Morgunblaðið - 03.05.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 03.05.1996, Síða 1
108 SÍÐUR B/C/D 99. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sorp- hreinsun á Everest Kathmandu. Reuter. FIMMTÁN nepalskir Ij'all- "göngumenn hyggjast ganga á Everest-tind í Himalaya-fjöllum í næstu viku til að hreinsa burt hluta af öllu því sorpi sem safn- ast hefur þar fyrir. Hyggjast mennirnir fjarlægja 1,5 tonn af rusii, auk þess sem reyna á að flytja þijú lík, sem sjást nærri haugunum, niður. Taiið er að um 16 tonn af sorpi séu á fjallinu, m.a. súrefn- istankar, tjöld, piast- og gas- hylki ýmiss konar. Göngumenn- irnir ætla sér 50 daga til verks- ins og mun hver fara fimm ferð- ir til South Col-búðanna sem eru í 7.906 metra hæð. Reuter Verðlauna- gripunum fargað? NAUTGRIPABÓNDINN Andy Wilson lítur á verðlaunagripi sína á Ayr-landbúnaðarsýningunni í gær, en vera kann að hann neyð- ist til að slátra þeim á næstunni vegna áforma bresku stjórnarinn- ar um að farga þúsundum naut- gripa til að útrýma kúariðu. Slátr- un er þegar hafin og fengu bænd- ur einungis að vita með nokkurra klukkustunda fyrirvara hvar og hvernig nautgripunum verður slátrað. Hafa þeir mótmælt þess- um aðgerðum harðlega og kallað þær „eitt allsherjar klúður“. ■ Breskir íhaldsmcnn/26 Jeltsín staðfest- ir Tsjetsjníjuför Moskvu. Reutcr. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti staðfesti í gær að hann hygðist haida til Tsjetsjníju um miðjan mánuðinn og að hann væri reiðubúinn að hitta leiðtoga skæruliða að máli þar, að sögn /nterfax-fréttastofunnar. „í fyrsta lagi verð ég að færa hermönnunum, sem hafa unnið mik- ið starf, þakkir, í öðru Iagi ætla ég að hitta ættarhöfðingjana og í þriðja lagi að koma skriði á viðræðurnar," var haft eftir forsetanum. Hinn nýi leiðtogi tsjetsjenskra skæruliða, Zelimkhan Jandarbíjev, kvaðst á miðvikudag vera reiðubúinn að eiga viðræður við stjórnvöld í Moskvu um friðsamlega lausn á blóðbaðinu í Tsjetsjníju en í byijun vikunnar komst á kreik orðrómur um að Jandarbíjev hefði fallið. Sergei Medvedev, blaðafulltrúi Jeltsíns, útilokaði ekki að forsetinn myndi hitta Jandarbíjev og Öllu, ekkju hins látna leiðtoga skæruliða, Dzokhars Dúdajevs, að máli í Tsjetsjníju. ■ Heilög barátta/35 Bæjarsljórnarkosningar á Bretlandi íhaldsmönn- um spáð um 28% atkvæða London. Reuter. FYRSTU kosningaspár bentu til þess að breski íhaldsflokkurinn hlyti 28% atkvæða í bæjarstjórnarkosn- ingum, sem fram fóru á Bretlandi í gær, en Verkamannaflokkurinn 44%. Fyrirfram var búist við því að íhaldsmenn biðu afhroð í kosningum, myndu tapa allt að helmingi þeirra 1.200 sæta í bæjarstjórnum sem þeir héldu fyrir kosningar. Um miðnætti höfðu íhaldsmenn tapað 568 sætum, Verkamanna- flokkurinn unnið 438 sæti og Fijáls- lyndir demókratar" unnið 135 sæti. Þá hafði tæpur helmingur atkvæða verið talinn. Alls voru um tíu milljón- ir manna, um fjórðungur breskra kjósenda, á kjörskrá í gær. Kosið var um 3.000 sæti í bæjar- stjórnum. í síðustu kosningum í sömu kjördæmum, árið 1992, hlutu íhaldsmenn 42% atkvæða en Verka- mannaflokkurinn 34%. John Prescott, varaleiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði í gær að helsta málefni kosninganna að þessu sinni hefði verið „getuleysi þessarar ríkisstjórnar og forsætisráðherr- ans“. Michael Heseltine aðstoðarfor- sætisráðherra sagði hins vegar að árangurinn nú væri betri en í bæjar- stjórnarkosningum í fyrra en þá hlutu íhaldsmenn aðeins 25% at- kvæða. Skýr mynd af vilja kjósenda Efna verður til þingkosninga í Bretlandi fyrir mitt næsta ár og voru kosningarnar í gær þær síðustu sem fram fara þar í landi fyrir þann tíma. Eru þær því taldar gefa skýra mynd af vilja kjósenda og orðrómur hefur verið á kreiki í breska þinginu um að John Major forsætisráðherra neyðist til að segja af sér bíði flokk- urinn afhroð í kosningunum. Major og aðrir ráðamenn í íhaldsflokknum hafa vísað þessu á bug. Höfnin lokuð Rússum EINAR Johansen, formaður deildar Norges Fiskarlag í Finn- mörku, bendir á hluta þeirra tæplega 90 fiskiskipa sem komu í gær í veg fyrir að fimm rúss- neskir togarar gætu siglt inn í höfnina í Bátsfirði í norðaustan- verðri Finnmörku. Vildu sjó- mennirnir með þessu mótmæla því að fiskvinnslufyrirtæki í Norður-Noregi kaupi fisk af Rússum en ekki norskum skip- um. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Johansen að þess væri krafist að landanir erlendra skipa á þorski yrðu bannaðar tímabundið. Óljóst væri á þeirri stundu hve lengi aðgerðirnar myndu standa yfir og hvort þær myndu breiðast út. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, beindi þeirri ósk í gær til fiskvinnslunnar og samtaka sjómanna- og útgerðarmanna að þeir reyndu að komast að sam- komulagi þar sem hætt sé við að aðgerðirnar verði til þess að loka verði fiskvinnsluhúsum á svæð- inu. ■ Vilja tímabundið/24 • Scanfoto/Ola Magnus Rapp Bosníu-Serbar vilja greiða fyrir samskiptum við Serbíu Yjað að afsögn Karadzic London. The Daily Tolegraph. EINN af valdamestu stjómmálamönn- um Bosníu-Serba gaf í gær til kynna að mögulegt væri að Radovan Karadzic, leiðtogi þeirra, og Ratko Mladic, yfirmaður herafla Bosníu- Serba, kynnu að segja af sér til að greiða fyrir samskiptunum við Serbíu. Þetta kom fram í samtali sem RE771-fréttastofan átti við Momcilo Krajisnik, forseta þings Bosníu- Serba, og útvarpað var í gær. „Við viljum ekki framfylgja stefnu sem gengur þvert á vilja Serbíu og Svart- fjallalands," sagði Krajisnik. „Við vonumst til þess að geta átt náið samstarf við leiðtoga þeirra - og ef nauðsyn krefur munu þeir sem fara með æðstu embætti í Serbneska lýðveldinu [yfirráðasvæði Serba í Bosníu] samþykkja að víkja fyrir öðrum ... með því skilyrði að Serb- neska lýðveldið haldi velli." Mladic og Karadzic eru eftirlýstir af stríðsglæpadómstólnum í Haag og samkvæmt friðarsamkomulaginu um Bosníu, sem náðist í Dayton á síðasta ári, mega þeir ekki gegna neinum opinberum embættum. Báðir hafa lýst því yfir að það sé á valdi bosnísk-serbneskra kjósenda að velja sér leiðtoga en stefnt er að kosningum í landinu í haust. Fyrir tveimur mánuðum gaf Mladic í skyn að hann kynni að bjóða sig fram í kosningunum, þrátt fyrir ákvæði friðarsamningsins. * Ahyggjur vegna vanskapaðs lax Ósló. Morgunblaðid. VANSKAPAÐUR lax hefur valdið fiskeldismönnum í Noregi miklu fjárhagstjóni og áhyggjum. Er talið að í nyrðri Þrændalögum hafi tapast um 700 milljónir ísl. króna vegna vanskapaðs fisks og hyggjast Norðmenn nú hrinda af stað umfangsmikilli rannsókn á því hver orsökin er, að því er segir í Aftenposten. Enginn veit hvers vegna æ fleiri eldislaxar klekjast út án sporðs auk þess sem fjölmargir fískar eru með aflagaða kjálka. Sérfræðing- ar hafa þó útilokað að um vírus eða smit sé að ræða. Ekkert er athugavert við bragðið af fiskinum en ekki fæst nema brot af fullu verði fyrir hann sökum þessa. Per Andersen fiskeldisráðu- nautur getur sér þess til að um 5-10% eldislaxins sé vanskapaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.