Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 3. MAI1996 AÐSENDAR GREINAR Gæfan, lögín og landhelgin A DOGUNUM sá ég í sjónvarpinu viðtal sem haft var við for- sætisráðherra varð- andi þá ákvörðun stjórnvalda að sleppa rússneska togaranum, sem staðinn hafði verið að meintum ólöglegum togveiðum á Reykja- neshreygg. Það var tvennt í svari ráðherr- ans sem vakti athygli rnína. Hann sagði að upp- sögn mín hefði borist Landhelgisgæslunni áður en fyrrnefndur atburður átti sér stað, eins og það hefði skipt megin máli. Það er engu að síður laukrétt hjá ráðherranum, enda hef ég aldrei haldið öðru fram. Hins vegar lýsti ég vandlætingu minni á þeirri ákvörðun að færa ekki togarann til hafnar, svo að rannsaka mætti meinta brot hans. Að sleppa einum en kæra annan er í mínum huga siðleysi, mismunun. Annað það sem ráðherrann sagði var að oft hefði verið stuggað við togurum á þennan hátt sem gert var. Það er kannski ekki von til þess að hann viti betur,'en það er alls ekki rétt. Þegar við gæslumenn tölum um að stugga við skipum, þá er það gert þegar þau eru í línu- dansi, þræði línuna eða storka lög- unum með því að fara 0,1, 0,2 eða jafnvel 0,3 sjómílur inn fyrir línu. Fari þau hins vegar 0,5, ég tala nú ekki um 2,4 sjómílur inn fyrir, eins og mér skilst að Rússinn hafi gert, hafa þau umsvifalaust verið færð til hafnar til rannsóknar. Það var í sjálfu sér engin ástæða fyrir Rússann að óttast rannsókn ef hann var með hreinan skjöld, því Rússar vita mæta vel að við búum í réttarríki, þar sem sérhver er tal- inn saklaus þar til sekt hans er sönnuð. En af viðbrögðum togarans að dæma virðist hann ekki hafa haft hreina samvisku og því ámælis- vert að nýta ekki alþjóðaaðferð við að þvinga þennan meinta lögbrjót til að fara að fyrirmælum. Þá skal á það bent fyrst ekki mátti taka hugsanlega áhættu, að um óslitna eftirför var að ræða og hefði á þeim forsendum mátt stöðva veiðar hans með því að klippa frá honum vörp- una. En kannski er okkur að birt- ast hér stefna hermálaráðherrans væntanlega í landvörnum. Ég sagði starfi mínu upp meðal annars vegna þess að ég hef átt afar erfitt með að sætta mig við það skilningsleysi sem stjórnvöld Höskuldur Skarphéðinsson hafa sýnt Landhelgis- gæslu íslands mörg undangengin ár, en tel hana þó hafa átt betra. skilið. Stöðugt hefur verið skorið af rekstri hennar og benda má á að þegar hinn ágæti þingmaður, Ingi Björn Albertsson, andmælti og fannst nóg komið og vildi auka mátt hennar var margsinnis reynt að kæfa rödd hans og honum að lok- um bolað af Alþingi. Nú kemur í ljós, samkvæmt síðustu fjárlögum, að rekstur nýju þyrlunnar er að stærstum hluta færður á þann auma fjárhag sem fyrir var og er það örugglega ekki að ósk almennings. Þrátt fýrir þessar staðreyndir segja utanríkis- og dómsmálaráðherra að ljóst sé að auka þurfi fjármagn til gæslunn- ar. Einn þingmaður stjórnarinnar sagði í laugardagsumræðu að það væri löngu ljóst að gæslan hefði búið við fjárskort, en þó greiðir þessi þingmaður fjárlögunum jáyrði Ég get ekki sætt mig við það skilningsleysi, segir Höskuldur Skarphéðinsson, sem stjórnvöld hafa sýnt Langhelgisgæslunni. sitt athugasemdalaust. Niður til hvaða fólks eru þessir menn eigin- lega að tala? Mér er spurn. Ég hef líka lýst óánægju minni á þeirri stjórnskipan að sami maður sinni bæði dóms- og sjávarútvegs- málum og eru ástæðurnar flestum augljósar. Margsinnis hefur sjávar- útvegsráðherra staðið frammi fyrir mönnum sem hafa stappað niður fótum, steytt hnefa og játað á sig að hafa kastað fiski í sjóinn, en dómsmálaráðherra ekki þóst heyra. Auk þess liggja fyrir skýrslur, bæði frá gæslumönnum og fiskieftirlits- mönnum, sem sanna þetta athæfí. Sá atburður sem ég hef vitnað til um tengsl sjávarútvegs- og dómsmála er að vísu einstakt fyrir- bæri, en lýsir á raunsannan hátt hvernig mál geta gengið fýrir sig við núverandi aðstæður. I þessu til- viki hafði dómsmálaráðherra, sem yfirmaður Landhelgisgæslunnar, bein afskipti af löggæsluaðferð er varðaði fiskveiðibrot og gat jafn- framt beitt áhrifum sínum, skipað fyrir í sjávarútvegsráðuneytinu. Hvort veiðileyfið var í bókstaflegum skilningi gefið út í fortíðina eða ekki verður sennilega álitamál og aldrei sannað. Eins og málið bar að og kom okkur fyrir sjónir var ekki hægt að álykta annað; Við komum að bátnum klukkan 22 að kvöldi án veiðileyfís, útgerðin hafði ekkert leyfi og það var heldur ekkert leyfi á skrá Landhelgisgæsl- unnar. Þegar ég vísaði bátnum til hafnar var mér hótað að dómsmála- ráðherra myndi hnekkja þeirri ákvörðun. Klukkan 23, klukkustund eftir að atburðurinn átt sér stað, kom svo leyfið sem átti að breyta ákvörðun okkar, atburði sem vissu- lega hafði gerst í fortíðinni. Þetta gerist á þeim tíma sólarhrings sem sauðsvartur almúginn hefur ekki aðgang að embættismönnum ráðu- neytanna og í því liggur siðlaus mismunun og er mergur málsins. Ég sé að útgerðarmaður bátsins telur lögin um fiskveiðieftirlit ómerkileg og telur mig ofvirkan vegna þess ég hef reynt að fylgja því eftir að þau væru haldin. Það getur vel verið að þessi þingmaður telji lög misjafnlega þýðingarmikil, eftir sumum eigi að fara en öðrum ekki. Eða kannski er hann að föndra við að smíða lög fýrir aðra en hann til að fara eftir. Ég hef hins vegar ekki séð lög flokkuð eftir því hversu þýðingarmikil þau eigi að teljast. Ég hef ávallt litið öll lög sömu aug- um og ég hef aldrei fengið þá for- skrift frá mínum yfirmönnum að lög eigi að túlka eftir því hver eigi í hlut. Ég heyrði haft eftir rússneska sendiherranum að hann teldi þá ráðstöfun stjórnvalda skynsamlega að sleppa togaranum við rannsókn og blandaði viðskiptum í það mál. Var hér um að ræða dulbúna hót- un, eða hvað? í annan stað held ég að sendiherrann fari ansi fjárhags- lega með samanburð á viður- kenndri fiskveiðilögsögu annars vegar og opnu úthafi hins vegar. Þarna er kannski komin skýringin á þessari stórfurðulegu ákvörðun stjórnvalda, er varðar það verkefni að veija fiskveiðilögsögu okkar. Ég verð að játa að ég var ekki alltaf ánægður með gerðir þeirra ríkisstjórna er stóðu að útfærslun- um í 50 og 200 sjómílur, en ég held að íslensk þjóð megi þakka sínum sæla að þá voru þessir ráða- menn sem nú sitja að völdum, enn í pólitískum pollabuxum. Höfundur er fyrrverandi skipherra. Vöxtur - frjósemi - langlífi Sumar, vetur, vor og haust High-Desert drottningarhunang, ferskt og óunnið, er undursam/egí náttúruefni sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum. Drottningarhunang er án efa fu/lkomnasta fjölvítamín og steínefnaforði sem maðurinn hefur aðgang að. Útsölustaðir: Hei/suhús/ð, Kringlunni Hei/suhús/ð, Skólavörðustíg Blómaval, Sigtúni, Reykjavík og Akureyri. Kornmarkaðurinn, Laugavegi 27, Reykjavík. He/lsuhornið, Akureyri. Kaupfé/ag Ámesinga, Selfossi. Hol/t og gott, Skagaströnd. Heilsukofinn, Akranesi. Hei/subúð/n, Hafnarfirði, Studio Dan, /safirði. Sjúkranuddstofa Silju, Hu/dubraut 2, Kóp. Nýjar umbúðir Borgarkringlunni, 2 hæð. Sendum í póstkröfu um land allt. simar 85 42 117 & 566 8593. "H-mni H -rT' -w- Hv 'agnmn VIÐEYJARSTOFAI fnrin cmaanni nn elaanni hnnn W Sjábu hlutina í víbara samhcngi! - kjarni málsins! H Kringlan 5 Þetta sparifé er á leið í Ármúla 13A. Þangað er Kaupþing flutt. ® KAUPÞING HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.