Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKILABOÐ TIL ANKARA FAGNA ber þeim stuðningi við baráttu Sophiu Hansen fyrir endurheimt dætra sinna, sem fram kom í utandag- skrárumræðu á Alþingi. Fagna ber ákvörðun utanríkisráð- herra þess efnis að sendiherra Islands í Tyrklandi fari til Ankara til að gera æðstu embættismönnum þar grein fyrir því, að íslendingar líti þróun forræðismáls Sophiu Hansen í Tyrklandi alvarlegum augum. Það fer vel á því að þing og ríkisstjórn auki með þessum hætti þungann í málarekstri Sophiu. Tyrkneskir dómstólar úrskurðuðu á sínum tíma að Sophia skyldi hafa umgengnisrétt við dætur sínar meðan réttað er í máli hennar þar í landi, enda telst slíkt til lágmarks mannrétt- inda. Tyrknesk yfirvöld hafa engu að síður látið það viðgang- ast að þessi móðurréttur hefur verið hunzaður oftar en sex- tíu sinnum frá árinu 1992. Það er meir en tímabært, að ís- lenzk stjórnvöld komi mótmælum á framfæri með þeim hætti sem ákveðið hefur verið. Utanríkisráðherra sagði m.a. í þingræðu sinni: „í ljósi árangurs af ferðinni [ferð sendiherrans] munu síðar verða teknar ákvarðanir um frekari skref, en þar er ekkert útilokað af því sem ráðlegt þykir þeim sem kunnugastir eru aðstæð- um.“ Þessi sérstaka ferð sendiherra til Ankara felur í sér stuðning stjórnvalda við baráttu Sophiu fyrir umgengnis- og forræðisrétti yfir dætrum sínum. „En ég geri mér ljóst að það er ekki nægilegt,“ sagði ráðherrann, „hún þarf á frekari aðstoð þjóðarinnar að halda.“ í fjögur ár af sex, sem liðin eru síðan dætur Sophiu voru numdar brott, hefur þeim, sem eru íslenzkir ríkisborgarar, verið meinað að sjá móður sína. Þetta er orðin átakanleg saga, sem ristir djúpt í tilfinningalífi fólks. Það á einnig við um aðdáunarverða þrautseigju þessarar konu. Mál er að linni. Og umræðurnar á Alþingi, sem fólu í sér ótvíræðan stuðning við málstað Sophiu Hansen, og sérstök för Ólafs Egilssonar, sendiherra til Ankara, leiða vonandi til aukins þrýstings á tyrknesk stjórnvöld um málsmeðferð og málalyktir á grundvelli laga og réttar og Mannréttindasátt- mála Evrópu. FÍKNIEFNIOG OFBELDI ÞAÐ er dökk mynd sem dregin er upp í skýrslu forsætis- ráðuneytisins, er samin var af embætti lögreglustjóra, um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis, er lögð var fram á Alþingi fyrir skömmu. Niðurstaða lögreglunnar er sú að fíkniefnaneytendum hefur verið að fjölga síðastliðin fimm ár og aldur neytenda farið lækkandi. Þróunin hefur einnig verið í átt að neyslu hættu- legri lyfja en áður. Fíkniefnamárkaðurinn veltir verulegum fjárhæðum árlega. Á síðastliðnum tíu árum hefur verið lagt hald á eiturlyf fyrir um 350 milljónir króna, en erlendis er notuð sú viðmiðun að hald sé lagt á 10% þeirra fíkniefna er berast inn í landið. Hundruð einstaklinga hafa beðið varanlegt heilsutjón vegna fíkniefnaneyslu. Eiturlyf eru eitthvert mesta samfélagsmein Vesturlanda. Fíkniefnin eyðileggja ekki einungis líf fjölda einstaklinga heldur smitar notkun þeirra út frá sér. Ofbeldisglæpir tengj- ast oft eiturlyfjaneyslu og margir fíklar neyðast út í að fjár- magna dýra neyslu sína með afbrotum eða vændi. ísland er ekki undanskilið í þessum efnum. Ekki liggja fyrir nákvæmar rannsóknir um þróun ofbeldis hér á landi en í skýrslunni kemur þó fram að ofbeldi sé nú oftar beitt af litlu tilefni og meinfýsi. Má telja víst að aukin fíkniefna- neysla eigi þó nokkurn þátt í því. Hér er einnig farið að gæta þeirrar hættulegu þróunar að viðskipti með fíkniefni eru að verða mun skipulagðari en áð- ur. Reynsla annarra ríkja sýnir að skipulagður fíkniefnamark- aður getur leitt til skipulagðari glæpastarfsemi og umfangs- meiri á fjölmörgum öðrum sviðum. Engar töfralausnir eru til gegn þessum vanda frekar en annarri glæpastarfsemi. Það er hins vegar nauðsynlegt að spyrna við fótum eigi sú þróun, sem nefnd var í upphafi, ekki að halda áfram. Forvarnir, toll- og löggæsla hafa skilað ágæt- um árangri. Innflutningsleiðir til landsins eru hins vegar margar og sá mikli hagnaður, sem hægt er að hafa af þessum viðskiptum, gerir að verkum að margir eru reiðubúnir að taka áhættuna af innflutningi. Á það er bent í skýrslunni að enginn dómur hefur fallið í fíkniefnamáli á síðustu tíu árum, sem felur í sér hámarksrefs- ingu. Það er íhugunarefni hvort aukin harka varðandi fangels- is- og sektardóma kunni að vera nauðsynleg til að draga úr hvatanum til afbrota á þessu sviði. GEIR Magnússon í ræðustóli á aðalfundi Samskipa en við borðið situr Jóhannes Sigurðsson fundarstjóri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samskip komin upp úr öldudalnum Afkoma félagsins á síðasta árí er sú besta frá stofnun þess áríð 1990, en félagið skilar nú 183 milljóna króna hagnaði, að því er fram kom í ræðu Geirs Magnússonar, stjórnar- formanns Samskipa, á aðalfundi í gær Ur reikningum SAMSKIPA fyrir árið 1995 | Rekstrarreikningur Miiiiónir króna 1995 1994 Brevt.l Rekstrartekjur 4.611,2 3.971,2 +16,1% Rekstrargjöld 4.213,0 3,544,0 +18,9% Hagnaður án afskr. og vaxta 398,2 427,2 -6,8% Hagnaður af reglul. starfsemi án vaxta 168,3 197,9 -15,0% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (43,8) (172,8) -74,7% Hagnaður af reglulegri starfsemi 124,5 25,1 +396,0% Aðrartekjurog (gjöld) 58.6 56.8 +3,0% Hagnaður ársins 183,1 81,9 +123,5% Efnahagsreikningur Miiiíónir króna 1995 1994 Breyt. 1 mnjr: Veltufjármunir 1.226,9 1.033,4 +18,7% Fastafjármunir 1.954,4 1.692,8 +15.4% Eignir samtals 3.181,3 2.726,2 +16,7% 1 Skuldir oa eiaiö ió:\ Skammtímaskuldir 954,6 816,2 +17,0% Langtímaskuldir 1.227,4 1.119,7 +9,6% Skuldir samtals 2.182,0 1.935,9 +12,7% Eigið fá 999,3 790,3 +26,4% Sjóðstreymi Milljónir króna 1995 1994 ■ ■■ . Veltufé frá rekstri 314,4 226,8 +38,6% SAMSKIP AFKOMA Samskipa hf. á ár- inu 1995 er sú besta frá stofnun félagsins 1990, en félagið skilaði 183 milljón- um króna í hagnað, sem er um 100 milljónum betri afkoma en á árinu 1994. Félagið hefur nú stigið upp úr öldudal áranna 1992 og 1993 er það tapaði miklum Qármunum og eigið fé var skrifað niður í 4 milljónir, að því er fram kom í ræðu Geirs Magnússon- ar, stjórnarformanns á aðalfundi. Rekstrartekjur samstæðunnar námu alls um 4,6 milljörðum og juk- ust um 16,1% á milli ára. Tekjurnar lækkuðu nokkuð milli áranna 1992 og 1993 þegar tiltrú manna minnkaði á framtíð fyrirtækisins vegna erfiðrar stöðu þess. Tekjurnar jukust aftur á nýjan leik árið 1994 og hafa aukist um rúmlega 1 milljarð á 2 árum. Flutningamiðstöð opnuð á Vestfjörðum Eitt stærsta verkefni Samskipa síð- ustu tvö árin hefur verið þróun og uppbygging á samhæfðu flutninga- kerfi innanlands. Samskip hafa haft frumkvæði að stofnun fjögurra sjálf- stæðra flutningamiðstöðva úti á landi í samstarfi við heimamenn. Um er að ræða Flutningamiðstöð Norðurlands, Flutningamiðstöð Vestmannaeyja, Flutningamiðstöð Suðurlands og Flutningamiðstöð Austurlands. „í samvinnu flutningamiðstöðvanna og Samskipa hefur verið þróað skilvirkt flutningakerfi sem þekur allt landið með samspili sjó- og landflutninga," sagði Geir. „Kerfið skapar þáttaskil í landflutningum sém víðtækasta og þéttasta flutninganet landsins og er í takt við það sem best gerist erlendis." Geir rifjaði ennfremur upp að Sam- skip hefðu keypt um 80% hlutafjár í Landflutningum ehf. og i framhaldi af því sameinað vöruafgreiðslu Sam- skipa innanlands og Landflutninga ehf. í Skútuvogi 8. Á þessu ári verður innanlandskerfið byggt upp enn frek- ar. Til dæmis er stefnt að opnun flutn- ingamiðstöðvar á Vestfjörðum. Þá hafa Samskip lagt áherslu á að byggja upp starfsemi erlendis. Þijár nýjar skrifstofur voru opnaðar erlend- is á síðasta ári, í Rotterdam í Hol- landi, Hull í Bretlandi og Norfolk í Bandaríkjunum. Áður höfðu Samskip opnað skrifstofu í Árhus og Kaup- mannahöfn. Þar að auki eru Samskip með fulltrúa á sínum vegum í Harbour Grace á Nýfundnalandi, í Bremer- haven og Færeyjum. Aukin áhersla á flutningatengda þjónustu Samskip hafa í ríkara mæli verið að leggja áherslu á flutningatbigda þjónustu. Með eflingu BM Flutninga ehf., dótturfyrirtækis Samskipa, hefur fyrirtækið aukið þjónustuna við við- skiptavini sína verulega. BM Flutning- ar bjóða safnsendingar með skipi eða flugi og þjónustu á sviði skjalagerðar vegna innflutnings og útflutnings. „Rekstur BM Flutninga gengur mjög vel og afkoma félagsins var vel viðun- andi. Mikill uppgangur hefur verið í þjónustu félagsins," sagði Geir. Fyrir tveimur árum opnaði félagið vörudreifingarmiðstöð í Holtagörðum sem var sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Fram kom í máli Geirs að hún hefði fengið góðar viðtökur meðal við- skiptavina og starfsemin vaxið veru- lega. Fjölmörg fyrirtæki hafa tekið þá stefnu að láta BM Flutninga sjá um allt birgðahald og vörudreifingu. Um síðustu áramót var opnuð toll- vörugeymsla á vegum BM Flutninga í Holtagörðum og hafa umsvif hennar aukist jafnt og þétt. Þá hófu BM flutn- ingar að bjóða safnsendingar í flugi og nýverið keyptu Samskip flutnings- miðlunarfyrirtækið Air Express á Is- landi ehf., sem sérhæfir sig í hraðsend- ingum með fiugi. Stórflutningar eru alfarið í höndum dótturfélags Samskipa, Siglu ehf. Starfsemi félagsins gekk betur en nokkru sinni fyrr á síðasta ári og varð hagnaður af rekstri þess. Samstarf við Mærsk Samskip keyptu á sl. ári ms. Dísar- fell sem kom í stað ms. Helgafells, en að öðru leyti urðu litlar breytingar í Evrópusiglingum. Burðargeta nýja skipsins er alls 582 gámaeiningar sem er um 156 gámaeiningum meiri en burðargeta ms. Helgafells. Verulegar breytingar voru hins vegar gerðar á siglingum Samskipa til Bandaríkj- anna. Félagið hætti samstarfi sínu við Eimskip en hóf í staðinn eigin áætlun- arsiglingar með leiguskipinu ms. Nor- land Saga. Síðar var gengið frá samstarfs- samningum við eitt stærsta skipafélag heims, Mærsk, um Ameríkusiglingar í gegnum Evrópu. Það gerir kleift að bjóða vikulegar afskipanir í Norður- Ameríku. Samskip tengjast flutninga- kerfi Mærsk með umskipunum í Brem- erhaven sem skapar möguleika á að flytja beint þaðan til allra viðkomu- hafna Mærsk á áusturströnd Banda- ríkjanna, allt frá Halifax í Kanada til Miami í Flórída. Innflutningur hefur verið að styrkj- ast verulega sem hlutfall af heildar- flutningum Samskipa og jókst hann um 11,5% á milli ára. Mikil uppsveifla varð á síðari hluta árs 1994 og hélt sú þróun áfram fyrri hluta ársins 1995. Samkeppnin jókst hins vegar töluvert á síðari hluta síðasta árs og hægðist á þessari þróun, þannig að jafnvægi hefur skapast, einkum á Evrópuleið- inni. Innflutningur frá Norður-Amer- íku jókst verulega eftir að Samskip hófu siglingar á eigin vegum. Útflutn- ingur Samskipa jókst um 10% á milli ára sem einkum má rekja til stórrar loðnuvertíðar og aukningar í útflutn- ingi á síld. Gert ráð fyrir svipaðri afkomu Samkvæmt ársreikningi Samskipa námu rekstrartekjur 4,6 milljörðum og jukust um 16%, en rekstrargjöld um 18%. „Meginástæða hlutfallslegrar aukningar rekstrargjalda umfram rekstrartekjur má rekja til kostnaðar- hækkana á árinu 1995,“ sagði Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, í ræðu sinni. „Þar má nefna launahækkanir í kjölfar nýrra kjarasamninga, hækk- anir á heimsmarkaðsverði á olíu, hækkun á alþjóðlegum skipatrygging- um og fleiri þáttum. Einnig varð nokk- ur óvæntur kostnaður vegna þess að við hófum beinar siglingar til Banda- ríkjanna en það var gert með tiltölu- lega skömmum fyrirvara. Hugur Sam- skipa stóð til áframhaldandi samstarfs til annars íslensks skipafélags sem við höfðum starfað með. Einnig varð nokkur kostnaður vegna stofnunar nýrra dótturfélaga á síðasta ári.“ Hagnaður án afskrifta og fjár- magnsliða nam alls 398 milljónum samanborið við 427 milljónir árið áð- ur. Hins vegar var hagnaður af reglu- legri starfsemi um 124 milljón eða tæplega 100 milljónum hærri en árið áður. Fjármagnskostnaður lækkaði úr um 173 milljónum í 44 milljónir milli ára sem rekja má til innborgunar nýs hlutaíjár í árslok 1994. Tveir nýir stjórnarmenn Samþykkt var að greiða 7% arð til hluthafa af hlutabréfum í B-flokki sem nema um 700 milljónum. í stjórn Sam- skipa voru kjörnir þeir Geir Magnús- son, formaður, Þorsteinn Már Bald- vinsson, varaformaður, Axel Gíslason, Jón Kristjánsson og Kristján Sig- mundsson. Tveir þeir síðastnefndu eru nýir í stjórn og er Jón fulltrúi eignar- haldsfélagsins Sunds ehf. en Kristján er fulltrúi eignarhaldsfélags Bruno Bishoff og Ólafs Ólafssonar, forstjóra. FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 35 TSJETSJENSKUR skæruliði fær sér tesopa úr samovarnum í þorp- inu Martan-Chu í Tsjetsjníju. DZOKHAR Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjena, hefur verið tekinn í guða tölu eftir að hann féll í flugskeytaárás Rússa í lok apríl. Heilög barátta fyrir sjálf- stæði Ichkeríu Skæruliðar í Tsjetsjníju heita því að gefast aldrei upp í sjálfstæðisbaráttu sinni. Fréttarit- ari Eeuters-fréttastofunnar, Philippa Fletc- her, dvaldist í þijá daga með skæruliðum eftir fall leiðtoga þeirra, Dzokhars Dúdajevs. ETTA eru strákarnir okkar,“ segir Moghamed Khamzatov og stoltið leynir sér ekki er vélbyssuskothríðin gellur í myrkvið- inu á einum af vígvöllum Tsjetsjníju. „Þeir sofa aldrei.“ Félagi hans stýrir jeppanum yfir akurinn. Ljósin eru slökkt til að þau vekji ekki athygli rússnesku her- mannanna sem eru í felum handan tijánna. Tsjetsjensku skæruliðarnir fara að vild á milli þorpa í suðurhluta Tsjetsjníju í jeppabifreiðum með dekktum rúðum sem þeir kveðast kaupa á kostakjörum. Þeir vilja hins vegar ekki láta uppi hveijir seljend- urnir eru. Þeir fullyrðá að andstæð- ingar þeirra, rússnesku hermennirn- ir, sem tilheyra öflugasta herafla Evrópu, ráði aðeins því landi sem þeir standi á í þessu skæruliðastríði sem aðskilnaðarsinnarnir segja að sé „mun verra en Bosnía“. Á Ichkeríu-tíma Klukkan er eitt um nótt hjá skæruliðunum sem neita meira að segja að virða sömu tímabelti og Rússar í þessu sjálfstæðisstríði mú- hameðstrúarmannanna í Tsjetsjníju. Handan akursins hjá rússnesku her- mönnunum er klukkan hins vegar tvö. Það var leiðtoginn fallni, Dzok- har Dúdajev, sem lýsti yfir því árið 1991 að rúmlega hundrað ára yfir- ráðum Rússa væri lokið. Hann felldi nafnið Tsjetsjníja úr gildi og nefndi lýðveldið ichkeríu. Um leið ákvað hann að sumartími skyldi aflagður og því er klukkunni ekki lengur breytt í Tsjetsjníju. Dauði Dúdajevs fyrir tólf dögum var skæruliðum mikið áfall. Stuðn- ingsmenn hans neita að láta uppi hvar leiðtoginn liggur grafinn og frá- sögnum þeirra ber ekki saman af því hvernig dauða hans bar að hönd- um er rússnesk eldflaug banaði hon- um þar sem hann var að tala í gervi- hnattasíma um hugsanlegar friðar- viðræður við Moskvuvaldið. Þeir vísa hins vegar á bug öllum fréttum af því að valdabarátla sé hafin í röðum Tsjetsjena og segja að dauði Dúdajevs verði aðeins til að herða þá í þeim ásetningi sínum að sigrast á rússneska innrásarlið- inu, sem sent var inn í landið 1994 til að bijóta uppreisnina á bak aftur. Á mánudag tók leppstjórn Rússa í Tsjetsjníju að dreifa sögusögnum þess efnis að Zelimkhan Jand- arbajev, eftirmaður Dúdajevs, hefði verið drepinn í „innbyrðis uppgjöri" skæruliða. Talsmaður Tsjetsjena vís- aði fréttum þessum á bug síðar um daginn og sagði Jandarbajev við hestaheilsu. Rússarnir hefðu reynt að dreifa „enn einni“ lyginni. Jand- arbajev kom síðan fram í sjónvarpi í fyrradag og lýsti yfir því að aldrei yrði slakað á í sjálfstæðisbaráttunni. Hefnd úlfanna Við dögun á þriðja degi eftir dauða Dúdajevs koma grátandi kon- ur saman í þorpinu þar sem hann var veginn og nú hefur verið nefnt eftir honum. Á sama tíma koma skæruliðar og nokkrir herforingjar þeirra saman á einni hæðinni til að ræða fyrirliggjandi aðgerðir. Á mið- nætti að Ichkeríu-tíma er haldinn fundur í kjallara einum þar sem sandpokar eru við veggina sem skreyttir eru myndum af Dúdajev og teikningum af úlfum — tákni skæruliða í Tsjetsjníju. „Hvert einasta atriði tekur óra- tíma,“ segir Mumadi, sem í eina tíð var sovéskur njósnari en er nú að- stoðarmaður eins foringja skæruliða. Þeir neita að skýra fréttaritara frá áætlunum sínum en sýna andstæð- ingum sínum fyllstu fyrirlitningu. Rússarnir óttast blóðuga hefndar- árás. „Rússarnir ráða aðeins því landi sem þeir standa á,“ segir Ruslan Gelajev, einn af æðstu herforingjum skæruliða. Þeir hafa greinilega nokkuð til síns máls. Seinna þennan sama dag láta lögreglumenn í bæn- um Argun, sem njóta stuðnings Rússa, fúslega af hendi vopn sín og skotfæri. Skæruliðar eru í nýjum búningum, ráða yfir nýjum vopnum og hafa nóg af skotfærum. Aginn í röðum þeirra er mikill og baráttuviljinn óbugaður enda líta þeir svo á að stefna Rússa sé sú að þurrka þjóð þeirra út af landakortinu. „Þetta stríð er miklu verra en Bosnía en enginn tekur eftir því,“ segir yngri bróðir Khamzatovs. Hann er særður frá því er fundum hans og rússnesku hermannanna bar síðast saman. Andleysi og sundrung Borís Jeltsín Rússlandsforseti heldur því fram að rússneski herinn hafi hætt aðgerðum sínum í Tsjetsjníju. Með þessu vonast hann til að vinná sér stuðning ráðamanna á Vesturlöndum sem óttast að Rúss- land verði kommúnískt ríki á ný eft- ir forsetakosningarnar 16. júní. En blaðamenn sem verið hafa á ferð í Tsjetsjníju fullyrða að sveitir Jeltsíns haldi áfram að láta sprengjum og fallbyssukúlum rigna yfir þorp í Tsjetsjníju. I höfuðborginni Grosníj þar sem byggingarnar eru flestar enn rústir einar þrátt fyrir loforð Rússa um stórfellda uppbyggingu tekur fólk tæpast eftir því lengur er grímu- klæddir hermenn æða framhjá í brynvögnum og skjóta upp í loftið. Rússnesku hermennirnir hafa marg- ir hveijir hengt upp gamla sovéska fánann á varðstöðvum sínum. Þeir sakna sýnilega þess tíma þegar her- inn þeirra var talin einn sá besti í heimi. Nú er baráttuandinn lítill og samstaðan á undanhaldi eftir hryll- ing undangenginna 16 mánaða í þessu Kákasus-ríki. Skæruliðar skemmta sér við að að segja sögur af því hversu slakir hermenn Rússarnir eru. Þær stað- festa síðan ungu mennirnir sem gæta leppstjórnar Rússa í Grosníj og segja að um 40% þeirra sem falla og særast verði fyrir byssukúlum samheija sinna. Engin fyrirgefning Skæruliðar hafa einnig dauða óbreyttra borgara á samviskunni og þurfa að lifa við það. Þar sem þeir eiga við ofurefli að etja leita þeir skjóls í þorpum þó svo þeir geri sér^ ljóst að aðgerðir Rússa muni þá eink- um bitna á saklausu fólki. Við minningarathöfnina í Dzok- har-Yurt, þorpinu sem nú hefur ver- ið nefnt eftir Dúdajev, deila grát- andi konur út kjöti af dýri sem slátrað hefur verið í fninningu leiðtog- ans og biðja þess að rúss- neskar mæður og eigin- konur fái menn sína til að hætta að beijast. „Ef þeir vilja endilega eyða okkur. þá er skárra að þeir varpi atóm-_ sprengju en að þeir slíti út móður-' hjartað með þessum hætti,“ segir Raisa Rasujeva um leið og fall- byssudrunur heyrast í þorpi í grend- inni. Hún hristist og skelfur Jiegaf hún gn'pur fast um handlegg þriggja ára sonar síns. „Þessi kynslóð muh aldrei fyrirgefa...Við kunnum að berjast og við höfum engu að tapa.í', „Þetta stríð er míklu verra en Bosnía“ Aginn í röðum þeirra er mikill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.