Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aðalfundur Kaupfélags Rangæinga Samrunhm viðKÁ samþykktur Tap síðasta árs nam 26 milljónum króna , Morgunblaðið/Kristinn MARGIR fundarmanna voru í þung-iim þönkum á aðalfundi Kaupfélags Rangæinga í gær, enda séð fram á að þessi fundur yrði að öllum líkindum hinn síðasti í sögu félagsins. mest seldu fólks- bílategundirnar Br. frá í jan.-apr. 1996 fyrraári Fjöldi % % 1. Tovota 426 17,3 5,4 2. Volkswaqen 301 12,3 22,9 3. Nissan 272 11,1 -11,1 4. Hvundai 201 8,2 12,3 5. Mitsubishi 171 7,0 83,9 6. Subaru 160 6,5 20,3 7. Opel 140 5,7 32,1 8. Suzuki 133 5,4 269,4 9. Ford 129 5,3 1512,5 10. Renault 108 4,4 58,8 Aðrar teg. 416 16,9 20,2 Samtals 2.457 100,0 27,7 Bifreiðainnflutningur í janúar til apríl 2.457 1 995 og 1996 1.924 .FÓLKSBÍLAR, nýir VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BILAR, nýir 169 234 1996 1996 1995 1996 Söluaukning nýrra fólksbíla varð nokkuð minni í aprílmánuði en fyrstu þrjá mánuðina þar á undan. Þannig jókst salan um 11,5% í apríl en 27,7% fyrstu fjóra mánuði ársins frá sama tíma í fyrra. Sala einstakra tegunda hefur hins vegar þróast með ákaflega mismunandi hætti. Framhald varð á mikilli söiii- aukningu Ford-bíla í apríl þegar 25 bílar af þeirri gerð seldust samanborið við 3 bíla í apríl í fyrra. Hins vegar seldust nokkuð færri bílar af sumum öðrum gerðum en í apríl í fyrra og á það til dæmis við um Toyota og Nissan. Tún efh. sér um vottun fyrir lífræna framleiðslu Vottunarstöð fyrir lífræna framleiðslu AÐALFUNDUR Kaupfélags Rangæinga samþykkti í gær sam- runa kaupfélagsins við Kaupfélag Árnesinga. Aðalfundur KÁ mun taka afstöðu til sameiningarinnar í dag og verði hún samþykkt þar verður KÁ eina kaupfélagið sem eftir er á Suðurlandi. Félagsmenn KR samþykktu sameininguna með öllum greiddum atkvæðum, en einn félagsmanna sat hjá. í ræðu sinni á fundinum gerði Garðar Halldórsson, kaupfélags- stjóri, grein fyrir afkomu KR á síðasta ári. Kom þar fram að tæp- lega 26 milljón króna tap varð af rekstri félagsins á liðnu ári og er það umtalsvert verri afkoma en árið 1994 er tapið nam röskum 9 milljónum króna. Sagði Garðar að árið hefði verið erfitt eins og ársreikningar kaupfé- lagsins bæru með sér og að í ljósi erfiðarar rekstrarstöðu félagsins undangengin ár hefði fáir aðrir kostir verið í stöðunni en að fara út í þessa sameiningu við KÁ sam- hliða fjárhagslegri endurskipu- lagningu félagsins. Sagði hann ljóst að ella hefði gjaldþrot KR blasað við innan fárra ára. Óvissa um framtíð Rauðalækjarútibús Fjölmargir félagsmenn kvöddu sér hljóðs þegar sameiningin var til umræðu. Virtust þeir á einu máli um að þessi sameining hefði verið eina færa leiðin í þeirri stöðu sem rekstur félagsins var kominn í. Þó mátti heyra það á mörgum, sérstaklega eldri félagsmönnum að þeim þætti nokkur eftirsjá í nafni Kaupfélags Rangæinga. Sagðist einn fundarmanna hafa kosið það heldur að hið sameinaða félag hefði hlotið nýtt nafn, og sagði hann að Kaupfélag Suður- lands hefði verið vel við hæfi. Aðr- ir sögðu þó ljóst að heiti KA og merki þess væri gott og með góða og sterka ímynd og því ástæðu- laust að breyta því. KR hefur starfrækt verslanir á Hvolsvelli og að Rauðalæk, auk bifreiðaverkstæða og ýmiss iðn- aðarreksturs, svo eitthvað sé nefnt. Á fundinum komu fram nokkrar áhyggjur meðal fundarmanna um framtíð verslunarinnar að Rauða- læk og annars reksturs sem þar væri. Var óskað svara frá kaupfé- lagsstjóra um hvaða áform væru uppi um þá verslun að lokinni sam- einingu og hvort rétt væri að rætt hefði verið um hugsanlegan flutn- ing hennar á Hellu. Garðar svarðaði því til að þessi möguleiki hefði verið einn þeirra sem ræddur hefði verið en ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um það enn. Hins vegar væri Ijóst að til að byija með yrði rekstrinum haldið þar áfram og það væri vissu- lega einn kosturinn í stöðunni að reyna að hagræða honum með þeim hætti að hann gæti staðið undir sér. Framtíð starfsfólks óviss Þeir starfsmenn KR sem Morg- unblaðið ræddi stuttlega við á Hvolsvelli og Rauðalæk í gær vildu lítið segja um þessa samein- ingu að svo stöddu. Þeir sögðu að þessi mál hefðu ekki verið kynnt þeim neitt frekar frá því að KÁ yfirtók rekstur KR 18. mars sl. og enn væri óljóst hvort einhverjir myndu hugsanlega missa vinnu sína vegna hennar. Engum hefði þó verið sagt upp störfum enn. Aðspurður sagði Garðar að ekki hefði verið tekið á starfsmanna- málunum enn, en farið yrði að vinna í þeim um leið og samþykkt- ir aðalfunda KR og KÁ lægju fyr- ir. „Við erum vongóðir um að okk- ur takist að halda öllum störfunum í byggðarlaginu en það eru þó einna helst skrifstofustörfin sem óvissa ríkir um,“ sagði Garðar. Á fundinum voru endurkjörnir í stjórn KR þeir Bjarni Jónsson, sem verið hefur stjórnarformaður fé- lagsins, og Jónas Jónsson, varafor- maður. Mun stjórnin hafa það hlut- verk að ganga frá ýmsum lausum endum gagnvart lánadrottnum og loks að slíta félaginu. Þeir Bjarni og Jónas voru einnig tilnefndir til kjörnefndar KÁ sem fulltrúar Rangæinga í stjórn KÁ, en verði af sameiningunni munu Rangæ- ingar eiga þar tvo stjórnarmenn af sjö. SUMARTÍMI 2. maí til 15. sept. opnum við FYRSTA fyrirtækið hér á landi, sem hefur fengið opinbert leyfi til að annast eftirlit og vottun á lífrænt framleiddum afurðum, hefur tekið til starfa. Fyrirtækið nefnist Tún ehf. og er það í eigu fimm sveitarfé- laga víðsvegar af landinu. Aðsetur þess er í Vík í Mýrdal. Tún var stofnað árið 1994 af Eyja- fjarðarsveit, Gnúpveijahreppi, Grýtu- bakkahreppi, Hvolhreppi og Mýrdals- hreppi. Stjóm þess er kjörin eftir til- nefningar frá Neytendasamtökunum, Verslunarráði Islands, samtökum bænda í lífrænni ræktun og umhverf- isverndarstofnunum. Framkvæmda- stjóri Túns er Gunnar Á. Gunnarsson. Vonir eru bundnar við að lífræn framleiðsla opni íslenskum fyrirtækj- um áhugaverða möguleika til ný- sköpunar, jafnt til framleiðslu fyrir innlendan sem erlendan markað. Markaðssetning byggir hins vegar á því að til sé sjálfstæður, óháður og trúverðugur aðili sem getur staðfest að farið sé eftir þeim kröfum sem settar hafa verið. Óháður aðili vottar Á síðasta ári var gefin út reglu- gerð hér á landi þar sem kveðið er á um að þeim fyrirtækjum, sem ætla að kynna vöru sína sem lífræna fram- leiðslu, sé skylt að fá vottun frá við- urkenndum aðila. Hingað til hefur breska fyrirtækið Soil Association annast þessa vottun en nú mun Tún efh. leysa það af hólmi. Vottunarkerfi Túns er hannað í i samræmi við íslenskar aðstæður, | staðhætti og löggjöf og það sniðið að alþjóðlegum kröfum. Bresk- bandarískur markaðsráðgjafi, Sandra Best, og sérfræðingar á veg- um Soil Association, sem er eitt virt- asta vottunarfyrirtæki heims, hafa aðstoðað við uppbyggingu Túns. Skoðunarmenn Túns, sem hlotið hafa þjálfun hérlendis og í Bret- landi, annast eftirlit með fyrirtækjum og býlum, en fimm manna vottunar- nefnd, þar sem óháðir aðilar eiga j sæti, annast afgreiðslu umsókna um vottun. Vottorðið veitir framleiðend- um rétt til að setja gæðamerki Túns á umbúðir og nota það í kynningar- efni. Vottunarkerfi Túns á við um allar tegundir landbúnaðarframleiðslu, þar með talið garðyrkju, kornrækt, búfjárrækt og fiskeldi. Það tekur sömuleiðis til alls ferils afurðanna frá framleiðslu bóndans til vinnslu hrá- efna, vörupökkunar og merkingar hjá afurðastöðvum, iðnfyrirtækjum, dreifingaraðilum og verslunum. Stálslegðd öryggi Öryggisskápamir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skáparnir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. Bedco & Mathiesen hf. Bæjarhrauni 10 Hafnarfiröi Sími 565 1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.