Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1996 59 I DAG BRIDS Árnað heilla Hmsjón GuAinundur l’áll Arnarson EITT besta verk bridsbók- menntanna er „Stokknum flett“ (Right Through the Pack) eftir Ungveqann Ró- bert Darvas (1903-1956). Spilin öðlast líf í bókstafleg- um skilningi, því höfundur lætur hvem íbúa spilastokks- ins segja frá eftirminnilegri lífsreynslu við græna borðið. Ein átakanlegasta sagan er af efnilegum ungum manni, sem varð sagnhafl í von- lausri alslemmu. Sögusviðið er klúbbur í Búdapest, þar sem ungi maðurinn var að vinna sig í álit. Félagi hans hafði sagt of fijálslega á spilin og þegar blindur kom upp blöstu við ellefu -slagir, hvorki meira né minna. Eng- in leið var að fá alla slagina, en sá tólfti var mögulegur með tvöfaldri þvingun. En þá því aðeins að fyrsti slagur- inn væri gefinn! Eftir nokkra yfirlegu, ákvað ungi maður- inn að það væri skynsam- legra að fara einn niður en tvo, og gaf fyrsta slaginn til að búa í haginn fyrir kast- þröngina. Hún gekk upp, og spilið fór aðeins einn niður. En ungi maðurinn spilaði ekki meira í klúbbnum. Hver vill hafa makker sem gefur fyrsta slaginn í alslemmu!! Norður ♦ ÁK8 V Á532 ♦ ÁD42 ♦ G8 Vestur Austur ♦ DG93 ♦ 7654 V KD64 ♦ 103 II V 1098 ♦ 75 ♦ 1076 ♦ 9543 Suður ♦ 102 V G7 ♦ KG986 ♦ ÁKD2 Spilið að ofan er frá úr- slitum íslandsmótsins í tví- menningi. Guðmundur Sveinn Hermannsson og Helgi Jóhannsson héldu á spilum NS við eitt borðið og enduðu í sjö tíglum. Slemmuharka þeirra er vel þekkt, svo það kemur kunn- ugum ekki á óvart að þeir lendi í sjö þar sem aðrir spila sex. í AV voru Anton Har- aldsson og Guðmundur Pét- ursspn. Anton í vestur átti út. í sögnum hafði norður sýnt fyrirstöðu í hjarta, svo það lá ljóst fyrir að ásinn var í borði. Til að reyna að villa um fyrir sagnhafa, ákvað Anton að hefja leik- inn með því að spila út litlu hjarta undan hjónunum!! Kom nú til kasta Guð- mundar Hermannssonar, sem var í sæti sagnhafa. Hann horfði á blindan og taldi slagina. Þeir voru tólf. Sá þrettándi virtist víðs- fjarri, en Guðmundur sá þó tvo möguleika. Annar býggðist á því að sami mót- herji héldi á DG9 í spaða og hjartahjónunum. Hann myndi þá verða ofurseldur kastþröng með tímanum. En líkur á því að sami spil- arinn eigi fimm ákveðin sP'l eru örfræðilega litlar, svo Guðmundi leist raunar betur á hinn möguleikann, svo var einfaldlega að hleypa hjartanu heim á gos- ann! Guðmundur vissi vel að Anton væri til alls vís. En þá verður Guðmundi hugsað til sögu Darvas af unga manninum, sem dúkk- aði fyrsta slaginn í al- slemmu. Sá kembdi ekki hærurnar við spilaborðið og Guðmundur vildi ekki hljóta sömu örlög og rauk upp með ásinn. Þegar til kom, lágu báðar leiðir til vinnings. Guð- mundur fékk alla slagina með því að þvinga Anton í bjarta og spaða. ^/\ÁRA afmæli. Á I vlmorgun, laugardag- inn 4. maí, verður sjötug Kristrún Jónsdóttir, hús- freyja í Skipholti, Hruna- mannahreppi. Maður hennar er Guðmundur Kristmundsson. Kristrún tekur á móti gestum á af- mælisdaginn milli kl. 14 og 18 í Skipholti. 60 ÁRA afmæli. I dag, föstudaginn 3. maí, er sextug Signrborg Jón- asdóttir, Kleppsvegi 82, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hreinn Þor- valdsson, múrarameist- ari. Þau hjónin taka á móti gestum í Akogessalnum, Sigtúni 3 í dag frá kl. 18-20. /\ÁRA afmæli. Sunnu- Ovldaginn 5. maí nk. verður sextugur Haukur Bergsteinsson, Bræðra- tungu 4, Kópavogi. Eigin- kona hans er Ragna Guð- varðardóttir. Þau taka á móti gestum á morgun, laugardaginn 4. maí í Skólabæ, Suðurgötu 26, kl. 17-19. Ljósm. Rut. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. mars sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Þóri Steph- ensen Ásta Sigríður Ein- arsdóttir og Jón Birgir Jónsson. Heimili þeirra er á Fálkagötu 15, Reykjavík. fT/\ÁRA afmæli. I Vfmorgun, laugardag-. inn 4. maí, verður sjötugur Haraldur Sveinsson (Bói). Af því tilefni tekur hann og eiginkona hans Stella Lange á móti gestum á heimili sínu Bláhömrum 4, eftir kl. 16. /? /\ ÁRA afmæli. í dag, OV/föstudaginn 3. maí, er sextugur Sigurður G. Björnsson, Hjarðarhaga 50, Reykjavík. Hann og eiginkona hans taka á móti gestum á afmælisdaginn í Listhúsinu v/Engjateig milli kl. 19 og 21. /\ÁRA afmæli. í dag, OV/föstudaginn 3. niaí, er fimmtugur Nikulás Árni Halldórsson, stýrimaður, Stórahjalla 15, Kópavogi. Hann og eiginkona hans Hafdís Gunnarsdóttir, verða að heiman á afmælis- daginn. LEIÐRÉTT Nafn féll niður í MYNDATEXTA þar sem sagt var frá verðlaunahöf- um í hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema og birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. apríl sl. féll niður nafn Eddu Magn- úsdóttur. Hún var fulltrúi ÍSAGA hf., sem veitti verð- launin í keppninni. Eru við- eigandi beðnir velvirðingar á mistökunum. Pennavinir NÍTJÁN ára þýsk stúlka með vnargvísleg áhugamái auk íslandsáhuga: Silviii Eckert, Auf der Korke 30, 0-33760 Oetmold, Germuny. STJÖRNUSPÁ c 11 i r F r a n c e s D r a k c NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú kemur vel fyrir þig orði og átt auðvelt með að sannfæra aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl) (Pft. Það þýðir lítið að deila við vin, sem hefur þegar gert upp hug sinn. Hafðu ekki hátt um áform þín í fjármál- Naut (20. apríl - 20. mai) Einhver í vinnunni er ekki allur þar sem hann er séður, og hann vill þér ekki vel. Taktu ekki mark á orðrómi sem þú heyrir. Tvíburar (21. maí- 20. júnl) 7» Þú getur gert góð kaup í dag og þér býðst óvænt tækifæri í vinnunni. Starfsfélagi er með hugmynd, sem þú ættir að hlusta á. Krabbi (21. júní - 22. júlí) m Þú átt auðvelt með að ein- beita þér í vinnunni árdegis, og þér berast góðar fréttir símleiðis. Ástvinir fara út í kvöld. Ljón (23. júll - 22. ágúst) Þér gengur vel að ljúka skyldustörfunum í vinnunni í dag, en þótt frístundum fjölgi kýst þú að vera heima með fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Sambandið við þína nánustu er mjög gott og ferðalag virðist framundan. Margt stendur til boða í kvöld og þú ættir að vanda valið. V^g (23. sept. - 22. október) Óvænt þróun mála í vinnunni er þér hagstæð en þú þarft að varast fljótfærni, sem getur spillt fyrir. Reyndu að sýna þolinmæði. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur tilhneigingu til að eyða of miklu í óþarfa, og fjármálin geta valdið ágrein- ingi. Fjarstaddur vinur lætur frá sér heyra. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) £3 Stattu við fjárhagslegar skuldbindingar og taktu enga óþarfa áhættu. Ágrein- ingur getur komið upp heima um fjármálin. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu ekki freistast til að kaupa eitthvað í dag, sem þú þarfnast ekki. Sambandið innan fjölskyldunnar er sér- lega gott. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Skynsamlegar tillögur þínar falla í góðan jarðveg í vinn- unni í dag og hagur þinn fer batnandi. Kvöldið verður skemmtilegt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) imk Þú átt árangursríkar viðræð- ur við áhrifamenn i dag, og horfur eru á að þú skreppir í ferðalag tengdu vinnunni á næstunni. Stjörnuspána á að lesa seni dægrnclvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Trepass og Jeantex útivistarfatnaöur fyrir ungt fólk á öllum aldri Tilboö Sumarúlpur í tískulitum st. 4-16, S-M-L-XL kr. 1.990. Sundfatnaður í úrvali. Regnfotobúöin Lciugov&gi 2 7, Sími. 552 óóOó Námsráðgjöf Stendur þú á tímamótum? Ertu óviss hvert skal stefna í námi Veiti almennar auglýsingar um námsmöguleika. Nemendur sem eru að ljúka grunnskóla sérstaklega velkomnir. Upplýsingar og tímapantanir í síma 553 2081 eftir kl. 17 og unt helgar. Anna Sigurðardóttir, námsráðgjafi. VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 587 5090 Nyjung: Danskennsla alla fósludaga frá kl. 205 lil 22.15. Furstarnir, 1 manna dansband 20. aldarinnar, söngvarar Hjálmfríður Þöll og Geir Ólafsson, leikur og syngur fyrir dansi frá kl. 22.15. Listamenmrnir Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson haida uppi stuðinu á Mímisbar. -þín saga! m ó mm múm Loxa-caipaccio me5 furuhnetum blönduðu saloti, piparrót og bolsamico Rjómalöguð sjóvarréttarsúpa me5 karrý og konlaki Grafið lamb 5 solati me5 jarðarberjum og hindberja vinoigrette mmm Glóðuð lúða meb skelfisks-iisotto og humaisósu Léttsteikt lambofillet ab austurlenskum hætti Fylltar kjúklingabringut meb oppelsínusósu uimíim Súkkulabiterta meb vanillusósu og jarbaberjasalati Volg peruterto meb kanil-ís Val ó einum forrétti, einum nðalrétti og einum eftirrétti fyrir aðeins kr: Borðapantanir • Sími 551 1247 • Fax 551 1420 .............¥..................
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.