Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1996, Blaðsíða 1
■ ÞJÓNUSTA HEILSUGÆSLUSTÖÐVA/2 ■ HJÁLPARTÆKI FYRIR FÖTLUÐ BÖRN/2 ■ TURNHÚS Á AKUREYRI/3 ■ TÍSKULJÓSMYNDIR OG LISTAVERK/4 ■ KAFFI OG KAFFIHÚS/6 ■ CHRISTIAN DIOR/8 Morgunblaðið/Jón Svavarsson SYSTKININ Hugrún og Hilmar. T íska og listin SYSTKININ Hugrún og Hilm- ar hafa haslað sér völl, sitt á hvoru sviði. Hún er tísku- ljósmyndari, búsett í Lond- on og tekur myndir af of- urfyrirsætum og öðru frægu fólki fyrir víð- lesin timarit, sem seld eru í milljónaupp- lagi. Hann býr í Los Angeles, þar sem hann fæst við innan- hússhönnun og EITT af verk- um Hilmars. FORSÍÐUMYND ástralska tímaritsins Elle af Lindu Evangelista eftir Hugrúnu. híbýlaprýði af ýmsu tagi. í vinnustofu sinni býr hann til Iistmuni og hyggst senn opna listmunaverslanir í Hollywood og New York. Orkuna fyrir sköpunargáfu sína og athafnasemi segjast þau sækja til íslands, en hér voru þau nýverið og sögðu Daglegu lífi undan og ofan af lífshlaupi sínu. ■ 4 V el lyktandi börn með angan úr ilmvatnsflöskum frá París Snyrtivöruiðnaðurinn virðist gera í æ ríkara mæli út á' börn ef marka má framboðið á barnailm- vötnum og ýmiss konar barnasnyr- tivörum. Þótt trúlega finnist flest- um foreldrum ungviðið sitt oft- ast nær ilma ynd- islega, hefur sala slíks varnings aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. Ingibjörg Ey- jólfsdóttir í snyrti- vörudeildinni í Fríhöfninni Keflavík segir að smástelpur séu mjög ginnkeyptar fyrir Oilily ilm- vötnum, sem komu á markað- inn fyrir tveimur árum. „Salan hef- ur aukist um 30-40% miðað við í fyrra. Litlu stelpunum finnst þetta voðalega fínt og kaupa bæði handa sjálfum sér og til að gefa vinkonum sínum. Annars virðist mér fullorðnir engu að síður hrifnir en stelpurnar og „viðskiptapabbarnir" kaupa barna- ilmvötn í stórum stíl.“ llmvatnsflöskur eins og barnapelar Ingibjörg segir að fyrstu barna- ilmvötnin hafi komið í Fríhöfnina fyrir sex árum og selst ágætlega til að byija með, en síðan hafi salan dottið niður. „Umvatnið hét Poupon og var ætlað ungbörnum. Umbúð- irnar líktust barnapela, og lítill bangsi fylgdi með. Auk Oilily seljum við líka þó nokkuð af barnailmvötn- um frá Versace. Stelpuilmvatnið heitir Baby Rose og strákailmvatn- ið Baby Blue Je- ans. “ Af þvi síðar- nefnda er mild rakspíralykt, en stelpuilmvatnið er með mildri blóma- angan, eins og Oilily og Petit Guerlain barna- ilmvatnið, sem hefur verið á markaðnum í nokkur ár. Ilmvatn og freyðibaðssápur í glösum, sem skarta Mikka Mús, Aladdin, Fríðu og dýrinu og öðrum álíka fígúrum í dúkkulíki, segir Ingibjörg alltaf vinsæl, enda höfði umbúðirnar trúlega oft meira til krakkanna en innihaldið. Starfsstúlkur í ýmsum snyrti- vöruverslunum í Reykjavík tóku í sama streng og Ingibjörg varðandi aukna eftirspurn eftir barnailmvötn- um og barnasnyrtivörum af ýmsu tagi. Þær sögðu að eldri konur, sem ekki kærðu sig um sterka ilmvatns- lykt, keyptu slík ilmvötn oft og því væru ilmvötnin í rauninni fyrir alla frá þriggja mánaða aldri. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.