Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Starfsfólki Vöru- húss KE A sagt upp Sjö ára börn fá hjálma KIWANISKLÚBBURINN Kald- bakur afliendir á morgun öllum Akureyringuni sem fæddir eru árið 1989 að gjöf reiðhjólahjálma og öryggisveifur á reiðhjól. Alls er um að ræða um 250 börn og er samanlagt verðmæti gjafanna um 800 þúsund krónur. Hjálmarnir og veifurnar verða aflient við vérslunarmiðstöðina Sunnuhlíð frá kl. 14 á morgun. Lögreglan á Akureyri mun ræða við hjólreiðafólkið unga því mikil- vægt er að hjálmarnir séu rétt not- aðir og veifurnar festar rétt á hjólin. Hádegistónleikar BJÖRN Steinar Sólbérgsson org- anisti í Akureyrarkirkju heldur há- degistónleika í kirkjunni á morgun kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Bach, Cesar Franck og Eugéne Gigout. Sigurdís Harpa sýnir SIGURDÍS Harpa Arnarsdóttir opnar myndlistasýningu í Kaffi Karólínu og Deiglunni í Kaup- vangsstræti í kvöld, föstudags- kvöldið 3. maí kl. 22. Sýningamar samanstarida af lágmyndum og skúlptúrum úr bók- um. * Hængsmótið sett í dag HÆNGSMÓTIÐ, hið árlega íþrótta- mót fatlaðra, verður sett í íþrótta- höllinni á Akureyri í dag íd. 15. Alls eru um 230 keppendur, skráðir til leiks og er þetta stærsta og fjöl- mennasta Hængsmótið til þessa. Aðeins þegar íslandsmót fatlaðra hefur fallið inn í Hængsmótið, hafa keppendur verið fleiri. Keppt er í fjórum greinum, bocc- ía, bæði einstaklings- og svei- takeppni, bogfimi, borðtennis og lyftingum. Strax og setningarat- höfninni lýkur hefst sjálf keppnin og henni verður fram haldið á morg- un. Mótinu iýkur svo með lokahófi í íþróttahöllinni annað kvöld. Veisíustjóri verður sr. Pétur Þórar- insson, prestur í Laufási. Vegna hinnar miklu þátttöku þarf hluti boccíakeppninnar að fara fram í íþróttahúsi Glerárskóla í dag, svo og keppni í bogfimi á morgun. Alls verður keppt á 17 boccíavöllum, 13 í íþróttahöllinni og 4 í Glerár- skóla. Sjálfbær nýting sjávarspendýra SJÁLFBÆR nýting sjávarspendýra og samfélög á norðurslóðum er yfir- skrift ráðstefnu á vegum Háskólans á Akureyri, Rannsóknarstofnunar háskólans og norræns verefnis um menningarlega og félagslega þætti sjávarspendýraveiða og auðlinda- nýtingar á heimskautasvæðum. Fluttir verða 7 fyrirlestrar á ensku en ráðstefnan fer fram í húsnæði Háskólans á Akureyri, Þingvalla- stræti 23 fstofu 24. V íðavangshlaup UMSE VÍÐAVANGSHLAUP UMSE fer fram í Árskógi á morgun, laugar- daginn 4. maí og hefst kl. 10.30 en keppendur mæta til skráningar milli kl. 9 og 10. Allir sem taka þátt í hlaupinu og ljúka því fá viðurkenningarskjal, en veittir verða verðlaunapeningar fyr- ir 3 fyrstu sætin í hvetjum flokki og eignargripur fyrir fyrsta sæti í hvetjum flokki. Á síðasta ári var víðavangshlaup UMSE það íjölmennasta frá upp- hafi en þá mætti Ungmennafélagið Narfi með langflesta í hlaupið miðað við félagatölu. Hlaupið er öllum opið. Málþing um bókasöfn MÁLÞING um bókasöfn verður haldið í C-áhnu Verkmenntaskólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. maí og hefst það kl. 14.15. Menn- , ingarmálanefnd Akureyrar gengst fyrir málþinginu. Ávörp flytja Jakob Björnsson bæjarstjóri og Þóra C. Oskarsdóttir bókafuiltrúi ríkisinfi Hólmkell Hreinsson bókásáfnsfræðingur fjallar um bókasöfn á leið inn í nýja öld, Helga Thorlacius skóla- safnskennari ræðir um hlutverk skólasafna, Halldór Árnason kerf- isfræðingur um tölvutengingar í skóla og menntastofnunum á Akur- eyri og þá segja notendur safnanna ft'á áliti sínu, þau Freydís Ásta Frið- riksdóttir, Freyr Gauti Sigmunds- son, Guðmundur Ármann Sigur- jónsson og Ingólfur Ásgeir Jóhann- esson. ÖLLU starfsfólki Vöruhúss KEA, alls 20 manns, hefur verið sagt upp störfum frá óg með 1. maí sl. Magn- ús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri, segit' að tekin hafi verið ákvörðun um .að leggja Vöruhúsið niður í nú- verandi rnynd. Rekstur Vöruhússins hefur gengið illa og á síðásta ári var langmesta tapið á þeim rekstri í verslunargeira KEA. í Vöruhúsinu hefur verið versl- að með snyrtivörur, skófatnað, spott- vörur, fatnað, leikföng, hljómtæki PLÖNTUSALA Skógræktarfélags Eyfirðinga hefst í Kjarnaskógi i dag og er það óvenju snenimt eða fimni vikum fyrr en í fyrra. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga sagði að venjan væri og fleira. Starfsfólkið hefur 3-6 mán- aða uppsagnarfrest, en Magnús Gauti segir að unnið verði að því að útvega fólkinu aðra vinnu, innan fé- lagsins eða utan og er hann bjart- sýnn á að það takist. „Við höfum verið í viðræðum við ýmsa aðila um endurskipulagningu rekstursins en ég get þó ekki sagt neitt frekar um það mál á þessu stigi. Við munum samt reyna að ht'aða þeirri vinnu og helst að ljúka henni í þessum mánuði,“ sagði Magnús Gauti. sú að hefja plöntusölu um miðjan maí- mánuð í venjuleg árferði, en tíð hefði verið sérstaklega góð þannig að ekki væri eftir neinu að bíða. „Um leið og sólin fer að skína fara grænu fingurnir af stað,“ sagði hann. Morgunblaðið/Kristján Plöntusala að hefjast 1 31.000 2 vikur *Miðað við 4 í íbúð. Staðgreitt. An flugvallaskatta. Brottfarir 3. og 10. júní 1996 FLU G' UúU L.:UR.L.U OG U !.úRN.RA./4RSL/kTTU ÍR U - 1U /UÍRA ALHLIÐA OG O H AÐ FERÐASKRIFSTOFA _ .jli..'- Hamraborg 10 200 Kópavogi S. 564 1522 F. 5641707 daA.,íc RAtVIS Afgreiðslutími. Mán. - Fös. 08 - 20 Laug. - Sun. 10 - 16 KArVlb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.