Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 Rýmingarsala 20-50%“"'' af harðviðarhúsgögnum frá Indlandi og antik frá Indónesíu Abeins í dag Nýjar vörur teknar upp á morgun laugardaginn 4. maí. Opið kl. 14 til 18 alla daga. Útsala á heilsárs- og vetrarvörum Laugavegi 66, 2. hæð, sími 552 0301 _ ^. Mikill afsláttur af öllum Wi:iomi.DiD Borgarkringlunni. simi S68-9525. Til sölu einstakur bíll! Cadillac Sedan DeVille,árg. I99l,ekinn aðeins 37 þús.km. Mjög vel útbúinn s.s. leðurinnrétting, rafm. í öllu o.fl. Einn eigandi frá upphafi. Skipti möguleg á ódýrari bíl. Uppl. í notuðum bílum hjáToyota í síma 563 4450. I DAG SKÁK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í skák á undanrásamóti í Moskvu fyrir atskákmótið í Kreml. Rússinn Aleksei Drejev (2.670) var með hvítt og átti leik gegn landa sínu- mAlexander Morosjevitsj (2.625). 35. Hxe8! - Hxe8 36. Hc7+ - Kf6 (Eða 36. — Kg8 37. Db2 og svartur á ekki aðra leið til að forða máti en gefa heilan hrók með 37. - Hxg2+) 37. Db2+ - Kf5 38. Bc2+ og svartur gafst upp því við honum blasir drottning- artap og mát. Tvítugi Rússinn Vladimir Kramnik vann Gary Ka- sparov, PCA heimsmeistara í úrslitum út- sláttarmótsins í Kreml. At- skákum þeirra lauk báðum með jafntefli. Þá voru tefidar tvær hraðskák- ir, Kramnik vann þá fyrri þeirra og hélt örugglega jöfnu í þeirri seinni. í einvígi um landsliðs- sæti á milli þeirra sem urðu í 2—3. sæti í áskorenda- flokki um páskana, hlaut Sævar Bjarnason, alþjóð- legur meistari, tvo vinn- inga, en Arnar E. Gunnars- son einn vinning. Keppni í landsliðsflokki á Skákþingi íslands, fer fram dagana 22. maí til 2. júní næstkom- andi. HOGNIHREKKVISI SLökttsiStöðin ó 'BcrgrndJSaia.L. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is II Postino Ég vil koma á framfæri þökkum til forráða- manna Sambíóanna í Reykjavík fyrir að taka til sýningar myndina II Postino eða Bréfberann. Þessi rólega og hugljúfa mynd, þar sem kemur við sögu frásögn um vin- sældir góðskáldsins fræga í Chile, Pablo Neruda. í þessum heimi hraðans í dag er það sér- stök upplifun að fá að njóta þess að horfa á þessa fallegu mynd sem skilur svo mikið eftir af fegurð. Ég hvet alla til að gefa sér tíma og sjá myndina, enginn mun iðrast þess. Halldór Á. Gunnarsson Lindargötu 61. Tapað/fundið Týnt hjól NÝTT fjallahjól hvarf úr bakgarði við hús í Hvammsgerði. Hjólið var læst með nýjum lási. Þetta er grænsanserað Free Spirit-reiðhjól frá Pine Hills, með Shimano- gírum. Grindin er af breiðari gerðinni og einn- ig eru breiðari dekk. Einnig er áberandi kana- dískur fáni á grindinni. Raðnúmer er á tveimur stöðum á grindinni og byijar fyrra raðnúmerið á RB... svo kemur sex stafa númer, einnig er annað raðnúmer C600... og svo fimm stafa númer. Þetta hjól var keypt eriendis og er ekkert annað eins á íslandi. Ef einhver hefur orðið mannaferða var á mánudagseftirmiðdag- inn, þá vinsamlega látið lögregluna eða Pétur Bauer vita í síma 587-6087 eftir kl. 18. Lyklakippa tapaðist FJÓRIR lyklar á kippu töpuðust föstudaginn 26. apríl sl. í Kringlunni eða Glæsibæ. Á kippunni var einn Assa-lykill, einn Union-lykill, einn lykill með svörtu á endanum og einn skúffulykill. Skil- vís finnandi vinsamlega hringi í síma 565-8000. Hjól fannst FJALLAHJÓL af gerð- inni Mongoose fannst við Ölduselsskóla sl. sunnu- dag. Upplýsingar í síma 567-0443. Gæludýr Köttur fæst gefins VILL einhver kattavinur taka að sér gráa, ljúfa læðu sem situr í kjöltunni við sjónvarpið á kvöldin. Spurðu um Jóhönnu í síma 552-4867 eftir kl. 19. Víkveiji skrifar... KRAKKARNIR stóðust prófið var samdóma álit þeirra sem hafa tjáð sig um framkomu nem- enda í 10. bekk að loknum sam- ræmdu prófunum á þriðjudag. Þarna er ekki verið að vísa til frammistöðu í sjálfum prófunum heldur við Kringluna um miðjan dag og í miðbænum á þriðjudagskvöld. Margir höfðu varað við þessum degi. Fram kom ótti við að allt færi úr böndunum og krakkarnir yrðu sér og sínum til skammar. Svo varð ekki og spurning er hvort þessi viðvörunarorð hafi haft þessi góðu áhrif. Einhverjir veltu því fyrir sér hvort vel meint varnaðarorðin myndu virka í öfuga átt, en það er löngu þekkt að mikil umræða getur kallað fram andstæðu sína. Svör fást ekki við þessum vangaveltum, en samskiptin við unglingana hljóta fyrst og síðast að þurfa að byggja á trausti. Að þessu sinni voru krakkarnir traustsins verðir. xxx LANGT er síðan tími var kominn til að endurskoða reglur um auglýsingar á áfengum diykkjum hér á landi. Auglýsingar um þessa vöru birtast landsmönnum á marg- víslegan hátt í erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum og ljósvakamiðlum, sem stöðugt fleiri hafa aðgang að. Islenskir framleiðendur og inn- flytjendur neyta ýmissa bragða til að kynna vöru sína og þjónustu og aðferðimar eru margvíslegar til að komast framhjá gömlu reglunum. Ekki er hægt annað en að brosa að sumum tiltækjunum, sem benda svo augljóslega á gloppurnar í gömlu lögunum. Svo em dæmi um annað, sem tæpast er hægt að veija. xxx AMIÐVIKUDAG var haldið fjöl- mennt golfmót á Strandarvelli milli Hellu og Hvolsvallar, eins og reyndar hefur verið gert af myndar- skap á verkalýðsdaginn mörg und- anfarin ár. Að þessu sinni var mótið kennt við ákveðna tegund áfengis og kylfíngar hvattir til að mæta. í golfskálanum á Hellu var vínkynn- ing og gestum og gangandi boðið að fá sér glas af drykknum. Skrifari dagsins er þeirrar skoð- unar að þama sé golfklúbburinn kominn á hættulegar brautir. Það samrýmist engan veginn að tengja íþróttamót ákveðinni áfengistegund og að vera með vínkynningu í íþróttahúsi meðan íþróttamót stend- ur yfir. íþróttaforystan, sem berst gegn hvers kyns vímuefnum, hlýtur að hafa afskipti af þessu máli. Þó heimilt sé að selja áfengi í golfskál- um er það talsvert annað en að halda því beinlínis að fólki. xxx VÍKVERJA hefur borist eftirfar- andi bréf frá Ragnari Arn- alds, alþingismanni: „Víkveiji kvartar yfir því í pistli sínum 1. maí, að við Jónas Árnason skyldum mæla á enska tungu í sænska sjónvarpsþættinum um ævi Jóns kadetts og telur það „óboðlegt með öllu að þessir tveir herramenn skuli koma fram í viðtölum við framleiðendur myndarinnar og hafa allar frásagnir sínar af Jóni á ensku“. Af þessu tilefni verð ég að fá að upplýsa, að framleiðandinn tók langt viðtal við mig um Jón kadett á íslensku. En að því loknu bað hann mig að endurtaka svörin á ensku. Ég bauðst þá til að svara á sænsku, úr því að myndin væri sænsk, en framleiðandinn kaus frekar ensku, þar sem selja ætti myndina til enskumælandi landa. Að sjálfsögðu hvarflaði ekki að mér, að í íslensku útgáfu myndar- innar yrðu notuð viðtöl á ensku og berum við Jónas enga ábyrgð á því. Reyndar hafði ég ekki hugmynd um, hvað gerð þessarar myndar leið, fyrr en mér barst fyrir tilviljun til eyrna úr nálægu sjónvarpstæki einkennileg enskumælandi rödd, sem ég þóttist kannast við og reynd- ist eigin rödd. Mér fannst þó hitt verra, að þýðingin var ekki ná- kvæm; hugtakið demóninn var þýtt sem djöfullinn, og mun víst nokkuð of í lagt að dómi fróðustu manna, þó sjálfsagt sé hinn illi andi oftast talinn ættaður úr neðra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.