Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 21 Morgunblaðið/Sverrir NÝIR og fyrrverandi eigendur Hljómbæjar framan við hús Bærðranna Ormsson í gær. Frá vinstri: Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bræðranna Ormsson, Þórarinn Friðjónsson, framkvæmdasljóri Hljómbæjar, Bjarni Stefánsson, forsljóri Hljómbæjar, Karl Eiríksson forsljóri Bræðranna Ormsson, og Skúli Karlsson, sölustjóri Bræðranna Ormsson. Bræðurnir Ormsson kaupa Hljómbæ BRÆÐURNIR Ormsson hf.. hafa keypt rekstur og vörumerki Hljóm- bæjar hf. og hófst sala á vörunum í verslun Bræðranna Ormsson við Lágmúla í gær. Andrés Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bræðranna Ormsson, sagðist gera sér vonir um að velta fyrirtækisins ykist um 30-50% við þessi kaup þegar fram liðu stundir. Hljómbær hefur verið með umboð fyrir mjög þekkt og viðurkennd vörumerki. Þar á meðal er Pioneer, sem er með stærstu framleiðendum hljómtækja í heiminum, einkum hljómtækja í bíla, og Sharp, sem er mjög stór og þekktur framleið- andi sjónvarpa og myndbands- tækja. Hljómbær rekur verslun í Skeifunni í Reykjavík og verður henni lokað. Bræðurnir Ormsson koma til með að sjá um innflutning, heildsölu- dreifingu og sölu á vörumerkjum Hljómbæjar, en kaupa ekki sjálft fyrirtækið. Hljómbær verður áfram með rekstur á öðrum sviðum við- skipta. Andrés sagði að Bræðurnir Ormsson væru með þessum kaupum að hefja aftur viðskipti með hljóm- tæki, en fyrirtækið hefur nánast ekkert verið í þeim hluta viðskipta með rafmagnstæki í mörg ár. Hann sagði að stefnt væri að því að auka enn frekar sölu á Pioneer og Sharp og öðrum vörum sem Hljómbær hefur haft með að gera. Andrés sagði að kaupverðið væri trúnaðarmál milli fyrirtækjanna. Ólöf Jónsdóttir, annar eigenda Hljómbæjar, vildi ekki gefa upp ástæðuna fyrir sölunni að sinni. Aðalfundur FVH AÐALFUNDUR Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga verður haldinn í Þingholti, Hótel Holti, fimmtudaginn 9. maí 1996 kl. 16. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða greidd atkvæði um tillögur um siðareglur félagsmanna FVH. Þá mun Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra flytja erindi um samkeppni á flarskiptamarkaði. VIÐSKIPTI Kaupþing flytur í eigið húsnæði KAUPÞING hf. hefur nú Hutt skrifstofur sínar úr Kringlunni 5 í eigið húsnæði í Ármúla 13A þar sem Verðbréfamarkaður ís- landsbanka hf. var áður til húsa. Fyrirtækið keypti fyrstu og aðra hæð hússins seint á síðasta ári og var kaupverðið um 80 milljón- ir króna. „Nýja húsnæðið er miklu rýmra en hið eldra og hentar betur okkar starfsemi," sagði Guðmundur Hauksson, forsljóri Kaupþings, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta eru 1.230 fermetrar á móti 830 fermetrum sem við höfðum áður til umræða í Kringlunni 5. Þarna er mikið um stór og opin svæði sem henta vel fyrir starfsemi verðbréfafyr- irtækja, þó þannig að menn geta dregið sig til hliðar og sinnt sín- um viðskiptavinum í næði. Fyrir- tækið er einnig heldur sýnilegra en áður og aðkoman er greið að húsinu. Það var mjög hagkvæmt að kaupa húsnæði sem var áður notað í sama tilgangi, því allar öryggisaðstæður fyrir hendi. Við þurftum því að leggja í lítinn kostnað við breytingar. Þetta gefur okkur færi á að efla starf- semina og þjóna okkar viðskipta- vinum betur.“ Starfsmenn Kaupþings eru 32 talsins í 29 stöðugildum fyrir utan dótturfélagið, Kaupþing Norðurlands hf. Guðmundur sagði engin áform í bili um að fjölga starfsfólki hjá fyrirtæk- inu, enda þótt umfang viðskipt- anna hjá fyrirtækinu hefði vaxið gríðarlega mikið að undanförnu. Á myndinni er Guðmundur ásamt Sigurði Einarssyni, að- stoðarforstjóra. Eins og kunnugt. er lætur Guðmundur af störfum hjá Kaupþingi í ágústmánuði til að taka við starfi sparisjóðs- stjóra SPRON. Sigurður mun gegna fórstjórastarfinu fram í desember þegar Bjarni Ár- mannsson nýráðinn forstjóri Kaupþings kemur heim frá námi. HÚTEL fSLAMD KYIMIMIH EIIMA BESTU TÓXLISTAROAGSKRÁ ALLRA TÍIUA: Bítlaárin W * 'RR tfVA/ci rinini 'EB KYIMSLOÐIIM SKEMMTIR SÉR BESTU LOE ÁRATUEARIXS / FRÁBÆRUM FLUTXIXEI SÚXEVARA, OAXSARA OE IO MAXXA HLJÚMSVEITAR EUXXARS ÞÚROARSOXAR yft® isi. piremes Söngvarar: Björgvin Halldórsson Pálmi Gunnarsson Ari lónsson Bjarni Arason Söngsystur. Dansarar Kynnir: Þorgeir ÁstvaldssoriV Handrit, útliýjiggk. og leik-stjórn: Björn G. Björnsson. Næstu sýningan maí: 3. 4.11. og 18. BITLAVINAFELAGIÐ leikur fyrir dansi eftir sýninguna ATH: Ertginn aðgangseyrir á dansleik! HQTEL Ij.TAND Vinsamlegasl liafið samband, sími: 568 7111 Sértilboð á hótelgistingu, sími 568 8999 Geisladiskur með tónlistinni kominn út! Prófaðu hann til dæmis með: ► bökuðum baunum, ► brúnuðum lauk og spældu eggi, ► kartöflusalati og fersku grænmeti ► eða skerðu hann í litla bita og útbúðu spennandi sumarsalat. i Notaðu § piparköku- f mótið og búðu til fiskönd, fisksvín, fiskblóm annað sem börnin vilja helst. TAKTU EFTIR NYJA UTLITINU!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.