Evrópsku sjávarafurðasýningunni nú í fyrsta sinn. þar kynnti félagið starf- semina ajmennt, bæði í útlöndum og heima fyrir. Ný áætlun var meðal annars sýnd á ljósatöflu uppi á vegg. Á myndinni eru þeir Guðmundur Þorbjörnsson, Guðjón Auðunsson og Garðar Jóhannsson, starfsmenn Eimskips, en við hlið þeirra hvílir Adólf Guðmundsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Seyðisfirði, lúin bein. UTFLUTNINGSFYRIRTÆKIÐ Triton sýndi fjölbreyttar neytendavörur, sem byggðust að mestu á margs konar hrognum. Reykt, þorskhrogn frá Triton vöktu inikla athygli og fékk fyrirtækið mikið af áhugaverðum fyrirspurnum. SH HAFÐI sérstakan bás og kynnti starfsemi sína heima og í Evrópu. margir lögðu leið sína í básinn og hér sýnir Vilhjálmur Arnason, kynningafulltrúi SH, þeim Grími Valdimarssyni, forstjóra Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Gylfa Gaut Péturssyni, lögfræðingi í sjávarútvegsráðuneytinu, og Kristófer Má Kristinssyni, forstöðumanni Evrópuskrifstofu atvinnulífsins í Brussel, hluta þess sem SH hefur upp á að bjóða. Auk hefðbundinna afurða vöktu tilbúnir fiskréttir frá íslenzk- frönsku verulega athygli á básnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.