Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 FERMIIMGAR Á SUNIMUDAG MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ FERMING í Blönduóskirkju kl. 11. Prestur sr. Arni Sigurðsson. Fermd verða: Árdís Ólöf Víkingsdóttir, Heiðarbraut 3. Erla Björgheim Pálsdóttir, Hlíðarbraut 5. Eyvindur Leó Nikulásson, Blöndubyggð 8. Finnur Karl Vignisson, Skúlabraut 21. Guðmundur Garðar Gíslason, Skúlabraut 35. Guðni Rúnar Skúlason, Brekkubyggð 18. Gunnhildur Erla Þórmundsd. Hlíðarbraut 10. Helga Gunnarsdóttir, Mýrarbraut 6. Hjalti Jóhannsson, Hólabraut 15. Hrafnkatla Valgeirsdóttir, Skúlabraut 11. Iðunn Elfa Bolladóttir, Holtabraut 14. Inda Hrönn Björnsdóttir, Húnabraut 3. íris Elma Jónsdóttir Guðmann, Skúlabraut 9. Jóhann Darri Sigurðsson, Aðalgötu 2. Katrín Benediktsdóttir, Húnabraut 2. Lára Kristín Jónsdóttir, Skúlabraut 4. L'inda Hlín Þórðardóttir, Melabraut 19. Ósvald Hilmar Indriðason, Hlíðarbraut 4. Ragnar Albertsson, Urðarbraut 15. Þorgrímur Gunnar Eiríksson, Urðarbraut 18. Þórarinn Snæfeld Jóhannsson, Garðabyggð 18. FERMING í Breiðabólstaðar- kirkju í Stykkishólmsprestakalli kl. 14. Prestur sr. Gunnar Eirík- ur Hauksson. Fermd verða: Björk Júlíana Jóelsdóttir, Bíldhóli, Skógarstr.hr. Reynir Magnús Jóelsdóttir, Bíldhóli, Skógarstr.hr. Þorsteinn Oddur Hjaltason, Vörðufelli, Skógarstr.hr. FERMING í Leirárkirkju, Leir- ársveit kl. 11. Prestur sr. Sigrið- ur Guðmundsdóttir. Fermdar verða: Anna Gréta Ólafsdóttir, Ný-Höfn, Melasveit. Sólrún Ásta Haraldsdóttir, Belgsholti, Melasveit. Sólveig Jónsdóttir, Galtaholti, Skilmannahr. FERMING í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi kl. 14. Prest- ur sr. Rúnar Þór Egilsson. Fermd verða: Baldvin Jónsson, Villingavatni, Grafningi. Björn Kristinn Pálmarsson, Borgarbraut 6, Grímsnesi. Sölvi Ulfsson, Sólheimum, Grímsnesi. Katla Sif Þorleifsdóttir, Sólheimum, Grímsnesi. FERMING í Þingvallakirkju kl. 14. Prestur sr'. Hanna María Pét- ursdóttir. Fermdur verður: Trausti Jóhannsson, Mjóanesi, Þingvallahr. + Matthías Jóns- son kennari fæddist í Kollafjarð- arnesi í Stranda- sýslu 23. apríl 1917. Hann lést í Landspít- alanum 24. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin sr. Jón Brandsson og Guðný Magnúsdótt- ir. 24. ágúst 1957 kvæntist Matthías eftirlifandi eigin- konu sinni, Pernille Bremnes, f. á Bú- landsnesi í Suður-Múlasýslu 1. . sept. 1930. Foreldrar hennar voru Johan Bremnes og Svan- borg Ingvarsdóttir. Matthías og Pernille bjuggu á Akranesi. Börn þeirra sem upp komust eru: 1) Svanborg, myndlistar- maður og myndlistarkennari, f. 1. mars 1958, sambýlismaður Kjartan Orn Sigurðsson raf- virkjameistari. Þau eru búsett í Kópavogi og eiga einn son, en Kjartap á þrjú börn af fyrra hjónabandi. 2) Brandur, raf- virki, f. 8. júlí 1959, sambýlis- kona Sigríður L. Gunnarsdóttir forstöðukona. Þau eru búsett í Reykjavík. Sigríður á eina dótt- ur og þau eiga son saman. 3) Björn, fluguinferðarstjóri, f. 9. okt. 1960, sambýliskona Þuríður Jóhannsdóttir. Þau eru búsett í Elsku Matti. Nú hefur þú kvatt þessa jarðvist og langar mig að minnast þín í nokkrum fátæklegum orðum og þakka þér margar góðar stundir sem við áttum saman. Stundir sem aldrei gleymast og eru mér mjög kærar. Elskuleg umhyggja þín fyrir mér og börnunum mínum verður seint full- þökkuð. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa okkur, passa börnin, Iesa fyr- ir þau eða spila á spil. Þau syrgja þig nú á sinn hátt og vita að þér líð- ur nú svo vel hjá Guði. í huga minn kemur nú sérstök minning um þig, þegar þú komst öllum að óvörum í bæinn til okkar, á Hagamelinn, til að fá að sjá litla kút (Jóa) sem var þitt fyrsta barnabarn og þér svo kær. Önnur minning leitar á hugann, en það var þegar við tvö ræddum um móðurástina og allt tilheyrandi samband móður og barns. Þér var alltaf svo umhugað um fjölskylduna þína og betri pabba vart hægt að eiga. Samheldni fjölskyld- unnar er einstök sem sýnir svo vel hvað ykkur Nillu tókst vel upp í for- eldrahlutverkinu, eins og börnin ykk- ar bera best vitni um. Heimili þitt og Nillu stóð alltaf öllum opið og þar var alltaf tekið á móti öllum opnum örmum og allir alltaf velkomnir. Sömu sögu er að segja af húsinu ykkar á Arnarstapa, þangað hefur alltaf verið gott að koma. Elsku vinur, ég kveð þig með virð- ingu og söknuði og finnst ég vera miklu ríkari manneskja eftir að hafa kynnst þér. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (M. Joch.) Þín tengdadóttir, Þyrí. Þegar maður er barn að aldri þá er sumt sem manni finnst að eigi aldrei að breytast. Það eru fyrst og fremst foreldrarnir sem eru alltaf til staðar og breytast ekki þó árin líði. Maður ætlast til hins sama af foreldr- um æskuvinanna. Þegar við systkinin vorum að alast upp á Skaganum fyrir rúmlega þrjátíu árum þá var okkar fjölskylda aðflutt og áttum við þar engin skyldmenni. Ommur og afar og venslafólk voru búsett fjarri heimahögum og því urðu þau bönd sem tengdu okkur við heimili þeirra Matthíasar Jónssonar, Pernillu Bremnes og barna þeirra sterkari og nánari en ella. Það var ekki eingöngu gott samband okkar á milli heldur kynntust foreldrar okkar vel og var Reykjavík og eiga tvö börn. 4) Ingvar, nemi, f. 31. jan. 1962, sambýliskona Helena Bergström kennari. 5) Jón, nátt- úru- og eðlisfræð- ingur, f. 2. júlí 1964, sambýliskona Heið- dís Sigurðardóttir sálfræðingur. Þau eru búsett í Reykja- vík og eiga einn son. 6) Lilja talsímavörð- ur f. 19. sept. 1966, sambýlismaður Víð- ir Ragnarsson nemi. Matthías stundaði nám í hér- aðsskólanum á Reykjum 1938, lauk íþróttakennaraprófi 1939, sótti íþróttanámskeið í Svíþjóð 1946 og tók sama ár próf í söng- stjórn í Reykjavík. Hann sat í handiðadeild Kennaraskóla ís- lands 1953-54^ var íþróttakenn- ari hjá UMFI 1941-42, kenndi söng og íþróttir í Héraðskólan- um á Reykjum 1943-52, kenndi handavinnu og söng við Gagn- fræðaskóla Akraness 1954-75. Eftir kennslu vann hann á tré- smíðaverkstæðinu Akri og var húsvörður á Dvalarheimilinu Höfða. Utför Matthíasar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði á mánudag. mikill samgangur á milli heimilanna. Í okkar huga breyttist Matthías ekki, hann var alltaf til staðar þegar komið var í heimsókn á Jaðarsbraut- ina og er óijúfanlega tengdur Ijúfum æskuminningum af Skaganum. Matthías lifir í minningunni sem ein- staklega hlý persóna sem gaf sér tíma til að setjast niður með börnum og ræða málin. Hann var handlaginn og hafði mikið yndi af að syngja en í honum bjó rík tónlistargáfa. Hann samdi einnig tónlist. Matthías var mikill barnakarl og sinnti hann sínum börnum vel í uppvexti þeirra og gáfu barnabörnin honum mikið síðustu árin sem hann lifði. Það fylgir uppvextinum á litlum stað úti á landi að margt fólk flytur burt til mennta eða jafnvel búsetu. Sum vinabönd haldast þó samgang- urinn minnki eða falli niður um langt skeið. Það er öllum góðum vinum sameiginlegt að það skiptir engu máli hversu langt um líður milli þess að fólk hittist, þráðurinn er tekinn upp eins og ekkert hafi í skorist og er sem örskotsstund hafi liðið frá því sest var niður síðast. Þegar komið var aftur til heimaslóða og Matthías hittur að máli þá var sem árin fykju burt. Til staðar var sama hlýjan og í taugaspenntu nútímasamfélaginu hafði hann alltaf tíma fyrir bolla og gott spjall um lífið og tilveruna. Elsku Pernilla, og elsku systkini, við höfum með þessum orðum reynt að koma kynnum við góðan mann fyrir í nokkrum línum. Við vonum innilega að góður Guð styrki ykkur á þessari stundu og að með tímanum verði kær og dýrmæt minning sorg- inni yfirsterkari. Guðrún Bryndís Harðardóttir, Sigurður Páll Harðarson. Þegar líða tekur á ævidaginn, týna samferðamennirnir óðfluga tölunni. Klukka dauðans kallar, og þá „fæst ei með fögru gjaldi frestur um augna- blik“, eins og sáimaskáldið Hallgrím- ur segir svo spaklega. Þegar góður félagi og vinur hverf- ur af jarðlífssviði, er við hæfi að rifja upp kynnin með fáeinum orðum. Mér finnst oft líkt og á mig sé kallað, þegar þannig stendur á, að láta nokk- ur orð falla um hinn látna. Og hér á eftir mun ég minnast hans, sem nýlega hefur kvatt jarðlífið, eftir að hafa dvalið hér meðal okkar næstum átta áratugi. Matthías Jónsson hét hann. Ég ' mun ekki rekja æviatriði hans hér að neinu ráði, enda munu þau birt- ast annars staðar. Prestssonur var hann, frá Kollafjarðarnesi í Stranda- sýslu. Stundaði nám í Reykjaskóla við HrútaQörð, eins og margir urigl- ÞAU hafa borið hitann og þungann af stórmótum vetrarins og gert það með miklum sóma. Talið frá vinstri: Sólveig Krisljánsdóttir framkvæmdastjóri Bridssambandsins og keppnisstjórarnir Sveinn R. Eiríksson og Jakob Kristinsson. Litla aðstoðardaman, sem er með þeim á myndinni, heitir Margrét Jakobsdóttir. Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 261 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 258 Helgi Vilhjálmss. - Einar Einarsson 228 Meðalskor: 216 Bridsfélag Suðurnesja Svala Pálsdóttir, Vignir Sigur- sveinsson og Pétur Júllusson hafa tekið forystuna í aðaltví- menningi félagsins. 23 pör spila og er staðan nú þessi þegar keppnin er hálfnuð: Svala - Pétur - 116 Jóhannes Sigurðsson - Gísli Torfason - Heiðar Agnrarson 76 Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldursson 68 AmórRagnarsson-KarlHermannsson 67 Bjami Kristjánsson - Gylfi Pálsson 58 Garðar Garðarsson - ÓIi Þór Kjartanss. 51 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldursson 67 Karl G. Karlsson - Karl Einarsson 67 Svala Pálsdóttir - Pétur Júlíusson 57 Gunnar Siguijónsson Högni Oddsson 34 Garðar Garðarsson - Óli Þór Kjartanss. 34 Næsta spilakvöld er á mánu- daginn. Spilamennskan hefst stundvíslega kl. 19.45. Keppnis- stjóri er ísleifur Gíslason. BRIDS li m s j ð n A r n 6 r (i. Ragnarsson Bridsklúbbur félags eldri borgara í Kópavogi Spilaður var Mitchell tvímenn- ingur þriðjudag 23. apríl ’96. 26 pör mættu, úrslit urðu: N-S: Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 424 Jónína Halldórsd. - Hannes Ingibergsson 365 Jóhanna Gunnlaugsd. - Gunnar Páisson 353 EmstBackmann-EinarErnst. 335 A-V: Gunnar Sigurbjömss. - Sigurður Gunnl.s. 387 Eysteinrt Einarss. - Sigurleifur Guðjónss. 348 Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 348 ÁsthildurSigurgíslad.-LárusAmórss. 346 Meðalskor 312 Spilaður var Mitchell tvímenn- ingur föstudag 26. apríl. 20 pör mættu, úrslit urðu: N-S: SæmundurBjömss. - BöðvarGuðmundss. 251 Baldur Ásgeirss. - Magnús Halldórss. 247 ■Júlíus Ingibergss. — Jósef Sigurðsson 242 Cyrus Hjartarson - Sigurjón H. Sigurjónss.233 Á-V: Þórarinn Árnason - Þorleifur Þórarinss. 263 MATTHIAS JONSSON ingar úr nágrannasýslum. Síðar tók hann íþróttakennarapróf og handa- vinnukennarapróf. Var menntasæk- inn óg kappkostaði að auka starfs- hæfni sína. Haust 1943. Ég er kominn vestur að Reykjum í Hrútafirði, til að leggja grundvöll af framhaldsnámi. Þar voru fáir en góðir kennarar, enda nemendur ekki nema um sex tugir. Skólinn hafði staðið auður af nem- endum liðin þijú ár, en hýst hermenn þess í stað. Nú var Reykjaskóli tek- inn til starfa á ný, og var það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni öllum námfúsum unglingum, sem bjuggu í Húnavatns- og Strandasýslu og víðar. Nú glumdi byggingin á ný af röddum og starfsemi glaðværs æsku- fólks. Yngstur meðal kennara skólans var aðeins 26 ára og kenndi íþróttir. Það var hann Matthías. Ekki mörg- um árum eldri en elstu nemendurnir, sem sumir voru komnir yfir tvítugt. Okkur fannst hann næstum vera einn úr okkar hópi. Og glaðvær og skemmtilegur var Matti. Leikfimi- tímarnir hjá honum voru svo sannar- lega upplífgandi. Hann lék á slag- hörpu fyrir staðæfingum og fleiri æfingum. Var það einkar heillandi. Matthías kenndi einnig sund, og tókst það býsna vel í ekki stærri laug en var á Reykjum. Tónlistarmaður var Matthías góð- ur, og lét mjög til sín taka í skemmt- analífi skólans á þeim vettvangi. Vakti það að sjálfsögðu mikla ánægju og gleði á dansæfingum skól- ans. Hann var hrókur alls fagnaðar og kom öllum í gott, skap, einungis með nærveru sinni. Honum var það gefið í ríkum mæli. Létt skap og ljúf- lyndi verður áreiðanlega efst í hugum þeirra, sem minnast hans, og þeir eru margir. Eftir að Matthías hætti kennslu á Reykjum, gerðist hann handmenntakennari á Akranesi. Mér er ekki kunnugt um starf hans þar, en ætla má að þar hafi hann verið vel látinn. „Hve allt sem í skóla skeði/skín í heillandi ljóma“, yrkir Tómas í ljóði sínu Skólabræður. Undir það geta eflaust margir tekið. Jákvæð mann- leg kyni eru þar öllu ofar. Þegar kvaðst var á Reykjum vorið 1944, voru minningabækur enn í tísku og skrifað í þær margt hjartnæmt, og sem enn er skoðað við og við í góðu tómi. Slíkt var auðvitað gert í öðrum ungmennaskólum. í bókina hans Matta krotaði ég tvö erindi, ort í flýti, og sem einhver muna víst enn, en þau eru á þessa leið: Kveð ég „stjóra", kveð ég prestinn. Kveð ég mína bestu vinu. En illa komst ég yfir hestinn og aldrei náði ég kollstökkinu. Matthíasar mætu kynni munu seint úr huga renna. Þó lá’r ég yrði í leikfiminni, líklega var það mér að kenna. Horfinn er mætur maður, sem margir minnast með virðingu og þökk. Hann sé kært kvaddur af fyrr- um nemanda. Kveðja mín er um leið kveðja annarra nemenda hans, að einhverju leyti að minnsta kosti. Með samúðarkveðjum til ástvina hans. Auðunn Bragi Sveinsson. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum.) Þegar sólin hækkar á lofti og nátt- úran öll vaknar til lífsins kveðjum við kæran vin og vinnufélaga okkar til margra ára. Það eru forréttindi að fá að kynnast manni eins og Matta, hann var hvers manns hug- ljúfi og góðvild og glaðværð ein- kenndu hann, listelskur var hann og mikill tónlistarunnandi. Margs er að minnast. Hann var einstaklega þægi- legur í öllu samstarfi og gaman var að taka lagið með honum á ferðalög- um og kvöldvökum á Höfða. Kæri vinur, fyrir allt þetta viljum við að leiðarlokum þakka og þegar við heyrum góðs manns getið, kemur nafn þitt í hugann. Við vottum eiginkonu og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Samstarfsfólk á Dvalar- beimilinu Ilöfða, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.