Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 29 LISTIR KARSNESKORARNIR halda maraþontónleika á laugardag. Kársneskórarnir halda maraþontónleika UM 220 nemendur úr Kársnes- og Þinghólsskóla halda maraþontón- leika í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 4. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 9 og ljúka kl. 21. Alls verður boðið upp á 12 tónleika með fjórum sönghópum, Litla Kór Kárnsnesskóla, Drengjakór og Stúlknakór Kársnesskóla auk Skólakórs Kársness og skiþtast kórarnir á að syngja. A efnisskrá kóranna eru um 130 lög eftir ís- lensk og erlend tónskákl auk þjóð- laga frá ýmsum löndum í vönduð- um raddsetningum. Foreldrafélag Kársnesskóla mun sjá um kaffiveitingar allan daginn og geta áheyrendur notið veitinga og hlýtt á barnasöng á meðan. Verð á tónleikana er 500 kr. fyrjr fullorðna en 200 kr. fyrir börn og ei-u kaffiveitingar innifald- ar í verði. Sami aðgöngumiði gild- ir á alla tónleikana og er fólki fijálst að koma og fara að vild. Maraþontónleikarnir eru haldn- ir í fjáröflunarskyni en kórarnir eru í óðaönn að undirbúa tónleika- ferð þegar skóla lýkur. Um 40 unglingar úr Skólakór Kársness fara í sumar til Ungverja- lands á kóramót æskukóra í Kap- osvár, mót sem samtök Europa Cantat (Evrópa syngur) standa fyr- ir. Munu krakkarnir úr Kópavogi stunda daglegar æfingar í níu daga og æfa og syngja norræna tónlist í kór með öðrum evrópskum ung- mennum. Auk þess hedur Skólakór Kársness eigin tónleika á niótinu og mun þar m.a. kynna brot af því besta sem íslensk tónskáld hafa samið og raddsett fyrir barna- og unglingakóra. Drengja- og stúlknakór Kársnes- skóla með um 90 bráðhressum og efnilegum nemendum úr 5. og 6. bekk ásamt 12 stúlkum úr 7. bekk Þinghólsskóla ætlar hins vegar að leggja land undir fót og syngja fyrir Norðlendinga í maílok. Stjórnandi Kársnesskóranna er Þórunn Björnsdóttir og undirleik- ari er Marteinn H. Friðriksson. EITT verka Ingibjargar Vigdísar. Ingibjörg Yigdís Við Hamarinn SÝNING á olíumálverkum eftir Ingibjörgu Vigdísi verð- ur opnuð í sýningarsalnum Við Hamarinn, Strandgötu 50, á morgun, laugardag, kl. 15. Þetta er þriðja einkasýn- ing Ingibjargar, en hún stundaði nám meðal annars við Myndlista-o og handíða- skóla Islands, Arhus Kunst- akademi og Grafiska verk- stæðið í Nuuk. Sýningin stendur til 19. maí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Textíllist í Hafnarborg NORSKA listakonan Ive Hagen opnar sýn- ingu í I lafnarborg, menningar- og listá- stofnun Hafnarfjarðar, Sverrissai, laugardag- inn 4. maí. Ive lærði myndlist í Ósló og hefur haldið fjölda sýninga, bæði í Noregi og erlendis. Hún hefur einbeitt sér að textíllist, þótt sum verk hennar hafi tekið á sig þrívíddarform og segja megi að þar sé frekar um eins konar skúlptúra að ræða. Ive vinnur gjarnan í óvenjuleg efni og meðal verka VERK eftir Ive Hagen. hennar má finna ýmislegt nýstár- legt. Sýningin er styrkt af norska menningarmálaráðuneytinu og stendur til 27. maí. Vatnslitamyndir í Fold Gunnlaugur Stefán Gíslason SYNING á vatnslita- myndum eftir Gunn- laug Stefán Gíslason verður opnuð í Gallerí Fold við Rauðarárstíg laugardaginn 4. maí kl. 15. Einnig verða kynnt- ar olíumyndir eftir Ingi- björgu Hauksdóttur í kynningarhorni gall- erísins. Gunnlaugur Stefán stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Hann hefur um árabil kennt vatnslitamálun, meðal annars við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Gunnlaugur Stefán hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis. Ingibjörg Hauksdóttir stundaði nám við Otis Art Institute of Par- sons School of Design, Los Angeles og Laguana Art Institute, Laguna Beach í Bandaríkjunum og í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Þá var hún gestkomandi í Listaháskó- lanum í Þrándheimi í Noregi. Hún hefur haldið einkasýningar hér á landi og tekið þátt í samsýningum hérlendis og í Noregi. Sýningunum lýkur 19. maí. BÓKAMARKABUR! Hundruð nýrra titla á hlægilegu verði! •PID laugardaga 10 -14 BÓKALAGERINN Skjaldborgarhúsinu Armúia 23 ® 588-2400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.