Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 6
6 KÖSfUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Merkjasala hjartasjúk- linga MERKJASALA Landssam- taka hjartasjúklinga, undir kjörorðinu Tökum á - tækin vantar, stendur nú seni hæst. Tilgangur söfnunarinnar er að afla fjár til kaupa á hjarta- gæslutæki fyrir Landspítal- ann og að styðja barnahjarta- skurðlækningar á Islandi. Hjördís Kjartansdóttir, 12 ára hjartaþegi, afhenti Ingibjörgu Pálmadóttur heilbigðisráð- herra fyrsta merkið. .------------- Hundar bitu hænur TVEIR hundar réðust á og drápu fjórar hænur í Árbæjar- safni á þriðjudag. Hænurnar gengu við hænsnahús í miðri byggðinni við safnið þegar tveir lausir terrier-minkahundar réðust á fuglana og drápu. Starfsfólk safnsins veitti hundunum eftirför og voni þeir handsamaðir og tóku hundaeftirlitsmenn þá í sína vörslu. Umsögn 11 útvegsmannafélaga um krókafrumvarp FORSVARSMENN ellefu helstu út- vegsmannafélaga í landinu telja að varlega áætlað megi leiða líkur að því að aflaheimildir til skipa á afla- marki væru 25.000 tonnum hærri en í dag ef krókabátar hefðu virt gildandi reglur og ekki veitt umfram veiðiheimildir undanfarin fimm ár. „Þegar þorskafli verður aftur 383 þúsund tonn eins og á viðmiðunarár- unum munu 98-þús. t koma í hlut smábáta undir 10 brl. Þeir höfðu aftur á móti 13 þúsund tonn á við- miðunarárunum," segir í sameigin- legri umsögn útvegsmannafélag- anna til sjávarútvegsnefndar Alþing- is um frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um stjórn fiskveiða varðandi krókaleyfisbáta. Afhentu forsvarsmenn félaganna sjávarút- vegsnefnd álit sitt í gær. Nýjar tillögtir Útvegsmannafélögin mælast til þess að frumvarpi sjávarútvegsráð- herra verði breytt á þann veg að komið verði í veg fyrir að krókabát- ar njóti aukningar á leyfilegum heildarafla þorsks fyrr en leyfður hefur verið þorskafli yfir 285 þúsund tonn. Frumvarpið sé byggt á samkomulagi við Landssamband smábátaeigenda og feli m.a. í sér að á næsta ári verði krókaleyfishöf- um sjálfum heimilt að velja hvenær þeir nýti sóknardaga þrátt fyrir að allt bendi til að þeir veiði 13 þús. tonn umfram þau 6.800 t sem þeim voru ætluð á þessu fiskveiðiári. Tillögur útvegsmannanna eru breytingar sem hefðu m.a. í för með sér eftirfarandi: „Hlutur þeirra yrði 7,6% af leyfilegum þorskafla á ís- landsmiðum, eða sama hlutfall og var á milli báta á aflamarki og krókaleyfisbáta á fiskveiðiárinu frá. 1. sept 1991 til 31. ágúst 1992. Ennfremur að komið verði í veg fyr- ir að leyfilegur heildarafli þeirra fari yfir sett mörk. Það verður ekki gert nema með aflahámarki eða afla- marki á hvern bát. Nái þessar breyt- ingar ekki fram að ganga er það tillaga okkar að engar breytingar verði gerðar á núgildandi lögum enda voru þau endurskoðuð í þágu krókabáta fyrir ári. Það sem mun gerast að óbreyttu frumvarpi sjávarútvegsráðherra ■ er að aðilar, sem fengið hafa úthlutað aflahámarki, munu selja kvótann, kaupa trillu með sóknarmarki og breyta henni í aflmikinn nýtísku hraðfiskibát, sem fær að sækja óhindrað innan sóknardaga." MH-ingar vilja íþróttahús TUTTUGU nemendur Mennta- skólans við Hamrahlíð aflientu Birni Bjarnasyni menntamála- ráðherra undirskriftalista í gærmorgun. Vilja nemendur þannig mótmæla aðstöðuleysi til líkamsræktar við skólann, sem ekki á íþróttahús. Skólinn leigði til skamms tíma húsnæði íþróttafélagsins Vals við Hlíðar- enda en hætti því vegna kostn- aðar og óhagræðis sem af hlaust. Því hafa nemendur ekki liaft aðstöðu til íþróttaiðkunar um nokkurra anna skeið. Morgunblaðið/Kristinn Utandagskrárumræða á Alþingi um úthlutun útvarpsréttarnefndar á sj ónvarpsrásum Efasemdir um að úthlutun standist EFASEMDIR komu fram á Alþingi í gær um að úthlutun útvarpsréttarnefndar nýlega á 4 endurvarpsrásum til sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar stæðist samkeppnislög og einnig var gagnrýnt að í útvarpsréttarnefnd sætu fram- kvæmdastjórar tveggja stjórnmálaflokka, sem hefðu hagsmunatengsl við sjónvarpsstöðvar vegna auglýsingaviðskipta. , Úthlutun sjónvarpsrása_ var rædd utan dag- skrár á Alþingi að ósk Ástu Ragnheiðar Jó- hannesdóttir, þingmanns Þjóðvaka, sem sagði að sá háttur, sem hafður væri á við úthlutun sjónvarpsrása, hefði með réttu verið gagnrýnd- ur frá því að útvarpsréttarnefnd tók 4 rásir til endurúthlutunar, tvær af Stöð 2 og tvær af Stöð 3, og úthlutaði þeim öllum til Sýnar, sem væri í eigu íslenska útvarpsfélagsins, eins og Stöð 2. Miklu máli skipti þegar sjónvarpsrásum væri úthlutað, að þær reglur-sem farið væri eftir væru gangsæjar og öllum ljósar. Sjón- varpsrekstur kostaði miklar fjárfestingar og það gengi ekki að menn sem færu út í þær þyrftu að búa við það rekstraróöryggi sem nú ríkti. Þeir ættu ekki að þurfa að sæta því að ríkisskipuð nefnd breytti í veigamikilum atrið- um_ rekstrargrundvelli þeirra fyrirvaralítið. Ásta Ragnheiður sagði að útvarpsréttar- nefnd úthlutaði þessum rásum og nefndin væri skipuð af Alþingi þar sem stjórnmála- flokkar tilnefndu fulltrúa. Formaður nefndar- innar og einn stjórnarmanna væru fram- kvæmdastjórar stjórnmálaflokka, sem ættu í tugmilljóna króna viðskipturn við sjónvarps- stöðvar í kosningabaráttu. Þótt þeir væru ef til vill ekki vanhæfir samkvæmt stjórnsýslulög- um þá stangaðist þetta sannarlega á við anda laganna, og það væri einnig líklegt til að skapa tortryggni. Því væri spurning hvort seta þeirra í nefndinni stæðist almennt siðgæði. Formaður útvarpsréttarnefndar er Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, og Einar Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins, á einnig sæti í nefndinni. Hring-amyndun Ásta Ragnheiður sagði að svo virtist sem að hringamyndun væri í fjölmiðlun hér á landi og það væri áhyggjuefni. Sömu aðilar ættu Stöð 2 og Sýn og þeir ættu einnig og rækju Bvlgjuna og ættu hlut í útgáfufélagi DV, sem síðan ræki Tímann. Nú væri að koma upp samkeppnisaðili, Stöð 3, fyrsti einkarekni sam- keppnisaðilinn við sjónvarpsstöðvar íslenska útvarpsfélagsins. „Það skiptir því afar miklu máli, ef menn vilja samkeppni í einkarekstri sjónvarpsstöðva, að búa til þannig umhverfi að samkeppni sé möguleg. Svo er vissulega ekki við ríkjandi aðstæður. Þegar nefndin tekur rásir af Stöð 3 fyrirvaralítið og færir öðru fyrirtæki, sem er í markaðsráðandi stöðu, til að efla hana virðist það brjóta í bága við 17. grein samkeppnis- laga. Það eru því allar líkur á því að vinnu- brögð útvarpsréttarnefndar í síðustu úthlutun standist ekki samkeppnislög,“ sagði Ásta Ragnheiður, og bætti við að nefndin hefði átt að leita álits Samkeppnisstofnunar áður en úthlutunin á endurvarpsrásunum fjórum fór fram. Hún spurði Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, m.a. hver væri afstaða hans til þess að raunveruleg greiðsla komi fyrir afnot af sjónvarpsrásum og hvort hann teldi ekki að setja þyrfti skýrar úthlutunarreglur um sjón- varpsrásir. Dylgjum mótmælt Björn Bjarnason sagðist mótmæla dylgjum í garð nefndarmanna í útvarpsréttarnefnd og sagði ástæðulaust að gefa það til kynna að nefndin starfaði á óeðliíegum forsendum. Hann las síðan upp úr bréfi útvarpsréttar- nefndar þar sem forsendur fyrir úthlutun sjón- varpsrásanna til Sýnar voru skýrðar. Um er að ræða endurvarpsleyfi sem eru veitt til að endurvarpa viðstöðulaust dagskrá erlendra sjónvarpsstöðva, en slíkt endui-varp er aðeins heimilt þráðlaust um örbylgju. Á örbylgjusviði eru 22 rásir til ráðstöfunar fyrir sjónvarp. Þar af hefur útvarpsréttarnefnd til ráðstöfunar 17 rásir og hafa nýverið borist fleiri umsóknir um slíkar rásir en nefndinni er unnt að verða við. í bréfinu segir að nefndin hafi byggt umfjöll- un urn úthlutun sína á því meginsjónarmiði að gæta jafnræðis milli umsækjenda og sporna gegn því að leyfí'til endurvarps um örbylgju safnist á hendur fárra aðila. Ekki sé í útvarps- lögum heimildir til að synja umsóknum um endurvarpsleyfi á þeim forsendum að um mik- ii eigendatengsl séu milli eigenda fyrirtækja í sama rekstri. Nefndin hefur mest veitt 5 endurvarpsleyfi til sama aðila til 3 og 5 ára. Einnig hafa ver- ið veitt bráðabirgðaleyfi til mest eins árs í senn. Ákveðið var 21. mars sl. að gefa bráða- birgðaleyfi aðeins út til 6 mánaða. Gerður væri samningur við sumsækjendur við veitingu bráðabirgðaleyfa, þar sem kveðið væri á um fyrirvaralausa og bótalausa aftur- köllun bráðabirgðaleyfisins teldi nefndin slíkt nauðsynlegt til að tryggja eðlilega samkeppni. Útvarpsréttarnefnd taldi sig ekki hafa for- sendur til að synja umsókn Sýnar um leyfi til eridurvarps, enda væri um sjálfstæðan lögaðila að ræða, þótt mikil eigendatengsl væru milli fyrirtækisins og íslenska útvarpsfélagsins hf. Það fyrirtæki var jafnframt svipt tveimur bráðabirgðaleyfum og afturkölluð 2 vilyrði af þremur til íslenska sjónvarpsins hf., sem rekur Stöð 3, sem hefði haft þau vilyrði um 7 mán- aða skeið án þess að samningar lægju fyrir við erlendar sjónvarpsstöðvar þannig að unnt ) væri að ganga frá formlegri leyfisveitingu. í Engar skýringar Ásta Ragnheiður vísaði því á bug, að hún hefði verið með dylgjur í garð nefndarmanna í útvarpsréttarnefnd, heldur hefði hún aðeins verið að benda á að seta nokkurra nefndar- manna væru í andstöðu við anda stjórnsýslu- laganna. Hún sagði að engin skýring hefði komið fram um hvers vegna leyfin voru tekin af Stöð ) 3 og því væri nauðsynlegt að setja í úthlutunar- reglur skýr ákvæði um til hve langs tíma sjón- varpsrásum væri úthlutað. * Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki, sagði það spurningu um grundvallaratriði í stjórnsýslu hvernig útvarpsréttarnefnd væri skipuð, vegna hagsmunatengsla. Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, sagði að spurt hefði verið um afstöðu ráðherra til úLhiutun- arinnar, m.a. um hvort setja ætti skýrar reglur og um gjaldtöku, en þess í stað hefði ráðherr- ann lesið upp bréf frá útvarpsréttarnefnd. ) Ágúst sagðist skoða svarið sem fyrirlitningu gagnvart þingheimi að svara málinu með þess- um_ hætti. I Ágúst benti einnig á að varpað hefði verið fram spurningum í blaðagrein af prófessor við Háskóla íslands um íjárhagsleg tengsl sjón- varpsstöðva og stjórnmálaflokka og þessum hlutum yrðu flokkarnir að gera vel grein fyrir, þótt enginn héldi því fram að eitthvað væri bogið við úthlutun rásanna. Þjóðfélagið krefð- ist þess að um þessa hluti ríkti mikil upplýs- ingaskylda. Alþingis að ákveða gjald Björn Bjarnason sagði að í útvarpslögunum væri ekki veitt heimild til gjaldtöku. Það sé samningsatriði á milli útvarpsréttarnefndar og sjónvarpsstöðva hvaða gjald sé tekið. Nefndin hafi ákveðið að taka sama gjald af öllum stöðv- um og miða það við verslunarleyfisgjald. „Ef á að fara að bjóða út þessar rásir eða skattleggja þetta með öðrum hætti þarf Al- þingi að taka af skarið; það er ekki nefndarinn- ar,“ sagði Björn. Hann benti einnig á, að þessi ) gæði yrðu ekki lengi takmörkuð ef tækninni fleygði fram sem horfði. Þá yrði hér ótakmark- aður fjöldi útvarps- og sjónvarpsrása sem I menn gætu nýtt sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.