Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 51 GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR + Guðbjörg Jóns- dóttir var fædd í Einlandi í Grinda- vík 6. desember 1911. Hún andaðist á Hjúkrunarheimil- inu Eir 25. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Jónsdótt- ir, f. 26.5. 1868, d. 20.12. 1920, og Jón Þórarinsson, f. 5.3. 1864, d. 12.7. 1939, útvegsbónda í Ein- landi í Grindavík. Guðbjörg var yngst fimm systkina sem nú eru öll látin, en einnig átti hún fimm hálfsystkini samfeðra og eru tvö þeirra látin Guðbjörg giftist 12. apríl 1952 eftir- lifandi eiginmanni sinum, Þórði Elías- syni bifreiðastjóra, f. 21.4. 1917, frá Saurbæ í Holtum í Rangárvallasýslu. Hann var sonur Sig- ríðar Pálsdóttur, f. 15.6. 1884, d. 3.10. 1965, og Elíasar Þórðarsonar, f. 21.2. 1880, d. 8.11. 1970, bónda þar. Útför Guðbjarg- ar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mín elskulega frænka Guðbjörg Jónsdóttir eða Bagga, eins og köll- uðum hana alltaf, andaðist í svefni að morgni sumardagsins fyrsta. Þau Þórður höfðu áformað að fara í bíltúr, eins og svo oft áður og njóta vorkomunnar. Bagga var fædd í Einlandi í Grindavík og ólst þar upp, yngst fimm alsystkina, en niu ára missti hún móður sína eftir erfið veikindi. Bagga ólst upp í Grindavík, en hún hlaut m.a. menntun í Héraðs- skólanum á Laugarvatni í tvo vetur og átti hún góðar minningar þaðan. Bagga bjó í Reykjavík öll sín fullorðinsár og 1952 giftist hún Þórði móðurbróður mínum. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en við systkinabörnin þeirra, nutum þess ríkulega hve barngóð þau voru. Þau þreyttust aldrei á að stjana við okkur. Að fara til Böggu og Þórðar og dvelja í nokkra daga var eins og að fara í orlof, bíltúrarnir á „drossíunni", skreppa í gamla Tívolí eða niður á höfn, allt voru þetta ævintýri í þá daga. Bagga var afar listelsk og hafði glöggt auga fyrir öllu sem fagurt var. Sérstaklega höfðaði myndlist til hennar, enda fékkst hún við að mála í frístundum sínum um tíma. Hún naut þess einnig að vera smekkleg til fara. Oft á meðan ég dvaldi hjá þeim henti ég stundum gaman að því hve hún mátaði marg- ar blússur áður en hún fann ná- kvæmlega þá er hæfði tilefninu. Heimili þeirra ber einnig vott um smekkvísi og fágun. Oft var fínt lagt á borð og oft fengu litlar hend- ur öl í kristalsglasi eða postulíns- bolla, ekkert var of gott fyrir okkur krakkana. Bagga var afar frændrækin og vinaföst. Fjölskyldan var mjög sam- hent og mikill samgangur meðal frændfólksins. Og margar voru vin- konurnar sem héldu tryggð ævi- langt. Hún naut þess að fá gesti og hafa fyrir þeim, enda var oft gest- kvæmt hjá þeim hjónunum. Bagga hélt ævinlega upp á afmælið sitt og oft var mikið tilstand, eins og fyrir saumaklúbbana, alltaf varð að koma vinkonunum á óvart með nýrri tertu eða nýjum rétti eða þá að búið var að breyta til í stofunni. Bagga var afar gamansöm og kunni mikið af skemmtilegum til- svörum, sögum og vísum. Eg hafði sérstaklega gaman af sögunum hennar frá uppvaxtarárunum í Grindavík. Þau Þórður bjuggu lengst af í Hlíðunum en fyrir nokkrum árum fluttust þau í Hraunbæ 103, þar sem þau komu sér þægilega fyrir, en því miður hrakaði heilsu Böggu þannig að síðustu árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir. Á menntaskólaárum mínum bjó ég hjá þeim hjónum í þrjá vetur, og naut umhyggju þeirra. Fyrir þann tíma er ég afar þakklátur. Elsku Bagga, með þessum fáu minningarbrotum vil ég þakka þér fyrir allt og alit, ég var líka svo ánægður að þú skyldir geta komið í ferminguna hennar Hildar dóttur minnar á skírdag. Við höfðum öll hlakkað mikið til þess. Elsku Þórður, ég og fjölskylda mín biðjum guð að styrkja þig í sorg þinni. Guðjón Guðmundsson. Nú á vordögum þegar hækkandi sól lífgar gróður kveðjum við ágæta konu, Guðbjörgu Jónsdóttur. Vetur og sumur skiptast á en samt eru flestar góðar minningar tengdar birtu og sólskini. Á sama hátt eru minningar hvers og eins oftast tengdar góðvild _og vináttu samferðamanna okkar. Á þann hátt geta góðar minningar þokað harmi og eftirsjá úr vegi þegar komið er að kveðjustund. Guðbjörg, sem ojtast var kölluð Bagga, var eiginkona Þórðar móð- urbróður okkar. Þórður og Bagga _eru í hópi þess skyldfólks sem við systkinin höfum umgengist hvað mest. Raunar þótti okkur Bagga vera alveg jafnmikil frænka okkar og Þórður var frændi okkar. Við sóttumst mjög eftir að heimsækja þau enda voru þau bæði afar barn- góð og tóku okkur ávallt opnum örmum. Móttökur voru hlýjar og rausnarlegar og alltaf áhugi á því sem við krakkarnir höfðum að leggja til málanna. Heimili þeirra Þórðar og Böggu var fallegt og við- eigandi umgjörð þeirra mörgu góðu og glöðu stunda sem ógleymanlegar minningar okkar systkinanna geyma. Glettni Böggu og góðsemi í garð okkar systkinanna var einlæg og trygg. „Þú átt alltaf að kyssa hana Böggu,“ sagði móðir okkar eitt sinn við Benna, sem er yngstur okkar systkinanna, þegar hann eitt sinn gerði sig líklegan til að gleyma að kveðja. I þijátíu og fimm ár hefur Bagga oft minnt hann á þessi fyrir- mæli. Þórður var um árabil leigubíl- stjóri í Reykjavík. Á árunum milli 1950 til 1960 voru bílar ekki á hveiju heimili, en starfs síns vegna var Þórður alltaf á bíl og var þá 3 boðinn og búinn að aka okkur þeg- ar á þurfti að halda. Því tengjast minningar okkar systkinanna um Böggu ekki síst ökuferðum í mjúk- um sætum leigubílsins hans Þórðar. Bagga var afar handlagin og mikill fagurkeri og naut þess að hafa fallega hluti nálægt sér. Hæfi- leikar hennar og starfskraftar nýtt- ust því vel í starfi með blindum þar sem hún vann að körfugerð og fleiru um árabil. Það er komið að leiðarlokum en um leið og við kveðjum leitar hugur- inn til Þórðar sem á undanförnum misserum hefur af mikilli natni og hlýju annast Böggu í erfiðum veik- indum. Blessuð sé minning Guðbjargar Jónsdóttur. Hjördís, Sigríður, Elías og Benóný. Sveinbjörg Ingibergsdóttir fæddist á Melhóli í Meðallandi í V- Skaftafellssýslu 24. ágúst 1912. Hún lést á Landspítalan- um 19. apríl síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 26. apríl. í Meðalllandi á ég mína móðurætt að uppruna. Afi minn, Árni Árnason dóm- kirkjuvörður, fæddist á Undir- hrauni (Melhóli) í Meðallandi. Móðir mín Svava Árnadóttir var tíður gestur þar í sveit hjá frænd- fólki sínu og kom okkur systkinun- um til sumardvalar þar á bæjum og tel ég mig hafa verið lánsama að komast í sveit til Bjargar og Ella á Nýjabæ sumarið 1949. Þau áttu þá tvær yndislegar dætur, Þórhildi og Ingu. Þetta var ung og hamingjusöm fjölskylda, sem ég leit á sem frændfólk mitt og áttu þau von á sínu þriðja barni. Hinn 13. júlí á afmælisdaginn minn þegar ég varð 13 ára, fædd- ist þeim sonurinn Eyþór og var mikil gleði á bænum. Ég man ég fór í sparikjólinn minn í tilefni dagsins. Elli kallaði mig litlu ljós- móðurina þann dag. Björg var sérlega glaðleg og skemmtileg kona. Hún leit á mig sem fullorðna manneskju og ég fann að ég var mikils metin í hennar augum. Upp frá þessu sumri varð kær vinskap- ur sem aldrei slitnaði. Fjórum árum síðar eignuðust við báðar drengi, Björg soninn Árna og ég unglingurinn 17 ára minn son, Kristin. Örlögin koma á óvart því nokkrum árum síðar flytja þau til Reykjavíkur og í Vogahverfið, þannig að synir okk- ar verða skólabræður í Vogaskóla og æskuvinir. Ég fékk því fjöl- skyldu mína úr sveitinni í ná- grenni við mig og var það mér kært að geta verð í nálægu sam- bandi við mína kæru vinkonu og hennar fjölskyldu. Aldrei fann ég fyrir að neinn aldursmunur væri á okkur, hvorki í hugsun né gjörðum, við náðum svo vel saman í mörgu. Við gáfum hvor annarri innri gleði. Þegar við hittumst gátum við hlegið að öllu og átt- um góðar hláturs- stundir út af fyrir okk- ur. Stundum vissum við ekkert hvað var svona hlægilegt. Þegar hún kom við hjá mér fór hún að hafa orð á því hvað allt væri hreint og snyrtilegt. „Þetta lærði ég hjá þér, Björg mín,“ var svarið. Sem barn í Nýjabæ skynjaði ég strax mikla snyrtimennsku innan bæjar og utan. Þessi snyrtimennska fylgdi þeim hjónum hvar sem þau bjuggu, því með mikilli reisn, dugnaði og elju hélt hún þeirra heimili meðan kraftur entist. Hennar stærsta stolt var börnin þeirra fjögur. Hún var þakklát hvað þau komu sér vel áfram og voru vel menntuð. Ekkert gleður meira móðurhjarta en heilbrigð og góð börn og barnabörnin dáði hún. Þegar hún sýndi mér myndir þá fann ég glöggt hvar hennar stærsta gleðigjafa var að finna, það var í afkomendunum. Börnin voru meira elskuð af móður sem kvaddi þennan heim hinn 19. apríl en nokkur orð fá lýst. Bæn mín er sú að blessun guðs umvefji eiginmann hennar og fjöl- skyldu alla nútíð og framtíð. Bless- uð sé minning mætrar og göfugrar konur. Súsanna Kristinsdóttir. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, WALTRAUD MARÍA FRIÐRIKSDÓTTIR, húsfreyja í Sviðholti, lést 12. april. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd barnabama, barnabarnabarns og annarra vandamanna, Jóhann G. Jónsson, Friðrik I. Jóhannsson, Marfa Erla Óskarsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, IIMGÓLFUR BJARGMUNDSSON raffræðingur, Hagamel 26, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 20. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug. Yrsa Benediktsdóttir, Edda Ingólfsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Bjargmundur ingólfsson, Aðalbjörg Karlsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. SVEINBJÖRG INGIBERGSDÓTTIR Útför t SIGURÐAR GUNNARSSONAR, Álfheimum 66, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Karlsdóttir, Karl Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson, Vilhjálmur Sigurðsson. Systir mín, t SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR frá Vorsabæ, Ölfusi, sfðast til heimilis á Leifsgötu 5, Reykjavík, er látin. Útför hennar fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 4. maí kl. 14.00. Fyrir hönd systkinanna, Guðrún Jónsdóttir. t Ástkær eiginkona og móðir, DAGNÝ BÁRA ÞÓRSDÓTTIR, Hafnarstræti 18, ísafirði, sem lést fimmtudaginn 25. apríl, verður jarðsungin fró ísafjarðarkirkju laugar- daginn 4. maf kl. 14.00. Ásbjörn Sveinsson, Nfna Björk Ásbjörnsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 44, sem lést 27. apríl sl., verður jarðsung- in frá Hraungerðiskirkju laugardaginn 4. maí kl. 13.30. Guðmundur Sigmundsson, Ólafína Hjálmsdóttir, Svavar Sigmundsson, Þorgerður Árnadóttir, Ingibjörg Sigmundsdóttir, Albert H. N. Valdimarsson, Ragnheiður Sigmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.