Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR Mínnkandi tengsl stj órnmálaflokka og dagblaðanna í Noregi F |YRIR nokkrum mánuðum ákvað stjóm Arbeider- pressunnar í Noregi að heimila norskum fyrirtækjum að gerast hluthafar í fyrirtækinu sam- hliða hlutaíjáraukningu. Hlutabréf- in mnnu út og aðeins mánuði síðar hafði einn nýju hluthafanna, Volkswagen í Noregi, hagnast um 250 milljónir á kaupunum, sam- kvæmt upplýsingum norska blaðs- ins Dagens Næríngsliv. Tengslin við Verkamannaflokkinn hafa minnkað með árunum og það sama má reyndar segja um flokkstengsl norskra blaða almennt. Norska verkalýðshreyfingin, LO, á 25% hlutabréfa í Arbeider-press- unni en starfsmenn fyrirtækja inn- an A-pressunnar eiga 6,8% af 7,1 milljónar hlutabréfa í fyrirtækinu. Nokkrir þeirra hafa efnast vel á að kaupa hlutabréf í sínúm eigin vinnustað. Aðrir naga sig í handar- bökin yfír að hafa ekki sett spariféð í hlutabréfakaup þegar starfsmenn fengu forkaupsrétt þrívegis á árun- um 1993-4. Þessi ævintýralega þróun hófst árið 1991 er LO veitti 158 milljón- um króna til að styrkja myndun hinnar nýju A-pressu eftir mörg mögur ár. í framhaldinu var útgáfu „uokkurra dagblaða hætt og nokkutf- hundruð starfsmanna misstu vinn- una. Gengið var hart fram í að breyta ímynd fyrirtækisins bæði inn á við og út á við og árangurinn lét ekki á sér standa. Nýir samstarfsaðilar komu til sögunnar og A-pressan losnaði smám saman við þyngsli fortíðar og stimpill flokkstengsla við Verka- mannaflokkinn varð ekki eins áber- andi. Aðeins sjö árum eftir að fyrir- tækið var sett á stofn hafði þegar náðst einstaklega góður árangur. Árið 1994 var velta fyrirtækisins 1,8 milljarðar norskra króna og hagnaðurinn 72 milljónir. Fyrstu átta mánuðina í fyrra var hagnaður- inn 60 milljónir. Verðmæti hlutabréfa í Arbeider- pressen hefur meira en fimmfaldast á tveimur árum. 20 króna hlutur var í desember á síðasta ári 80 króna virði og í lok janúar kominn í 115 krónur. I öllum tilvikum í þessari samantekt er miðað við norskar krónur. Á verðbréfamark- aði er það mat manna að slíkur hlutur geti auðveldlega farið í 160-180 krónur og að A-pressan muni í náinni framtíð verða skráð á hlutabréfamarkaði, en það er nokkuð sem hefði verið Ijarlægt fyrir nokkrum árum. Samvinna og samhæfing krafta Lykillinn að hugsun og skipulagi fyrirtækisins eru ritstjómarskrif- stofurnar í Ósló, APOR. Hin mörgu litlu og dreifðu blöð fyrirtækisins geta ekki fylgst með öllu. Með ákveðinni samhæfingu kraftanna og samvinnu hefur tekist að breyta þessu og blöðin selja nú hvert öðru efni undir samræmingu ----------- APOR. Styrkurinn felst fyrst og fremst í fréttaskrifum *af landsmálavettvangi og dreifíngu frétta frá APOR til kaupenda. Einnig má nefna fréttir af norska þinginu, greinar, heimildaefni ýmiss konar og fylgirit sem eru tilbúin til prent- unar, t.d. vandað útvarps- og sjón- A-pressan eykur umsvif á norsk- • ^ um sjonvarps- og blaðamarkaði 40 0A<!' lostoi Dagbladet Finnmarken - Finmark Dagblad- Bladet Nordlys- Fremover- Lofotposten- m r\S g í r) ^_/ heimskautsbaugur -»L—f- i Avisa Trondheim — Malvikbladet Aura Avis Tidens Krav Firda Firdaposten Sogn Dagblad-| Bergenavisen Hardanger Folkeblad Rjukan Arbeiterblad Rogalands Avis Aust Agder Blad Telemarkavisa Bygdeposten 0stlands-Posten Fremtiden Nordlands Framtid Rana Blad Helgeland Arbeiterblad Namdals-Avisa Stjordalens Blad I—Opdalingen J pArbeitdets Rett Oppland Arbeiderblad Dagningen (----Hamar Arbeiderblad ' j—Glámdalen j- Romerikes Blad — Arbeiderbladet l ’-Akerhus Amtstidende I ’—0vre Smaalenene ‘----Demokraten Halden Arbeiderblad Sarpsborg Arbeiderblad Moss Dagblad ímynd gömlu flokksblað- anna breytt varpsblað vikulega. Þessi þjónusta og samvinna styrkir eðlilega blöð A-pressunnar mjög. Einnig er hægt að panta sérstakt efni frá þessari fréttamiðstöð og hafa samvinnu um sérhæfðara efni. Sem dæmi um slíkt má nefna að vínsérfræðingur á einu blaðanna selur efni sitt víða, annað blað hef- ur kvikmyndasérfræðing í vinnu sem af þekkingu skrifar frá kvik- myndahátíðinni í Cannes og getur af þekkingu keppt við stóru blöðin í Ósló. Stórtækir á sjónvarpsmarkaði Þangað til í september á síðasta ári var A-pressan eingöngu á dag- blaðamarkaði en þáttaskil urðu þegar fyrirtækið keypti fjórðung hlutabréfa í TV2 í Noregi, sem fjár- magnað er með auglýsingum. Kaupverðið var 355 milljónir norskra króna, sem teknar voru að -------- láni. Markmiðið var aug- ljóst. Kaupin voru gerð á tíma þegar óvíst var hvort TV2 fengi að halda einka- . leyfi sínu til auglýsinga í sjónvarpi eða hvort svæðisbundnum sjónvarpsstöðvum yrði veittur að- gangur að markaðnum. A-pressan ætlaði sér að vera beggja vegna borðsins, hver sem niðurstaðan yrði. Árið 1993 hafði fyrirtækið stofn- að fjárfestingafyrirtækið Norsk Lokal TV A/S ásamt Aller. Áætlun- in var að ná fótfestu og verða stór- tækir á markaðnum færi svo að heimilað yrði að fjármagna svæðis- sjónvörp með auglýsingum. Sam- hliða stefndu nokkur blöð í eigu fyrirtækisins að því að þróa traust fyrirtæki til þess að geta sótt um ieyfi fyrir svæðissjónvarpi. Þessi þrefalda sókn skilaði árangri um miðjan janúar þegar 30 svæðisbundnum sjónvarpsstöðv- um var heimilað að hefja útsending- ar. Með einu pennastriki var A- pressan orðin stærsti aðilinn í norsku svæðissjónvarpi. Búist er við að auglýsingavelta þessara stöðva verði um 350 milljónir króna á ári. Jafnframt er búist við að hlutirnir í TV2 haldi verðmæti sínu. Fjörutíu dagblöð í A-pressen keðjunni eru nú 40 dagblöð og þar af á fyrir- -------- tækið meira en 90% í 32 þeirra. Fyrirtækið hefur keypt fjögur dagblöð á síðustu tveimur árum. Norsku A-blöðin eru sjálf- stæð í þeim skilningi að Verka- mannaflokkurinn á sem slíkur ekki hlut í þeim. Það segir þó aðeins lít- inn hluta af sögunni því flokksfélög úti um landið og svæðisfélög innan Dagblöð eiga í sjónvarpsfyr- irtækjum verkalýðshreyfíngarinnar eiga hlut í dreifbýlisblöðunum. Risinn á norska dagblaðamark- aðnum er Schibsted, sem á 100% hlut í Aftenposten og Verdens Gang. Þessi tvö stærstu dagblöð í Noregi koma samtals út í 800 þús- und eintökum á dag, sem er um 30% af norska dagblaðamarkaðnum daglega. Schibsted á einnig hlut í stóru svæðisblöðunum í Þránd- heimi, Bergen, Stavanger og Krist- iansand. Schibsted á auk blaðanna bókaútgáfu, rekur alnets-þjónustu og á í þremur sjónvarpsstöðvum. Þá keypti Schibsted-hópurinn 49,5% hlut í Aftonblaðinu í Svíþjóð nýlega, en þau kaup höfðu verið í undirbúningi í nokkurn tíma. Dagblöð A-pressunnar, 40 tals- ins, koma daglega út í samtals 500 þúsund eintökum, mörg blaða fyrir- tækisins hafa verið í sókn að undan- förnu. Þriðji risinn á norskum dagblaða- markaði er Orkla, sem til skamms tíma sérhæfði sig í matvörufram- leiðslu. Orkla Media hefur aðallega einbeitt sér að dagblöðum í þéttbýl- inu í grennd við Ósló og á nú frá 28-100% í 14 dagblöðum sem koma samanlagt út í 400 þúsund eintök- um daglega. Flokkstengsl óljósari Færri aðilar, en þeim mun stærri, hafa á síðustu árum eignast meira í norskum fjölmiðlum og þetta hef- ur haft áhrif á markmið fjölmiðl- anna og sjálfstæði. Þannig seldi Verkamannaflokk- urinn norski hlut sinn í A-pressunni í fyrra og í Aftenposten kom fram í forystugrein breytt afstaða til Hægri flokksins og hefur það verið orðað þannig að blaðið hafi sagt upp hollustu sinni við flokkinn. Trondheims Arbeideravis breytti nafni sínu í Avisa Trondheim og Bergens Arbeiderblad heitir nú Bergensavisen. Lýsandi fyrir þessa þróun eru kaup A-pressunnar á Lofot-posten á síðasta ári. Svolvær er lítill bær í Lofoten-eyjaklasanum í Norður- Noregi. Svæðisblaðið, Lofot-posten, fagnar í ár aldarafmæli sínu og alla tíð hefur blaðið haft stöðu sem sjálfstætt dagblað á hægri vængn- um. Blaðið hafði á liðnum árum gengið í gegnum fjárhagslega erfið- leika sem enduðu með því að A- pressan keypti fyrirtækið á síðasta ári. Hinir nýju eigendur lýstu því yfir að þeir myndu ekki á neinn hátt skipta sér af ritstjórnarefni blaðsins. Óvissa ríkti um hvernig lesendur blaðsins myndu bregðast við eig- endaskiptunum, en nú að nokkrum mánuðum liðnum, hefur blaðið treyst sig í sessi og kemur út í um 11 þúsund eintökum daglega. Óvissa ríkti einnig meðal starfs- manna, en blaðið hafði alltaf verið í eigu heimamanna. Breytingin varð því mikil þegar stórfyrirtæki í tvö --------- þúsund kílómetra fjar- lægð var orðið eigandi að útgáfunni. Helstu keppinautar blaðsins í Svolvær höfðu rás verið tvö i aranna blöð A-pressunnar á „meginland- inu“, Fremover í Narvik og Nord- iands Fremtid i Bodö, sem bæði hafa skrifstofur í Lofoten. Nú eru þessi blöð öll gefin út af sama aðila. MTV3 á alnetinu MTV3 sjónvarpsstöðin hóf nýlega útsendingar á nýrri alþjóðlegri rás á alnetinu í samvinnu við Telecom Finland. Er að hluta til.um að ræða efni sem framleitt er sérstaklega fyrir þessar útsendingar og fyrsta mánuðinn verða einnig fréttatímar ITN World News sendir út beint níu sinnum á dag. MTV3 mun vera fyrsta sjón- varpsfyrirtæki í Evrópu sem tekur upp útsendingar allan sólarhringinn á alnetinu. í fréttatilkynningu stöðvarinnar kemur fram að samið hefur verið við höfunda efnis og framleiðendur um greiðslur fyrir efnið á alnetinu. Byijað var að senda út efni af myndböndum á alnetinu í tilrauna- skyni í nóvember sl. og segir Telecom Finland að tekist hafi að bæta mjög mynd- og hljómgæðin. Slóði MTV3 á alnetinu er http://www.mtv3.fi. Financial Times Störfum fækkað TEKJUR breska blaðsins Financial Times hafa farið minnkandi að und- anförnu - og hefur stjórn þess nú gert áætlun um samdrátt í útgjöld- um og endurskipulagningu. Fækk- að verður um alls 30 manns á rit- stjórn og fjárfest í nýrri tækni og endurþjálfun. Robin Pauley, einn af ritstjórum blaðsins, sagði að breytingarnar væru nauðsynlegar til að bregðast við „sívaxandi samkeppni á innlend- um og erlendum mörkuðum". Um 170 blaðamenn, sem eru félagar í breska blaðamannafélaginu, sam- þykktu að lýsa vantrausti á Pauley og staðgengil hans, Andrew Gow- ers. Óljóst var hvort gripið yrði til annarra aðgerða gegn niðurskurð- inum. Öllum föstum Ijósmyndurum blaðsins, sex talsins, verður sagt upp og verða myndir framvegis keyptar af lausamönnum og sérstökum þjón- ustufyrirtækjum á því sviði. Black kaupir öll hlutabréf í Telegraph HOLLINGER-samsteypan, sem er í eigu kanadíska fjölmiðlajöfursins Conrad Black, hefur i hyggju að ná að nýju fullum yfirráðum yfir útgáfufyrirtækinu Telegraph PLC í Bretlandi með því að kaupa til baka hlutabréf annarra hluthafa. Hollinger hefur aðsetur í Toronto í Kanada en ræður yfir um 64% af hlutabréfum Telegraph. Fyrirtækið hefur boðið hluthöfum 560 pence eða 8,45 dollara fyrir hvert hluta- bréf sem er umtalsvert hærra verð en núgildandi markaðsverð. Sam- kvæmt því er félagið metið á um 763 milljónir sterlingspunda. Holl- inger lýsti því yfír að það byggist við því að hlutafjárkaupin yrðu um garð gengin um miðjan júlí. Black keypti útgáfulyrirtækið, sem gefur út Daily Telegraph og The Sunday Telegraph, árið 1986 en seldi að nýju nokkurn hluta bréfanna á hlutabréfamarkaði árið 1992. News International og PA Smáauglýsingar blaðanna á alnetið London. Reuter. NEWS International Plc, fjölmiðlafyrirtæki Ruperts Murdochs, hóf nýlega samstarf við bresku fréttastofuna Press Associátion, PA, með það að markmiði að bjóða dagblöðum að birta smáauglýsingar á alnetinu. Velta smáauglýsingamarkaðarins breska er um 1,5 milljarðar punda á ári, um 150 milljarðar króna. Nýja þjónustan verður nefnd Classified Link UK og geta blöðin sent allar smáauglýs- ingar sínar inn á sérstaka miðstöð eða gagna- banka hjá aðalstöðvum PA í London. Fólk sem leitar að vinnu eða vill kaupa bíl getur % notað leitarorð til að flakka um bankann. Nafn viðkomandi blaðs verður birt með aug- lýsingunni og geta viðskiptavinir annaðhvort notað alnetsþjónustu blaðsins eða aðra net- þjónustu. Blöðin munu greiða áskriftargjald en að auki verður greitt sérstaklega fyrir hveija auglýsingu sem birt verður. Blaðið mun síð- an geta ákveðið sjálft hvort það krefur not- endur um greiðslu fyrir þjónustuna. Sagt er að kosta muni 3 til 5 milljónir punda, 300 til 500 milljónir króna, að setja Classified Link UK á laggirnar. Smáauglýs- ingar eru mikilvægasta tekjulind margra dagblaða og er fullyrt að þau muni eiga mjög auðvelt með að nýta sér þessa nýjú mögu- leika. Búist er við því að á næstu árum muni aukin umsvif á alnetinu valda því að þar verði til stór markaður fyrir smáauglýs- ingar og geti þær orðið ein af fyrstu tekjulind- um nýju þjónustufyrirtækjanna sem bjóða aðgang að netinu, að sögn Leslie Fintons, talsmanns News International.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.