Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR1. MAÍ 1996 C 5 Seaflower fiskar mikið í Namibíu „ÞAÐ ER búinn að vera ævintýra- gangur á þessu,“ segir Hlöðver Haraldsson, skipstjóri á flaka- togaranum Seaflower sem gerður er út frá Luderitz í Namibíu. „Eg held að við séum aflahæsti togar- inn í Namibíu. Við erum búnir að fiska 2.263 tonn að verðmæti 170 milljónir króna á áttatíu úthalds- dögum." Hlöðver segir að aflinn hafi meira og minna verið stór lýsingur sem hafi fengist á um 300 faðma dýpi á svæðum sem aðrir hafi ekki fiskað áður. 90% aflans séu fengin á nýjum togmiðum. „Menn hafa ekki trúað því að fiskurinn sé svona djúpt heldur verið á grunnslóð- inni,“ segir hann. 1.246 tonn á 40 dögum „Spánveijar, sem hafa verið hér í tuttugu ár, höfðu ekki hugmynd um að hægt væri að fá svona fisk í jafn miklum mæli og við höfum fengið síðan um áramót.“ I síðasta túr var afli 1.246 tonn upp úr sjó eftir 40 daga eða 31 tonn á út- haldsdag. „Menn segja að þetta sé stærsti farmur sem landað hafi verið í Luderitz,“ segir Hlöðver. „Menn voru alveg steinhissa þegar við lönduðum enda var skip- ið svo troðfullt að við vorum með meira en tíu tonn af flökum inni í frystinum hjá kokkinum." í áhöfninni á Seaflower eru 94, þar af 11 íslendingar. Að sögn Hlöð- vers hefur gengið mjög vel að þjálfa Namibíumennina í flaka- vinnslu, þrátt fyrir að helmingi færri sinni því starfi en á spænsku togurunum. „Þessir strákar sem við höfum haft frá íslandi hafa verið ótrúlega fijótir að ná tökum á því sem þeir eru að gera,“ segir hann. „Vinnslu- dekkið var sett upp á Akureyri og það hefur einnig komið mjög vel út. Vinnslulínurnar eru mjög ein- faldar og það gengur vel að kenna mönnum á þær. Það hefur því sannað sig að það borgar sig að gera hlutina vel.“ Óplægður akur Hlöðver segir að íslensku veiðar- færin hafi einnig reynst mjög vel. Styrkleiki þeirra hafl gert þeim kleift að fiska á mun verri botni en öðrum togurum. Á Seaflower eru hlerar frá J. Hinrikssyni og troll frá Hampiðjunni. „Nú eru menn famir að vera hálfhræddir við kvótaleysi og þá segi ég að menn eigi bara að drífa sig hér út fyrir 200 mílurnar og finna fisk,“ segir hann. „Hér er allt óplægður akur. Hér er sama þróunin og heima fyrir tíu árum þegar menn voru að læra að fiska grálúðu á djúpslóð. Einnig hér eru menn alltaf að fara dýpra og dýpra. Við erum að verða bún- ir að fiska fyrir 200 milljónir á 105 úthaldsdögum og ég held að skipið hafi kostað um 200 milljónir fyrir utan breytingar." Hiöðver segist því vera bjart- sýnn á að menn eigi eftir að gera stóra og góða hluti í Namibíu með sama áframhaldi. Þess má geta að hann er í fríi þrátt fyrir að tog- arinn sé á sjó vegna þess að hann var að eignast lítinn son. Hann skírði soninn í höfuðið á Benedikt Sveinssyni, framkvæmdastjóra Is- lenskra sjávarafurða. Celus með umboð fyrir Proderm húðvörnina FYRIRTÆKIÐ Celsus hefur umboð fyrir sænsku húðverndunaruppfinn- ingunni Proderm, sem skýrt var frá í Verinu í síðustu viku. Proderm hefur verið prófað í tveimur íslenzkum fyrirtækjum, meðal annars í fisk- vinnslu. Komið hefur í ljós að það er góð húðvörn gegn átu í físki, er sótthreinsandi og fyrirbyggir vandamál vegna notkunar gúmmíhanzka og sótthreinsiefna. Á FÆRUM Morgunblaðið/Alfons Það sem eftir er af kvótanum í lok apríl 1996 (33% eftir at kvótaánnu) Þorskur, veiðiheimild, 101,6 þús. t, Ný staða, 21,9 þús. t. Karfi, veiðiheimild, 70,9 þús. t, Ný staða, 11,4 þús. t. Ufsi, veiðiheimild, 65,4 þús. t, Ný staða, 42,2 þús. Skarkoli, veiðiheimild, 14,0 þús. t, Ný staða, Úthafsrækja, veiðiheimild, 67,2 þús. t, Ný staða, 19,8 þús. t. Skel, veiðiheimild, 9,3 þús. t, Ný staða, 1,7 þús. t. Innfjarðarækja, veiðiheimild, 10,0 þús. t, Ný staða, 93 tonn Síld, veiðiheimild, 128,7 þús. t, Ný staða, 3,4 þús. t. Humar, veiðiheimild, 594 tonn Ný staða, 592 tonn Loðna, veiðiheimild, 1.108 þús. t, Ný staða, 224 þús. t. R AÐ AUGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Skipstjóra vantar á frystiskip sem gert er út á rækju og bolfisk innan landhelgi og utan. Svar leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „Skipstjóri - 3412“. TIL SÖLU• Fiskvinnsluvélar Höfum til sölu og afhendingar nú þegar eftir- taldar vélar: Baader 185 flökunarvél, árgerð 1986. Baader 184 flökunarvél, árgerð 1987. Baader 52 roðvél, árgerð 1991. Baader 427 hausari, árgerð 1986. Nánari upplýsingar gefur Steinar Guðmunds- son, sölustjóri, símar551 1777og893 1802. Álftafell ehf., fiskvinnsluvélar - útgerðarvörur, Austurbugt 5, 101 Reykjavík. BÁTAR — SKIP ■ Báturtil sölu Höfum til sölu 30 brl. eikarbát, smíðaðan 1976, með 366 hestafla Caterpillar aðalvél. Búnaður og tæki bátsins hafa verið endurnýj- uð verulega og hann er í mjög góðu ástandi. Báturinn selst með veiðileyfi og aflahlutdeild- um sem samsvara eftirfarandi aflamarki mið- að við úthlutun fyrir fiskveiðiárið 1995/1996: Þorskur 0,5 tn, ýsa 0,7 tn, ufsi 1,6 tn og úthafsrækja 2,5 tn. Húnaflóarækja Höfum til sölu 3,1318969% aflahlutdeild í Húnaflóarækju. Aflamark 1995/1996 83 tn. Veiðileyfi (endurnýjunarréttur) Höfum kaupendur að veiðileyfum (endurnýj- unarrétti) skipa og báta af öllum stærðum. LM skipamiðlun Friðrik J. Arngrímsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustíg 12, Reykjavík, sími 562 1018. KVtilTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu. Karfi og grálúða til leigu. Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Aðalfundur Fiskmarkaðarins í Þorlákshöfn verður haldinn í Duggunni, Þorlákshöfn, mið- vikudaginn 8. maí 1996 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins og um aukningu hlutafjár. 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.