Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1996 47 SIGURÐUR G UNNARSSON + Sigurður Gunn- arsson, fyrrver- andi skólastjóri, rit- höfundur og þýð- andi, fæddist á Skógum í Öxarfirði 10. október 1912. Hann lést í Land- spítalanum 23. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Kristveig Björns- dóttir húsfreyja og Gunnar Árnason bóndi. Systkini hans eru Rannveig (látin), Björn (lát- inn), Sigurveig, Arnþrúður (lát- in), Árni (látinn), Jón Kristján (látinn), Þórhalla, Óli og upp- eldissysturnar Sigríður Guð- mundsdóttir og Kristveig Jóns- dóttir. Sigurður var sjötti í systkinaröðinni. Hinn 24. júní 1941 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Karlsdóttur, f. á Seyðisfirði 29. maí 1917. For- eldrar hennar voru Vilhelmína Ingimundardóttir og Karl Finn- bogason. Synir Sigurðar og Guðrúnar eru þrír, Karl, Gunn- ar og Vilhjálmur. Eftir gagnfræðapróf á Akur- eyri stundaði Sig- urður nám í Kenna- raskóla íslands. Að námi loknu stund- aði hann kennslu í Borgarnesi 1936 til 1938 og á Seyðis- firði 1938 til 1940. Hann var skóla- sljóri barnaskólans á Húsavík á árun- um 1940 til 1960 og æfingakennari við Kennaraskólann, síðar KHÍ, á árun- um 1960 til 1978. Um tíu ára skeið starfaði hann fyrir Samtök aldraðra. Sigurður sótti fjöl- mörg kennaranámskeið hér heima og erlendis, gegndi ýms- um trúnaðarstörfum og lét að sér kveða i bindindismálum. Sigurður skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, kennslubækur og bækur fyrir börn og unglinga. Hann var afkastamikill þýðandi úr norsku, dönsku og ensku. Hann ferðaðist víða og gaf sjálfur út fjórar bækur með ferðaminn- ingum sínum. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey. Mig setti hljóðan er mér barst andlátsfregn vinar míns, Sigurðar Gunnarssonar. Hann lést á „Degi bókarinnar" hinn 23. apríl sl. Það var sannarlega táknrænt, allt líf og starf þessa heiðursmanns var tengt bókum og ritstörfum. Fyrir aðeins þremur dögum höfðum við Sigurð- ur, ásamt konum okkar átt ánægju- lega stund saman í boði hjá kollega okkar. Eins og venjulega var Sig- urður hrókur alls fagnaðar, hann hafði meðferðis 60 ára gamlar myndir frá fyrstu kennsluárum sín- um og sýndi okkur. Þá las hann nýja blaðagrein, sem hann hafði lokið við að skrifa og ætlaði að senda dagblöðunum eftir helgina. Þótt Sigurður væri kominn á níræð- isaldurinn hélt hann andlegum kröftum óskertum, en heilsan var nokkuð tekin að bila, einkum fæt- urnir, gekk hann við staf og þurfti einnig á stuðningi að halda. Kynni okkar Sigurðar eru löng, allt frá kennaraskólaárunum. Lengst kenndi Sigurður úti á landi, var skólastjóri barnaskólans á Húsavík í tuttugu ár, en flutti til Reykjavíkur 1960 er hann varð æfingakennari við Kennaraskóla íslands. Þá gafst tækifærið að end- urnýja kunningsskapinn og vinátt- una. Áhugamál Sigurðar voru mörg og margþætt, hann var mikill fé- lagsmálamaður, vann að réttinda- málum kennara, lagði kirkjustarfí lið, söngmálum, skógrækt og bind- indismálum. Hann flutti fjölda er- inda og skrifaði urmul greina um áhugamál sín. Sigurður var sannur hugsjónamaður og mannvinur. Sameiginleg áhugamál okkar Sigurðar voru ritstörfin. Hann var afar mikilvirkur og fjölhæfur rithöf- undur og þýðandi. Hann skrifaði meðal annars nokkrar ágætar barna- og unglingabækur, einnig kennslubækur, ferðaþætti og mik- inn fjölda erinda og greina. Þá má geta þess að Sigurður var hagyrð- ingur góður og orti talsvert ljóð og stökur. Sigurður brá á það ráð að gefa út úrval ritverka sinna, fimm stór bindi um 300 blaðsíður hvert. í for- mála Andrésar Kristjánssonar segir m.a.: „Ég tel, að ýmsir sem eiga í fórum sínum sitthvað, sem erindi getur átt við framtíðina, ættu að fara að dæmi Sigurðar. Með nýrri tækni er bókin besta geymslan og besta farartækið inn í framtíðina. Bókin er öðrum hirslum betri. Hún er minnisbanki kynslóðanna.“ Sigurður þýddi úr norsku, dönsku og ensku. Afköst hans hvað þýðing- ar snerti eru undur og ævintýri, sem líklega slær met. Hann kastaði ekki höndunum til þýðinga sinna, gott mál sat í fyrirrúmi og allt var unn- ið af stakri nákvæmni og samvisku- semi. Hann þýddi nær hundrað barna- og unglingabækur og all- mörg leikrit fyrir útvarp. Þá þýddi Sigurður mörg stór skáldverk og las í útvarp, má þar nefna „Saga um ástina og dauðann," eftir Knut Hauge og „Sonur himins og jarð- ar,“ eftir Káre Holt. Sigurður var þekktur útvarpsmaður, hafði þægi- lega og skýra rödd og góða fram- sögn. Fyrir lesturinn á framhalds- sögunum var Sigurði oft þakkað, bæði munnlega og bréflega. Sigurður átti mikið og gott bóka- safn. Flestar bækur sínar batt hann sjálfur og verkið var svo vel unnið líkt og fagmaður hefði verið að verki. Hið mikla bókasafn gáfu þau hjónin Sigurður og kona hans, Guð- rún Karlsdóttir, Bókasafni Suður- Þingeyinga á Húsavík. Safninu serm er hátt í fjögur þúsund bindi, var komið fyrir í sérstöku herbergi, sem ber nafnið Sigurðarstofa. Þá gaf Sigurður grunnskóla Húsavíkur nær þúsund bækur unglinga- og barnabóka. Sigurður gerði það ekki endasleppt og gaf út nákvæma bókaskrá safnsins. Afhending þess- ara miklu og höfðinglegu gjafa fór fram á áttræðisafmæli Sigurðar, hinn 10. október 1992. Sigurður hafði mikla ánægju af ferðalögum og var mikill útivistar- maður. Sérstakt yndi hans var að klífa fjöll. Marga fjallstinda norðan og sunnan heiða hefur hann sigrað og notið hins dýrðlega útsýnis. Víða um lönd hafa þau hjónin Sigurður og Guðrún lagt leið sína og notið þess að skoða listaverk framandi þjóða og dást að fegurð og tign okkar stórkostlegu og töfrum slungnu jarðar. í þessu greinarkorni minntist ég á síðasta fund okkar Sigurðar. Ég ók honum heim og studdi hann skrefin að húsdyrunum. Hann faðmaði mig að sér í þakklætis- skyni, ég gleymi ekki hlýju og kær- leika þessa góða vinar. Nú hefur hann lagt upp í ferðina handan móðunnar miklu, þar sem nýtt dýrð- arríki blasir við augum. Við Aðalheiður sendum Guðrúnu, sonum og öðru venslafólki, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigurðar Gunnarssonar. Ármann Kr. Einarsson. Sumir menn lifa fyrir hugsjón, aðrir leitast við að lifa á sýndarhug- sjónum. Sigurður Gunnarsson var dæmi um þá sem fyrr voru taldir. Alla ævi var hann óþreytandi í bar- áttunni fyrir fögru, vímulausu mannlífi, fyrir gróandi þjóðlífi. Þeir síðarnefndu spyija gjarnan hvað þeir fái fyrir sinn snúð, hvort þeir eða fyrirtæki þeirra geti olnbogað sig að þeim kjötkötlum þaðan sem feitir bitar gætu slæðst á dfsk þeirra. Slík lágkúra var óskiljanleg hugsjónamanninum Sigurði Gunn- arssyni. Frá unga aldri vann hann að hugðarefnum sínum af fágætri elju og fölskvalausum heilindum. Sigurður var um árabil yfirmað- ur Unglingareglunnar á íslandi og hefur starf þessa elsta félagsskap- ar íslenskrar æsku vart verið með meiri blóma en þann tíma sem hann var þar við stjórnvölinn. Víða annars staðar kom hann við sögu. Til dæmis má nefna að hann var formaður Bindindisfélags íslenskra kennara í áratugi og átti drýgstan þáttinn í stofnun NORDAN - sam- taka norrænna kennara um bind- indisfræðslu. Mér er kunnugt um að hann var mikils metinn meðal bindindismanna víða um Norður- lönd. Starfsbróðir minn, vinur okk- ar Stein Berg, framkvæmdastjóri Rusmiddeldirektoratet í Osló, minnist hans með virðingu og þökk. Sigurður Gunnarsson var með afbrigðum starfsamur maður. Mér er nær að halda að honum hafi sjaldan fallið verk úr hendi. Auk umsvifamikilla starfa að skólamál- um, þar sem hvergi var slegið slöku við, voru afköst hans á ritvellinum með ólíkindum. Bækur hans, þýdd- ar og frumsamdar, skipta tugum og dijúgur var hann við greinaskrif í tímarit og blöð og flutti fjölmörg erindi í útvarpi. Eru þá ótalin fé- lagsmálastörf margvísleg og hefur verið lauslega drepið á einn þátt þeirra í þessu greinarkorni. Þá stundaði hann bókband og ýmiss konar aðra handavinnu. Oll voru störf hans unnin af einstakri alúð og nákvæmni og hvergi höndum að kastað. Mikið var ævistarf Sigurðar Gunnarssonar orðið og Qölþætt þegar hann kvaddi „fólk og frón“. Við vitum vel, vinir hans, að af- köst hans hefðu eigið orðið slík ef eiginkona hans, Guðrún Karlsdótt- ir, hefði ekki verið honum sá styrk- ur sem aldrei brást. Sigurður vissi það vel og dró aldrei dul á hver hamingja honum hafði fallið í skaut að eignast slíkan förunaut. Við þau vegaskil, sem nú eru orðin, vottum við hjónin henni og öðrum ástvin- um djúpa samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Sigurð kveðjum við með orðunum góðu úr Gunnars- hólma: „Farðu vel, bróðir og vin- ur.“ Ólafur Haukur Árnason. + Ásmundur Ein- ar Sigurðsson sérleyfishafi var fæddur á Iðu í Bisk- upstungum 26. maí 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 23. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi Efstadal II, Laug- ardal, f. 14.1. 1879, d. 17.3.1946, ogJór- unn Ásmundsdóttir húsmóðir, f. 5.8. 1880, d. 11.6. 1970. Sigurður var ættaður frá Hæð- argarði í Landbroti í Skafta- fellssýslu, hálfbróðir Páls Sig- urðssonar í Þykkvabæ. Jórunn var ættuð frá Efstadal þar sem hún ólst upp. Þau hófu búskap á Iðu í Biskupstungum 1912 er þau giftu sig, en fluttu að Ef- stadal II (Vesturparturinn) vor- ið 1914 og bjuggu þar til 1939. Þau eignuðust átta börn en það fyrsta dó á fyrsta ári. Börn þeirra, auk Ásmundar, eru: Sig- urður, bóndi í Efstadal II, f. 20.9. 1915; Steinunn, f. 15.1. 1917 (látin); Magnús, bifreiða- stjóri í Rvík, f. 25.4. 1918; Ing- var, sérleyfishafi í Rvík, f. 18.7. 1919 (látinn), Björn, bifreiða- Prændi minn Ásmundur Einar Sigurðsson er látinn 82 ára að aldri. Hann fluttist eins árs gamall með foreldrum sínum að Efstadal í Laugardal þar sem hann ólst upp, stjóri í Rvík, f. 28.10. 1920; og Magnhildur, hús- móðir í Rvík, f. 4.12. 1922. Ásmundur var ókvæntur en eign- aðist eina dóttur, Elsu Björk, f. 4. febrúar 1951, og er hún gift Þorsteini S. Ásmundssyni framkvæmdastjóra. Börn þeirra eru: Helgi, f. 11. febrúar 1971, Margrét Ása, f. 22. janúar 1973, og Ingvar Þór, f. 25. apríl 1982. Ásmundur dvaldi í föðurhús- um og starfaði á búi föður síns til 1939, en flutti nokkru síðar til Reykjavíkur. Hann starfaði sem atvinnubílstjóri og sérleyf- ishafi í 46 ár og var lengst af eigandi Vestfjarðaleiðar hf. Fyrirtæki hans var umsvifamik- ið í sérleyfis- og hópferða- akstri. Meðal annars hafði fyr- irtækið séleyfi milli Vestfjarða og Reykjavíkur, hópferðaakstur fyrir Ferðafélag íslands og akstur starfsmanna íslenska ál- félagsins í Straumsvík. Utför Ásmundar fór fram frá Áskirkju í gær, fimmtudaginn 2. maí. elstur í hópi sjö systkina. Ásmund- ur, eða Mundi frændi eins og við kölluðum hann, var einn af þessum þrekmiklu og þrautseigu einstak- lingum. Með jafnaðargeði og hóg- værð sigraðist hann á nánast öllum erfiðleikum ásamt því að afla sér virðingar samferðafólks með ein- lægni og miskunnsemi. Ótaldir eru þá einstakir eiginleikar hans við að afla sér vina á meðal yngstu kyn- slóðarinnar. Hann ávarpaði vini og samstarfsmenn sína gjarnan „vinur minn“ sem undirstrikaði hjartalag þessa hæga og vingjarnlega manns. Mundi var alinn upp á heimili foreldra sinna Sigurðar Sigurðsson- ar bónda í Efstadal og konu hans Jórunnar Ásmundsdóttur. Heimili þeirra hjóna var orðlagt fyrir mynd- arskap auk þess sem þess er getið að vinnusemi og dugnaður fjöl- skyldunnar i Efstadal hafi verið með eindæmum. í blaðagrein sem Böðvar Magn- ússon frá Laugarvatni ritaði í „Bóndann“ í mars 1944 greinir hann nokkuð frá atvinnuháttum í Efstadal á uppvaxtarárum Munda. Segir Böðvar að fyrsta árið sem Sigurður faðir Munda bjó í Efstadal hafi hann heyjað 400 hesta með fimm mönnum en árið eftir 1.100 hesta með tveimur elstu sonum sín- um, Munda og Sigurði. Síðar í greininni rekur Böðvar miklar byggingarframkvæmdir Munda og Sigurðar í Efstadal og auk þess hafi fjórir bræðurnir átt átta bíla og einn traktor ... þeir væru allir víkingar til vinnu, vandaðir og áreiðanlegir í öllum viðskiptum. Síð- ar í grein sinni getur Böðvar um að hann hafi verið staddur í Efsta- dal einn dag og orðið vitni að vinnu- brögðum þriggja bræðranna. Þeir byijuðu daginn kl. sex með því að smala hina víðáttumiklu fjallhaga, reka að, marka og rýja það sem órúið var af 400-500 fjár. Stóð sú vinna fram yfir kl. tvö eftir mið- nætti. Þegar Böðvar kom á fætur kl. að ganga sex um morguninn eftir, var einn þeirra að smíða í smiðju, en tveir að setja í stand tvo eða þtjá bíla sem þeir ætluðu þenn- an dag að flytja sambýlismann sinn á og bústað hans í annan hrepp ... Svona hefur þetta oftar verið á þessu heimili, lögð nótt við dag. Mundi ólst því upp við þá einstöku athafnasemi sem stunduð var í Ef- stadal og sem samferðamenn eins og Böðvar á Laugarvatni máttu til með að minnast með kraftmiklum og eftirminnilegum hætti. Mundi flutti suðurtil Reykjavíkur um 1940 og var atvinnubílstjóri og sérleyfishafi í 46 ár. Fyrst vann Mundi með vörubifreið en árið 1955 eignaðist hann fyrsta hópferðabíl- inn og keypti rekstur Vestfjarða- leiðar með um íjórum rútum árið 1958. Auk hópferðaaksturs hélt hann uppi áætlunum milli Reykja- víkur og Vestfjarða eftir það. Það var varla tilviljun að þegar Mundi fjölgaði hópferðabilum sínum og fór að aka fyrir Ferðafélag íslands og fjölda marga aðila virtust verkefni hans ætíð vera nóg. Fjöldamargir aðilar gerðu fasta aksturssamninga við Vestfjarðaleið og var samningur hans við íslenska álfélagið í Straumsvík líklega með merkilegri samningum sem hann gerði. Ann- aðist hann akstur starfsmanna álfé- lagsins meðan hann rak Vestfjarða- leið hf. Þegar Mundi hætti rekstri og seldi fyrirtækið var hann með um 12-14 hópferðabíla sem gátu flutt samtímis um 500 manns. Ég kynntist Munda nokkuð náið. Hann kom gjarnan í heimsókn á heimili foreldra minna auk þess sem Jórunn amma, móðir Munda, bjó hjá okkur. Þessi mikli samgangur milli fólks sem tíðkaðist á þessum tíma gaf einstakt tækifæri til að kynnast því og hlusta á ýmsar frá- sagnir af lífi frændfólksins og for- feðranna í Efstadal fyrr á áruin. Hlýjan og velvildin geislaði af þessu fólki hvar sem það fór. Minningar frá Efstadal streymdu inn á æsku- heimili mitt í Reykjavík og heim- sóknir okkar á sumrin í Efstadal, æskustöðvar Munda frænda, voru nánast eins og ævintýri. Hápunkt- urinn var þó líklega sá þegar stór- veisla var í Efstadal og ættingjar og vinir í Reykjavík fjölmenntu í rútum sem Mundi lagði til slíkra fjölskylduferða austur í Efstadal. Við sem höfum notið vináttu og samfylgdar Munda erum honum innilega þakklát fyrir samfylgdina og minnumst einstaks vinar sem létti okkur lífið og tilveruna hvenær sem færi gafst. Með dýpstu virðingu og söknuði kveð ég frænda minn og þakka honum samveruna og samfylgdina. Dóttur hans, barnabörnum, tengda- syni og öðrum ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurður Sigurðsson. ERFI DRYKKJUR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900 ASMUNDUR EINAR SIG URÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.