Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 23
MORGUN BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 23 ÚRVERINU Með fullfermi af ýsu eftir sólarhringinn út af Stafnesi Mikil verðlækkun á inn- lendum fiskmörkuðum MOKÝSUVEIÐI hefur verið í troll vestur af Stafnesi undanfarna tvo sólarhringa eftir að hólf, sem verið hafði lokað frá því í febrúar, var opn- að á ný á miðnætti 1. maí. Fjölda báta dreif að og hafa þeir verið að fylla sig á skömmum tíma. Fyrstu bátarnir voru komnir með fullfermi á innan við sólarhringi og hófst löndun í Grindavík og Sandgerði á miðnætti í fyrrakvöld eða um leið og 1. maí, löggiltur frídagur verkamanna, var liðinn. Bátarnir streymdu til hafnar til að landa og héldu síðan flestir á ýsumið- in á ný. Talsverður hluti aflans var ísaður í gáma og sendur utan, en annað fór á innlenda uppboðsmarkaði. Meðalverð á ýsu var í gær hjá Fisk- markaði Suðumesja 56,34 kr. og seld- ist kílóið á allt frá 20 krónum og upp í 92. Boðin voru upp 200 tonn af ýsu í gær, en til samanburðar má geta þess að ýsuverðið var sl. mánudag 109,54 kr. kílóið og fór síðan í 86,17 á þriðjudag. Þetta mikla verðhrun má að hluta til skýra með offram- boði, að sögn Erlings Jónssonar, upp- boðshaldara. Hjá Fiskmarkaði Hafn- aríjarðar var boðinn upp ýsuafli af Drangavík og Ófeigi sem seldur var á 66-71 kr. eftir stærð sem þýðir um 15-20% verðlækkun miðað við verð á ýsu í byijun vikunnar. Löndunarbið „Það er lurkur, eins og sagt var í gamla daga þegar nóg var að gera,“ var svarið á á hafnarvigtinni í Grinda- vík þegar Verið leitaði þangað í gær, en þá var löndunarbið vegna mikils afla, sem borist hafði að landi og skorts á körum. Átta trollbátar voru að landa ýsu í Grindavík í gær auk nokkurra smærri báta. „Trollbátarnir eru að fylla sig á sólarhring og landa þetta 50 til 70 tonnum hver, þeir sem em að físka mest, og má segja að markaðurinn sé fullur af fiski. Bátarnir fara síðan strax á miðin aftur um leið og búið er að útvega kör til að setja fiskinn í, en um það bil 30 mílur eru á ýsum- iðin eða tveggja til þriggja tíma stím.“ „Við fengum obbann af okkar afla á einum sólarhring," sagði Emil Ág- ústsson, stýrimaður á Sturlu GK, sem landaði 70 tonnum af ýsu í Sandgerði í gærmorgun og var aflinn allur sett- ur í gáma og sendur út til að freista þess að fá hærra verð en búist var við hér heima vegna mikils ýsufram- boðs á mörkuðum. „Óhætt er að segja að nokkuð sé um liðið síðan maður hefur séð svona mikið mok, nokkur ár að minnsta kosti. Þetta er allt stór og góð ýsa.“ Sturla var kominn að landi klukkan fimm í gærmorgun til að landa og hélt á ný á miðin kl. elíefu. Emil sagði að veiðin hafi farið fremur rólega af stað og fremur trekt í fyrstu holum flestra, en þegar líða tók á morgun- inn, hafi þessi gegndarlausi mokstur byijað. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞINGANES SF 25 landaði 40 tonnum af ýsu í Hafnarfirði um miðjan dag í gær. Áhöfnin stillti sér upp með sýnishorn af aflanum. 2U4U „Það sem af er fiskveiðiárinu, hef- ur ýsuaflinn frekar valdið vonbrigðum heldur en hitt og það stefnir í með sama áframhaldi að ekki náist að veiða upp í útgefinn ýsukvóta, sem er 60 þúsund tonn. Tillögur Hafrann- sóknastofnunar fyrir ýsu hljóðuðu upp á 55 þúsund tonn, en með framreikn- ingi miðað við sömu aflabrögð, verður aflinn ekki nema 50 þúsund tonn á yfirstandandi kvótaári," segir Einar Jónssonn, fiskifræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun. „Á fyrstu sjö mánuðum yfirstand- andi fiskveiðiárs, frá septemberbyijun til marsloka, var ýsuaflinn 16% minni en á sama tíma á síðasta fiskveið- iári. Aflabrögð hafa verið mun lélegri í ýsunni en menn áttu von á. Það er því ágætt að heyra fréttir af afla- hrotu nú sem líklega helgast af því að hólfið var opnað og líklegt að þetta standi ekki lengi yfir. Skýringanna er ekki að leita í gríð- armikilli stofnstærð því útreikningar, sem verið er að vinna að þessa dag- ana, benda til þess að ýsustofninn sé minni heldur en við álitum í fyrra. Svona aflaskot eru alþekkt ef fiskur safnast einhvers staðar sarhan. Það þarf ekki að vera í neinum tengslum við stofnstærð," segir Einar Jónsson. Rússatogari sigldi yfir troll Har- aldar Krist- jánssonar RÚSSNESKA skipið V. Brodyuk M6 0021 fór í trollið á Haraldi Kristjánssyni HF-2 á Reykjanes- hrygg í fyrrinótt. Við það rifnaði belgurinn frá niður í poka og einn- ig tvö byrði. Við fyrstu skoðun vantaði ekk- ert í netið, en ástandið var metið svo að það væri alltof rnikil vinna að laga það um borð þannig að varatroll skipsins var tekið í notk- un. Gátu ekkibeygt Atburðurinn átti sér stað með þeim hætti að rússneska skipið dró Harald Kristjánsson uppi stjórn- borðsmegin og fór- yfir trollið 0,4 sjómílum fyrir aftan hann. „Þeir gátu ekkert beygt undan honum útaf umferð,“ segir Guðmundur Þórðarson, útgerðarstjóri Sjóla- skipa hf. „Það var kallað á hann og hann beðinn að draga úr ferð til að af- stýra þessu, en hann var með ókurteisi í tilsvörum og heimtaði að okkar skip beygði frá honum í bak. Það var ekki hægt vegna skipa sem voru að koma á móti.“ Aðspurður um hvort hann teldi að þetta hefði verið viljandi gert sagði hann aðeins að Rússar væru erfiðir í samskiptum. „Við munum koma þessu á framfæri við viðeig- andi aðila hér heima,“ bætti hann við. VINKLAR Á TRÉ HVERGI LÆGRI VERÐ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI . ^ EINKAUMBOÐ 98 Þ.Þ0RGRIMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640 1 m! NUNARTILBOfl íþrótt VERS LUN! Skipholti 50d (nýja husid) sími 562 0025 r OG FJOLDA ANNARHA IÞROTTAVARA Opið á morgun frá 10:00 til 16:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.